Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÓVENJULEGA stór bleikja
veiddist í Hlíðarvatni um helgina.
Um var að ræða 5,5 punda tröll,
55 sentimetra spikfeita bleikju
sem er langstærsti fiskurinn sem
veiðst hefur í vatninu í vor.
Bleikjan stóra tók brúnan Vinil
grubber kúluhaus númer tíu,
sem var „dropper“, en á enda
taumsins var Watson-púpa.
Veiðimaðurinn, Einar Falur Ing-
ólfsson, sagði viðureignina hafa
verið snarpa í byrjun, en hún
hefði fengið snöggan og óvæntan
endi, þegar Watson-púpan hefði
krækst í kviðugga bleikjunnar og
nánast skellt henni á bakið.
„Þetta var furðulegt, fiskurinn
var eitthvað að byrja að þreytast,
en síðan sneri hann skyndilega
kviðnum upp, eins og hann hefði
bara gefist upp. Ég dró fiskinn
að háfnum og þá kom þetta í ljós,
endaflugan hafði krækst í ugg-
ann og bleikjan gafst upp þegar
hún gat ekki haldið sér á réttum
kili,“ sagði Einar.
Veiði hefur verið nokkuð góð í
Hlíðarvatni síðustu daga, Einar
og félagar hans tveir voru með
um tuttugu fiska og þrír veiði-
menn sem voru á undan þeim
skráðu einnig um tuttugu stykki.
Mest er um 1–1,5 punda fiska að
ræða.
Góð skot í Elliðavatni
Ölnir Snorrason, eftirlitsmaður
við Elliðavatn, sagði að Elliða-
vatnið gæfi vel þessa dagana og
ýmsir veiðimenn hefðu fengið
góð skot. Eru að sögn Ölnis
dæmi um að menn hafi fengið
milli 30 og 40 fiska á stuttum
tíma og fluguveiðin hefur mjög
sótt á eftir að beituveiðin var
nánast einráð í kuldakastinu um
mánaðamótin.
Líf í Grenlæk
Það berast prýðisfréttir af
góðum reytingi í Fitjaflóði og á
laugardaginn voru veiðimenn á
neðsta svæði Grenlækjar sem
fengu fjórtán fiska á bilinu 2 til 5
pund.
Boltableikja
úr Hlíðarvatni
Morgunblaðið/Einar Falur
Stórbleikjan úr Hlíðarvatni, 5,5
punda, 55 sentimetra löng. Hinar
eru 1 til 1,5 punda, „venjulegar“.
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, sagði við fréttamenn
eftir fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, for-
seta Íslands, á Bessastöðum í gær að ýmsir
þættir varðandi sjávarútvegsmál sem nefndir
voru af hálfu stjórnarflokkanna í kosningabar-
áttunni myndu skila sér inn í nýjan stjórnar-
sáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks.
Davíð sagði enn fremur aðspurður að þeir
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar-
flokksins, væru sammála um að þær hugmynd-
ir sem ýmsir höfðu viðrað af þeirra hálfu væru
til þess fallnar að auka sátt um fiskveiðistjórn-
unarkerfið. Hann bætti því þó við að hvorugur
þeirra væri „svo skyni skroppinn að ímynda
sér“ að hægt yrði einhvern tíma að finna end-
anlega sátt um sjávarútveg á Íslandi.
Veiðiskyldan aukin
Í kosningabaráttunni sagði Davíð að til álita
kæmi að kanna hvort unnt væri að gera for-
kaupsréttarákvæði sveitarfélaga á kvóta sam-
kvæmt lögum virkara en nú er. Hann sagði enn
fremur að hann teldi að tillaga landsfundar
Sjálfstæðisflokksins um sérstaka ívilnun fyrir
dagróðrabáta sem róa með línu ætti að geta
komið til framkvæmda með haustinu.
Í máli Halldórs í kosningabaráttunni kom
fram að hann teldi koma til greina að hækka
veiðigjaldið að því tilskildu að sjávarútvegur-
inn stæði undir því. Hann sagðist einnig fylgj-
andi því að auka veiðiskyldu úr 50% í 75% og
takmarka þannig framsal aflaheimilda.
Þá samþykkti flokksþing framsóknarmanna,
í upphafi kosningabaráttunnar, tillögu um að
ákvæði yrði sett í stjórnarskrá Íslands um að
fiskistofnarnir væru sameiginleg auðlind allrar
þjóðarinnar og sameign hennar.
Áherslur í
sjávarútvegs-
málum skili
sér í stjórnar-
sáttmálann
eigendur til viðbótar hafa óskað eft-
ir tengingu.
Alfreð Þorsteinsson, stjórn-
arformaður OR, setti veituna af stað
og sagði að þar með væru menn að
taka í notkun eina af stærstu hita-
veitum hér á landi í langan tíma.
Á veitusvæði Grímsnesveitu eru
um 750 sumarhús, skóli, sundlaug,
nokkur býli og heilsárshús. Búið er
að leggja dreifikerfi frá Öndverð-
arnesi um sumarhúsabyggðir og
upp með Soginu að Ljósafossi og
Efri-Brú.
Alfreð sagði í samtali við Morg-
Á BILINU 500 til 600 sumarhús í
Grímsnesi verða orðin tengd hita-
veitu í lok þessa árs með tilkomu
Grímsnesveitu í Öndverðarnesi en
hún var formlega tekin í notkun fyr-
ir helgina enda stærstum hluta
framkvæmdanna nú lokið. Heild-
arkostnaður við veituna er áætlaður
um 500 milljónir króna. Grímsnes-
veita, sem er í eigu Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) og Hitaveitu Þor-
lákshafnar, er ein af stærstu hita-
veituframkvæmdum á Íslandi hin
síðari ár. Þegar er búið tengja um
200 sumarhús veitunni og um 300
unblaðið að staðreyndin væri sú að
töluvert væri leitað til Orkuveit-
unnar af aðilum utan höfuðborg-
arinnar til þess að fá OR að svona
verkefnum. „Sannleikurinn er sá að
menn vilja gjarnan að það séu vanir
aðilar sem sjá um rekstur á svona
hitaveitum. Til margra ára hefur
það verið þannig að duglegir ein-
staklingar eða félagasamtök hafa
komið upp litlum hitaveitum en þeg-
ar aldurinn færist yfir menn verður
erfiðara að sjá um rekstur og menn
vilja fá ábyrgan aðila til þess að sjá
um hann,“ sagði hann.
Yfir 500 sumarhús í Grímsnesi
tengd hitaveitu á árinu
Morgunblaðið/Árni Torfason
Á veitusvæði Grímsnesveitu eru um 750 sumarhús. Þegar er búið að tengja um 200 sumarhús við nýju veituna.
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, sagði eftir fund sem
hann átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta
Íslands, á Bessastöðum skömmu eftir hádegi í
gær að það yrðu örugglega pólitískar breyt-
ingar á högum sínum á kjörtímabilinu. Davíð
sagði að búið væri að ganga frá skiptingu ráðu-
neyta milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæð-
isflokksins en ákvörðun um hverjir skipa ráð-
herraembættin yrði ekki tekin fyrr en síðla á
fimmtudag, eftir þingflokksfundi og flokksráðs-
fundi.
Þegar hann var spurður að því hvort ein-
hverjar breytingar yrðu á ríkisstjórninni frá því
sem nú er sagði Davíð: „Ég held að það verði
ýmsar breytingar sem verða athyglisverðar.“
Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um það mál.
Stefnt er að því að fráfarandi ríkisstjórn komi
saman á ríkisráðsfundi kl. 11 á föstudag og síð-
ar um daginn, kl. 13.30, komi saman ný rík-
isstjórn. Þá hefur verið ákveðið að nýtt Alþingi
komi saman nk. mánudag. Þingið verður stutt
og er m.a. ætlunin að kjósa í forsætisnefnd og í
fastanefndir þingsins, þannig að þingið verði
starfhæft.
Loforð setja svip á sáttmálann
Davíð hitti Ólaf Ragnar á Bessastöðum kl.
11.30 í gær og gerði honum grein fyrir stöðu
mála í stjórnarmyndunarviðræðunum. Fundur-
inn stóð yfir í um einn og hálfan tíma. Að honum
loknum ræddi Davíð við fréttamenn. „Ég gerði
forseta Íslands grein fyrir stöðu mála, bæði
meginefni væntanlegs stjórnarsáttamála og
öðrum þeim breytingum sem kunna að verða.“
Davíð sagði að nýjum þingflokki sjálfstæðis-
manna yrði gerð grein fyrir stöðu mála í dag.
Þegar Davíð var spurður að því hvort hann
hygðist hætta á kjörtímabilinu sagði hann:
„Ekki skal ég segja um það hvort ég hætti í
stjórnmálum á kjörtímabilinu eða hvort ég
verði í framboði eftir fjögur ár, það veit Guð
einn, en það verða breytingar örugglega á mín-
um högum, pólitískar breytingar, á kjörtíma-
bilinu.“
Davíð var einnig spurður um innihald nýs
stjórnarsáttmála en vildi sem minnst um hann
segja áður en hann yrði kynntur þing-
flokkunum. Davíð sagði þó að niðurstöður kosn-
inganna og kosningaloforð stjórnarflokkanna,
t.d. í skattamálum og sjávarútvegsmálum,
myndu setja svip á stjórnarsáttmálann.
Davíð Oddsson gerir forseta Íslands grein fyrir nýjum stjórnarsáttmála
Boðar pólitískar breyt-
ingar á högum sínum
Morgunblaðið/Arnaldur
Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson ræðast við á Bessastöðum.
Segir að athyglis-
verðar breytingar
verði á ríkisstjórninni