Morgunblaðið - 21.05.2003, Side 25

Morgunblaðið - 21.05.2003, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 25 Í TILEFNI þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Lárusar Sigurbjörns- syni safnamanns á morgun, 22. maí, sameinast fjögur söfn; Lands- bókasafn, Árbæjarsafn, Borg- arskjalasafn og Leikminjasafn, um að minnast hans með sýningum, út- gáfu sýningarrits og sérstakri dag- skrá. Í Iðnó verður sérstök afmæl- ishátíð kl. 20.30 og sýningar verða opnaðar í Landsbókasafni og Borg- arskjalasafni. Sýningin í Árbæj- arsafni verður opnuð 1. júní. Lárus Sigurbjörnsson var atorku- samur safnamaður og hafði mikinn áhuga á íslenskri menningu og mannlífi. Hann var fyrsti skjalavörð- ur borgarinnar og lagði grunninn að Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Einnig var hann forgöngumaður að uppbyggingu Árbæjarsafns og átti það hug hans allan síðustu árin í starfi. Hann er því réttnefndur safn- afaðir Reykvíkinga. Lárus safnaði heimildum um sögu Leikfélags Reykjavíkur, var braut- ryðjandi í rannsóknum á íslenskri leiklistarsögu, formaður BSRB og lét taka til sín víðar. Lárus Sigurbjörnsson hóf snemma starfsferils síns að afhenda eigin handrit til varðveislu í hand- ritadeild Landsbókasafns. Hið fyrsta sem barst til safnsins voru þýðingar á þremur leikritum eftir Ludvig Hol- berg, en þau voru skráð í hand- ritadeild 1937. Síðar hafa fylgt á eft- ir margar aðrar þýðingar. Hinn 22. maí árið 1993, á níutíu ára afmæli Lárusar Sigurbjörnssonar, ánöfn- uðu börn hans Landsbókasafni allt leikritasafn hans og var það flutt við sameiningu Landsbókasafns Íslands – háskólabókasafns til varðveislu í Þjóðarbókhlöðu 1995. Lárus var einn af brautryðjendum íslenskrar leiklistar á síðustu öld og safnaði öllu því sem laut að sögu hennar. Í safninu eru handrit að flestöllum ís- lenskum og þýddum leikritum sem sýnd höfðu verið hér á landi meðan hann lifði, einnig leikbókmenntir, leikskrár og úrklippur úr íslenskum og erlendum blöðum. Allt innbundið efni er með bókmerki Lárusar sem Sigurður Guðmundsson málari teiknaði. Sýningin í Landsbókasafni stend- ur til 31. ágúst, í Borgarskjalasafni út júní og í Árbæjarsafni til 20. júlí. Lárus Sigurbjörnsson safnamaður. Safnafaðir Reykvíkinga Sýningar í tilefni 100 ára afmælis Lárusar Sigurbjörnssonar SÖNGHÓPURINN Hljómeyki held- ur tónleika í Fella- og Hóla-kirkju kl. 20.30 í kvöld, miðvikudagskvöld. Efnisskráin samanstendur af verk- um eftir ensk tónskáld frá ýmsum tímum m.a. Orlando Gibbons, Henry Purcell, Vaugan Williams og Michael Nyman o.fl. Einnig mun Hildigunnur Rúnarsdóttir flytja ljóðaflokkinn On this Island eftir Benjamin Britten. Undirleikari á píanó er Sigurður Marteinsson. Hljómeyki hefur um árabil verið þátttakandi í Sumartónleikum í Skálholti og frumflutt þar mörg ís- lensk tónverk. Nýlega söng kórinn inn á disk sem nefnist Virgo glor- iosa og hefur hann að geyma verk eftir Báru Grímsdóttur sem kórinn flutti í Skálholti sumarið 2000. Stjórnandi kórsins er, sem áður, Bernharður Wilkinsson. Morgunblaðið/Sigurgeir Sönghópurinn Hljómeyki. Hljómeyki syngur lög enskra tónskálda Hér erum við gur Sæbraut ata kk as tíg ur LindargataHverfisgata Vi ta stí gu r Ba ró ns stí gu r ta Njálsgata Bergþórugata Skarphéð.gKaut au ða rá rs tíg ur rh ol t Ski h lt Brautarholt Laugavegur Há Hátún Miðtún Nó at ún Samtún Borgartún H öf ða tú n Sæ Sæt únSkúlatún Skúlagata Steintún HLEMMUR M jö ln is h. Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com - persónulega eldhúsið *á starfssvæði SPRON ELDASKÁLINN býður allar eldhúsinnréttingar INVITA með allt að 18% afslætti. Gildir til 1. júlí n.k. Sérverð á Brandt heimilistækjum og Wickanders gólfefnum. Möguleiki á allt að 30 ára veðláni* frá SPRON. Lánið getur náð yfir fullfrágengið eldhúsið með tækjum, flísum, gólfefnum, málningu og uppsetningu. SPRON býður 50% afslátt af lántökugjaldi og frítt verðmat til 1.júlí n.k. 18% afsláttur 30 ára lánTILBOÐ ICELANDAIR, áður þekkt sem Flugleiðir, STEF/FÍH og Reykjavíkurborg til- kynntu í gær, þriðjudag, um stofnun sjóðsins Reykjavík Loftbrú, til stuðnings „framsæknu tónlistarfólki við að hasla sér völl erlend- is“. Sjóðurinn hefst sem til- raunaverkefni til þriggja ára og hefur 11 milljónir til úthlutunar á ári. Aðstandendur héldu kynningarfund fyrir fjöl- miðla og fagfólk á Nordica Hotel. Þar sátu Guðjón Arn- grímsson fyrir hönd Icelandair, Dag- ur B. Eggertsson, talsmaður Reykjavíkurborgar í verkefninu, og Magnús Kjartansson tónlistarmaður og fulltrúi Félags íslenskra hljóm- listarmanna og STEFs. Kredit- og debetkort foreldra Magnús Kjartansson sagði að það færðist sífellt í aukana að tónlistar- fólki væri boðið að fara í tónleika- ferðalag og þyrfti þá að ganga bón- leiðina „milli Pontíusar Pílatusar og Heródesar“, oft með litlum árangri, eða brúka kredit- og debetkort for- eldra sinna „til þess að komast út og upp að rútudyrunum.“ Atlantshafið væri hinn óþægilega hái þröskuldur. Dagur Eggertsson kvað óþarft að nefna Björk, Sigur Rós, aðra sendi- fulltrúa íslenskrar tónlistar erlendis og hlut þeirra í að skapa Íslandi já- kvæða ímynd á alþjóðavettvangi. Hann sagði að Ísland hefði tvö lyk- ilvopn sem ferðamannastaður, sér- stæða náttúru og framsækna list. Guðjón Arngrímsson tók í sama streng og hældi mark- aðsfólki fyrir að hafa brugð- ist nokkuð snarplega við breyttum forsendum í ís- lenskum ferðaiðnaði eftir að Björk varð fræg. Hann sagði Icelandair hafa mark- að þá stefnu að vekja athygli á Reykjavík frekar en Ís- landi eða „Iceland“, enda hefði Ísland tiltekna skír- skotun og ímynd í höfði fólks sem væri erfitt að breyta, en Reykjavík væri „opinn vettvangur fyrir ákveðið „kúl“ eins og það heitir“. Icelandair hefur í nokkur ár haldið hina árlegu tónlistarhátíð Icelanda- irwaves. „Gegnum tónlist höfum við komist með Ísland inn í fjölmiðla sem við hefðum annars ekki aðgang að,“ sagði Guðjón og áréttaði: „Á endanum snýst þetta um viðskipti en ekki um að vera huggó og indæll við tónlistarmenn. Þetta eru góð við- skipti, það er okkar sýn á þetta sam- starf.“ Landamæralausir tímar Samkvæmt fréttatilkynningu veita Icelandair fimm og hálfa millj- ón króna í sjóðinn á ári, STEF og FÍH þrjár milljónir og Reykjavíkur- borg tvær og hálfa. Sjóðurinn mun auglýsa eftir umsóknum innan fárra daga og er ætlunin ekki að gera til- teknum tónlistarstefnum hærra undir höfði en öðrum. „Við ætlum að brjóta niður landamæri í þrennum skilningi,“ sagði Dagur. „Í fyrsta lagi landamæri Atlantshafsins. Í öðru lagi landamæri innan tónlistarinnar. Í þriðja lagi verða engin landamæri milli sveitarfélaga og ekki krafist lögheimilis í Reykjavík eða þess lags. Það er hluti af þessum nýja landamæralausa tíma!“ Loftbrú fyrir framsækna tónlist Guðjón Arngrímsson, Dagur B. Eggertsson og Magnús Kjartansson kynna nýja sjóðinn. Morgunblaðið/Arnaldur Í SAL Tónlistarskóla FÍH verða burtfararprófstónleikar Dags Bergssonar píanóleikara í kvöld kl. 20 frá sígildri braut skólans. Þar hefur Dagur lært píanóleik hjá Svönu Víkingsdóttur frá 17 ára aldri. Fyrir það lærði hann hjá Sig- ríði Einarsdóttur í Tónmenntaskól- anum í Reykjavík. Samhliða píanó- leik hefur Dagur stundað slagverksnám, fyrst í Tónmennta- skólanum hjá Geir Rafnssyni og Reyni Sigurðssyni og í FÍH hjá Steef van Oosterhout og Matthías M.D. Hemstock. Ásamt Degi koma fram á tónleik- unum: Ragnar Emilsson gítar, Haf- dís Bjarnadóttir gítar, Þóra Björk Þórðardóttir söngur, Daníel Brand- ur Sigurgeirsson rafbassi, Rúni Eysturlíð gítar, Jóhann Ásmunds- son kontrabassi, Ragnheiður Grön- dal píanó og söngur, Steinar Sig- urðsson tenór saxófónn, Ívar Guðmundsson trompett og Guð- björg Sandholt söngur. Burtfarar- prófstón- leikar Dags Bergssonar Laugarneskirkja kl. 20 Kamm- erkór Reykjavíkur flytur verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Hallgrím Helgason og Hildigunni Rúnars- dóttur. Þau mistök áttu sér stað í blaðinu í gær að nefna tvo söngvara en þeir eru ellefu og koma úr röðum kórfélaga. Stjórnandi er Sigurður Bragason. Pí- anóleikari er Bjarni Jónatansson og þverflautuleikari Hugrún Sif Hall- grímsdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar kl. 20.30 Síðasta menningardagskrá vetrarins hjá Societá Dante Alighieri nefnist „Kvöldstund með ítölskum kveðskap“. Fram koma Þorsteinn Gylfason heimspekingur, Signý Sæ- mundsdóttir, Bergþór Pálsson og Bjarney Þ. Ingólfsdóttir píanóleikari. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Vorhátíð LHÍ í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi, kl. 12–12.30 Fókusinn – verk nemenda skoðuð. Hreyfimyndir kl. 20 – nemendur úr hönnunardeild kynna stuttmyndir og teiknimyndir. Listaháskólinn, Sölvhólsgötu 13, kl. 20: Leikritið Tvö hús. Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.