Morgunblaðið - 06.06.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 06.06.2003, Síða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Didda Jónsdóttir er áleitin í skáldskap sínum. Nú stekkur hún á hvíta tjaldið. Í samtali við Hildi Ein- arsdóttur talar hún um sjálfsvirðingu, bíó og bækur. Bræður í framlínunni Bræðurnir Árni og Páll Magnússynir hafa látið að sér kveða í Framsóknarflokknum og voru áberandi fyrir liðnar kosningar. Ragna Sara Jónsdóttir ræddi við þá. Nýtt líf í öðru landi Grado og Jelena Arsinejivic eru frá Serbíu, en freista nú gæfunnar á Íslandi. Í samtali við Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur beina þau gestsauganu að Íslandi. Sterk og reddar sér á sunnudaginn VARNARSAMSTARF RÆTT Íslenskum stjórnvöldum hefur borist bréf frá George W. Bush, for- seta Bandaríkjanna, um varnarsam- starf ríkjanna. Efni bréfsins hefur ekki verið gert opinbert en Halldór Ásgrímsson segir að Bandaríkja- menn vilji fara nýjar leiðir í varn- arsamstarfinu. Ljóst sé að málið sé viðkvæmt og alvarlegt og viðræður séu framundan milli ríkjanna. Barnaklámsmál í Reykjavík Lögreglan í Reykjavík rannsakar eitt umfangsmesta barnaklámsmál sem komið hefur upp hér á landi. Við húsleit hjá fertugum manni hafa meðal annars fundist klámmyndir í tugþúsunda tali sem virðast að meg- inhluta vera barnaklám. Einnig fundust myndbandsspólur þar sem maðurinn sést í kynferðislegum at- höfnum með ungmennum. Vopnaeign Íraka enn óljós Enn er margt á huldu um vopna- eign Íraka en Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, segir að fyrst að búið sé að koma Saddam Hussein frá eigi að vera hægt að komast að sannleikanum um vopnin. Ístak og ÍAV buðu lægst Ístak og ÍAV áttu lægsta tilboð í byggingu stöðvarhúss Kára- hnjúkavirkjunar en tilboðin voru opnuð í gær. Er þetta í fyrsta skipti sem fyrirtækin tvö taka saman þátt í útboði. HABL í rénun Bráðalugnabólgan hefur náð há- marki í heiminum og er nú í rénun, að mati Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, WHO. Slegist um gúmmíhringi í skærum litum Þór Örn Flygenring, 10 ára, safnar svört- um gúmmíarmböndum, en Sigrún María Grétarsdóttir, 15 ára, velur armböndin fremur með tilliti til klæðaburðar. NÝJASTA æðið hjá æsku landsins eru gúmmíarmbönd í skærum litum. Bæði kynin virðast hafafallið fyrir neonhringjum þessum og eru aðdáendurnir frá þriggja ára til þrítugs. Kveður svohart að þessu æði að í sumum skólum landsins hefur verið brugðið á það ráð að banna arm- böndin þar sem þau hafa komið af stað slagsmálum. Einnig hefur borið á metingi á milli krakka um hver eigi flest armböndin og sumir eru sagðir einskis svífast til að verða sér úti um gersemarnar. En armböndin eru auðvitað fyrst og fremst skraut eða fylgihlutir. Í erlendum tískublöðum eru fyrirsæturnar með þau upp um alla handleggi. Litirnir eru þeir sömu og í fatnaði sumarsins: Appels- ínugult, bleikt, grænt, gult og rautt. Hringirnir eru svo vinsælir að þeir seljast jafnóðum upp í verslunum. Þær Stefanía Sigurðardóttir og Edda Viðars í Ex í Kringlunni sögðu að stundum væri biðröð af krökkum fyrir ut- an verslunina þegar þær kæmu á morgnana til að opna. „Armböndin renna út eins og heitar lummur og það er stöð- ugur straumur af krökkum sem koma hingað í búðina til að kaupa sér djásnin. Við fengum fyrstu sendinguna af hringj- unum í síðustu viku og ætluðum rétt að prófa, en hún seldist upp á tveimur tímum svo við vorum snöggar að panta meira,“ segja þær stöllur og bæta við að litlu krakkarnir vilji hafa sem mest af hringjunum á sér í einu og í sem flestum litum en gelgj- urnar og fullorðna fólkið kjósi frekar einn lit í einu og fáa hringi. „Fólk á milli tvítugs og þrítugs vill hafa hringina í sama lit og belti eða skór sem það klæðist hverju sinni og sá aldurshópur kaupir einnig breiðari hringi.“ Stefanía og Edda segja að yngri krakkarnir safni sem flestum litum í armböndunum og bíði spennt eftir nýjum litum. „Appelsínuguli liturinn virðist vera vinsælastur, hann klárast alltaf fyrst hjá okkur. Krakkarnir skiptast líka á eða býtta eins og það er kallað og þá er auðvitað mest spennandi að fá sjaldgæf eintök eins og til dæmis armband með glimmeri eða munstri. Við vitum um stelpu sem fékk í skiptum „öðru- vísi“ armband sem átti uppruna sinn norð- ur á Akureyri.“ Armhringirnir eru ódýrir og kannski einmitt þess vegna hefur æðið gripið um sig meðal yngri kynslóðarinnar. Þau hafa jú flest efni á að kaupa sér dýrgripi sem kosta aðeins 10 krónur stykkið. Tískudjásn á tíkall M orgunblaðið/G olli F Ö S T U D A G U R 6 . J Ú N Í 2 0 0 3 B L A Ð C  GRÚPPÍA Á VESTFJARÐAVÍKINGNUM/2  ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA SPÆNSKU/2  KYNLÍF TÆPITUNGULAUST/4  AMMA KENNDI MÉR AÐ SPÁ Í BOLLA/6  LITRÍKIR ROÐSKÓR/7  AUÐLESIÐ EFNI/8  2003  FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ BLAÐ B FRAMARAR sögðu í gær Kristni Rúnari Jónssyni, þjálfara úrvals- deildarliðs félagsins í knattspyrnu, upp störfum en hann hefur stýrt því í hálft þriðja ár. Eftirmaður hans hafði ekki fundist í gærkvöld og munu Brynjar Jóhannesson og Guð- mundur Hreiðarsson stjórna æf- ingu liðsins í dag. „Ekki skemmtileg ákvörðun“ „Þetta var ekki skemmtileg ákvörðun. Kristinn hefur lagt allt sem hann átti í þetta starf og við höfum verið ánægðir með hann lengst af. Undanfarin tvö ár hefur liðið spilað ljómandi góða knatt- spyrnu þó að úrslitin hafi oft látið á sér standa, en í lokaleikjum vorsins og þeim sem búnir eru af Íslands- mótinu hefur liðið hins vegar leikið afleitlega. Úrlausnir voru ekki sjá- anlegar og því ákváðum við að stíga þetta skref núna þar sem þetta var eini tíminn fyrir þjálf- araskipti ef þau ættu á annað borð að eiga sér stað,“ sagði Brynjar Jó- hannesson, framkvæmdastjóri hlutafélagsins Fram, Fótbolta- félags Reykjavíkur, sem sér um rekstur elstu flokka Fram, í samtali við Morgunblaðið í gær. Kristinn tók við Framliðinu haustið 2000. Þetta er í þriðja skipt- ið á nokkrum árum sem fyrrver- andi leikmenn Fram, sem þjálfuðu liðið, eru leystir frá störfum. Mar- teinn Geirsson 1995 og Guðmundur Torfason 2000. Magnús Jónsson tók við starfi Marteins og Pétur Ormslev við starfi Guðmundar, en Pétur stjórn- aði Framliðinu aðeins í tveimur leikjum. RONNIE Hartvig, nýi Daninn sem er á leið til knattspyrnuliðs KA, byrj- ar dvöl sína hjá félaginu í leikbanni. Hartvig, sem er 25 ára varnarmaður og kemur frá 1. deildarfélaginu Hell- erup IK, átti eftir að afplána tveggja leikja bann í Danmörku og þarf hann að taka það út hér á landi. Hann er þegar búinn að taka út fyrri leikinn þó hann sé ekki kominn til landsins. Gengið var frá félaga- skiptunum þann 31. maí, sem var lokadagur áður en „glugganum“ fyr- ir félagaskipti milli landa var lokað hérlendis. Þar með var Hartvig í banni þegar KA tók á móti KR á þriðjudagskvöldið og verður einnig í banni þegar KA sækir Selfoss heim í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar eftir viku. Hartvig, sem er væntanlegur til landsins um helgina, getur því spilað með KA þegar liðið sækir Skaga- menn heim í 5. umferð úrvalsdeild- arinnar mánudaginn 16. júní. Mikil meiðsli hafa herjað á KA-menn að undanförnu og Hartvig ætti því að vera þeim kærkominn liðsauki. Hartvig byrjar í banni hjá KA Þetta er sérstök stund fyrir migað spila minn síðasta alvöru leik á Íslandi. Vonandi verður þetta skemmtilegur leikur fyrir mig og ég hlakka mjög til stundarinnar. En til þess að geta kvatt ís- lenska knattspyrnuunnendur al- mennilega þurfum við að fá sigur á móti Færeyingum. Við erum komnir með nýja þálfara og þeim fylgja nýj- ar áherslur eins og alltaf með nýja menn, sama hvort um er að ræða leikmenn eða þjálfara. Þeir hafa rætt við okkur og sagt hvað þeir vilja fá út úr leik okkar. Við höfum verið að vinna með hugmyndafræði þeirra hér á æfingum og það hefur gengið vel enda góð stemmning í hópnum. Ég óttast ekki að það sé vanmat í hópnum því Færeyingar hafa náð í góð úrslit að undanförnu. Þannig að það skal enginn halda að við getum bara labbað inn í þennan leik og haldið að þetta komi allt af sjálfu sér. En að sama skapi viljum við trúa því og treysta að við séum með betra lið en Færeyingarnir og með góðum leik ættum við að sigra. Nú ætla ég að einbeita mér að því að klára þessa síðustu leiki mína með sóma,“ sagði Guðni, sem telur að hann hafi tekið út sinn skammt af knattspyrnu. „Ég er næstum orðinn þrjátíu og átta – eins og börnin segja. Þetta hefur gengið vel undanfarin ár og mig langar að hætta þegar ég stend enn fyrir mínu. Svo hef ég líka að mörgu öðru að hyggja. Fjölskyld- an flutti heim á undan mér og nú get ég snúið mér að henni,“ sagði Guðni Bergsson í samtali við Morgunblaðið á Laugardalsvelli í gær. Morgunblaðið/Golli Guðni Bergsson umkringdur af ungum aðdáendum eftri landsliðsæfingu í gær á Laugardalsvell- inum, þar sem hann gaf sér tíma til að gefa þeim eiginhandaráritanir á mydnir sem Hekla gaf. Guðni vill kveðja með sigurleik GUÐNI Bergsson, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, leikur á morgun kveðjuleik sinn á Laugardalsvelli – þegar Ísland mætir Færeyjum. Leikurinn er 80. leikur Guðna með íslenska landsliðinu. Guðni hefur ekki spilað leik á Laugardalsvelli síðan Ís- land tapaði gegn Írum hinn 6. september árið 1997, en þá var hann fyrirliði liðsins. Guðni var valinn aftur í landsliðið fyrr á þessu ári þegar liðið lék gegn Skotum. Eftir Hjörvar Hafliðason B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A KÖRFUKNATTLEIKSMENN STEFNA Á GULL Á MÖLTU / B6 Kristni sagt upp hjá Fram LOGI Gunnarsson, körfuknattleiksmaður, mun leika á æfingamóti á Spáni að loknum Smá- þjóðaleikunum á Möltu. Þar mun Logi reyna fyrir sér hjá Valladolid sem leikur í efstu deild á Spáni en að margra mati er sú deild önnur í röðinni hvað styrkleika varðar á eftir NBA- deildinni. „Ég mun leika nokkra leiki á sér- stöku móti sem sett er upp til þess að þeir geti skoðað leikmenn. Það veit enginn hvað mun gerast í framhaldinu en ég er með allar klær úti þessa dagana í gegnum umboðsmann minn,“ sagði Logi í gær en hann lék með Ulm í þýsku 2. deildinni s.l. vetur. „Síðar í sumar mun ég fara til Frakklands þar sem ég mun æfa og leika með nokkrum frönskum liðum þannig að ég fæ ekki mikið sumarfrí að þessu sinni, enda er ég í atvinnuleit,“ sagði Logi en hann valdi að semja ekki við Ulm á ný. Logi til reynslu hjá Valladolid Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 32/33 Viðskipti 12/16 Minningar 34/41 Erlent 17/21 Bréf 44 Höfuðborgin 22 Brids 59 Akureyri 22 Dagbók 46/47 Suðurnes 23 Staksteinar 46 Landið 24 Leikhús 48 Listir 25/26 Fólk 48/53 Menntun 27 Bíó 50/53 Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54 Viðhorf 32 Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Sparimaga- zín. Blaðinu er dreift um allt land. TOLLGÆSLAN á Seyðisfirði lagði hald á nærri sex grömm af kannabis- efnum sem fundust í bifreið erlendra ferðamanna um borð í ferjunni Nor- rönu við komuna til Seyðisfjarðar í gær. Tollgæslan naut aðstoðar fíkni- efnahunda frá lögreglunni á Eski- firði og tollstjóranum í Reykjavík. Skv. upplýsingum lögreglunnar hefur kannabisefni áður fundist í fór- um farþega með Norrönu og toll- gæslan einnig lagt hald á 1.000 olíu- málverk og ótilgreint magn af áfengi, tóbaki og hráu kjöti. Fíkniefni í Norrönu ♦ ♦ ♦ FYRRVERANDI aðalgjaldkera Landssímans var sleppt úr gæslu- varðhaldi í gærkvöldi en varðhald hans átti að renna út í dag, föstudag. Ekki var talin ástæða til að halda honum lengur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar fjársvikamálsins innan Landssímans. Hafa því allir sakborningarnir fjórir sem sætt hafa gæsluvarðhaldi vegna málsins verið leystir úr haldi. Rannsókn málsins miðar vel þrátt fyrir mikið umfang þess að sögn Jóns H. Snorrasonar, saksóknara hjá efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra. Fyrrverandi aðal- gjaldkeri Símans Laus úr gæslu- varðhaldi KOMIÐ hefur til tals innan Brims- samstæðunnar að Fiskverkun GPG á Húsavík yfirtaki rekstur Jökuls ehf. á Raufarhöfn. Gunnlaugur Karl Hreinsson, framkvæmdastjóri Fisk- verkunar GPG, staðfesti þetta í sam- tali við Morgunblaðið en hann á helmingshlut í fyrirtækinu á móti Útgerðarfélagi Akureyringa. Gunnlaugur segir þetta skýrast á næstu dögum. Persónulega telur hann þetta mögulegt og þá líklegt í framhaldinu að hægt verði að ráða til vinnu alla þá 50 starfsmenn Jökuls sem nýlega var sagt upp störfum. Fiskverkun GPG hefur stundað saltfiskvinnslu og -þurrkun til margra ára á Húsavík og er með 35– 40 manns í vinnu að jafnaði. Eftir að Útgerðarfélag Akureyringa keypti helmingshlut í fyrirtækinu fyrir tveimur árum, og það fór að tilheyra Brimssamstæðunni, dótturfélagi Eimskips, hefur það verið saltfisk- deild Brims. Gunnlaugur segir að ef þau áform gangi eftir að á Raufarhöfn fari fram einhvers konar saltfiskvinnsla í framtíðinni þá muni það gerast undir merkjum Fiskverkunar GPG. Rætt um að Fiskverkun GPG yfirtaki Jökul á Raufarhöfn BRETINN Jonathan Burleigh hyggst næstu 3–4 mánuði gera til- raun til að róa kajak sínum einn síns liðs í kringum Ísland við ein- hverjar þær erfiðustu aðstæður sem kajakræðarar glíma við. Þeg- ar hann lagði upp frá Ólafsvík um hádegisbil á fimmtudag mældist vindur 15 m/sek og sjórinn gekk yfir kajakinn þegar hann reri út yfir Gömluvík en Burleigh ætti að vera á lygnari sjó þessa stundina. Róbert Schmidt, sem hefur að- stoðað Burleigh á ýmsan hátt hér á landi, segir hann þaulvanan björgunarsveitarmann og kajak- ræðara og hafi skipulagt ferða- lagið í nokkur ár ásamt föður sín- um. Fyrsti leggurinn var yfir Grundarfjörð, síðan yfir í Stykk- ishólm og loks yfir Breiðafjörð- inn. Helstu farartálmarnir á Vest- fjörðum eru miklar rastir sem oft myndast undan Látrabjargi, Straumnesi og Hornbjargi. Erf- iðasti áfanginn er þó við suður- ströndina en frá Höfn í Horna- firði og langleiðina að Reykjanesskaga er yfirleitt tals- vert brim og fáir hentugir lend- ingarstaðir. Chris Duff, Leon Somné og Shawna Franklin, sem lentu í sandstormi við Skaftárósa fyrir skemmstu, ætla einnig að sigla í kringum landið í sumar. Í frétt um hrakninga þeirra í Morg- unblaðinu var sagt að slíkt hefði ekki áður verið gert. Þær upplýs- ingar voru ekki réttar. Að sögn Róberts Schmidts reru Bretarnir Nigel Foster og Geoff Hunter í kringum landið árið 1977. Árið 1986 síðar lögðu Bandaríkja- mennirnir Harry House og John Bauman upp í slíka hringferð og segir Róbert að þeir hafi lokið hringnum. Íslendingar hafi þó haft litlar fregnir af ferðum þeirra þar til fyrir skemmstu. Enginn hefur þó róið í kringum landið einn síns liðs. Jonathan Burleigh ætlar að verða sá fyrsti. Einn á kajak í kringum landið Ljósmynd/Róbert Schmidt Bretinn Jonathan Burleigh er þaulreyndur kajakræðari. TENGLAR .............................................. http://www.iceland2003.co.uk/ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 16 ára gamlan pilt í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 15 ára gamalli stúlku í marsmánuði 2002. Var ákærði enn fremur dæmdur til að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur í miskabætur, auk sakar- kostnaðar. Ákærða var gefið að sök að hafa í félagi við tvo aðra ósakhæfa pilta þröngvað stúlkunni með ofbeldi til samræðis og sumpart notfært sér að stúlkan gat ekki spornað við samræðinu sökum ölvunar og svefn- drunga. Héraðsdómur taldi ekki, gegn eindreginni neitun ákærða frá upphafi, að komið hefði fram lögfull sönnun þess að hann hefði þröngvað stúlkunni til samræðis. Stúlkan sagði að einn pilturinn hefði haldið í hendur sér á meðan ákærði hafði við hana samræði og einnig taldi hún að sér hefði verið haldið fastri á hárinu um tíma. Að mati dómsins var erfitt að ráða af framburði hvernig atburðarásin var. Aftur á móti taldi dómurinn sannað, með vitnisburði stúlkunnar, vitna og að hluta með framburði ákærða, að aðstæður hefðu verið þannig, þegar ákærði hafði samræði við stúlkuna, að hann hefði komið fram vilja sín- um með ólögmætri nauðung. Hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.