Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 47
HELGI Kolviðsson hefur
gengið frá nýjum samn-
ingi til tveggja ára við
austurríska knattspyrnu-
félagið Kärnten en hann
hefur leikið með því tvö
undanfarin ár. Helgi,
sem er 31 árs, hefur ver-
ið í lykilhlutverki í liði
Kärnten sem á dögunum
tryggði sér sæti í UEFA-
bikarnum næsta haust
með því að komast í bik-
arúrslitin í Austurríki,
gegn nýbökuðum meisturum
Austria Vín. Kärnten er í sjöunda
sæti úrvalsdeildarinnar og hefur
leikið í Evrópukeppni bæði fyrri ár-
in eftir að Helgi kom þangað en þá
var félagið nýliði í úr-
valsdeildinni.
„Mér líður mjög vel hjá
félaginu og ég er ánægð-
ur með að verða hérna
áfram. Samningurinn er í
raun opinn þannig að ég
á alveg eins von á að
spila hér í 4–5 ár til við-
bótar ef allt gengur að
óskum og forráðamenn
Kärnten hafa nefnt við
mig þann möguleika að
ég starfi við þjálfun hjá
félaginu eftir það,“ sagði Helgi við
Morgunblaðið í gærkvöld. Hann
hefur leikið 29 leiki með A-landsliði
Íslands, síðast gegn Eistlandi í Tall-
inn í nóvember.
Helgi Kolviðsson
samdi við Kärnten
AC MILAN stendur vel í ítölsku
bikarkeppninni eftir að liðið lagði
Roma 4:1 í gærkvöldi í fyrri úr-
slitaleiknum, en leikið var í
Rómaborg.
Heimamenn byrjuðu vel og
Francesco Totti kom þeim yfir á
28. mínútu og jafnræði var með
liðunum langt fram í síðari hálf-
leik og ekkert sem benti til að
gestirnir myndu vinna stórsigur.
Þegar síðari hálfleikur hafði
staðið í stundarfjórðung misnot-
aði Cafu gott færi til að koma
heimamönnum í 2.0. Þetta reynd-
ist dýrkeypt því skömmu síðar
kom tíu mínútna kafli þar sem
gestirnir gerðu út um leikinn,
Brasilíumaðurinn Serginho skor-
aði tvívegis og Massimo Ambros-
ini eitt og undir lok leiksins bætti
Andriy Shevchenko fjórða mark-
inu við, en þá höfðu heimamenn
sótt án afláts og flestir leikmenn
liðsins tóku þátt í sókninni. Þetta
nýtti Shevchenko sér og stakk
varnarmenn af í lokin.
HELGI Valur Daníelsson
skrifaði í gær undir þriggja
ára samning við knattspyrnu-
deild Fylkis en hann er á leið í
Árbæinn á ný eftir fimm ára
dvöl hjá Peterborough í Eng-
landi. „Samningurinn við
Helga er frágenginn en við
bíðum eftir endanlegum stað-
festingum frá enska
knattspyrnusambandinu um
að hann sé laus allra mála frá
Peterborough. Við höfum
fengið símbréf frá félaginu um
að þetta sé allt í höfn og það
eru því aðeins síðustu forms-
atriðin eftir,“ sagði Ámundi
Halldórsson, formaður knatt-
spyrnudeildar Fylkis, við
Morgunblaðið í gær. Helgi
ætti því að vera tilbúinn í slag-
inn með Fylkismönnum þegar
þeir fá Grindvíkinga í heim-
sókn næsta mánudag.
Helgi Valur
til Fylkis
ERNA Erlendsdóttir, knatt-
spyrnukona úr Val, skipti yfir í KR
á mánudag og lék í gærkvöld sinn
fyrsta leik, gegn Þrótti/Haukum.
Erna lék alla leiki Vals í úrvals-
deildinni í fyrra og skoraði 6 mörk.
ÁSTHILDUR Helgadóttir,
landsliðskona úr KR, lék ekki með
liðinu gegn Þrótti/Haukum í gær-
kvöld þar sem hún meiddist á æf-
ingu.
KR-INGARNIR Einar Þór Daní-
elsson og Sigurður Ragnar Eyj-
ólfsson voru meðal áhorfenda á
leik KR og Þróttar/Hauka í gær-
kvöld. Þeir fóru þó varlega í að
fagna sigri KR því eiginkonur
þeirra, Guðrún Inga Sívertsen og
Íris Björk Eysteinsdóttir, spila
með Þrótti/Haukum.
SÓLVEIG Þórarinsdóttir, sem
skoraði fyrsta mark KR gegn
Þrótti/Haukum, er systir Hjálm-
ars Þórarinssonar sem skoraði
fyrir Þrótt gegn KR í úrvalsdeild
karla í fyrrakvöld.
ALLIR sem fengu rauð spjöld í
fyrstu leikjum Íslandsmótsins í
knattspyrnu um helgina voru úr-
skurðaðir í eins leiks bann í gær.
Úr úrvalsdeild karla voru það
Andri Fannar Óttarsson úr Fram
og Bjarnólfur Lárusson úr ÍBV en
úr 1. deild þeir Haraldur Hinriks-
son og Reynir Bjarni Egilsson úr
HK, Albert Arason úr Aftureld-
ingu og Andri Rúnar Karlsson úr
Leiftri/Dalvík.
ÞJÁLFARAR beggja Kópavogs-
liðanna, Goran Kristófer Micic hjá
HK og Jörundur Áki Sveinsson hjá
Breiðabliki, fengu einnig eins leiks
bann vegna brottvísana og félög
þeirra voru bæði sektuð. HK um 16
þúsund krónur og Breiðablik um
10 þúsund krónur.
ÞÓRARINN Kristjánsson skor-
aði 5 mörk fyrir 23-ára lið Kefla-
víkur sem vann 23-ára lið Þróttar
úr Reykjavík, 7:1, í bikarkeppni
KSÍ í gærkvöld. Þórarinn tók út
leikbann með meistaraflokki Kefla-
víkur gegn Stjörnunni í fyrrakvöld
og var því löglegur með yngra lið-
inu.
SÆNSKA stúlkan Annika Sö-
renstam leikur með bandarísku
kylfingunum Dean Wilson og Aar-
on Barber fyrstu tvo hringina á
Colonial-golfmótinu í Bandaríkjun-
um. Mótið hefst á morgun og verð-
ur þetta í fyrsta sinn í 58 ára sögu
PGA mótaraðarinnar sem kona
keppir, en sérstök mótaröð er fyrir
konur, WPGA. Þeir Wilson og
Barber eru báðir á fyrsta ári á
PGA mótaröðinni.
SÖRENSTAM og félagar hefja
leik á morgun á tíunda teig klukk-
an 12.58 og á föstudaginn hefja þau
leik á fyrsta teig klukkan 17.43.
FÓLK
Ég get ekki verið annað en stolturaf mínum stúlkum,“ sagði Sig-
urður Víðisson, þálfari FH, í leikslok.
„Við lögðum upp með
að pressa þær fram-
arlega á vellinum. Ég
er með mjög fljóta
framherja sem nýt-
ast vel í stöðunni einn á móti einum
þó það hafi ekki skilað okkur marki í
kvöld. En ég er mjög ánægður með
leik liðsins og baráttuna en er vita-
skuld ekki sáttur við að hafa ekkert
stig út úr leiknum,“ sagði Sigurður.
Það var ekki margt sem skildi liðin
að í byrjun leiks, bæði lið börðust um
hvern einasta bolta og strax á 3. mín-
útu sýndu FH-stúlkur að þær voru
ekki komnar að Hlíðarenda til að
verjast. Eftir snarpa sókn náði Valdís
Rögnvaldsdóttir góðu skoti að marki
eftir hornspyrnu en Valur bjargaði á
línu. Valsstúlkur sóttu í sig veðrið og
fengu nokkur ágætis færi en Sigrún
Ingólfsdóttir, markvörður FH, var
þeim óþægur ljár í þúfu. Sigrún gat
þó ekki komið í veg fyrir mark frá
Dóru Maríu Lárusdóttur á 30. mín-
útu. Guðbjörg Gunnarsdóttir var
gömlu félögum sínum í FH erfið í
marki Vals og bjargaði nokkrum
sinnum vel.
Seinni hálfleikur var álíka fjörugur
og sá fyrri, það dró nokkuð af FH-
ingum um miðbik hálfleiksins án þess
þó að Valsstúlkur næðu tökum á
leiknum. Laufey Ólafsdóttir bætti við
öðru marki á 62. mínútu með skoti úr
mjög þröngu færi, boltinn fór í mark-
stöngina í Sigrúnu markvörð og það-
an í netið. Minnstu munaði að Sif
Atladóttir minnkaði muninn fyrir FH
á lokamínútu leiksins en Guðbjörg
Gunnarsdóttir lokaði vel og skot
Sifjar fór framhjá.
„Ég er engan veginn nógu sátt við
spilamennskuna hjá mínu liði í
kvöld,“ sagði Helena Ólafsdóttir,
þjálfari Vals, í leikslok. „FH-liðið
barðist vel og við náðum ekki upp
spili svo neinu nemur og það er nokk-
uð sem við verðum að laga fyrir
næsta leik,“ sagði Helena sem fer
með lið sitt í Vesturbæinn á laugar-
dag til móts við meistara KR.
Leikurinn í heild sinni var vel leik-
inn, leikmenn létu boltann ganga vel
sín á milli og náðu mörgum verulega
góðum sóknum. FH-ingar verða
sýnd veiði en ekki gefin í sumar og
ljóst að liðin sjö sem spáð hefur verið
betra gengi en þeim í deildinni þurfa
að taka leikina gegn FH mjög alvar-
lega. Valsstúlkur geta gert miklu
betur en þær sýndu í þessum leik þar
sem þær fengu verðuga mótspyrnu,
þær geta glaðst yfir stigunum en
leikur þeirra þarf að batna til muna
ætli þær sér að gera atlögu að Ís-
landsmeistaratitlinum.
Sigrún Ó. Ingólfsdóttir, Valdís
Rögnvaldsdóttir og Elísabet Björns-
dóttir léku best í liði FH en hjá Val
voru þær Guðbjörg Gunnarsdóttir og
Laufey Jóhannsdóttir bestar.
Morgunblaðið/Kristinn
Dóra María Lárusdóttir, sem skoraði fyrra mark Vals gegn FH í gærkvöld, á hér í höggi við Rakel
Ósk Halldórsdóttur, leikmann FH, sem lék áður með Val.
Naumur sigur Vals-
stúlkna gegn FH
VALSSTÚLKUR lentu í kröppum dansi að Hlíðarenda í gærkvöldi
þegar þær tóku á móti FH í fyrstu umferðinni í Íslandsmeistarabar-
áttu kvenna. Val er spáð Íslandsmeistaratitlinum en FH botnsætinu
og því áttu margir von á að þarna færi fram leikur kattarins að mús-
inni en sú varð ekki raunin. Valur sigraði í hörkuleik 2:0 þar sem FH
hefði allt eins getað farið með eitt eða öll stigin heim í Hafnarfjörð.
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
AC Milan stendur vel
Helgi Kolviðsson