Morgunblaðið - 21.05.2003, Síða 38

Morgunblaðið - 21.05.2003, Síða 38
FRÉTTIR 38 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Störf í grunnskólum Hvaleyrarskóli (565 0299) Almenn kennsla. Náttúrufræði á unglingastigi. Skólaliðar. Setbergsskóli (565 1011) Matráður í eldhús starfsmanna. Öldutúnsskóli (555 1546) Tungumálakennsla. Allar upplýsingar veita skólastjórar við- komandi skóla. Umsóknarfrestur er til 26. maí en í samræmi við jafnréttis- stefnu Hafnarfjarðar er körlum jafnt sem konum bent á að sækja um störfin. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði. Varmárskóli í Mosfellsbæ auglýsir Smíðakennari/ þroskaþjálfi Varmárskóli auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar: 1. Stöðu smíðakennara í yngri deild skól- ans, allt að 100% staða. 2. 1-2 stöður þroskaþjálfa á yngsta- og miðstigi 70-80% starfshlutfall hvor staða. Umsóknarfrestur er til 5.júní nk. Upplýsing- ar veita Þórhildur Elfarsdóttir, aðstoðar- skólastjóri, í síma 525 0700 og Viktor A. Guðlaugsson, skólastjóri, í símum 525 0700 og 895 0701. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Sjálfstæðisflokkurinn Flokksráðsfundur Flokksráð Sjálfstæðisflokksins er boðað til fundar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík, fimmtudaginn 22. maí kl. 18.00. Sjálfstæðisflokkurinn. ATVI upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR Hver er framtíð verslunar á Austurlandi? Málþing verður á Hótel Héraði á Egilsstöðum í dag, miðvikudaginn 21. maí, kl. 11. Þar verður rædd framtíð verslunar á Austurlandi, skipulag og stefnu- mótun. Erindi halda m.a.: Jóhann- es Jónsson, forstjóri Bónus, Sig- urður Jónsson, frá Samtökum verslunar og þjónustu, og Gísli Blöndal, markaðsráðgjafi. Fulltrú- ar sveitarfélaga, verslunar og at- vinnuþróunar á Austurlandi munu einnig taka til máls. Markmiðið er að ýta af stað umræðu um stöðu verslunar á svæðinu, styrkleika hennar og veikleika. Málþingið er haldið á vegum Austur-Héraðs, í samvinnu við Fjarðabyggð, Seyð- isfjarðarkaupstað, Fellahrepp og Þróunarstofu Austurlands og er öllum opið. Úthlutun úr Forvarnasjóði 2003 Áfengis- og vímuvarnaráð verður með hátíðadagskrár í dag, mið- vikudaginn 21. maí, kl. 9 í Ráðhúsi Reykjavíkur í Tjarnarsal. Tilefnið er úthlutun úr Forvarnasjóði 2003. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir viðurkenn- ingar ÁVVR. Erindi halda: Þór- ólfur Þórlindsson, prófessor og formaður ÁVVR, Inga Dóra Sig- fúsdóttir, félagsfræðingur, Hildi- gunnur Ólafsdóttir, afbrotafræð- ingur, Tómas Helgason, Soffía Gísladóttir, félagsmálastjóri, Hlynur Snorrason, lögreglu- fulltrúi, og Árni Einarsson, fram- kvæmdastjóri. Steinunn Ýr Ein- arsdóttir flytur eigið ljóð við flautuleik Ásrúnar Evu Harð- ardóttur og videóverk Ragnars Rael. Fundarstjóri er Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs. Allir velkomnir. Evrópumeistari í blómaskreyt- ingum í Garðyrkjuskólanum Gitte Hüttel Rasmussen, Evr- ópumeistari í blómaskreytingum, verður með myndasýningu í dag, miðvikudaginn 21. maí, kl. 18-20 í kennslustofum Garðyrkjuskólans, Reykjum í Ölfusi. Myndasýningin er opin öllu fagfólki og starfsfólki blómaverslana. Einnig verður Gitte með námskeið fyrir nem- endur blómaskreytingarbrautar á morgun, fimmtudaginn 22. maí. Föstudaginn 23. maí verður hún með námskeið fyrir fagfólk í húsa- kynnum skólans báða dagana kl. 9-17. Í DAG Lúpus- og Sjögrens-hóparnir verða með sameiginlegan fræðslu- fund fyrir félagsmenn og þá sem áhuga hafa á málefninu, á morgun, fimmtudaginn 22. maí, kl. 20 í hús- næði Gigtarfélags Íslands, Ármúla 5, annarri hæð. Erindi halda: Björn Guðbjörnsson, dósent í gigt- arrannsóknum, Rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum, og Gerður Gröndal, sérfræðingur í gigt- arsjúkdómum, gigtardeild Land- spítala. Umræður og fyrirspurnir verða á eftir erindum þeirra. Kaffiveitingar verða seldar. Allir velkomnir. Söguferð Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni um Rangárþing verður farin á morg- un, fimmtudaginn 22. maí, og er brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 9. Farið verður á slóðir Njáls sögu, Þorsteins Erlingssonar og Guðmundar skólaskálds. Viðkomu- staðir: Hvolsvöllur, Oddi, Breiða- bólsstaður, Hlíðarendi, Þorsteins- lundur, Múlakot. Ekið móts við Barkarstaði og Bleiksárgljúfur. Síðan ekið upp Land. Komið við hjá Hrólfsstaðahelli (Kirkjuhvoll) og að Skarði. Kaffi og meðlæti í Hestheimum. Leiðsögumaður verður Sigurður Kristinsson. Fræðslu- og forvarnarverkefni Alnæmissamtakanna heldur fund á morgun, fimmtudaginn 22., mars kl. 9.50, í Ölduselsskóla, Ölduseli 17, Reykjavík. Þegar þessum fundi lýkur hafa yfir 9.000 nemendur í 9. og 10. bekk grunn- skóla landsins verið heimsóttir og fengið fræðslu á vegum Alnæm- issamtakanna. Alls er um að ræða um 140 skóla auk þess sem nokk- ur meðferðarheimili unglinga hafa verið heimsótt, segir í frétta- tilkynningu. Kynning á BS-verkefnum við sjúkraþjálfunarskor verður á morgun, fimmtudaginn 22. maí, í Odda, stofu 101, kl. 9.30. Allir vel- komnir. Eitt erindanna verður túlkað af táknmálstúlki. Eft- irtaldir kynna: Berglind Erla Halldórsdóttir og Linda Karen Guttormsdóttir, Karólína Ólafs- dóttir, Kristín Inga Pálsdóttir, Guðjón Karl Traustason, Sandra Dögg Árnadóttir, Helga Torfa- dóttir, Helga Ágústsdóttir, Þor- valdur Skúli Pálsson, Svanur Snær Halldórsson, Matja Dise M. Steen, Árni Baldvin Ólafsson, Aníta Pedersen, Kristín Björg Jakobsdóttir og María Jónsdóttir og Mikael Þór Björnsson. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni er á morgun, fimmtu- daginn 22. maí. Í tilefni þess bjóða umhverfisráðuneytið og Nátt- úrufræðistofnun Íslands til fræðsluráðstefnu í Borgartúni 6, Reykjavík, 4. hæð, kl. 14–17. Fjallað verður um hugmyndafræði og framkvæmd samningsins um líffræðilega fjölbreytni o.fl. Þá munu sérfræðingar frá Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun Ís- lands, Umhverfisstofnun, Nátt- úrufræðistofu Kópavogs og Haf- rannsóknastofnun fjalla um flokkun vistgerða, stöðuvatna, um botndýr á Íslandsmiðum, válista og náttúruverndaráætlanir. Ráð- stefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar á www.umhverfisraduneyti.is. Á MORGUN Möguleikar og áherslur í erlend- um fjárfestingum Sænsk-íslenska verslunarráðið heldur morgunverð- arfund föstudaginn 23. maí um möguleika og áherslur í erlendum fjárfestingum. Frummælandi verð- ur Kai Hammerich framkvæmda- stjóri Invest in Sweden-skrifstof- unnar í Svíþjóð. Fundurinn verður í fundarsal Verslunarráðs Íslands, 7. hæð í Húsi verslunarinnar, hefst kl. 8.30 og er öllum opinn. Enginn aðgangseyrir en fyrirframskráning er nauðsynleg hjá ráðinu. Heima- síða Verslunarráðs Íslands: www.chamber.is. Á NÆSTUNNI Mynd í Lesbók Ranglega var getið í myndatexta með grein í Lesbók um afmæli List- dansskóla Íslands að myndin væri frá fyrstu vorsýningu Listdansskól- ans. Svo var ekki heldur var hún frá frumsýningu Ég bið að heilsa 16. janúar 1953 sem var á verkefnaskrá Þjóðleikhússins. Þar dönsuðu meðal annarra Sigríður Ármann, Björg Bjarnadóttir, Irmý Toft og Kristín Kristinsdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Fjárfestingar í veitum Í frétt þar sem segir af bókun Al- freðs Þorsteinssonar, stjórnarfor- manns Orkuveitu Reykjavíkur, á stjórnarfundi OR sl. föstudag og birt var í gær var rangt farið með er vitn- að var í eina málsgrein í bókun Al- freðs. Hún er rétt sem hér segir: „Eðli málsins samkvæmt tekur það mörg ár að fjárfestingar í veitum skili sér til baka.“ Beðist er velvirðingar á þessu. Regnbogabörn Í frétt um Regnbogabörn í blaðinu í gær var rangt farið með hvaða bekkur hefði borið sigur úr býtum í samkeppni 7. bekkjar við lausnum á eineltisklípum. Bekkurinn sem vann er 7. bekkur RB Hjallaskóla í Kópa- vogi. Bílvelta í Borgarfirði Í frétt á mánudag af bílveltu í Borgarfirði var rangt farið með bæj- arnafn. Sagt var að bíll hefði oltið við Stórás en hið rétta er að hann valt við Stóra-Ás. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT STJÓRNARFUNDUR Sam- bands ungra framsóknarmanna fór fram 16. maí sl. og hefur blaðinu borist svohljóðandi er- indi frá fundinum: „Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna fagnar ár- angri Framsóknarflokksins í nýafstöðnum alþingiskosning- um. Sérstakt ánægjuefni er að þingflokkurinn státar af yngstu þingkonu og yngsta þingmanni Alþingis. Einnig jókst hlutur kvenna innan þingflokks Fram- sóknarflokksins. Stjórn SUF hvetur forystu Framsóknarflokksins til að nýta þennan árangur vel og tryggja það að sjónarmið ungs fólks hljóti brautargengi í stjórnarmyndunarviðræðum.“ Fagna árangri í kosningum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.