Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GOÐSÖGNIN er á þá leið að með- limir Hudson Wayne hafi verið þeir meðlimir Kim- ono sem nenntu að spila saman í þynnkunni á sunnudög- um. Hvað sem því líður þá er ég þakk- látur fyrir Hudson Wayne því þessi plata hér er hreint út sagt framúr- skarandi góð. Fyrsta plata þeirra fé- laga, hin fimm laga Slightly out of Hank, var ójöfn og kannski full af- slöppuð, kæruleysið meira skemm- andi en hitt en verkið var engu að síð- ur mjög lofandi. Og nú er þetta orðið „alvöru“ – okkur og sveitinni til heilla. Á I’m a Fox – í gegnum sex lög – ná Hudson-liðar nefnilega að móta sann- færandi og sérstæðan stíl sem vissu- lega er þó bundinn angurværri og myrkri sveitanýbylgju að hætti Red House Painters, Will Oldham, Mark Eitzel, Mark Lanegan, Galaxie 500, Cowboy Junkies o.s.frv. En gæði lagasmíðanna og flutningurinn á þeim hífir Hudson Wayne upp yfir „hermi- kráku“-girðinguna og skapar þeim eigin bás. Þannig er söngurinn hér drafandi og draumkenndur og tónlist- in í bakgrunninum hreint fyrirtak, melódísk og lágstemmd – viðkvæmn- isleg og falleg. Sólbakað gítargutl, dramatískar og stingandi ballöður og frábær hljóðupptaka gera Hljóðheim- inn hér ekkert minna en heillandi. Það sem aðgreinir svo þessa plötu klárlega frá þeirra fyrri er að nú er tónlistin þeirra, hún er ekki lengur bundin á klafa áhrifavaldanna. Framfarirnar eru miklar og afurð- in af því frábær. Vel af sér vikið, strákar. Tónlist Refur sem bragð er að (en þó enginn bragðarefur) Hudson Wayne I’m A Fox mineur-aggressif I’m A Fox er eftir Þráin Óskarsson. Platan er útsett og flutt af Hudson Wayne. Hljóðritað af Hudson Wayne og Alex MacNeil. Hljóðblandað af Þráni og Helga Alexander. Alex MacNeil hljómjafnaði. Arnar Eggert Thoroddsen Hudson Wayne á hljómleikum. ÞESSI fyrsta breiðskífa Worm is Green er sumpart nokkuð misjöfn smíð. Sveitin virðist á báðum áttum, hvort ætti að gera poppvæna raftón- listarplötu eða keyra alveg á til- raunatónunum. Reynt er að fara þá leið að hafa þetta bland í poka, sem er svosem lenska, en sú samþætting gengur ekki vel og heildarmyndin líður nokkuð fyrir þetta. Súrari lögin eru til að mynda til muna betri en þessi sungnu og „aðgengilegu“. Fæst þeirra ná að rísa ofan meðalmennskunnar og raddir, hvort sem um er að ræða kvenmanns- eða karla- eru mestan part úti að aka. Veikar og fráhrind- andi en ég geri því skóna að þær hafi átt að vera „afslappaðar“. Það er hins vegar gengið heldur langt í þá átt. Tilætluð reisn og svalleiki, sem hægt er að ná út úr slíkum æfingum, eru einfaldlega ekki að gera sig. Plötunni er það þó til tekna að Árni Teitur Ásgeirsson, sem semur mestanpart efnisins, á það til að hitta á eiturgóðar melódíur, eins og hann gerir t.a.m. í fyrstu tveimur lögunum. Og þegar poppnuddi sleppir og ormurinn skríður eftir óræðari miðum er hann að gera það ágætt. Lagið „Drive thru“ er gott dæmi þar um. Á heildina litið skortir þessa plötu þó tilfinnanlega séreinkenni og sjarma. Of margt minnir á eitthvað sem gert hefur verið áður, og þá bet- ur. Sumir sprettirnir virðast líka vera dálítið á eftir tímanum. Þó vissulega sé efnið hérna frambæri- legra en margt það sem iðkað er við þröngan kost í heimilistölvum nær hún síst að slaga upp í gerðarlegri gripi, sömu ættar. Automagic er því svona allt í lagi. En ekki mikið meira en það. Tónlist Allt í lagi Worm is Green Automagic Thule/TMT Automagic er fyrsta breiðskífa Worm is Green. Sveitina skipa þau Árni Teitur Ás- geirsson (forritun og hljóðgervill), Bjarni Þór Hannesson (hljóðsmali og hljóð- gervill), Þorsteinn Hannesson (tromm- ur), Vilberg Hafsteinn Jónsson (bassi) og Guðríður Ringsted (söngur). Einnig koma Ragnar Kjartansson, Birgir Hilmarsson, Gulli og Jón Þór við sögu. Lög eftir Árna en Vilberg, Bjarni, Þorsteinn og Birgir áttu einnig hlut að máli í þeim efnum. Upptökustjórn var í höndum Árna en Bjarni og Þorsteinn voru til aðstoðar í þremur þeirra. Hljóðblöndun og hljóm- jöfnun var í höndum Equalizer Axels. Arnar Eggert Thoroddsen Meðlimir Worm is Green njóta náttúrunnar. www.casa.is lau 31. maí, ZÜRICH í SVISS; frumsýning fim 5. júní kl. 21, SJALLINN AKUREYRI lau 7. júní kl. 21, Félagsheimilið Blöndósi sun 15, júní kl. 21, Hótel Borgarnes Forsala á Akureyri fer fram í Pennanum Eymundsson Glerártorg. Forsala á Blöndósi í Byggingav. KH, Húnabraut Forsala í Borgarnesi í versluninni Fínu fólki, Borgarbraut www.sellofon.is Stóra svið Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Í kvöld kl. 20. ALLRA SÍÐASTA SÝNING Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 4/6 kl 20, Fi 5/6 kl 20, Fö 6/6 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Sunnudaginn 1/6 kl 20 - AUKASÝNING ALLRA SÍÐASTA SÝNING 15:15 TÓNLEIKAR - POULENC HÓPURINN Í dag kl 15:15 Ferðalög: Bergmál Finnlands NÚLLSJÖ NÚLLSEX 2003 Dansleikhúskeppni LR og ÍD Lau 7/6 kl 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Su 1/6 kl 20, Fö 6/6 kl 20, Fö 13/6 kl 20 SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Í kvöld kl 20 ATH: SÍÐASTA SÝNING ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. Gildir á ÖFUGU MEGIN UPPÍ BÍBÍ OG BLAKAN - ÓPERUÞYKKNI eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason í samvinnu við HUGLEIK Í kvöld kl 20:00 - LOKASÝNING TVÖ HÚS eftir Lorca sun. 1. júní kl. 20 fim. 5. júní kl. 20 fös. 6. júní kl. 20 Síðasta sýning AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR 552 1971 - nemendaleikhus@lhi.is VÖLUSPÁ eftir Þórarin Eldjárn 150. sýning sunnudag 1. júní kl. 20. Einstakt tækifæri til að sjá þessa rómuðu sýningu. 10. júní hefst 3ja vikna leikhúsnám- skeið fyrir 9-12 ára börn. Enn eru nokkur pláss laus. Netfang: ml@islandia.is www.islandia.is/ml
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.