Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HESTAMIÐSTÖÐIN Hindisvík í
Mosfellsbæ segir sveitarfélagið
ívilna öðrum reiðskóla í bænum svo
mjög að samkeppnisstaða fyrirtæk-
isins sé alvarlega skekkt. Segir mið-
stöðin ívilnanirnar m.a. í formi
styrks og ókeypis vinnuafls sem
bærinn útvegi samkeppnisaðilanum
á meðan stuðningur bæjarins við
Hindisvík sé enginn. Bæjarstjóri
segir mögulegt að með þessu sé sam-
keppnisstaða skekkt og málið verði
skoðað fyrir næsta starfsár.
Í bréfi frá Hindisvík kemur fram
að fyrirtækið stendur m.a. fyrir reið-
námskeiðum fyrir börn á sumrin líkt
og tveir aðrir aðilar í bæjarfélaginu.
Mosfellsbær aðstoði hins vegar á
ólögmætan hátt annan þeirra, Reið-
skóla Harðar, með margvíslegum
hætti.
Nokkur atriði eru sérstaklega til-
greind í þessu sambandi. Í fyrsta
lagi styrki bærinn Reiðskóla Harðar
um 150 þúsund krónur á hverju
sumri til reksturs síns. Þá komi allt
aðstoðarfólk skólans úr vinnuskólan-
um, honum að kostnaðarlausu.
Ókeypis aðstaða
Í þriðja lagi telur fyrirtækið að
mikill munur sé á kröfum bæjarins
til þeirrar aðstöðu sem reiðskólarnir
skuli hafa. Þannig sé öll aðstaða fyrir
hendi í hestamiðstöð Hindisvíkur;
reiðsalur, tvö salerni, sturtur og sér-
matsalur fyrir börnin. Tveir full-
orðnir og vanir hestamenn séu með
hverjum hóp en allt starfsfólk sé
kostað af hestamiðstöðinni.
Reiðskóli Harðar notist hins vegar
við lítinn skúr sem sé í eigu Reykja-
lundar. Skúrinn sé nýttur fyrir reið-
tygi og annað en þar sé hvorki sal-
ernisaðstaða, rennandi vatn né
rafmagn. Rekstraraðilinn sé eini
starfsmaðurinn sem sé vanur hesta-
maður en aðrir starfskraftar komi úr
vinnuskólanum eins og fyrr segir.
Segir í bréfi Hindisvíkur að sá
stuðningur sem samkeppnisaðilinn
fái með 150 þúsund króna styrk, fríu
vinnuafli og ókeypis aðstöðu án fast-
eignagjalda, rafmagns- eða hita-
kostnaðar valdi því að hann geti selt
sín námskeið langt undir því verði,
sem hægt sé að keppa við á frjálsum
markaði. Segir fyrirtækið sig aukin-
heldur hafa vissu fyrir því að bæj-
arskrifstofurnar hafi einungis bent á
Reiðskóla Harðar síðastliðið sumar
þegar fólk sneri sér þangað eftir
upplýsingum um reiðskóla í bæjar-
félaginu.
Í lok bréfsins bendir fyrirtækið á
lagagreinar sem það telur bæinn
brjóta með ívilnunum sínum. Er þess
krafist að bærinn láti af aðstoðinni
svo að hún hamli ekki samkeppnis-
stöðu Hindisvíkur á markaðinum.
Hluti af samningi við
íþróttafélög bæjarins
Að sögn Ragnheiðar Ríkharðs-
dóttur bæjarstjóra er styrkveitingin
til Reiðskóla Harðar komin til með
þeim hætti að bæjarfélagið hafi und-
anfarin ár gert samstarfssamning
við íþróttafélögin í bænum, þar á
meðal hestamannafélagið, um að
sinna ákveðnu barna og unglinga-
starfi.
„Reiðskóli Harðar er í raun hluti
af því starfi því rekstraraðili skólans
vinnur sem verktaki á vegum hesta-
mannafélagsins. Þess vegna höfum
við styrkt fyrirtækið um 150 þúsund
krónur auk þess sem við heimiluðum
að tveir unglingar úr vinnuskólanum
kæmu inn til aðstoðar,“ segir hún.
Hún segir að þegar rekstraraðili
Hindisvíkur hafi komið á hennar
fund á dögunum vegna málsins hafi
honum verið boðið að fá unglinga úr
vinnuskólanum til aðstoðar en hann
hafi ekki þegið það.
Hvað varðar aðstöðumálin segir
Ragnheiður að ekki sé verið að bera
saman sambærilegan rekstur.
„Hindisvík er með stórt og mikið
hesthús þar sem einnig er reiðsalur
til námskeiðahalds hvort heldur er á
vetri eða sumri og við leigjum af hon-
um þessa aðstöðu frá 15. desember
til 15. maí. Það er að sjálfsögðu gerð
krafa um að þar sé hreinlætisað-
staða. Reiðskóli Harðar hefur hins
vegar aðgengi að salernum í félags-
heimili hestamannafélagsins sem er
rétt ofan við þetta litla geymsluhús
sem hann hefur til afnota.“
Hún segir málið verða athugað
nánar hjá bæjarfélaginu. „Það kann
vel að vera að strangt til tekið þá
skekki þetta samkeppnisstöðu og
það er bara eitt af því sem við mun-
um skoða. Svona hefur þetta verið
undanfarin ár og við einfaldlega
héldum áfram á sama hátt. Við mun-
um að sjálfsögðu í kjölfar þessa bréfs
skoða þetta fyrir næsta starfsár
enda teljum við ekki að hægt sé að
gera neitt að svo komnu fyrir sum-
arið í ár.“
Hestamiðstöðin Hindisvík með erindi til bæjarráðs
Segir bæinn skekkja sam-
keppnisstöðu reiðskóla
Mosfellsbær
Morgunblaðið/Arnaldur
Rekstraraðili Hestamiðstöðvarinnar Hindisvíkur segir Reiðskóla Harðar
geta selt reiðnámskeið sín langt undir því verði sem hægt sé að keppa við á
frjálsum markaði vegna aðgerða bæjarins. Myndin tengist ekki málinu.
FRESTUR til að skila inn athuga-
semdum vegna mats á umhverfis-
áhrifum færslu Hringbrautar renn-
ur út í dag. Fresturinn átti að renna
út hinn 9. maí síðastliðinn en var
framlengdur að ósk framkvæmda-
raðila.
Að sögn Óla Halldórssonar, sviðs-
stjóra hjá Skipulagsstofnun, höfðu
aðeins þrjú athugasemdabréf borist
á hádegi í gær en á bak við þau væru
nokkuð fleiri einstaklingar. Hann
segir að Vegagerðin og Reykjavík-
urborg hafi óskað eftir því að at-
hugasemdafrestur yrði framlengdur
um tvær vikur, eða til dagsins í dag,
þar sem kynningarfundur var hald-
inn í síðustu viku. Ákvað Skipulags-
stofnun að verða við þeirri ósk.
Hægt er að kynna sér efni mats-
skýrslunnar á heimasíðu Skipulags-
stofnunar, www.skipulag.is og hjá
Vegagerðinni en hægt er að skila inn
athugasemdum í gegnum tölvupóst
til miðnættis í kvöld eða skriflega til
Skipulagsstofnunar fyrir lokun í dag.
Mat á umhverfisáhrifum færslu Hringbrautar
Frestur til að skila athuga-
semdum rennur út í dag
Hringbraut
ÍBÚAR í Túnum í Garðabæ safna
þessa dagana undirskriftum til að
mótmæla því að hljóðmön verði reist
meðfram Silfurtúni sem skerðir út-
sýni þeirra í átt að Arnarnesvogi.
Þeir segja að ekki hafi verið haft
samráð við alla íbúa áður en ráðist
var í framkvæmdirnar en langflestir
þeirra vilji frekar hafa útsýnið en
bætta hljóðvist ef velja þurfi á milli.
Um vika er síðan hafist var handa
við að byggja hljóðmönina, sem á að
varna því að hávaði frá Hafnarfjarð-
arvegi fari yfir tilskilin mörk í hverf-
inu. Að sögn Birnu Baldursdóttur,
sem býr við Aratún, virðast um 80
prósent íbúa í hverfinu hafa skrifað
undir mótmæli vegna hljóðmanar-
innar enda flestir vægast sagt
óhressir með framtakið.
„Ég hef haft heilt málverk hér fyr-
ir framan mig í 40 ár sem nú er að
hverfa. Ég missi allt útsýni og sumir
fara hreinlega á kaf því það er bein-
línis dimmt inni í fremsta húsinu í
götunni.“
„Verulegur yfirgangur“
Þá hafi framkvæmdin verið lítið
sem ekkert kynnt íbúum. „Íbúar
tveggja fremstu húsanna í hverri
götu voru boðaðir til fundar fyrir ári
á bæjarskrifstofunum en hinir ekki.
Svo bara einn góðan veðurdag var
verið að grafa upp úr grunni hér uppi
í skóla og jarðveginum dembt hérna
fyrir framan okkur. Okkur finnst af-
skaplega illa að þessu staðið. Þetta er
ekki bara skipulagsbreyting heldur
umhverfisspjöll og verulegur yfir-
gangur hjá bæjarstjórninni að kynna
þetta ekki íbúum. Það er það minnsta
sem þeir hefðu getað gert.“
Að mati hennar er ekki þörf á slík-
um aðgerðum hávaðans vegna.
„Maður vill heldur fá útsýnið. Eflaust
er hávaði hérna en það er misjafnt
hvað fólk þolir og er vant. Ég er búin
að búa hér í 40 ár og hef aldrei kvart-
að og sef ágætlega þrátt fyrir hávað-
ann.“ Hún telur meirihluta íbúa á
sama máli og þeir vilji heldur útsýnið
en bætta hljóðvist.
Birna á von á að undirskriftirnar
verði afhentar á næstu dögum en enn
á eftir að ganga í nokkur hús í hverf-
inu.
Bænum skylt að verja íbúana
fyrir hávaðanum
Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar-
stjóri í Garðabæ, segir skiptar skoð-
anir meðal íbúanna um hvort mönin
sé æskileg eða ekki og margir fagni
því að mönin sé loksins komin. „Íbúar
í hverfinu hafa á undanförnum árum
margir hverjir óskað eftir því að gerð
verði hljóðmön. Þær mælingar sem
við höfum látið gera í hverfinu og
meðfram Hafnarfjarðarveginum
sýna að við hluta Silfurtúnsins fer há-
vaðinn yfir 65 desibel og samkvæmt
lögum og reglugerðum ber okkur að
verja íbúana fyrir svo mikilli hljóð-
mengun.“
Hún segir málið hafa átt sér tölu-
verðan aðdraganda. „Við gerðum
okkur grein fyrir því að það væru
skiptar skoðanir meðal íbúanna og ég
skil mjög vel að ákveðnir íbúar skuli
vera ósáttir vegna þess að útsýni
þeirra skerðist.“ Hún bendir þó á að
mönin muni einungis standa við hluta
Silfurtúnsins en ekki meðfram því
öllu eins og sumir virðist halda. Þá
verði hún einnig lægri fullfrágengin
en hún er nú þar sem jarðvegurinn í
henni eigi eftir að þjappast.
Varðandi kynningu á hljóðmöninni
segir Ásdís að farið hafi verið yfir
málið með íbúum tveggja fremstu
húsaraðanna meðfram Silfurtúninu.
– En var það fullnægjandi að kalla
aðeins íbúa tveggja neðstu húsarað-
anna til fundarins?
„Samkvæmt því umhverfi sem við
höfum starfað í til þessa hafa hljóð-
manir í eldri hverfum ekki farið í
deiliskipulagsvinnu og það er alveg
ljóst að þetta þarf ekki að fara í um-
hverfismat eða neitt slíkt,“ segir Ás-
dís. „Það sem við ætlum að gera núna
er að boða til annars opins fundar þar
sem við förum nákvæmlega yfir það
hvernig mönin verður, hvernig hún
mun liggja í landinu, hæð hennar og
lengd og það ætlum við að gera á
næstu dögum.“
Íbúar í Túnum mótmæla nýrri
hljóðmön við Silfurtún
Vilja fremur
útsýni en bætta
hljóðvist
Morgunblaðið/Arnaldur
Íbúar sem hafa mótmælt vilja fremur útsýnið en bætta hljóðvist. Bæj-
arstjóri segir hins vegar marga íbúa fagna því að mönin sé nú komin.
Garðabær
BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ
hafa ákveðið að setja upp skilti við
allar aðkomuleiðir að Vífils-
staðavatni til að hnykkja á því að
umferð hunda við vatnið er bönnuð.
Þrátt fyrir að um vatnsvernd-
arsvæði sé að ræða hafa hundeig-
endur talsvert komið með hunda
sína að vatninu.
Að sögn Erlu Biljar Bjarnadótt-
ur, garðyrkjustjóra í Garðabæ, er
stórt skilti við aðalhliðið að vatns-
bólinu sem gefur til kynna að
hundar séu bannaðir við vatnið.
Hins vegar séu aðkomuleiðir að
vatninu orðnar þrjár og því ekki
alltaf sem fólk reki augun í þessi
skilaboð þegar það leggi leið sína
þangað. „Það er ekki gert ráð fyrir
að hundar séu þarna, hvorki í bandi
né lausir. Það er vegna vatnsvernd-
arsjónarmiða og ekki síst af því að
þetta er perla fuglanna og mikið
varpland,“ segir hún.
Engu að síður er talsvert um að
fólk komi með hunda sína á svæðið.
„Umferðin er líka orðin meiri með
bættu aðgengi og stígurinn um-
hverfis vatnið er mjög vinsæll,“
segir Erla Bil. „Hundafólk verður
hins vegar að skilja að það verður
að vera einhvers staðar annars
staðar með hundana og umhverf-
isnefnd vill hnykkja á því að þau
skilaboð verði sett skýrar upp við
vatnið og jafnvel með myndskýr-
ingum.“
Hnykkt á
banni við
hunda-
umferð
Morgunblaðið/Arnaldur
Einn og annar hvutti á það til að
sækja Vífilsstaðavatn heim þótt
umferð þeirra sé stranglega bönn-
uð eins og skilti við aðkomuna að
vatnsbólinu gefur til kynna.
Garðabær
Ný skilti sett upp við
Vífilsstaðavatn
ÞRÍR aðilar, Nýsir hf., Fjarðarmót
ehf. og ÓB ráðgjöf ehf., munu að lík-
indum taka þátt í útboði vegna rekst-
urs leikskóla á Sjálandi í Garðabæ en
bæjarráð samþykkti á síðasta fundi
sínum að bjóða þeim þátttöku í út-
boðinu.
Eins og Morgunblaðið hefur
greint frá er ekki um einkafram-
kvæmd að ræða heldur er það ætlun
bæjaryfirvalda að fá einkaaðila til að
byggja og reka leikskólann sam-
kvæmt samningi við Garðabæ.
Samningurinn fæli í sér að bærinn
borgaði fyrir börnin í skólanum líkt
og gert hefur verið í öðrum einka-
reknum leikskóla í bænum. Þetta er
þó í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld
fara þá leið að auglýsa sérstaklega
eftir aðilum til að taka slíkt verkefni
að sér.
Fyrirtækin þrjú tóku þátt í forvali
eftir auglýsinguna og hafa fulltrúar
þeirra átt viðræður við bæjarverk-
fræðing að undanförnu vegna máls-
ins. Niðurstaða viðræðnanna er sem
fyrr segir að gefa öllum þremur kost
á að bjóða í verkefnið.
Bryggjuhverfið Sjáland
Þrír vilja
byggja
og reka
leikskóla
Garðabær