Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Allt fyrirfram ákveðið, fóru ekki einu sinni úr rúminu, suðu sáttmálann saman með SMS. Útskrift, málstofa og vefsvæði Margt á dag- skrá ljósmæðra FJARNÁM í ljós-móðurnámi er nýttaf nálinni og í vor var verið að útskrifa nokkrar ljósmæður frá þeirri braut. Eitt og annað stendur fyrir dyrum hjá ljósmæðrum, m.a. mál- stofa, og ræddi Morgun- blaðið af þeim sökum við Ólöfu Ástu Ólafsdóttur, forstöðumann ljósmóður- námsins innan hjúkrunar- fræðideildar Háskóla Ís- lands. – Segðu okkur eitthvað um fjölda útskrifaðra, m.a. úr fjarnáminu og hvert er markmiðið með því að bjóða upp á fjarnámið? „Alls hafa 49 ljósmæður útskrifast úr þessu nýja ljósmóðurnámi. Haustið 2001 var gerður samningur milli Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri og heilbrigðisstofnana þar um fjarnám í ljósmóðurfræði. Markmið með samningnum er m.a. að efla kennslu í heilbrigð- isgreinum við Háskólann á Akur- eyri og leysa vandamál vegna skorts á ljósmæðrum til starfa. Námspláss í fjarnáminu eru þrjú. Fyrstu ljósmæðurnar útskrifast nú og nýir nemar hafa verið tekn- ir inn fyrir næsta ár.“ – Hvernig undirtektir hefur fjarnámið fengið og hvaða þýð- ingu hefur það fyrir ljósmóður- námið að hægt sé að ljúka því sem fjarnámi? „Undirtektir hafa verið mjög góðar. Við þurfum að velja úr hópi umsækjenda fyrir næsta ár. Frá upphafi námsins við Háskóla Ís- lands hefur verið lögð áhersla á að menntun ljósmæðra þyrfti að mæta þörfum íslensks samfélags bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þess vegna hafa ljósmæður stundað klínískt nám á heilbrigðisstofnunum úti á landi annars staðar en í Reykjavík, á Akranesi, Keflavík og Selfossi. Síðan höfum við verið með fjar- nám til Ísafjarðar í vetur. Þetta er til að efla ljósmóðurstarf á lands- byggðinni en síðustu ár hefur ver- ið auðveldara fyrir minni staðina að fá ljósmæður til starfa.“ – Segðu okkur frá málstofunni, hverjir taka þar til máls og um hvað verður talað? „Í tilefni útskriftar kynna verð- andi ljósmæður lokaverkefni sín sem eru að venju fjölbreytt og fjalla um efni sem tengjast með- göngu, fæðingu og sængurlegu. Efni sem tekið verður fyrir er um ótta á meðgöngu og fæðingu, meðgöngu eftir missi eða fóstur- lát áður, fræðsluþarfir verðandi feðra, ungar konur og meðgöngu, verkjastillingu án lyfja í fæðingu, þvagleka á meðgöngu og eftir fæðingu og um brjóstagjöf fyrstu vikurnar. Í lok málstofunnar munu þessar nýju ljósmæður opna fræðsluvef sem þær hafa byggt á lokaverkefnunum en vef- urinn mun spanna ýmsa fleiri þætti um barneigna- ferlið. Málstofan fer fram í dag klukkan 13 til 17 í stofu 103 í Eir- bergi, Eiríksgötu 34, og er öllum opin.“ – Segðu okkur meira frá nýja vefsvæðinu …? „Veffangið er www.ljosmodir.- is. Ljósmæðrafélag Íslands mun taka við fræðsluvefnum um leið og hann opnar og ritstjórn á veg- um þess mun bera ábyrgð á að viðhalda og bæta við áreiðanleg- um upplýsingum. Ljósmæður telja að mikil þörf sé fyrir íslenskt fræðsluefni á þessu sviði sem nálgast má á veraldarvefnum því það er sá staður sem ungir sem aldnir nota í síauknum mæli til að leita sér upplýsinga. Vefsíðan get- ur gagnast mörgum en markhóp- urinn er verðandi foreldrar, ný- bakaðir foreldrar, ömmur og afar svo og fagmenn sem vinna á þessu sviði.“ – Síðan er afmælishátíð …? „Þegar um merk tímamót er að ræða er ástæða til að fagna. Þess vegna hittast ljósmæður eftir málstofuna, 0 ára og upp úr. Eldri ljósmæður bjóða nýjar velkomnar í stéttina, en til gamans má geta þess að á þessu ári eru 235 ár frá fyrsta skráða ljósmóðurprófi á Ís- landi en það var tekið af Rann- veigu Egilsdóttur hinn 9. maí á Staðarfelli á Fellsströnd. Rann- veig verður örugglega með okkur í anda.“ – Hvað er framundan? „Nýja námskráin í ljósmóður- fræði sem var samþykkt í desem- ber 1995 er í sífelldri endurskoð- un og námsnefndin er nú að endurskoða inntökuskilyrði í námið. Síðustu tuttugu ár hafa þau verið hjúkrunarpróf og nám ljósmæðra, í heild því verið sex ár. Hugmyndir eru um að grunnnám í ljósmóðurfræði verði fjögurra ára nám til BA-gráðu og mögu- leiki verði á að bæta við sig 1–2 ára námi til að geta einnig lokið hjúkrunarnámi. Við þessa breyt- ingu myndi ljósmóðurnámið sjálft lengjast um 2 ár en heildarnámstími ljós- mæðra styttast að sama skapi, vera mark- vissara og í samræmi við þá þróun sem er að verða í menntun ljósmæðra á al- þjóðavettvangi. Í þróunaráætlun námsins til næstu fimm ára er gert ráð fyrir að árið 2006, eða á tíu ára afmælinu frá upphafi námsins, geti hafist rannsókna- tengt meistaranám í ljósmóður- fræði í samstarfi við erlendan há- skóla. Markmiðið er eins og alltaf að efla rannsóknir og stöðu ljós- móðurfræðinnar.“ Ólöf Ásta Ólafsdóttir  Ólöf Ásta Ólafsdóttir fæddist á Akureyri 1955. Stúdent frá MA 1975 og lauk prófi frá Ljós- mæðraskóla Íslands 1978. BS- próf í hjúkrunarfræði frá HÍ 1985 og M.Sc. frá Háskólanum í Cardiff 1992. Stundar nú dokt- orsnám í Thames Valley- háskólanum í Lundúnum. Forstöðumaður ljósmóðurnáms- ins innan hjúkrunarfræðideildar HÍ frá árinu 1996. Um árabil ljós- móðir á kvennadeild LSH og hjúkrunarframkvæmdastjóri 1993–95. Er gift Ásgeiri Böðv- arssyni yfirlækni og eiga þau Hildi, Óla og Ásgerði. Brugðist við skorti á ljósmæðrum SAUTJÁN manna alþjóðabjörg- unarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar hélt síðdegis í gær áleiðis til Alsír en sendiráð lands- ins í Stokkhólmi óskaði í gær- morgun eftir liðveislu Íslendinga vegna jarðskjálftanna í Alsír síð- degis sl. miðvikudag. Sveitin var væntanleg til Algeirsborgar um hádegisbil að staðartíma. Sveitin er skipuð 14 sjálfboða- liðum björgunarsveita Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, lækni frá Landspítalanum og tveimur bráðatæknum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Sveitin er sérhæfð til leitar og björgunar í rústum og meðal bún- aðar hennar eru hljóðleitartæki og myndavél til notkunar í rúst- um þar sem leita þarf fórnar- lamba jarðskjálfta. Alls vegur búnaður sveitarinnar um tvö tonn og hefur hún meðferðis allt sem nauðsynlegt er til að geta verið á vettvangi í 10 til 14 daga án utan- aðkomandi aðstoðar, svo sem með vatn og matvæli. Alþjóðabjörgunarsveitin var stofnuð árið 1999 með samkomu- lagi Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, utanríkisráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins. Fyrsta útkall hennar var vegna jarðskjálfta í Tyrklandi árið 1999 og hefur hún verið kölluð út nokkrum sinnum eftir það. Utan- ríkisráðuneytið bauð fram aðstoð sveitarinnar strax á miðvikudags- kvöld. Fyrstu svör í gærmorgun voru á þá lund að aðstoðar væri ekki þörf en laust fyrir hádegi í gær óskuðu alsírsk stjórnvöld lið- veislu hennar. Morgunblaðið/Sverrir Liðsmenn Alþjóðabjörgunarsveitarinnar höfðu snör handtök í gær við að ganga frá búnaði sínum áður en haldið var af stað áleiðis til Alsír. Alþjóðabjörgunarsveitin aðstoðar eftir jarðskjálftana í Alsír Sautján manna sveit á vettvang í dag HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 17 ára gamlan pilt í 4 mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, svo sem innbrot, þjófnað og hylmingu en brotin voru framin á tímabilinu frá desember 2001 til febrúar 2003. Þá var annar 17 ára piltur dæmdur í skilorðsbundið 3 mánaða fangelsi fyrir aðild að sumum brotunum auk annarra brota. Þeir hafa báðir hlotið refsidóma áður. Piltarnir voru einnig dæmdir til að greiða samtals um 160 þúsund krónur í bætur til fyrirtækja sem orðið höfðu fyrir tjóni af þeirra völdum. Fangelsi fyrir innbrot og þjófnað DAVÍÐ Á. Gunnarsson ráðuneytis- stjóri var í dag formlega kosinn fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) á 56. þingi samtakanna sem nú stendur yfir í Genf. Davíð var á fundi í sept- ember síðastliðnum tilnefndur til að vera einn af fulltrúum Evrópu við kosningarnar í dag, en tíu nýir stjórnarmenn voru kosnir á þingi í morgun, þar af þrír fulltrúar Evrópu. Auk Davíðs Á. Gunnarssonar náðu fulltrúar Frakka og Tékka kjöri. Í stjórn Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar sitja 32 fulltrúar 192 aðildarlanda og er kjörtímabil full- trúanna þrjú ár og fer stjórnin með æðsta vald í málefnum stofnunarinn- ar. Skv. fréttatilkynningu heilbrigðis- ráðuneytisins mun Davíð sem fulltrúi Íslands leggja megináherslu á þrennt í stjórnartíð sinni. Í fyrsta lagi hyggst hann leggja áherslu á málefni barna og ungmenna sem víða um heim búa við bág kjör. Í öðru lagi hyggst hann láta málefni kvenna til sín taka og í þriðja lagi hyggst hann leggja baráttunni gegn ofneyslu áfengis lið og leggur áherslu á að heilsufars- og félagslegar afleiðingar ofneyslu áfengis séu geigvænlegar. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin Davíð Á. Gunnarsson kosinn í stjórn ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.