Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 25 Í TILEFNI þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Lárusar Sigurbjörns- syni safnamanns á morgun, 22. maí, sameinast fjögur söfn; Lands- bókasafn, Árbæjarsafn, Borg- arskjalasafn og Leikminjasafn, um að minnast hans með sýningum, út- gáfu sýningarrits og sérstakri dag- skrá. Í Iðnó verður sérstök afmæl- ishátíð kl. 20.30 og sýningar verða opnaðar í Landsbókasafni og Borg- arskjalasafni. Sýningin í Árbæj- arsafni verður opnuð 1. júní. Lárus Sigurbjörnsson var atorku- samur safnamaður og hafði mikinn áhuga á íslenskri menningu og mannlífi. Hann var fyrsti skjalavörð- ur borgarinnar og lagði grunninn að Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Einnig var hann forgöngumaður að uppbyggingu Árbæjarsafns og átti það hug hans allan síðustu árin í starfi. Hann er því réttnefndur safn- afaðir Reykvíkinga. Lárus safnaði heimildum um sögu Leikfélags Reykjavíkur, var braut- ryðjandi í rannsóknum á íslenskri leiklistarsögu, formaður BSRB og lét taka til sín víðar. Lárus Sigurbjörnsson hóf snemma starfsferils síns að afhenda eigin handrit til varðveislu í hand- ritadeild Landsbókasafns. Hið fyrsta sem barst til safnsins voru þýðingar á þremur leikritum eftir Ludvig Hol- berg, en þau voru skráð í hand- ritadeild 1937. Síðar hafa fylgt á eft- ir margar aðrar þýðingar. Hinn 22. maí árið 1993, á níutíu ára afmæli Lárusar Sigurbjörnssonar, ánöfn- uðu börn hans Landsbókasafni allt leikritasafn hans og var það flutt við sameiningu Landsbókasafns Íslands – háskólabókasafns til varðveislu í Þjóðarbókhlöðu 1995. Lárus var einn af brautryðjendum íslenskrar leiklistar á síðustu öld og safnaði öllu því sem laut að sögu hennar. Í safninu eru handrit að flestöllum ís- lenskum og þýddum leikritum sem sýnd höfðu verið hér á landi meðan hann lifði, einnig leikbókmenntir, leikskrár og úrklippur úr íslenskum og erlendum blöðum. Allt innbundið efni er með bókmerki Lárusar sem Sigurður Guðmundsson málari teiknaði. Sýningin í Landsbókasafni stend- ur til 31. ágúst, í Borgarskjalasafni út júní og í Árbæjarsafni til 20. júlí. Lárus Sigurbjörnsson safnamaður. Safnafaðir Reykvíkinga Sýningar í tilefni 100 ára afmælis Lárusar Sigurbjörnssonar SÖNGHÓPURINN Hljómeyki held- ur tónleika í Fella- og Hóla-kirkju kl. 20.30 í kvöld, miðvikudagskvöld. Efnisskráin samanstendur af verk- um eftir ensk tónskáld frá ýmsum tímum m.a. Orlando Gibbons, Henry Purcell, Vaugan Williams og Michael Nyman o.fl. Einnig mun Hildigunnur Rúnarsdóttir flytja ljóðaflokkinn On this Island eftir Benjamin Britten. Undirleikari á píanó er Sigurður Marteinsson. Hljómeyki hefur um árabil verið þátttakandi í Sumartónleikum í Skálholti og frumflutt þar mörg ís- lensk tónverk. Nýlega söng kórinn inn á disk sem nefnist Virgo glor- iosa og hefur hann að geyma verk eftir Báru Grímsdóttur sem kórinn flutti í Skálholti sumarið 2000. Stjórnandi kórsins er, sem áður, Bernharður Wilkinsson. Morgunblaðið/Sigurgeir Sönghópurinn Hljómeyki. Hljómeyki syngur lög enskra tónskálda Hér erum við gur Sæbraut ata kk as tíg ur LindargataHverfisgata Vi ta stí gu r Ba ró ns stí gu r ta Njálsgata Bergþórugata Skarphéð.gKaut au ða rá rs tíg ur rh ol t Ski h lt Brautarholt Laugavegur Há Hátún Miðtún Nó at ún Samtún Borgartún H öf ða tú n Sæ Sæt únSkúlatún Skúlagata Steintún HLEMMUR M jö ln is h. Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com - persónulega eldhúsið *á starfssvæði SPRON ELDASKÁLINN býður allar eldhúsinnréttingar INVITA með allt að 18% afslætti. Gildir til 1. júlí n.k. Sérverð á Brandt heimilistækjum og Wickanders gólfefnum. Möguleiki á allt að 30 ára veðláni* frá SPRON. Lánið getur náð yfir fullfrágengið eldhúsið með tækjum, flísum, gólfefnum, málningu og uppsetningu. SPRON býður 50% afslátt af lántökugjaldi og frítt verðmat til 1.júlí n.k. 18% afsláttur 30 ára lánTILBOÐ ICELANDAIR, áður þekkt sem Flugleiðir, STEF/FÍH og Reykjavíkurborg til- kynntu í gær, þriðjudag, um stofnun sjóðsins Reykjavík Loftbrú, til stuðnings „framsæknu tónlistarfólki við að hasla sér völl erlend- is“. Sjóðurinn hefst sem til- raunaverkefni til þriggja ára og hefur 11 milljónir til úthlutunar á ári. Aðstandendur héldu kynningarfund fyrir fjöl- miðla og fagfólk á Nordica Hotel. Þar sátu Guðjón Arn- grímsson fyrir hönd Icelandair, Dag- ur B. Eggertsson, talsmaður Reykjavíkurborgar í verkefninu, og Magnús Kjartansson tónlistarmaður og fulltrúi Félags íslenskra hljóm- listarmanna og STEFs. Kredit- og debetkort foreldra Magnús Kjartansson sagði að það færðist sífellt í aukana að tónlistar- fólki væri boðið að fara í tónleika- ferðalag og þyrfti þá að ganga bón- leiðina „milli Pontíusar Pílatusar og Heródesar“, oft með litlum árangri, eða brúka kredit- og debetkort for- eldra sinna „til þess að komast út og upp að rútudyrunum.“ Atlantshafið væri hinn óþægilega hái þröskuldur. Dagur Eggertsson kvað óþarft að nefna Björk, Sigur Rós, aðra sendi- fulltrúa íslenskrar tónlistar erlendis og hlut þeirra í að skapa Íslandi já- kvæða ímynd á alþjóðavettvangi. Hann sagði að Ísland hefði tvö lyk- ilvopn sem ferðamannastaður, sér- stæða náttúru og framsækna list. Guðjón Arngrímsson tók í sama streng og hældi mark- aðsfólki fyrir að hafa brugð- ist nokkuð snarplega við breyttum forsendum í ís- lenskum ferðaiðnaði eftir að Björk varð fræg. Hann sagði Icelandair hafa mark- að þá stefnu að vekja athygli á Reykjavík frekar en Ís- landi eða „Iceland“, enda hefði Ísland tiltekna skír- skotun og ímynd í höfði fólks sem væri erfitt að breyta, en Reykjavík væri „opinn vettvangur fyrir ákveðið „kúl“ eins og það heitir“. Icelandair hefur í nokkur ár haldið hina árlegu tónlistarhátíð Icelanda- irwaves. „Gegnum tónlist höfum við komist með Ísland inn í fjölmiðla sem við hefðum annars ekki aðgang að,“ sagði Guðjón og áréttaði: „Á endanum snýst þetta um viðskipti en ekki um að vera huggó og indæll við tónlistarmenn. Þetta eru góð við- skipti, það er okkar sýn á þetta sam- starf.“ Landamæralausir tímar Samkvæmt fréttatilkynningu veita Icelandair fimm og hálfa millj- ón króna í sjóðinn á ári, STEF og FÍH þrjár milljónir og Reykjavíkur- borg tvær og hálfa. Sjóðurinn mun auglýsa eftir umsóknum innan fárra daga og er ætlunin ekki að gera til- teknum tónlistarstefnum hærra undir höfði en öðrum. „Við ætlum að brjóta niður landamæri í þrennum skilningi,“ sagði Dagur. „Í fyrsta lagi landamæri Atlantshafsins. Í öðru lagi landamæri innan tónlistarinnar. Í þriðja lagi verða engin landamæri milli sveitarfélaga og ekki krafist lögheimilis í Reykjavík eða þess lags. Það er hluti af þessum nýja landamæralausa tíma!“ Loftbrú fyrir framsækna tónlist Guðjón Arngrímsson, Dagur B. Eggertsson og Magnús Kjartansson kynna nýja sjóðinn. Morgunblaðið/Arnaldur Í SAL Tónlistarskóla FÍH verða burtfararprófstónleikar Dags Bergssonar píanóleikara í kvöld kl. 20 frá sígildri braut skólans. Þar hefur Dagur lært píanóleik hjá Svönu Víkingsdóttur frá 17 ára aldri. Fyrir það lærði hann hjá Sig- ríði Einarsdóttur í Tónmenntaskól- anum í Reykjavík. Samhliða píanó- leik hefur Dagur stundað slagverksnám, fyrst í Tónmennta- skólanum hjá Geir Rafnssyni og Reyni Sigurðssyni og í FÍH hjá Steef van Oosterhout og Matthías M.D. Hemstock. Ásamt Degi koma fram á tónleik- unum: Ragnar Emilsson gítar, Haf- dís Bjarnadóttir gítar, Þóra Björk Þórðardóttir söngur, Daníel Brand- ur Sigurgeirsson rafbassi, Rúni Eysturlíð gítar, Jóhann Ásmunds- son kontrabassi, Ragnheiður Grön- dal píanó og söngur, Steinar Sig- urðsson tenór saxófónn, Ívar Guðmundsson trompett og Guð- björg Sandholt söngur. Burtfarar- prófstón- leikar Dags Bergssonar Laugarneskirkja kl. 20 Kamm- erkór Reykjavíkur flytur verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Hallgrím Helgason og Hildigunni Rúnars- dóttur. Þau mistök áttu sér stað í blaðinu í gær að nefna tvo söngvara en þeir eru ellefu og koma úr röðum kórfélaga. Stjórnandi er Sigurður Bragason. Pí- anóleikari er Bjarni Jónatansson og þverflautuleikari Hugrún Sif Hall- grímsdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar kl. 20.30 Síðasta menningardagskrá vetrarins hjá Societá Dante Alighieri nefnist „Kvöldstund með ítölskum kveðskap“. Fram koma Þorsteinn Gylfason heimspekingur, Signý Sæ- mundsdóttir, Bergþór Pálsson og Bjarney Þ. Ingólfsdóttir píanóleikari. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Vorhátíð LHÍ í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi, kl. 12–12.30 Fókusinn – verk nemenda skoðuð. Hreyfimyndir kl. 20 – nemendur úr hönnunardeild kynna stuttmyndir og teiknimyndir. Listaháskólinn, Sölvhólsgötu 13, kl. 20: Leikritið Tvö hús. Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.