Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HR. RITSTJÓRI. Hinn 17. maí 2003 er fremur lítil fréttagrein í blaðinu á bls. 18 og er hún með svofelldri yfirskrift: „Megnið af stórfiskunum horfið?“ Með greininni fylgir mynd af tveim- ur dauðum sverðfiskum, en undir henni stendur: „Fjöldi stórfiska, eins og seglfisks, er nú aðeins 10% af því sem hann var fyrir áratugum að mati kanadískra vísindamanna.“ Síðar segir m.a.: „Þetta eigi við fisktegundir eins og túnfisk, sverð- fisk, seglfisk, hákarla, þorsk og lúðu.“ Ennfremur er tvisvar talað um „stóru fiskana“ með þeim hætti, sem ekki er að finna í Nature- greininni. Með þessari frétt er verið að setja allt málið í annan búning, með þorsk sem aukaleikara, en þann, sem lesa má í Nature-grein- inni, sem vitnað er í. Hún fjallar um niðurstöður tveggja vísindamanna R. Myers & B. Worm við Dalhousie University, Halifax, Kanada. Síðan er sagt í Morgunblaðsfréttinni og vitnað í höfunda, að – minnka þurfi aflakvóta. Hr. ritstjóri, vísindamennirnir töluðu hvergi um aflakvóta; þeir töluðu tvisvar um ofveiði og afleið- ingar þeirra án þess að tilgreina með hvaða hætti yrði að bregðast við því. Mín niðurstaða er sú, að blaðamaður Morgunblaðsins hafi ekki lesið Nature-greinina heldur vitnað í fréttagreinar í erlendum miðlum, ljósvaka eða blaða, og af- flutt efni þeirra. Fréttin er stórmál og má finna um hana ítarlega um- fjöllum í mörgum virtum miðlum á Vesturlöndum. Það er ekki gott að virtasta dagblað landsins skuli bæði setja þetta mál í smáfrétt og undir villandi yfirskrift með spurningar- merki, og sýna mynd af sverðfisk- um, þegar málið snertir okkur mjög mikið hér á landi, og er þá átt við þorskinn og aðra þorskfiska (gad- idae). Þungamiðja ritgerðarinnar er um botnfiskana og alveg sérstak- lega þorskfiskana, en annar höf- undur blaðsins hefur um árabil ein- mitt skrifað um þorskinn í mörgum virtum tímaritum. Vissuleg voru japanskar veiðitölur fyrir línuveið- ar, túnfisk og sverðfisk, mikilvægar í þessu sambandi, því með þeim hefur í fyrsta skipti verið unnt að afla sambærilegra niðurstaðna á heimsvísu sem gefa niðurstöður um hlutfallslegt ástand. Meginniðurstaða höfundanna varðar það ástand, að umfjallaðir fiskar séu nú um tíundi hlutinn af því sem áður var, en menn hafi ruglast nokkuð í ríminu vegna þess að vísindamenn hafa alltaf verið að nota viðmið, sem ná of stutt aftur í tímann, í stað þess að kynna sér hvernig ástandið var fyrir hálfri öld; áður en stórvæðing veiða var farin að breyta öllum botnfiskstofn- um og minnka þá niður í þær óra- lægðir, sem þeir eru nú komnir í. Ef við Íslendingar lítum hálfa öld til baka var þorskurinn stór fiskur í vertíðarveiðinni og veiðistofn þrisv- ar sinnum stærri en nú er. Til að aðstoða blaðið við að fjalla sæmilega um málið sendi ég með í viðhengi bæði úrdrátt úr Nature- greininni og umfjöllun Washington Post hinn 15. maí sl. í því skyni að þið ritstjórarnir og aðrir geti lesið efnið og myndað ykkur skoðun á umfjölluninni, sem ég er að gagn- rýna að ofan. Höfundurinn er Rick Weiss við Washington Post, Staff Writer Thursday, May 15, 2003; Page A01. JÓNAS BJARNASON, efnaverkfræðingur. Aths. ritstj.: Umrædd frétt Morgunblaðsins var unnin upp úr tveimur fréttum, annarri úr bandaríska blaðinu Bost- on Globe hinni af fréttavefnum Intrafish.com. Þær voru báðar sam- hljóða og var þar mest áherzla lögð á skaðsemi línuveiða. („This re- search was a part of a larger proj- ect on pelagic longlining ...“) Þorsk- ur var nefndur einu sinni á nafn í annarri greininni og þá aðeins í þeirri upptalningu sem var fram- arlega í fréttunum og þrisvar í hinni. Í báðum fréttunum er það haft eftir höfundum skýrslunnar að það þurfi að minnka fiskveiðidauða (fishing mortality) um 50% og með því að minnka aflakvóta, meðafla, veiðigetu og svo framvegis. Það sama er gert í fréttatilkynningu frá höfundum greinarinnar í Nature. Það er rangt að efni fréttanna hafi verið afflutt. Efninu voru gerð góð skil, en þar sem nær engin umfjöll- un var um þorsk, heldur fyrst og fremst um línuveiðar á uppsjávar- fiskum eins og túnfiski, seglfiski og sverðfiski, var ekki ástæða að mati blaðsins að gera meira úr málinu. Eftir að fréttin var skrifuð komst blaðamaður í samband við annan höfund efnisins í Nature, sem var birt sem bréf til tímaritsins. Í bréf- inu kemur fram að hluti rannsókn- anna hafi beinzt að þorski á Mikla- banka og Saint Pierre-banka við austurströnd Kanada. Það var ekki nefnt í þeim fréttum sem frétt Morgunblaðsins var unnin upp úr. Loks má geta þess að í tölvupósti frá höfundinum, Ransom Myers, kemur fram að ekki voru notuð gögn um fiskistofna við Ísland í rannsókninni, þar sem þau náðu ekki nógu langt aftur í tímann. Fiskistofnahrun Frá Jónasi Bjarnasyni: Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.