Morgunblaðið - 24.05.2003, Page 8

Morgunblaðið - 24.05.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Allt fyrirfram ákveðið, fóru ekki einu sinni úr rúminu, suðu sáttmálann saman með SMS. Útskrift, málstofa og vefsvæði Margt á dag- skrá ljósmæðra FJARNÁM í ljós-móðurnámi er nýttaf nálinni og í vor var verið að útskrifa nokkrar ljósmæður frá þeirri braut. Eitt og annað stendur fyrir dyrum hjá ljósmæðrum, m.a. mál- stofa, og ræddi Morgun- blaðið af þeim sökum við Ólöfu Ástu Ólafsdóttur, forstöðumann ljósmóður- námsins innan hjúkrunar- fræðideildar Háskóla Ís- lands. – Segðu okkur eitthvað um fjölda útskrifaðra, m.a. úr fjarnáminu og hvert er markmiðið með því að bjóða upp á fjarnámið? „Alls hafa 49 ljósmæður útskrifast úr þessu nýja ljósmóðurnámi. Haustið 2001 var gerður samningur milli Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri og heilbrigðisstofnana þar um fjarnám í ljósmóðurfræði. Markmið með samningnum er m.a. að efla kennslu í heilbrigð- isgreinum við Háskólann á Akur- eyri og leysa vandamál vegna skorts á ljósmæðrum til starfa. Námspláss í fjarnáminu eru þrjú. Fyrstu ljósmæðurnar útskrifast nú og nýir nemar hafa verið tekn- ir inn fyrir næsta ár.“ – Hvernig undirtektir hefur fjarnámið fengið og hvaða þýð- ingu hefur það fyrir ljósmóður- námið að hægt sé að ljúka því sem fjarnámi? „Undirtektir hafa verið mjög góðar. Við þurfum að velja úr hópi umsækjenda fyrir næsta ár. Frá upphafi námsins við Háskóla Ís- lands hefur verið lögð áhersla á að menntun ljósmæðra þyrfti að mæta þörfum íslensks samfélags bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þess vegna hafa ljósmæður stundað klínískt nám á heilbrigðisstofnunum úti á landi annars staðar en í Reykjavík, á Akranesi, Keflavík og Selfossi. Síðan höfum við verið með fjar- nám til Ísafjarðar í vetur. Þetta er til að efla ljósmóðurstarf á lands- byggðinni en síðustu ár hefur ver- ið auðveldara fyrir minni staðina að fá ljósmæður til starfa.“ – Segðu okkur frá málstofunni, hverjir taka þar til máls og um hvað verður talað? „Í tilefni útskriftar kynna verð- andi ljósmæður lokaverkefni sín sem eru að venju fjölbreytt og fjalla um efni sem tengjast með- göngu, fæðingu og sængurlegu. Efni sem tekið verður fyrir er um ótta á meðgöngu og fæðingu, meðgöngu eftir missi eða fóstur- lát áður, fræðsluþarfir verðandi feðra, ungar konur og meðgöngu, verkjastillingu án lyfja í fæðingu, þvagleka á meðgöngu og eftir fæðingu og um brjóstagjöf fyrstu vikurnar. Í lok málstofunnar munu þessar nýju ljósmæður opna fræðsluvef sem þær hafa byggt á lokaverkefnunum en vef- urinn mun spanna ýmsa fleiri þætti um barneigna- ferlið. Málstofan fer fram í dag klukkan 13 til 17 í stofu 103 í Eir- bergi, Eiríksgötu 34, og er öllum opin.“ – Segðu okkur meira frá nýja vefsvæðinu …? „Veffangið er www.ljosmodir.- is. Ljósmæðrafélag Íslands mun taka við fræðsluvefnum um leið og hann opnar og ritstjórn á veg- um þess mun bera ábyrgð á að viðhalda og bæta við áreiðanleg- um upplýsingum. Ljósmæður telja að mikil þörf sé fyrir íslenskt fræðsluefni á þessu sviði sem nálgast má á veraldarvefnum því það er sá staður sem ungir sem aldnir nota í síauknum mæli til að leita sér upplýsinga. Vefsíðan get- ur gagnast mörgum en markhóp- urinn er verðandi foreldrar, ný- bakaðir foreldrar, ömmur og afar svo og fagmenn sem vinna á þessu sviði.“ – Síðan er afmælishátíð …? „Þegar um merk tímamót er að ræða er ástæða til að fagna. Þess vegna hittast ljósmæður eftir málstofuna, 0 ára og upp úr. Eldri ljósmæður bjóða nýjar velkomnar í stéttina, en til gamans má geta þess að á þessu ári eru 235 ár frá fyrsta skráða ljósmóðurprófi á Ís- landi en það var tekið af Rann- veigu Egilsdóttur hinn 9. maí á Staðarfelli á Fellsströnd. Rann- veig verður örugglega með okkur í anda.“ – Hvað er framundan? „Nýja námskráin í ljósmóður- fræði sem var samþykkt í desem- ber 1995 er í sífelldri endurskoð- un og námsnefndin er nú að endurskoða inntökuskilyrði í námið. Síðustu tuttugu ár hafa þau verið hjúkrunarpróf og nám ljósmæðra, í heild því verið sex ár. Hugmyndir eru um að grunnnám í ljósmóðurfræði verði fjögurra ára nám til BA-gráðu og mögu- leiki verði á að bæta við sig 1–2 ára námi til að geta einnig lokið hjúkrunarnámi. Við þessa breyt- ingu myndi ljósmóðurnámið sjálft lengjast um 2 ár en heildarnámstími ljós- mæðra styttast að sama skapi, vera mark- vissara og í samræmi við þá þróun sem er að verða í menntun ljósmæðra á al- þjóðavettvangi. Í þróunaráætlun námsins til næstu fimm ára er gert ráð fyrir að árið 2006, eða á tíu ára afmælinu frá upphafi námsins, geti hafist rannsókna- tengt meistaranám í ljósmóður- fræði í samstarfi við erlendan há- skóla. Markmiðið er eins og alltaf að efla rannsóknir og stöðu ljós- móðurfræðinnar.“ Ólöf Ásta Ólafsdóttir  Ólöf Ásta Ólafsdóttir fæddist á Akureyri 1955. Stúdent frá MA 1975 og lauk prófi frá Ljós- mæðraskóla Íslands 1978. BS- próf í hjúkrunarfræði frá HÍ 1985 og M.Sc. frá Háskólanum í Cardiff 1992. Stundar nú dokt- orsnám í Thames Valley- háskólanum í Lundúnum. Forstöðumaður ljósmóðurnáms- ins innan hjúkrunarfræðideildar HÍ frá árinu 1996. Um árabil ljós- móðir á kvennadeild LSH og hjúkrunarframkvæmdastjóri 1993–95. Er gift Ásgeiri Böðv- arssyni yfirlækni og eiga þau Hildi, Óla og Ásgerði. Brugðist við skorti á ljósmæðrum SAUTJÁN manna alþjóðabjörg- unarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar hélt síðdegis í gær áleiðis til Alsír en sendiráð lands- ins í Stokkhólmi óskaði í gær- morgun eftir liðveislu Íslendinga vegna jarðskjálftanna í Alsír síð- degis sl. miðvikudag. Sveitin var væntanleg til Algeirsborgar um hádegisbil að staðartíma. Sveitin er skipuð 14 sjálfboða- liðum björgunarsveita Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, lækni frá Landspítalanum og tveimur bráðatæknum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Sveitin er sérhæfð til leitar og björgunar í rústum og meðal bún- aðar hennar eru hljóðleitartæki og myndavél til notkunar í rúst- um þar sem leita þarf fórnar- lamba jarðskjálfta. Alls vegur búnaður sveitarinnar um tvö tonn og hefur hún meðferðis allt sem nauðsynlegt er til að geta verið á vettvangi í 10 til 14 daga án utan- aðkomandi aðstoðar, svo sem með vatn og matvæli. Alþjóðabjörgunarsveitin var stofnuð árið 1999 með samkomu- lagi Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, utanríkisráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins. Fyrsta útkall hennar var vegna jarðskjálfta í Tyrklandi árið 1999 og hefur hún verið kölluð út nokkrum sinnum eftir það. Utan- ríkisráðuneytið bauð fram aðstoð sveitarinnar strax á miðvikudags- kvöld. Fyrstu svör í gærmorgun voru á þá lund að aðstoðar væri ekki þörf en laust fyrir hádegi í gær óskuðu alsírsk stjórnvöld lið- veislu hennar. Morgunblaðið/Sverrir Liðsmenn Alþjóðabjörgunarsveitarinnar höfðu snör handtök í gær við að ganga frá búnaði sínum áður en haldið var af stað áleiðis til Alsír. Alþjóðabjörgunarsveitin aðstoðar eftir jarðskjálftana í Alsír Sautján manna sveit á vettvang í dag HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 17 ára gamlan pilt í 4 mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, svo sem innbrot, þjófnað og hylmingu en brotin voru framin á tímabilinu frá desember 2001 til febrúar 2003. Þá var annar 17 ára piltur dæmdur í skilorðsbundið 3 mánaða fangelsi fyrir aðild að sumum brotunum auk annarra brota. Þeir hafa báðir hlotið refsidóma áður. Piltarnir voru einnig dæmdir til að greiða samtals um 160 þúsund krónur í bætur til fyrirtækja sem orðið höfðu fyrir tjóni af þeirra völdum. Fangelsi fyrir innbrot og þjófnað DAVÍÐ Á. Gunnarsson ráðuneytis- stjóri var í dag formlega kosinn fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) á 56. þingi samtakanna sem nú stendur yfir í Genf. Davíð var á fundi í sept- ember síðastliðnum tilnefndur til að vera einn af fulltrúum Evrópu við kosningarnar í dag, en tíu nýir stjórnarmenn voru kosnir á þingi í morgun, þar af þrír fulltrúar Evrópu. Auk Davíðs Á. Gunnarssonar náðu fulltrúar Frakka og Tékka kjöri. Í stjórn Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar sitja 32 fulltrúar 192 aðildarlanda og er kjörtímabil full- trúanna þrjú ár og fer stjórnin með æðsta vald í málefnum stofnunarinn- ar. Skv. fréttatilkynningu heilbrigðis- ráðuneytisins mun Davíð sem fulltrúi Íslands leggja megináherslu á þrennt í stjórnartíð sinni. Í fyrsta lagi hyggst hann leggja áherslu á málefni barna og ungmenna sem víða um heim búa við bág kjör. Í öðru lagi hyggst hann láta málefni kvenna til sín taka og í þriðja lagi hyggst hann leggja baráttunni gegn ofneyslu áfengis lið og leggur áherslu á að heilsufars- og félagslegar afleiðingar ofneyslu áfengis séu geigvænlegar. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin Davíð Á. Gunnarsson kosinn í stjórn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.