Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing KONUR eru veikari þegar þær koma til áfengismeðferðar, hafa meiri fráhvarfsein- kenni og eru mun lengur að jafna sig en karl- ar, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á sjúklingum sem leituðu áfengis- meðferðar á árunum 2000- 2001. Í rann- sókninni kom einnig í ljós að konur hafa fleiri einkenni alvarlegrar áfengissýki en karlar. Konur stunda meiri dagdrykkju á meðan karlar drekka helst í túrum, eða skorpum. Konur misnota að auki lyf í meiri mæli en karl- ar í tengslum við áfengisneyslu. Þær eru til- finninganæmari og láta frekar undan þrýst- ingi. Konum sem leita áfengismeðferðar í fyrsta sinn hefur fjölgað hlutfallslega á síðustu árum. Meðal nýrra sjúklinga 19 ára og yngri á Vogi á síðasta ári voru 43% stúlkur. Þá er algengara að áfengissjúkar konur séu giftar áfengissjúk- um körlum heldur en öfugt. Sjúklingarnir sem tóku þátt í rannsókninni voru á leið til meðferðar á Vog, Teig og deild 33A á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í nýju tölublaði Tímarits íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Rannsakaðir voru 370 karlar og 146 konur á aldrinum 16–76 ára. Meðalaldur beggja kynja var 35,8 ár. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna ástæður þess að leitað er í með- ferð vegna áfengis- og vímuefnavandamála. Konur marktækt kvíðnari Samkvæmt rannsókninni lýstu konurnar marktækt meiri kvíða en karlarnir. Þær sýndu meiri líkamleg einkenni eins og skjálfta um allan líkamann, handskjálfta, svita, ótta, of- sóknarkennd og örvæntingu. Í ljós kom að konur finna oftar fyrir skömm, sektarkennd og lítilli sjálfsvirðingu í áfengis- meðferð en karlar. Fylgikvillar koma mun fyrr fram hjá konum ásamt því að slys eru al- gengari hjá konum sem misnota áfengi. Konur veik- ari en karl- ar við komu Ástæður áfengis- og vímu- efnameðferðar rannsakaðar / 0   # #  K % 3   K %  %3 K %  %                                     //(- )(. I() ,(I /,(- +(+ )(, )(I +))()   !    & 8  L#(%  K;! !  #4 %! ! %E1F 8 % 3 ! ÁBURÐARFLUG Landgræðsl- unnar hófst í gær með dreifingu á Reykjanesi. Í sumar verður dreift um 110 tonnum af áburði og 8 tonnum af fræi. Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri segist gjarnan hafa viljað dreifa tí- eða tvítugföldu þessu magni eins og var fyrir nærri tveimur áratug- um. Í ár gefur Áburðarverk- smiðjan 27 tonn af áburði til verksins. Eftir að búið verður að dreifa á Reykjanesi í samvinnu við sveitarfélög á Suðurnesjum verð- ur dreift meðfram væntanlegu vegarstæði Suðurstrandarvegar í samvinnu við Vegagerðina. Þá var einnig dreift í gær í landi Hann segir stjórnvöld hafa ákveðið þá stefnubreytingu í landgræðslunni síðustu árin að bændum og öðrum verktökum séu nú falin ákveðin verkefni sem ekki verði unnin með flug- vélinni. Segir hann það góða við- bót og gott samstarf um þá hlið en það breyti því ekki að meira þyrfti að dreifa úr lofti. Kostar innan við 10 milljónir Kostnaður við áburðarflugið er í ár nokkuð innan við 10 millj- ónir króna og segir Sveinn mikið hægt að gera fyrir tvöfalda þá upphæð. Óskandi væri að fá mun meira fjármagn í áburðarflugið enda hægt að ná yfir mikið svæði með dreifingu úr lofti. tveggja bænda í Kjósinni og Grafningi. Eins og áður fer áburðarflugið fram með hinni 60 ára gömlu DC-3 flugvél Páli Sveinssyni, og annast það um 14 manna hópur flugmanna. Tómas Dagur Sveinsson, flugstjóri hjá Flug- leiðum, er einnig flugrekstr- arstjóri Landgræðslunnar og segir hann vélina í góðu lagi og tilbúna í hið hefðbundna verk- efni. Hann segir mun fleiri flug- menn í raun sinna áburðarflug- inu en þá 14 sem fljúga í ár því aðrir flugmenn taki vaktir þeirra ef á þurfi að halda en allt þetta starf er unnið í sjálfboðavinnu. Landgræðsluflugið með hinni 60 ára gömlu flugvél Páli Sveinssyni hafið Morgunblaðið/RAX Landgræðsluvélin Páll Sveinsson á flugi við Þingvallavatn í gær, en þá hófst áburðarflugið. Dreifa 118 tonn- um af fræi og áburði í sumar Morgunblaðið/RAX Hafsteinn Heiðarsson flugmaður, Benedikt Sigurðsson flugvirki, Tóm- as Dagur Helgason flugmaður og Einar Bjarnason flugvirki, en Haf- steinn og Tómas Dagur flugu fyrstu ferðina í gær. STJÓRN Landssamtaka lífeyris- sjóða, LL, hefur nýlega samþykkt að skipa starfshóp til að skoða kosti og galla ólíkra réttindakerfa og hvort hægt sé að vinna að breyt- ingum án þess að sjóðfélagar beri skarðan hlut frá borði. Þetta kom fram í máli Þóris Hermannssonar, stjórnarformanns LL, á aðalfundi samtakanna í gær. Hann sagði að mál þetta væri ekki auðvelt í um- fjöllun og ljóst að sjónarmið manna væru töluvert misvísandi, þegar um það væri fjallað. Þórir sagði að neikvæð ávöxtun og einnig auknar skuldbindingar líf- eyrissjóðanna vegna áætlana um lengri lífaldur sjóðfélaga yllu því að tryggingafræðileg staða flestra þeirra hefði versnað mjög mikið. Starfsmenn og stjórnendur sjóð- anna væru því nú í mjög mörgum tilvikum að leita hvers kyns leiða sem rétt gætu halla á skuldbind- ingum þeirra. Lífeyrissjóðagreiðslur meiri en almannatryggingabætur Þá sagði Þórir að nú væri svo komið að greiðslur lífeyrissjóðanna væru komnar fram úr lífeyrisbótum almannatrygginga og hlutfall þeirra sem hafa engar aðrar tekjur en greiðslur Tryggingastofnunar hefði lækkað verulega á umliðnum árum. Það stafaði fyrst og fremst af fjölgun þeirra sem fá greiðslur frá lífeyrissjóðum. Í hlutfalli við lands- framleiðslu hefðu lífeyrisútgjöld landsmanna vaxið úr 3,9% á árinu 1990 í 5,6% á árinu 2001. Þessi þró- un myndi halda áfram á næstu ár- um og áratugum, því enn ættu líf- eyrissjóðirnir eftir um 15–20 ár þar til þeir öðluðust fulla greiðslugetu eins og tilgreint væri í skuldbind- ingum þeirra. Einnig kom fram í máli Þóris á aðalfundinum í gær að annað stór- mál sem lífeyrissjóðirnir standa frammi fyrir er hve verulega mis- mikil örorkubyrði þeirra er, sem hlutfall af heildarlífeyri þeirra. Hann sagðist telja mjög mikilvægt að þetta mál yrði skoðað ítarlega. Starfshópur á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða Skoða kosti og galla ólíkra réttindakerfa  Kostir/12 EKKERT óeðlilegt hefur komið í ljós varðandi hreyfil eða stjórntæki Cessna 152-vél- arinnar sem brotlenti skammt frá bænum Eystra-Miðfelli í Hvalfjarðarsveit 28. mars sl. en vegna myrkurs sáu flug- kennari og nemandi ekki él sem nálgaðist þá þar sem þeir voru í hringflugi yfir upplýstri spennustöð norðaustan verk- smiðjunnar á Grundartanga. Gekk flugkennaranum illa að halda hæð vegna ókyrrðarinn- ar og örstuttu síðar brotlenti vélin. Vélin rann um 80 metra áður en hún staðnæmdist Þetta kemur fram í áfanga- skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa sem birt var í gær. Í skýrslunni segir að vélin hafi runnið um 80 metra áður en hún staðnæmdist eftir að hafa kollsteypst yfir sig og rifnað í sundur. Eldur kom upp í vélinni við brotlend- inguna en bæði flugkennaran- um, sem er 25 ára, og nem- andanum, 20 ára, tókst að komast út úr flakinu. Báðir slösuðust þeir töluvert. Í brot- lendingunni rifnuðu vængirnir af flugvélinni og hreyfillinn kastaðist frá henni. Í skýrslunni kemur einnig fram að reynsla flugkennarans var 983 stundir, þar af 830 stundir á Cessna 152-vél, og 30,5 stundir síðustu 90 dagana fyrir slysið. Flugslysið í Hvalfirði Misstu hæð þeg- ar él gekk yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.