Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hann er að kvelja úr mér líftóruna.
Ferðaþjónustubændur horfa fram veginn
Markviss vinna
til framtíðar
FERÐAÞJÓNUSTAbænda stefnir aðþví að vera í farar-
broddi í umhverfisvænni
ferðaþjónustu á lands-
byggðinni og að á allra
næstu árum muni allir
ferðaþjónustubændur
marka sér umhverfisstefnu
sem byggist á Staðardag-
skrá 21. Sævar Skaptason
er framkvæmdastjóri
Ferðaþjónustu bænda.
– Segðu okkur eitthvað
fleira um þessi áform ferða-
þjónustubænda?
„Við verðum að líta á
stöðu okkar í ferðaþjónustu
hér á landi. Innan okkar
raða eru um 120 aðilar sem
búa yfir rúmlega 3.000
gistirýmum. Við erum ein
stærstu samtök í gisti- og
ferðaþjónustu í landinu. Saga okk-
ar er orðin löng hér á landi en um-
hverfismál eru farin að skipta svo
miklu máli í allri uppbyggingu og
markaðssetningu að við verðum að
samræma aðgerðir og setja okkur
áform til framtíðar.“
– Og hver eru þessi áform?
„Á aðalfundi Félags ferðaþjón-
ustubænda á Arnarstapa hinn 12.
mars 2002 var skrifað undir vilja-
yfirlýsingu um að Ferðaþjónusta
bænda yrði leiðandi afl í umhverf-
ismálum á landsbyggðinni. Mark-
miðið er að allir ferðaþjónustu-
bændur setji sér umhverfisstefnu
byggða á Staðardagskrá 21 á
næstu tveimur árum og vinni eftir
henni í daglegum rekstri.“
– En vinnan við umhverfisstefn-
una er hafin fyrir nokkru, ekki
satt?
„Jú, það er rétt. Á árinu 2002
voru t.d. haldin níu námskeið víða
um land fyrir félagsmenn innan
Ferðaþjónustu bænda, en auk þess
var ferðamálafulltrúum, forstöðu-
mönnum upplýsingamiðstöðva og
ferðamálasamtaka boðin þátttaka.
Um skipulagningu námskeiðanna
sáu Guðrún og Guðlaugur Berg-
mann, fulltrúar Ferðaþjónustu
bænda, og Elín Berglind Viktors-
dóttir, kennari við Hólaskóla. Þessi
fundarherferð gekk mjög vel og
hefur um helmingur ferðaþjón-
ustubænda sem eru innan Ferða-
þjónustu bænda mætt á námskeið
um umhverfismál og eru þeir nú
þegar byrjaðir að vinna eftir um-
hverfisstefnu. Það er búið að end-
urskoða umhverfisstefnuna og
þessa dagana er verið að senda öll-
um félagsmönnum vinnuáætlun
fyrir þetta ár.“
– Í hverju er þessi umhverfis-
vinna fólgin?
„Það eru ákveðin atriði sem
ferðaþjónustubændur eru hvattir
til að hafa í huga og vinna að. Þau
eru, að vinna markvisst að því að
halda nánasta umhverfi hreinu og
aðlaðandi, að stuðla að verndun
menningar- og náttúruminja, að
draga úr mengun með minni
verðmætasóun t.d. með endurnýt-
ingu, endurvinnslu, orkusparnaði
og notkun á umhverfisvænum efn-
um, að tryggja að frá-
veitumál hafi ekki spill-
andi áhrif á umhverfið,
að leitast við að nota
endurnýtanlegar auð-
lindir við reksturinn, að
stunda græn innkaup,
að leita sífellt eftir frekari fræðslu
um umhverfismál og koma þeim
upplýsingum til starfsfólks að
virkja gesti til umhverfisverndar
með leiðbeiningum og fræðslu, að
styrkja samstarfið við sveitarfélag-
ið, önnur fyrirtæki og íbúa á svæð-
inu, að leitast við að uppfylla
ákvæði laga og reglugerða um um-
hverfismál og loks að vinna stöðugt
að úrbótum í rekstri og þjónustu til
að draga úr skaðlegum umhverfis-
áhrifum.“
– Þetta hlýtur að kosta mikið?
„Fjöldi bænda sem eru í þessari
starfsemi treysta mjög á hana.
Sumir hafa viðurværi sitt alfarið af
ferðaþjónustu og hjá öðrum er
þetta hliðarbúskapur sem skiptir
sköpum. Í því samhengi frábiðja
ferðaþjónustubændur sér þá gagn-
rýni samkeppnisaðila að hér sé
ekki um alvöruferðaþjónustu að
ræða og bændur hafi ekki reynslu
af slíku. Ég bendi á að ferðaþjón-
ustubændur eru með opið allan
ársins hring á meðan fjöldi hótela í
dreifbýlinu er aðeins með opið á
sumrin, svo dæmi sé tekið. Þetta
sýnir að hér er um alvörustarfsemi
að ræða, atvinnusköpun sem stuðl-
ar að því að viðhalda búsetu í hin-
um dreifðu byggðum. Þessu gera
bændur sér grein fyrir og verða því
að bregðast við þróuninni.
Fyrir tíu árum hefði verið úti-
lokað að marka svona stefnu, fyrir
fimm árum erfitt, en í dag er það
miklu auðveldara vegna breyttra
viðhorfa til umhverfismála. Þetta
mun kosta bændur fé, mismikið fé
eftir því hvað þarf að gera í ein-
stökum tilvikum. En það er frjálst
val þeirra sem að þessu koma hvað
þeir leggja í þetta. Við erum á byrj-
unarreit í þessum efnum og hvert
skref sem stigið er fram veginn
skiptir máli. Fyrstu
skrefin kosta lítið og
með þeim nálgast menn
markmiðin. En lokatak-
markið gæti verið að
sem flestir gengjust
undir gæðavottun
Green Globe 21, sem eru alþjóðleg
gæðavottunarsamtök fyrir aðila í
ferðaþjónustu. Það er nauðsynlegt
að óháður aðili staðfesti að verið sé
að vinna rétt að hlutunum. Ferða-
þjónustan á Hellnum á Snæfells-
nesi og almenningsflutningar Guð-
mundar Tyrfingssonar hafa gengið
á undan og fengið fulla vottun. Aðr-
ir eru á leiðinni.“
Sævar Skaptason
Sævar Skaptason er fæddur
18. janúar 1958 í Reykjavík.
Hann er lærður prentari og
starfaði á árum áður í Steindórs-
prenti, til 1986, og samhliða því
sem skálavörður í Þórsmörk í
sex sumur. Lærði síðan þýsku
ytra og starfaði sem leið-
sögumaður erlendra ferðamanna
á Íslandi á sumrin, og seinna í
Þýskalandi á stórri ferðaskrif-
stofu sem seldi m.a. ferðir til Ís-
lands. 1987 hóf hann störf við
innra eftirlit vínbúða hjá ÁTVR,
en 1998 gerðist hann fram-
kvæmdastjóri Ferðaþjónustu
bænda. Sævar er kvæntur Bryn-
dísi Óladóttur.
Hliðar-
búskapur
sem skiptir
sköpum
FerðalögFimmtudaginn . maí fylgir Morgunblaðinu blaðauki um29
Meðal annars verður fjallað um:
• gönguferðir • tjaldsvæði landsins • ferðalög á hálendið • nestið í
ferðalagið • viðburði og uppákomur vítt og breitt um landið í sumar
• óviðjafnanlegar náttúruperlur • nýjungar í afþreyingu • nýja gististaði
og veitingahús • leiki og skemmtun fyrir börnin í aftursætinu.
Blaðið verður í nýju broti, þverformi 25x19 sm, heftað og prentað á
60 gr pappír. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 16 föstudaginn
23. maí. Skilafrestur er til kl. 12 mánudaginn 26. maí.
Hafið samband við auglýsingadeild
Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða
á augl@mbl.is
Sundlaugarrennibrautinni í
Laugardalslaug var lokað á
sunnudagskvöld í kjölfar óhapps
sem varð þar þegar drengur
meiddi sig á fótum í brautinni og
var fluttur á slysadeild með
sjúkrabifreið.
Talið er að hann hafi rekið fæt-
urna í klæðningu ofan við barma
brautarinnar.
Strax var hafist handa við að
laga klæðninguna og er gert ráð
fyrir að opna brautina aftur nú í
vikunni. Fjarlægt var stykki úr
glerkúpli brautarinnar vegna við-
gerðarinnar.
Að sögn Kristjáns Ögmundsson-
ar, forstöðumanns Laugardals-
laugar, er brautin 14 ára gömul en
hún var opnuð um miðjan apríl
eftir gagngerar endurbætur.
Rennibraut lokað í kjölfar slyss