Morgunblaðið - 05.06.2003, Side 12
ERLENT
12 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og
Mahmud Abbas, forsætisráðherra palestínsku
heimastjórnarinnar, lofuðu ráðstöfunum til að
greiða fyrir friði á fundi með George W. Bush
Bandaríkjaforseta í Jórdaníu í gær. Með leið-
togafundinum hófst nýr kafli í friðarumleitun-
um í Mið-Austurlöndum og Bush vonar að ráð-
stafanirnar verði til þess að svonefndur
Vegvísir til friðar í Mið-Austurlöndum komist í
framkvæmd.
Sharon hét því að hefja þegar í stað niðurrif
ólöglegra byggða gyðinga á svæðum Palestínu-
manna og Mahmud Abbas, forsætisráðherra
palestínsku heimastjórnarinnar, hafnaði hvers
konar hryðjuverkum gegn Ísraelum og lofaði
að gera sitt ýtrasta til að binda enda á vopnaða
uppreisn gegn hernámsliði Ísraela.
Gyðingar hafa reist tugi byggða án heimildar
á svæðum Palestínumanna frá því að uppreisn
Palestínumanna hófst og flestar þeirra eru á
Vesturbakkanum. Landtökumennirnir segja
að byggðir þeirra styrki tilkall Ísraela til sögu-
slóða Biblíunnar en aðrir Ísraelar segja þær
hindra samninga sem gætu orðið til þess að
þeir þyrftu ekki að halda áfram kostnaðarsömu
hernámi Vesturbakkans og Gaza-svæðisins.
Ofbeldi hafnað
Forsætisráðherra palestínsku heimastjórn-
arinnar kvaðst „fordæma og afneita hryðju-
verkum gegn Ísraelum hvar sem þau eru fram-
in“. Hann lofaði „kröftugum aðgerðum“ gegn
þeim sem hvettu til ofbeldis og kyntu undir
hatri á Ísraelum. „Slíkar aðferðir samræmast
ekki trúarlegum og siðferðislegum gildum okk-
ar og hindra stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis.
Þær eru einnig í andstöðu við þá tegund ríkis
sem við stefnum að þar sem hún byggist á virð-
ingu fyrir mannréttindum og reglum réttarrík-
is.“
Abbas hét því að stöðva vopnaða uppreisn
Palestínumanna og beita til þess öllum tiltæk-
um ráðum þar sem ekki væri til nein hern-
aðarleg lausn á deilum Palestínumanna og Ísr-
aela. „Og okkur mun takast það. Framtíð
þjóðar okkar er í veði og engum verður leyft að
stofna henni í hættu,“ bætti hann við. „Við
verðum að beita friðsamlegum aðgerðum í bar-
áttu okkar fyrir því að hernáminu ljúki og að
þjáningum Palestínumanna og Ísraela linni.
Við hunsum ekki þjáningar gyðinga í rás sög-
unnar. Það er kominn tími til að þessum þján-
ingum linni.“
Palestínski forsætisráðherrann lagði einnig
áherslu á að bæta þyrfti aðstæður Palestínu-
manna og gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi,
án blóðsúthellinga, auðmýkingar og stöðugs
ótta.
Svæði Palestínumanna
verði samfelld
Sharon sagði að forgangsmál sitt væri að
tryggja öryggi Ísraels og bætti við að aðgerðir
til að koma í veg fyrir að hvatt væri til ofbeld-
isverka myndu skipta sköpum. „Ella verður
enginn friður,“ sagði hann.
Sharon sagði að Ísraelar myndu hefjast
handa við að fjarlægja ólöglegar landtöku-
byggðir gyðinga og stjórn Ísraels hefði skilning
á mikilvægi þess að yfirráðasvæði Palestínu-
manna á Vesturbakkanum væru samfelld, en
það er ein af helstu kröfum Palestínumanna.
Sharon kvaðst styðja stofnun Palestínuríkis
ef árásunum á Ísraela linnti. „Það þjónar ekki
hagsmunum Ísraela að þeir stjórni palestínsku
þjóðinni, heldur að hún stjórni sér sjálf,“ sagði
hann. „Við ætlum að leitast við að bæta líf Pal-
estínumanna og stuðla að framförum í átt að
palestínsku framtíðarsýninni.“
Erfiðustu deilumálin lítið rædd
Abbas lýsti ekki yfir tafarlausu vopnahléi
þótt Bush hefði beitt sér fyrir því. Ísraelar
höfðu látið í ljósi efasemdir um slíka yfirlýsingu
og sögðu að hún myndi aðeins gefa herskáum
hreyfingum Palestínumanna tíma til að end-
urskipuleggja og efla starfsemi sína.
Leiðtogarnir ræddu lítið erfiðustu deilumál-
in, svo sem framtíð annarra landtökubyggða á
Vesturbakkanum, framtíðarstöðu Jerúsalem-
borgar og deiluna um hvort palestínskir flótta-
menn ættu að fá að snúa aftur til Ísraels.
Gestgjafi leiðtoganna, Abdullah II Jórdaníu-
konungur, sagði að fundur þeirra væri mikil-
vægur þáttur í því að láta „drauminn um frið,
hagsæld, friðsamlega sambúð og sættir“ í Mið-
Austurlöndum rætast.
Þetta var fyrsti fundur Bush með leiðtogum
Ísraela og Palestínumanna frá því að hann tók
við forsetaembættinu. Daginn áður átti hann
fund með leiðtogum arabaríkja sem lofuðu að
stöðva peningastreymi til hryðjuverkahreyf-
inga í Mið-Austurlöndum.
Sharon heitir því að fjar-
lægja ólöglegar byggðir
Abbas lofar að gera
sitt besta til að binda
enda á vopnaða upp-
reisn Palestínumanna
Aqaba. AP. AFP.
Reuters
Mahmud Abbas, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar (t.v.), og Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, takast í hendur eftir fund þeirra í bænum Aqaba í Jórdaníu í gær.
TONY Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, samþykkti í gær að taka þátt í
sjálfstæðri rannsókn breska þingsins
á því hvort ríkisstjórn hans hefði á
einhvern hátt átt við skýrslu breskra
leyniþjónustumanna um gereyðing-
arvopnaeign Íraka er stjórnarand-
staðan kallaði eftir því að „óháðir“ að-
ilar myndu rannsaka málið. Snarpar
umræður sköpuðust um málið í fyr-
irspurnartíma í neðri deild breska
þingsins í gær. Ef ásakanir um að átt
hafi verið við skýrslu bresku leyni-
þjónustunnar reynast sannar er talið
að það gæti orðið Blair að falli þrátt
fyrir að hann njóti enn mikils stuðn-
ings meðal þingmanna Verkamanna-
flokksins.
Blair vísaði því algerlega á bug að
ríkisstjórn hans hefði gert of mikið úr
gereyðingarvopnaeign Íraka eða mis-
notað upplýsingar bresku leyniþjón-
ustunnar þar að lútandi í aðdraganda
Íraksstríðsins en meginrök hans fyrir
stríðinu í Írak voru ógnin sem stafaði
af vopnaeign Íraka.
Trúverðugleiki
stjórnarinnar að veði
„Sannleikurinn er sá að enginn trú-
ir lengur orði af því sem forsætisráð-
herrann segir,“ sagði Ian Duncan
Smith, leiðtogi breska Íhaldsflokks-
ins, sem þurfti að hrópa til að yfir-
gnæfa frammíköll stuðningsmanna
Blairs, og bætti því við að trúverð-
ugleiki ríkisstjórnarinnar væri að
veði í deilunum.
Blair lét gremju sína í ljós vegna
fyrrnefndra ásakana á þinginu í gær.
„Margt hefur verið fullyrt varðandi
Íraksstríðið. Til að mynda var sagt að
hundruð þúsunda manna myndu
deyja, að þetta yrði mitt Víetnam-
stríð, að Mið-Austurlönd myndu loga
og nú síðast að staðreyndir um ger-
eyðingarvopnaeign væru uppfinning
bresku ríkisstjórnarinnar,“ sagði
Blair. „Sannleikurinn er sá að sumum
líkar það illa að það hafi verið rétt
ákvörðun að fara í stríð. Við unnum
stríðið, þökk sé frábæru framlagi
breska herliðsins og Írak er nú frjálst
land. Við ættum að vera stolt af því.“
Þá tilkynnti forsætisráðherrann að
upplýsinga- og öryggismálanefnd
þingsins hefði snemma í síðasta mán-
uði farið þess á leit við bresku rík-
isstjórnina að fá að rannsaka leyni-
legar upplýsingar um Írak. Hins
vegar er óvíst að sú rannsókn muni
lægja deilurnar. „Ég minni [þing-
heim] á að forsætisráðherrann mun
einungis leyfa nefndinni að sjá þau
leynilegu gögn sem hann vill að hún
sjái,“ sagði Duncan Smith að lokinni
ræðu Blairs.
Spánn lýsir yfir
stuðningi við Blair
Deilurnar um gereyðingarvopna-
eign Íraka og rök bresku ríkisstjórn-
arinnar þar að lútandi risu fyrst þeg-
ar fréttastofa sjónvarpsstöðvarinnar
BBC hafði eftir heimildarmanni inn-
an bresku leyniþjónustunnar að stað-
hæfing í skýrslu bresku leyniþjónust-
unnar um að Írakar gætu beitt
gereyðingarvopnum með aðeins 45
mínútna fyrirvara væri byggð á frá-
sögn eins heimildarmanns og hefði
verið bætt inn í skýrsluna til að styðja
rök ríkisstjórnarinnar. Forsætisráð-
herrann sagði fréttir BBC „algerlega
ósannar“. Hann sagði jafnframt rangt
að upplýsingarnar hefðu verið fengn-
ar frá einum íröskum heimildar-
manni. Blair sagði upplýsingarnar
byggðar á „traustum og áreiðanleg-
um“ heimildum.
Ana Palacio, utanríkisráðherra
Spánar, hélt því í gær ákveðið fram að
Írakar ættu gereyðingarvopn og lof-
aði um leið að styðja breska forsætis-
ráðherrann í deilum hans við bresku
stjórnarandstöðuna.
Stjórnarandstaðan krefst
„óháðrar“ rannsóknar
Blair svarar ásökunum í neðri deild breska þingsins
London. AP. AFP.
HERSKÁAR hreyfingar Palest-
ínumanna sögðust í gær ætla að halda
áfram vopnaðri baráttu sinni gegn Ísr-
aelum eftir að Mahmud Abbas, forsætis-
ráðherra palestínsku heimastjórn-
arinnar, hét því að binda enda á
ofbeldið.
„Við munum standa með palestínsku
þjóðinni og beita vopnum,“ sagði leið-
togi Hamas-hreyfingarinnar, Abdul Aziz
Rantissi.
Forystumenn Jíhad-hreyfingarinnar
og Alþýðufylkingarinnar fyrir frelsun
Palestínu (PFLP) tóku í sama streng.
„Andspyrnunni verður haldið áfram þar
til hernáminu lýkur,“ sagði einn leiðtoga
Jíhads, Mohammad al-Hindi, og lýsti lof-
orði Abbas sem „ástæðulausu tilboði“.
„Abu Mazen [Abbas] hunsaði þján-
ingar palestínsku þjóðarinnar og talaði
aðeins um hana sem hryðjuverkamenn
sem vildu drepa gyðinga,“ sagði Rant-
issi. „Hann talaði aðeins um vandamál
gyðinga og fór á fundinn til að leysa
þau.“
Hindi sagði að Abbas „hefði átt að for-
dæma hryðjuverk og hernám síonista.
Þess í stað fordæmdi hann hryðjuverk
gegn gyðingum“.
Hindi viðurkenndi að „Palestínumenn
kynnu að ná samningum sín á milli“ en
bætti við að Sharon myndi gera frið-
arvegvísinn að engu með því að svíkja
loforð sín.
Talsmaður ísraelskra landtökumanna
á svæðum Palestínumanna sagði að þeir
myndu berjast gegn því að ólöglegar
byggðir gyðinga yrðu fjarlægðar eins og
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels,
lofaði.
Ætla að halda
áfram vopn-
aðri baráttu
Gaza-borg. AFP.
BANDARÍSKA kaupsýslukonan
Martha Stewart, sem er helst þekkt
fyrir að uppfræða Bandaríkjamenn
um allt sem viðkemur lífsstíl, var í
gær formlega ákærð fyrir að hafa
nýtt sér innherjaupplýsingar í hluta-
bréfaviðskiptum með bréf í lyfjafyr-
irtækinu ImClone. Hún neitaði sekt.
Í árslok 2001 seldi Stewart hluta-
bréf sín í ImClone skömmu áður en
bréf í fyrirtækinu hrundu í verði
þegar tilkynnt var að því hefði verið
synjað um leyfi til framleiðslu á nýju
krabbameinslyfi.
Sam Waksal, stofnandi og for-
stjóri ImClone, er náinn vinur Stew-
arts og hann vissi af ákvörðun lyfja-
eftirlitsins áður en hún var tilkynnt.
Hann hefur viðurkennt að hafa látið
fjölskyldu sína selja bréf í ImClone á
grundvelli þessara upplýsinga og
verður refsing hans ákveðin fyrir
rétti síðar í vikunni.
Stewart hefur aftur á móti alfarið
neitað að hafa fengið innherjaupp-
lýsingar frá Waksal og sagt að sala
bréfanna hafi byggst á samkomulagi
við verðbréfasala sinn um að bréfin
yrðu seld ef verð þeirra færi niður
fyrir ákveðið viðmið.
Reuters
Martha Stewart mætir til dóms í New York í gær þar sem hún var ákærð.
Martha Stewart
formlega ákærð