Morgunblaðið - 05.06.2003, Síða 34

Morgunblaðið - 05.06.2003, Síða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ásta Guðmunds-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 31. mars 1917. Hún and- aðist á hjúkrunar- heimilinu Skjóli hinn 27. maí síðast- liðinn, 86 ára að aldri. Foreldrar hennar voru hjónin Arnleif Helgadóttir húsmóðir, f. 29. jan- úar 1882 á Gríms- stöðum í Vestur- Landeyjum, d. 8. mars 1956, og Guð- mundur Sigurðsson, f. 11. október 1881 í Litlu-Hild- isey í Austur-Landeyjum, d. 22. mars 1975. Guðmundur og Arn- leif hófu búskap í Litlu-Hildisey með foreldrum hans, Sigurði Guðmundssyni, d. 1910, og Steinunni Ísleifsdóttur, d. 1954, árið 1909 en fluttu til Vest- mannaeyja 1917 og bjuggu lengst af í Heiðardal (Hásteins- vegi 2) sem þau voru síðan jafn- an kennd við. Um tíma stundaði Guðmundur útgerð í félagi við aðra en frá 1929 starfaði hann sem verkstjóri, lengst af hjá Vegagerðinni. Ásta var næstyngst í röð sex systkina. Fjögur þau elstu, tveir bræður og tvær systur, létust öll í bernsku. Eftirlifandi er Lilja húsmóðir, f. 4. júlí 1923, gift Gunnari Árnasyni, fyrrverandi kaupmanni á Akureyri. Ásta giftist 24. maí 1941 Hrólfi Benediktssyni, prent- smiðjustjóra og eiganda Offset- prents hf., f. 23. ágúst 1910 á Ísafirði, d. 16. september 1976 í Reykjavík. Foreldrar Hrólfs voru hjónin Benedikt Jónsson verkamaður, d. 1931, og Bjarn- veig Magnúsdóttir verkakona, d. 1960. Ásta og Hrólfur eignuðust fjórar dætur. Þær eru: 1) Erna Lilja, f. 3. ágúst 1944, flugfreyja, gift Jóni Erni Ámundasyni fram- kvæmdastjóra, f. 20. mars 1944, og eiga þau tvö börn: a) Fanney Birna stúdent, f. 21.október 1983, og b) Hrólfur Örn, nemi, f. 7. mars 1986. 2) Birna, f. 4. febr- úar 1948, grunnskólakennari, gift Einari Sveinssyni forstjóra og eiga þau þrjú börn: a) Ásta Sigríður MBA, f. 16. september 1971, gift Jóni Birgi Jónssyni stærðfræðingi, f. 9. júní 1971, og eiga þau tvö börn. Þau eru Einar Örn, f. 3. júlí 1996, og Kristín María, f. 12. desem- ber 2001. b) Hrólfur læknir, f. 12. nóv- ember 1974, kvænt- ur Aðalbjörgu Björgvinsdóttur lækni, f. 30. júlí 1974, og eiga þau tvö börn. Þau eru Björgvin, f. 3. des- ember 1998, og Birna, f. 10. apríl 2001. c) Benedikt laganemi, f. 22. október 1981. 3) Ásta Sigríð- ur, f. 7. júní 1949, skrifstofumað- ur, gift Agnari Fr. Svanbjörns- syni fulltrúa, f. 18. febrúar 1946, og eiga þau þrjár dætur: a) Erna, BA í sálfræði, f. 10. mars 1971, gift Má Mássyni viðskipta- fræðingi, f. 9. febrúar 1971, og eiga þau tvö börn. Þau eru Birna María, f. 22. nóvember 1997, og Agnar Már, f. 21. febrúar 2003. b) Fríða kennari, f. 23. mars 1974. c) Edda Björk hagfræð- ingur, f. 28. mars 1978, í sambúð með Sigfúsi Oddssyni verkfræð- ingi, f. 11. mars 1978. 4) Hrefna, f. 14. nóvember 1954, flugfreyja, gift Hirti Erni Hjartarsyni fram- kvæmdastjóra, f. 26. júlí 1950, og eiga þau tvo syni. Þeir eru a) Hjörtur stúdent, f. 14. maí 1981, og Hrafn nemi, f. 28. ágúst 1986. Ásta ólst upp í Vestmanna- eyjum og gekk þar í Gagnfræða- skóla Vestmannaeyja. Hún var tvo vetur, 1933 til 1935, í Hér- aðsskólanum á Laugarvatni. Eft- ir það starfaði hún í Apótekinu í Vestmannaeyjum í þrjú ár. Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1939 og lærði saumaskap í einn vetur hjá Ástu Þórðardóttur. Um tíma starfaði hún í Félagsprentsmiðj- unni. Hún helgaði sig heimilinu frá árinu 1941 þar til hún varð ekkja 1976. Hún starfaði á tann- læknastofu Geirs Tómassonar í tæp 19 ár eða til 78 ára aldurs. Síðastliðin sex ár dvaldi Ásta á hjúkrunarheimilum, fyrst á Laugaskjóli og síðan á Skjóli þar sem hún andaðist. Útför Ástu fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Orð verða oft bæði fá og fátækleg þegar ástvinir falla frá og við kveðj- um þá hinstu kveðju. Það er skrýtið hve dauðinn er okkur alltaf jafnfjar- lægur, þótt hann sé augljóslega á næsta leiti. Við ástvinamissi mynd- ast alltaf stórt tómarúm. Þannig var því einnig varið við andlát elskulegr- ar tengdamóður minnar, Ástu Guð- mundsdóttur frá Heiðardal í Vest- mannaeyjum. En nú er Ásta farin og eftir stend- ur mynd af konu, sem var bæði stolt og hreinskiptin. Móðir, tengdamóðir og amma sem var ströng um leið og hún var blíð, mild um leið og hún var dómhörð, móðir sem ætlaðist til þess að dætur hennar yrðu manneskjur og stæðu sig. Hún varði þær með kjafti og klóm um leið og hún sagði þeim að bjarga sér sjálfar og vera ekki með neitt vol eða barlóm. Þetta hefur áreiðanlega reynst þeim gott veganesti í gegnum lífsins ólgusjó. Reyndar er saga tengdamóður minnar saga fólks sem er óðum að týna tölunni. Unga kynslóðin á erfitt með að skilja við hvernig aðstæður þetta fólk bjó og ólst upp við. Al- þýðuheimilin á hennar uppvaxtarár- um voru bæði fátæk og lífsbaráttan hörð. Húsbóndinn vann einn fyrir heimilinu og konan allt innandyra. Barnadauði var tíður og jafnvel óumflýjanlegur. Ásta sá á eftir fjór- um systkinum sínum, en aldrei heyrði ég hana tala um það, þótt við ræddum mikið saman um lífið og til- veruna í litla eldhúsinu hennar á Barónsstígnum, en einmitt þar hóf- ust okkar fyrstu kynni. Alla tíð var mikill kærleikur milli okkar tengda- mömmu. Í rauninni eignaðist ég í henni góðan vin, áður en ég eign- aðist elstu dóttur hennar. Ásta var mikil húsmóðir. Hún bjó fjölskyldu sinni fallegt heimili, þar sem gott var að koma, og naut ég þess í ríkum mæli. Ásta var afar söngelsk, hafði gaman af fallegri tónlist og söng sjálf í ýmsum kórum enda hafði hún mjög fallega söng- rödd. Við Ásta áttum einnig samleið í Oddfellowreglunni, en í hana gekk hún árið 1970. Hún var mikill Odd- fellowi og sótti vel fundi í stúku sinni nr. 4, Sigríði, meðan hún hafði heilsu til. Hún sat um tíma í stjórn stúk- unnar sem gjaldkeri, enda sam- viskusöm með afbrigðum. Ásta missti eiginmann sinn, Hrólf Benediktsson, árið 1976, aðeins 59 ára gömul, einmitt þegar þau ætluðu að fara að njóta saman efri áranna, þrjár elstu dæturnar farnar að heiman, en aðeins sú yngsta enn heima. Það var Ástu mikið áfall, en þá sem áður var hugsunin um að standa sig henni efst í huga. Hún sýndi bæði kjark og áræði er hún fór í atvinnuleit og skömmu seinna var hún komin í vinnu hjá Geir Tóm- assyni tannlækni þar sem hún vann í 18 ár, líklega lengur en stætt var. Ásta missti heilsuna og bjó síð- ustu árin á hjúkrunarheimilum, fyrst á Laugaskjóli og síðan á Skjóli, en á báðum þessum stöðum naut hún einstakrar ummönnunar sem ber að þakka af alhug. Lífsneisti Ástu heldur áfram að snarka í af- komendum hennar. Orð hennar og uppeldisaðferðir má heyra daglega á ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Ólafur Ingi-mundarson fæddist í Grindavík 5.1. 1933. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudag- inn 25. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Anna Sigurð- ardóttir í Ási, f. 19.9. 1903, d. 18.8. 1997, og Ingimund- ur Ólafsson, f. 5.11. 1898, d. 23.1. 1963. Ólafur var yngstur af börnum þeirra hjóna. Þau eru Ásta f. 5.6. 1926, Steinunn, f. 23.7. 1927, Guðrún, f. 11.4. 1929, d. 6.2. 1963, og Sigurður, f. 9.7. 1930, d. 7.3. 1969. Ólafur kvæntist 24.5. 1955 eft- irlifandi eiginkonu sinni Guð- laugu Hönnu Friðjónsdóttur, f. 12.1. 1937. Foreldrar hennar eru Hulda Hansdóttir, f. 17.7. 1912, og Friðjón Guðlaugsson, f. 7.8. 1912, d. 28.12. 1985. Börn Ólafs og Hönnu eru: 1) Hulda, f. 14.2. 1955, hennar börn eru Hannes Ólafur og Sigurður Júl- íus Hálfdánarsynir, hún giftist Kurt W. Eichmann, börn þeirra Karlotta Líló, f. 19.9. 1975, og Guðlaug Hanna, f. 30.11. 1980. Leiðir þeirra skildu. Hulda gift- ist Dave Scoles, þeirra barn er Bonnie Lára, f. 5.3. 1989. 2) Anna, f. 17.6. 1956. 3) Guðrún, f. 21.9. 1958, gift Adolfi Erni Kristjánssyni, börn þeirra eru Ólafur Helgi, f. 24.3. 1977, d. 3.9. 1982, Óskar Örn, f. 4.3. 1980, Adolf Örn, f. 8.11. 1984, Kristel Assa, f. 5.6. 1987, Ólöf Helga, f. 3.9. 1988, Einar Örn, f. 11.9. 1993, og Jóel Örn, f. 8.8. 1996. 4) Friðjón, f. 13.5. 1961, kvæntist Petreu Óskarsdótt- ur, þeirra börn: Agla, f. 8.6. 1986, og Sunna, f. 22.3. 1994. Leiðir þeirra skildu. Núverandi sambýliskona Frið- jóns er Erna Hrönn Herbertsdóttir, f. 11.6. 1960, hennar börn eru Sif Aradóttir, f. 18.3. 1985, og Helgi Arason, f. 3.12. 1986. 5) Gunnar Friðrik, f. 12.5. 1965. Langafabörnin eru tíu. Ólafur fæddist í Grindavík en ólst upp í Hafnarfirði og hefur búið þar lengst af. Að loknu gagnfræðaskólaprófi lærði hann dúklagningar og veggfóðrun sem lauk með sveinsprófi frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Síð- an lá leiðin í Loftskeytaskólann þar sem hann lauk prófi 1954. Hann öðlaðist síðan meistara- réttindi við dúklagningar og veggfóðrun og starfaði við það til ársins 1977 er hann hóf störf hjá Varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli þar sem hann starfaði sem fulltrúi í bókhaldsdeild til ársins 1999. Útför Ólafs verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Síminn hringdi og var okkur tjáð að elsku afi okkar væri dáinn. Elsku afi minn, ég veit að nú ert þú kominn á betri stað og þjáist ekki meira og ert kominn í faðm vernd- arans. Þegar ég minnist þín þá man ég alltaf eftir þínu fallega brosi og hversu yndislega tíma við áttum saman með fjölskyldunni. Ég man svo innilega eftir öllum ferðalögum sem við fórum í saman og hversu gaman það var að fara með þér. Afi, ég mun aldrei gleyma öllum góðum tímum okkar saman eins og jólun- um okkar. Þú hefur alltaf verið svo stór hluti af lífi mínu og ég þakka þér alla þá ást sem þú hefur ávallt sýnt mér. Guð geymi þig, elsku afi minn. Í fylgdinni með Jesú við finnum stundum til, þótt finnast kunni vegurinn ófœr hér um bil. Ef litum við í lófa Krists – launin okkar heima – farartálmum ferðarinnar fljótt við mundum gleyma. (Kristín Jónsdóttir.) Elsku amma mín og fjölskylda, ég bið guð að vera hjá ykkur og styrkja ykkur á þessum sorgartím- um. Þið eruð ávallt í huga okkar. Guð geymi ykkur. Sigurður og börn. Elsku afi minn. Nú ertu farinn frá okkur og ég vona að þér líði vel núna. Þú bauðst okkur alltaf vel- komin þegar við komum í heimsókn með hlýju og bros á vör. Þú varst alltaf mjög mikill spilakall og mér eru minnisstæð öll jólin sem við sát- um og spiluðum langt fram eftir nóttu. Bridge var þín sérgrein og ég man eftir því þegar ég sem smá- stelpa skoðaði alla bridge-verð- launabikarana þína með aðdáun, og hugsaði með mér að þetta ætlaði ég einhvern tímann að læra og spila við þig. Því miður rættist það ekki því ég skil það spil ekki enn! Þegar ég var lítil passaðir þú mig alltaf þegar mamma og pabbi voru að fara eitthvað, þú varst alltaf tilbú- inn til að koma og vera hjá mér eða sækja mig hvert sem var. Oft þegar þú komst heim úr vinnunni komstu með eitthvað fallegt handa mér og þá oft Life Savers, það voru ánægjulegar stundir. Þú varst svo fróður um alla hluti að alltaf þegar maður var í vafa um eitthvað þá varstu með svarið á reiðum höndum. Þegar við frænk- urnar spiluðum Trivial Pursuit á Álfaskeiðinu heyrðum við oft svarið frá afa inni í stofu, þegar við vorum ekki vissar um eitthvað og vorum að rífast um svarið. Því miður lifðir þú ekki nógu lengi til að koma í bíltúr með mér en ég var búin að ákveða að taka þig á rúntinn þegar ég fengi prófið! Það er svo margt sem manni finnst maður eiga ógert og ósagt við þig og það er sárast að hafa ekki fengið að kveðja þig. Afi minn, ég kveð þig með sorg en margar góðar minningar í hjarta og þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Þín verður sárt saknað af okkur öllum. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þín Agla. Elsku afí minn, ég mun alltaf eiga góðar minningar um þig, er ég var í heimsókn hjá þér og ömmu fyrr í mánuðinum hugsaði ég að við myndum eiga aftur kvöldmáltíð saman næsta mánuð, en nú ertu farinn á stað þar sem þér líður bet- ur og þjáist ekki meir. Ég man hvað þú hjálpaðir Nínu þegar hún var heima hjá ykkur ömmu þegar hún var nýbúin að eignast Söru litlu. Ég talaði við þig síðast í sím- anum og þú spurðir hvort Sara litla væri ekki að spyrja um langafa sinn. Þú ert alltaf í hjarta okkar allra. Hver dagur er öðrum líkur og ekkert virðist breytast en áður en þú veist er allt breytt. (Bill Watterson.) Guð geymi þig, afi minn. Kveðja, Hannes Nína og börn. Pabbi er dáinn og hann dó hjá mömmu. Rödd Önnu var brostin. Ómurinn bergmálaði í þögninni. Fyrir sextán árum kynntist ég Óla, Hönnu og börnunum þeirra. Það var mín gæfa. Hlýtt viðmót einkenndi heimilið. Þau urðu fólkið mitt. Nærvera Óla var sterk. Hann var djúpur, fágaður og hæglátur. Þegar við sátum til borðs og hann við endann bar margt á góma. Í forstofunni var gjöf og á hana máluð orð á tréhjörtu: Afi og amma hafa alltaf tíma fyrir faðmlag, kossa og spil. Orðin segja allt. Þögnin nálægt Óla var mjúk. Hæfileikinn að sjá hið skoplega var aldrei langt undan. Hann hafði áhuga á fólki, gjörð- um þess og líðan. Mannkostirnir lifa áfram í börn- unum hans og það er ekki sjálfsagt. Augnablikið breytti lífinu. Veik- indi herjuðu á hann. Gangan langa hófst meðfram grýttum, djúpum skurði. Yfir Álfaskeiðinu dvaldi ský. En þá kom eðli hans í ljós. Auðmýktin, baráttan og viljinn. Hann kallaði Hönnu verndaren- gil og börnin hans umvöfðu hann ást. Fólkið breyttist í fjall og þar uxu bláklukkur. Kærleikur Hönnu var sannur. Alltaf. Um það eru ekki orð. Þau voru eitt. Óli og Hanna og hvernig gat lífið haldið áfram án þeirra? Það gat ekki gerst en það gerðist. Það hefur alltaf gerst. Það var morgunn og við Óli töl- uðum um hið liðna. Áður en við hóf- um vinnu fengum við okkur sann- kallaðan morgunverð: Steikt beikon, ekta beikon, egg, brauð og meðlæti. Það var gaman þá. Minningin er góð einsog bláu augun og allt kolesterolsvindlið. Kannski er morgunninn hinum megin við sjóndeildarhringinn. Þess óska ég Óla. Þess óska ég Hönnu. Já, ég sé þau í anda. Elsku Hanna, Anna mín, Friðjón, Gunnar, Guðrún, Hulda, tengdafólk og barnabörn, þið eigið alla mína sam- úð. Anna Þrúður Grímsdóttir. Þú situr og horfir á hafið vindurinn og öldurnar stíga léttan dans fyrir þig. Dans vonar og vilja, dans eilífðar. Þú horfir dreyminn inní framtíðina, á staðinn þinn þar sem himinn og jörð mætast. Stendur upp og gengur af stað... Elsku Hanna, Anna, börn, tengdafólk og barnabörn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð við frá- fall góðs manns. Urður Harðardóttir. Kveðja frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Við erum að kveðja mikinn vin og bridgefélaga, Ólaf Ingimundarson. Hann var mjög ungur þegar hann byrjaði að spila með Bridgefélagi Hafnarfjarðar, um eða innan við tvítugt. Ólafur var virkur félagi í 40 ár eða meir. Vann hann marga sigra á þeim ferli sínum, a.m.k. fimm sinnum sveitakeppnimeistari félagsins, auk þess tvímennings- meistari 1954 og 1974. Einmenn- ingsmeistari varð hann 1986 og Reykjanesmeistari 1979. Allir sem muna eftir Óla við bridgeborðið eiga minningu um skemmtilegan spilara, því það var Óli alla tíð. Óli gekk í gegnum mikil veikindi fyrir sjö árum en ekki var hann tilbúinn að gefast upp hvað spilin varðar og kom nokkrum sinnum til okkar til að spila. Síðustu árin spilaði hann með eldri borgurum og oftar en ekki sáum við nafn hans í blöðunum í einhverju af efri sætum þar. Þökkum þér, góði félagi, sam- fylgdina. Við vottum fjölskyldu Óla samúð okkar. F.h. Bridgefélags Hafnarfjarðar. Erla Sigurjónsdóttir. ÓLAFUR INGIMUNDARSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.