Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT SIGURBJÖRN Hreiðarsson, fyrir- liði Vals, fær annað mark liðs síns í leiknum við Grindavík á dögunum skráð á sig, en ekki Jóhann bróðir hans. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins í gær. Þar segir að það eina sem hafi komið frá Alþjóðaknattspyrnu- sambandinu varðandi atvik sem þetta sé að finna í grein frá árinu 1997. Þar komi meðal annars fram að grundvallarreglan sé sú að leik- maður sé skráður sem markaskor- ari ef hann er síðastur í sínu liði til þess að snerta knöttinn áður en hann fer yfir marklínu mótherja. Í umræddu tilviki var það Sigurbjörn. Aðeins öðruvísi viðmið er notað fari boltinn af varnarmanni og í hans eigið mark. Sjálfsmark er að- eins skráð á leikmann ef hann veld- ur því með ákveðnum hætti að bolt- inn fari í eigið mark, ekki til dæmis sé hann að reyna að koma í veg fyr- ir að boltinn fari í netið eftir skot mótherja. Sigurbjörn skoraði fyrir Valsmenn Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurbjörn Hreiðarsson SCOTT Ramsay, knattspyrnumaður frá Skotlandi, handsalaði í gær- kvöld samning við 1. deildarlið Kefl- víkinga til loka næsta tímabils. Ramsay, sem er 27 ára, hefur leikið með Grindvíkingum undanfarin fimm ár og á að baki með þeim 81 leik í úrvalsdeild. Hann gekk í vetur til liðs við KR en hætti þar af per- sónulegum ástæðum fyrir nokkrum vikum og fór heim til Skotlands. „Ramsay kom til landsins í dag og var á fyrstu æfingu hjá okkur áðan. Við eigum eftir að ganga frá málum við KR en vonandi tekst það á næstu dögum,“ sagði Rúnar Arnarson, for- maður knattspyrnudeildar Kefla- víkur, við Morgunblaðið í gærkvöld. Ramsay samdi við Keflavík GUNNAR Berg Viktorsson, hand- knattleiksmaður, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við þýska liðið Wetzlar. Gunnar hefur verið á mála hjá Paris SG í Frakk- landi undanfarin tvö ár en ekki stóð til að hann yrði lengur hjá félaginu. „Ég er gríðarlega ánægður með að þessi mál skulu vera komin á hreint og ég hlakka mikið til að spila í Þýskalandi og í þessari sterkustu deild í heimi,“ sagði Gunnar Berg við Morgunblaðið í gær. Gunnar Berg hefur ekki verið sáttur við veruna hjá Parísarliðinu þar sem hann hefur lítið fengið að spreyta sig. Eyjamaðurinn hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár og var í landsliðs- hópnum sem keppti á HM í Portú- gal í vetur. Gunnar hlaut hins veg- ar ekki náð fyrir augum Guðmund- ar Guðmundssonar landsliðs- þjálfara þegar hann valdi æfinga- hóp sinn fyrir komandi verkefni með landsliðinu í lok maí og byrjun júní. „Með því að fara til Wetzlar von- ast ég til að geta náð mér á strik á nýjan leik. Ég hef ekki verið ánægður í Frakklandi enda lítið fengið að spila. Ég hef metnað fyrir því að vinna mér sæti í landsliðinu aftur og ég hef hef tekið stefnuna á að vera með á Ólympíuleikunum á næsta ári,“ sagði Gunnar Berg sem flytur til Þýskalands í byrjun næsta mánaðar. Hjá Wetzlar hittir Gunnar Berg fyrir Róbert Sighvatsson sem ekki alls fyrir löngu gerði nýjan samn- ing við félagið sem gildir til vorsins 2005. Gunnar Berg samdi við Wetzlar Sóknartilburðir Þróttar/Haukavoru ívið betri en þegar Vest- urbæingar voru búnir að jafna sig á því náðu þeir undir- tökunum og Hrefna átti þrumuskot í stöng áður en Sól- veig Þórarinsdóttir skoraði fyrir KR. Það tók heimasæt- urnar nokkrar mínútur að jafna sig en þeim gekk illa að byggja upp sóknir, fengu reyndar gott færi á 39. mínútu þegar Anna Björg Björns- dóttir slapp innfyrir vörn KR en Þóra B. Helgadóttir varði ágætlega. Gestirnir linntu ekki látum eftir hlé fyrr en Hrefna hafði skorað tví- vegis og Guðrún Jóna Kristjánsdótt- ir einu sinni. Það var því á brattann að sækja fyrir Þrótt/Hauka og Guð- rún Sóley Gunnarsdóttir bætti við fimmta marki KR. Reyndar fékk Hrefna færi á að skora þrennu en skot hennar fór í slá. „Við vorum mjög góðar í fyrri hálfleik en klikkuðum einu sinni og var refsað fyrir það en við fengum ágætt færi,“ sagði Íris Eysteinsdótt- ir, þjálfari og leikmaður Þróttar/ Hauka, eftir leikinn. „Eftir hlé misstum við algerlega einbeitinguna, þær skoruðu tvisvar eftir horn þegar við vorum alls ekki að gæta leik- manna inni í teig og okkur er refsað fyrir það á móti góðu liði eins og KR,“ sagði Íris. „Allur okkar und- irbúningur, andlegur og líkamlegur, hefur snúist um þennan leik enda mátti sjá að við vorum tilbúnar í fyrri hálfleik. Við bárum enga virðingu fyrir KR-liðinu og höfðum í fullu tré við þær enda tel ég að það hafi ríkt jafnræði fyrir hlé. Hinsvegar er það ekki nóg í þessari deild, það þarf að vera góður allan leikinn. Ég sá margt sem ég þarf að laga fyrir næsta leik en ég sá líka að við getum vel keppt við hin liðin og ég er alls óhrædd við framhaldið.“ Íris. Anna Björg og Nanna Rut Jónsdóttir voru bestar hjá Þrótti/Haukum. „Við vorum án margra lykilmanna svo að þetta eru viðunandi úrslit,“ sagði Hrefna eftir leikinn. „Fyrsti leikur er oft ekkert sérstakur en seinni hálfleikur hjá okkur var betri. Það var sálrænt áfall að það skyldi koma í ljós í dag að Ásthildur yrði ekki með því að hún skiptir miklu máli í leik okkar en við leystum það vel.“ Val var spáð efsta sæti deildarinn- ar en KR öðru í þetta sinn. „Ef miðað er við leiki okkar í vetur var ekki hægt að búast við að okkur yrði spáð efsta sætinu en ég held að það setja bara aukna pressu á Val að vera spáð sigri. Við erum með mjög ungt lið og þegar Guðrún Jóna fór útaf var ég elst á vellinum. Það er talað um að við séum gamlar og reyndar – það er ekki rétt, við erum með ungt og efni- legt lið.“ Öruggur Eyjasigur Eyjastúlkur unnu StjörnunaíVestmannaeyjum í gærkvöldi með fjórum mörkum gegn engu. Leikurinn var í heildina frekar bragðdaufur en þó sáust góð tilþrif inn á milli. Eftir aðeins þrjár mínútur tóku Eyjastúlkur for- ystuna en þá fékk Mhairi Gilmor boltann inn fyrir vörn Stjörnunnar og skaut föstu skoti undir Láru Björk Einarsdóttur, markvörð gest- anna. Yfirburðir Eyjastúlkna í fyrri hálfleik voru algjörir og á 33. mínútu bættu þær við marki þegar Lind Hrafnsdóttir skaut af löngu færi yfir markvörð Stjörnunnar. Það var svo á síðustu mínútu hálfleiksins sem markamaskínan Olga Færseth skor- aði sitt fyrsta mark á Íslandsmóti fyrir ÍBV og þriðja mark liðsins og þannig stóðu leikar í hálfleik. Stjörnustúlkur mættu grimmari til leiks í síðari hálfleik og sköpuðu sér nokkur færi en náðu þó ekki að nýta sér það. Reyndar voru færin í seinni hálfleik sárafá og mikið um miðjuþóf. Olga Færseth gerði svo endanlega út um leikinn á 88. mínútu þegar hún fékk boltann utarlega í teig andstæðingana, sneri sér við og virtist ætla að senda boltann fyrir en setti hann þess í stað í nærhornið án þess að Lára Björk kæmi neinum vörnum við. Olga og Michelle Barr voru bestu leikmenn heimaliðsins en eins átti Lind Hrafnsdóttir góða spretti. Hjá gestunum átti Harpa Þorsteinsdótt- ir góða spretti og einnig Guðrún Halla Finnsdóttir. Olga Færseth var ánægð með úr- slitin í leikslok. „Það er frábært að vinna 4:0 í fyrsta leik og ég held að þetta sé það sem koma skal hjá okk- ur í sumar. Við stefndum á að byrja vel, það var vandamál hjá okkur í deildabikarnum en það tókst í dag, við skoruðum mark strax í byrjun og náðum að halda þeim krafti út fyrri hálfleikinn en svo kom frekar slæm- ur seinni hálfleikur,“ sagði Olga. Spurð um næsta leik, gegn Þrótti/ Haukum, sagðist Olga búast við þeim mjög ákveðnum. „Þær eru þekktar fyrir að vera fastar fyrir og ákveðnar svo við verðum bara að mæta þeim ákveðnar,“ sagði Olga. Fimm mörk í fyrsta leik KR FRUMRAUN sameinaðs kvennaliðs Þróttar og Hauka í úrvalsdeild- inni knattspyrnu lofaði góðu fyrstu 15 mínúturnar gegn KR á Val- bjarnarvelli í gærkvöld. Það dugði samt engan veginn því þraut- reyndir mótherjar þeirra náðu undirtökunum og unnu 5:0. Hrefna Jóhannesdóttir skoraði tvö af mörkum KR-inga í leiknum. Stefán Stefánsson skrifar Sigursveinn Þórðarson skrifar ÞRÓTTARAR urðu fyrstu nýliðarnir í úrvalsdeildinni í knattspyrnu til þess að tapa leik í fyrstu umferð deildar- innar í sex ár, þegar þeir biðu lægri hlut fyrir KR í fyrrakvöld, 2:1. Fram tapaði fyrir Kefla- vík, 1:0, í fyrsta leik sínum árið 1997 en frá þeim tíma hafa nýliðar ávallt byrjað vel. Árið 1998 gerðu bæði Þróttur og ÍR jafntefli í fyrstu umferð, árið 1999 unnu bæði Breiðablik og Vík- ingur sína leiki, árið 2000 gerðu bæði Stjarnan og Fylk- ir jafntefli, árið 2001 vann Valur sinn leik og FH gerði jafntefli og í fyrra vann Þór og KA gerði jafntefli. Fyrsta tap nýliða í sex ár O’Leary tekur við Aston Villa DAVID O’Leary var í gær ráðinn knattspyrnustjóri Aston Villa, en Guðjón Þórð- arson hafði verið orðaður við þá stöðu. Samningur O’Leary er til þriggja ára og tekur hann við af Graham Taylor, sem sagði af sér í síðustu viku eftir að hafa verið hjá félaginu í 18 mánuði. Írinn var áður við stjórn- völinn hjá Leeds United, kom meðal annars liðinu í undan- úrslit í meistaradeild Evrópu árið 2000 en hann var látinn fara fyrir ári og hefur verið án atvinnu síðan. KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna Landsbankadeild Þróttur/Haukar - KR.............................. 0:5 Hrefna Jóhannesdóttir 49., 54., Sólveig Þórarinsdóttir 21., Guðrún Jóna Kristjáns- dóttir 60., Guðrún Sóley Gunnarsdóttir 75. ÍBV - Stjarnan.......................................... 4:0 Olga Færseth 45., 88., Mhairi Gilmour 4., Lind Hrafnsdóttir 33. Valur - FH................................................. 2:0 Dóra María Lárusdóttir 30., Laufey Ólafs- dóttir 62. Staðan: KR 1 1 0 0 5:0 3 ÍBV 1 1 0 0 4:0 3 Valur 1 1 0 0 2:0 3 Breiðablik 1 1 0 0 2:1 3 Þór/KA/KS 1 0 0 1 1:2 0 FH 1 0 0 1 0:2 0 Stjarnan 1 0 0 1 0:4 0 Þróttur/Haukar 1 0 0 1 0:5 0 Bikarkeppni karla VISA-bikarinn, 1. umferð: HK 23 - Valur 23....................................... 3:2  HK 23 mætir ÍR eða Kili. Skallagrímur - ÍH..................................... 3:1  Skallagrímur mætir Deiglunni. Keflavík 23 - Þróttur R. 23 ...................... 7:1  Keflavík 23 mætir Breiðabliki. Grindavík 23 - Fram 23............................ 1:2  Fram 23 mætir Hamri eða KFS. Víkingur Ó. - ÍA 23 ................................... 0:1  ÍA 23 mætir KR 23. Völsungur 23 - Snörtur ............................ 2:3  Snörtur frá Kópaskeri, sem lék sinn fyrsta leik í KSÍ-móti í gær, mætir KS. ÍR 23 - Deiglan.......................................... 1:3  Deiglan mætir Skallagrími. Neisti D. - Fjarðabyggð........................... 1:3  Fjarðabyggð mætir Hetti. Grótta - Haukar 23 ................................... 0:2  Haukar 23 mæta HK eða Leikni R. Freyr - Breiðablik 23 ............................... 0:4  Breiðablik 23 mætir Njarðvík. Reynir S. - FH 23 ..................................... 2:3  FH 23 mætir Stjörnunni 23 eða Selfossi. Höttur - Einherji ...................................... 2:0  Höttur mætir Fjarðabyggð. KR 23 - Afríka........................................... 4:2  KR 23 mætir ÍA 23. Ítalía Bikarkeppnin, fyrri úrslitaleikur: Roma - AC Milan...................................... 1:4 Francesco Totti 28. - Serginho 65. (víti), 72., Ambrosini 69., Shevchenko 88. Frakkland Montpellier - Lyon ....................................1:1 Bastia - Sochaux ........................................2:2 Guingamp - Mónakó..................................3:1 Le Havre - Lens ........................................1:3 Lille - Ajaccio.............................................2:0 Marseille - Sedan.......................................4:2 Nice - Bordeaux.........................................1:1 París SG - Rennes .....................................0:0 Strasbourg - Auxerre................................1:2 Troyes - Nantes.........................................2:0 Staðan: Lyon 37 19 11 7 62:37 68 Marseille 37 19 8 10 41:35 65 Mónakó 37 18 10 9 60:33 64 Bordeaux 37 17 10 10 55:36 61 Sochaux 37 16 13 8 44:30 61 Auxerre 37 17 10 10 36:29 61 Guingamp 37 18 5 14 55:45 59 Nice 37 13 16 8 38:29 55 París SG 37 14 12 11 47:34 54 Lens 37 13 15 9 41:31 54 Nantes 37 15 8 14 36:39 53 Bastia 37 12 11 14 40:46 47 Strasbourg 37 11 11 15 40:54 44 Lille 37 10 12 15 29:42 42 Montpellier 37 10 10 17 36:51 40 Ajaccio 37 9 11 17 29:49 38 Sedan 37 9 9 19 40:57 36 Le Havre 37 9 9 19 26:46 36 Rennes 37 8 11 18 32:45 35 Troyes 37 7 10 20 23:42 31 Svíþjóð Halmstad - Helsingborg...........................0:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.