Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Andstæðingum evrunnar í Bret- landi virðist hafa fjölgað að undan- förnu, að minnsta kosti ef marka má nýja skoðana- könnun sem birt var í dagblaðinu The Guardian í gær. Sýnir könn- unin að 45% breskra kjósenda eru nú staðráðin í því að greiða atkvæði gegn upptöku evrunnar, sem er sameiginlegur gjaldmiðill Evrópu- sambandsríkjanna. Breski fjármálaráðherrann, Gordon Brown, sagði um helgina að ríkisstjórn Verkamannaflokksins væri í meginatriðum enn þeirrar skoðunar að Bretland ætti að ger- ast aðili að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu (EMU), og taka þar með upp evruna. Þetta skref yrði þó ekki tekið nema menn væru orðnir sannfærðir um að upptaka evrunnar hefði jákvæð áhrif á breskan efnahag. Er þess nú beðið að breska stjórnin tilkynni ákvörðun sína um það hvort hún telji rétt að mæla með inngöngu í EMU og að tíma- bært sé orðið að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um upptöku evrunn- ar. Ákvörðunin verður kunngerð 9. júní nk. en undanfarið hefur þó ver- ið fullyrt í breskum fjölmiðlum að þeir Brown og Tony Blair forsætis- ráðherra hafi þegar komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að bíða enn um stund. Telja inngöngu óhjákvæmilega Sem fyrr segir hafa 45% breskra kjósenda þegar gert upp hug sinn um að greiða atkvæði gegn upptöku evrunnar, þ.e. ef marka má nið- urstöður könnunar The Guardian. 14% til viðbótar eru mótfallin því að taka upp evruna en útiloka þó ekki að hægt verði að telja þeim hug- hvarf. Aðeins 19% eru staðráðin í að samþykkja inngöngu í EMU, skv. könnuninni, en 9% til viðbótar segjast hlynnt inngöngu þó að við- komandi útiloki ekki að þeir skipti um skoðun hvað það varðar. 13% hafa ekki gert upp hug sinn. Vekur hins vegar athygli að könnunin sýnir að 54% breskra kjósenda telja óhjákvæmilegt að innan tíu ára verði Bretland búið að taka evruna upp sem gjaldmiðil. Afstaða evru- andstæðinga harðnar London. AFP. Gordon Brown LÍKLEGT er að bráðalungnabólgan, HABL, eigi eftir að verða fleira fólki að aldurtila síðar á árinu þótt nú virð- ist sóttin í rénun víðast hvar, að sögn Tommy Thompsons, heilbrigðismála- ráðherra Bandaríkjanna. Hann sagð- ist á blaðamannafundi í Brussel í gær efast um að Evrópa og Bandaríkin myndu sleppa við dauðsföll af völdum veikinnar. „Ég held að það eigi eftir að gerast,“ sagði ráðherrann. Thompson sagði að ferðalög milli heimsálfa væru orðin svo algeng að gera yrði ráð fyrir því að einhvern tíma bærist nýja veir- an til Evrópu. Taívan er eina ríkið þar sem HABL virðist enn vera að sækja í sig veðrið. Þar var í gær skýrt frá 39 nýjum til- fellum og 12 dauðsföllum en alls hafa þá dáið 52 í eyríkinu. Um 90% tilfell- anna hafa orðið á sjúkrahúsum þar sem margt starfsfólk hefur hætt til að mótmæla því að fá ekki nægilega vernd gagnvart smiti. Tveimur spítöl- um var lokað í apríl vegna þess hve margir reyndust vera smitaðir af nýju veirunni þar. Stjórnvöld á Taívan hafa sætt gagnrýni fyrir að framfylgja ekki af nægilegri hörku reglum um sóttkví. HABL eða heilkenni alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu, kom fyrst upp í Guangdong-héraði í sunnanverðu Kína í nóvember sl. Ekki hefur fundist neitt lyf gegn sjúkdómnum og heldur ekki traust aðferð til að greina hann á frumstigi, jafnvel smitleiðir eru ekki fyllilega ljósar. Líkur eru samt á því að veiran berist með svonefndu dropas- miti milli manna. Efnahagslegar af- leiðingar sjúkdómsins eru þegar orðn- ar miklar, einkum hafa flugfélög og fyrirtæki í ferðaþjónustu orðið illa úti. Bandaríkjastjórn varar fólk enn við að ferðast til Kína, Hong Kong og Taív- an. Rangar tölur frá Kína? Rösklega 600 manns hafa nú látist úr sjúkdómnum í heiminum, langflest- ir þeirra í Austur-Asíu. Kínverjar segja að þar í landi hafi alls 294 látið lífið og í Hong Kong, sem nýtur sjálf- stjórnar innan Kína, eru dauðsföllin orðin 253. En jafnt Kínastjórn sem yf- irvöld í Hong Kong segja að allt bendi til þess að þau séu að ná stjórn á út- breiðslunni og í Kína voru aðeins greind 17 ný tilvik og fimm dauðsföll í gær. Embættismenn í höfuðborg Kína, Peking, segja að nýjum tilfellum hafi snarfækkað og segja þeir að svo virð- ist sem sóttkví og aðrar ráðstafanir til að draga úr smithættu séu nú farnar að virka. En fulltrúar Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, WHO, hafa látið í ljós efasemdir og segja þessa þróun í Kína vera í ósamræmi við það sem gerst hafi annars staðar. „Sérfræðing- ar ... hafa áhyggjur af því að hlutfall nýrra tilfella geti verið talið lágt vegna þess að ný tilvik séu nú færð ýmist í undirflokkana líklegt, grunsamlegt eða til frekari könnunar,“ segir í nýrri yfirlýsingu frá WHO. Fyrstu mánuð- ina eftir að veiran fór að herja í Guang- dong er talið að kínversk stjórnvöld hafi reynt markvisst að þagga út- breiðslu sjúkdómsins niður. Kínverjar segja HABL í rénun Sérfræðingar WHO efast um að töl- urnar um útbreiðslu í Kína séu réttar Taipei, Brussel. AFP. KÍNVERSKUR maður flýr úr brennandi leikfanga- verksmiðju í útjaðri Hangzhou, höfuðborgar Zheji- ang-héraðs, í gær. Fjöldi verkamanna slasaðist í eld- inum sem fylgdi í kjölfar mikillar sprengingar sem varð í verksmiðjunni. Orsök sprengingarinnar er óþekkt. Reuters Á hlaupum undan eldsvoða ÖRLÖG Yassers Arafats í hlutverki sínu sem leiðtogi Palestínumanna virtust í gær hanga á bláþræði eftir að fimm sjálfsmorðssprengjuárásir gegn ísraelskum borgurum, sem 17 manns létu lífið í, voru framin á tveim- ur sólarhringum. Framtíð Mahmoud Abbas í emb- ætti forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna virtist einnig óljós. George W. Bush Bandaríkjaforseti lagði á það áherzlu í fyrsta símasam- tali sínu við hinn hófsama Abbas, að hann vænti þess að hann gerði allt sem í sínu valdi stæði til að hindra hryðjuverkastarfsemi herskárra hópa Palestínumanna, sem ábyrgð bæru á sprengjutilræðum síðustu daga. Bush fullvissaði Abbas hins vegar einnig um stuðning Bandaríkja- stjórnar við áformin um að koma á sjálfstæðu ríki Palestínumanna árið 2005. Bush hefur alveg sniðgengið Arafat, rétt eins og ísraelskir ráða- menn, vegna ásakana um að hann við- haldi tengslum við öfgahópa sem beri ábyrgð á hryðjuverkum. Í sjónvarpsviðtali lýsti Abbas hins vegar yfir stuðningi við Arafat sem lögmætan leiðtoga Palestínumanna og sakaði Ísraela um að reyna að ósekju að gera Arafat að blóraböggli. Einn æðsti talsmaður Sameinuðu þjóðanna í málefnum Mið-Austur- landa, Norðmaðurinn Terje Rød-Lar- sen, sagði á blaðamannafundi í höf- uðstöðvum samtakanna í New York að Abbas myndi falla af stalli ef ekki tekst að binda enda á hryðjuverkaöld- una og slaki ísraelsk stjórnvöld ekki á ferðabanninu á íbúa heimastjórnar- svæðanna. Félli heimastjórnin, sem var mynduð fyrir aðeins þremur vik- um, myndi það setja hinn svokallaða Vegvísi að friði í Mið-Austurlöndum í uppnám og gera hryðjuverkaölduna algerlega óviðráðanlega, að sögn Rød-Larsens. Ísraelska lögreglan og herinn juku enn eftirlit í borgum og bæjum lands- ins og við landamærin í gær. Allt eft- irlitið dugði þó ekki til að hindra Hiba Daraghmeh, nítján ára gamla palest- ínska stúlku, sem var í háskólanámi í enskum bókmenntum, í að sprengja sjálfa sig í loft upp í verzlanamiðstöð í bænum Afula norðarlega í Ísrael á mánudag. Hún dró þrjá nærstadda með sér í dauðann. Bæði Jihad-samtökin og Al-Aqsa- píslarvottarnir, herská „dóttursam- tök“ Fatah-hreyfingar Arafats, lýstu yfir ábyrgð á verknaði stúlkunnar. Síðustu fjórum tilræðunum á undan þessu nýjasta lýstu hins vegar Ha- mas-samtökin á hendur sér. „Árásaaldan hefur ekki náð há- marki enn og mun halda áfram,“ lét háttsettur öryggismálafulltrúi Ísr- aelsstjórnar hafa eftir sér í útvarpi í gær. Þrýst á Arafat og Abbas Bush Bandaríkjaforseti ræðir í síma við palestínska forsætisráðherrann Jerúsalem. AP, AFP. Reuters Mahmoud Abbas, hinn nýi forsætis- ráðherra Palestínumanna. JAVIER Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins (ESB), segir að aðildarríkin eigi enn margt ógert á sviði hermála þótt nú liggi fyrir að hraðlið sambandsins teljist fært til að sinna friðargæsluverkefnum, eftir því sem greint er frá á fréttavef BBC. Skýrt var frá því í Brussel á mánu- dag að 60.000 manna liðsafli þessi gæti nú látið til sín taka þrátt fyrir að enn sé mikið starf óunnið áður en liðsaflinn getur talist raunverulega vígbúinn. „Enn er mikið starf óunnið og því þarf að hraða eins og kostur er,“ sagði Solana í Brussel á mánu- dag. Varnarmálaráðherrar Evrópu- sambandsins eru sagðir sama sinnis. Nefnt er að enn fari því fjarri að her- liðið geti látið til sín taka með skömmum fyrirvara en sú hugsun liggur til grundvallar stofnun þess. Þá þykir geta þess til að verjast, harðni bardagar snögglega þar sem því hefur verið fengið það hlutverk að stilla til friðar, afar takmörkuð. Loks er nefnt að ekki sé unnt að beita hraðliðinu á tveimur stöðum samtímis. Fyrsta hernaðaraðgerðin í nafni Evrópusambandsins er nú hafin, en þar ræðir um fámennt friðargæslulið í Makedóníu. Sambandið vonast einnig eftir því að taka við friðar- gæslu í Bosníu á næsta ári. Almenn sátt ríkir því innan Evr- ópusambandsins um að aðildarríkin þurfi að efla hernaðargetu sína. Á hinn bóginn er deilt um framtíðar- stefnu sambandsins á vettvangi ör- yggis- og varnarmála. Nýja hraðliðið mun eiga náið samstarf við NATO og tengjast höfuðstöðvum þess. Evrópska hraðliðið tilbúið en vanmáttugt FYRSTA tilfelli kúariðu sem fundist hefur í Norður-Amer- íku í áratug greindist í Toronto í Kanada í gær, að því er þar- lendir embættismenn tilkynntu í gær. Bandaríkjastjórn bann- aði tafarlaust innflutning á nautgripum, nautakjöti, vörum sem nautakjöt finnst í og dýra- fóðri frá Kanada. Landbúnaðarráðherra Kan- ada, Lyle Vanclief, greindi frá því á blaðamannafundi í gær að kú á bóndabýli í Alberta hefði verið slátrað hinn 31. jan- úar sl. vegna gruns um lungnabólgusmit. Hefðbundn- ar athuganir gátu hins vegar ekki útilokað að um kúariðu- smit hefði verið að ræða og frekari rannsóknir á Englandi staðfestu greininguna. „Hjörð- in hefur verið sett í einangrun og rakið hvað varð um dýrið. Það lenti ekki í fæðukeðjunni,“ sagði Vanclief. Kúariða hefur aldrei komið upp í bandarískum nautgripum þrátt fyrir ítarlegar athuganir og til þess að koma í veg fyrir slíkt bannar bandaríska ríkis- stjórnin innflutning á kjöti og búpeningi frá löndum þar sem kúariðusmits hefur orðið vart. Kúariða greinist í Kanada Toronto. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.