Morgunblaðið - 06.06.2003, Side 56

Morgunblaðið - 06.06.2003, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Mokveiði á kolmunna MOKVEIÐI hefur verið á kol- munna á svokölluðu Rauða- torgi, um 80 mílur austur af Austfjörðum, en Börkur NK-122 og Ásgrímur Halldórs- son frá Síldarvinnslunni hafa verið þar við veiðar síðastliðna tvo sólarhringa. Ásgrímur kom með fullfermi í land í gær, eða 1.000 tonn, sem hann fékk í þremur hollum, og Börkur, sem tekur 1.700 tonn, var í gær- kvöldi langt kominn með að fylla. Mælt með auknum einkarekstri SENDINEFND Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins mælir með því að hlutur einkaaðila við að veita almannaþjón- ustu verði aukinn, sérstaklega í heil- brigðis- og menntageiranum. Þetta kemur fram í nýju áliti sendinefnd- arinnar en þar er einnig mælt með því að stjórnvöld íhugi að færa í áföngum meginhluta húsnæðislána Íbúðalána- sjóðs yfir í bankakerfið þannig að á endanum sinni Íbúðalánasjóður ein- ungis félagslegum íbúðalánum. Í álitinu segir að staða ríkisfjár- mála sé í meginatriðum góð en út- gjöld ríkisins hafi verið umfram áform á síðustu árum og umframút- gjöldin tengist heilbrigðis- og menntamálum. Með hliðsjón af út- gjaldavextinum væri gagnlegt að auka hlut einkaaðila í heilbrigðis- og menntageiranum og efla tengsl milli þjónustugjalda, sem hægt væri að tekjutengja, og raunverulegs kostn- aðar við þjónustuna. Þetta eigi sér- staklega við í fyrrnefndum geirum þar sem kostnaði hætti til að fara úr böndum. Sendinefndin mælir með áfram- haldandi kerfisumbótum en þær hafi gengið vel og stuðlað að eftirtektar- verðum hagvexti hér á landi. Fagnað er fyrirætlunum um sölu á hlut rík- isins í Landssímanum og sagt að þó að nokkuð hafi miðað í átt til frjáls-  Varað við/12 ræðis og hagræðingar í orkugeiran- um sé enn af nógu að taka. Þá segir að Ísland viðhafi mestu hindranir sem þekkist meðal þróaðra ríkja í viðskiptum með landbúnaðar- afurðir sem verði á kostnað neytenda. Skref hafi verið stigin í frjálsræðisátt en hvatt er til að hætt verði fram- leiðslustyrkjum og innflutningskvót- um en bændur njóti þess í stað tíma- bundinna beinna styrkja. Yngsti útskriftarneminn í 10. bekk byrjaði í 8. bekk í fyrrahaust Lauk gagn- fræðaskóla á einum vetri Morgunblaðið/Kristinn Bjarni Frímann Bjarnason útskrifaðist úr Hagaskóla í gær, 13 ára gamall. skóla. „Þetta var söngleikur um mafíósa og sjómenn. Ég samdi annað lagið, útsetti hitt og stjórn- aði hljómsveitinni. Þetta var ljóm- andi skemmtilegt. Það fór svolítill tími í þetta en maður uppskar laun erfiðisins,“ segir Bjarni. Stefnir á frekara tónlistarnám Bjarni hefur ekki ákveðið hvað hann tekur sér nú fyrir hendur en segist ætla að byrja á að sofa hraustlega. Í vetur mun hann halda fiðlunáminu áfram og fram- tíðardraumarnir tengjast tónlist- inni. „Ég stefni á að verða tón- skáld, ef til vill fiðluleikari líka og hljómsveitarstjórnandi,“ segir þessi ungi afreksmaður. Hann segist afar þakklátur öllum þeim sem gerðu honum mögulegt að flýta náminu, þá sérstaklega Ein- ari Magnússyni, skólastjóra Haga- skóla, sem studdi vel við bakið á honum. ars næsthæstur í sínum árgangi í íslensku, með einkunnina 9,5. Meðfram skóla stundaði Bjarni nám við Tónlistarskóla Reykjavík- ur og lauk þaðan 6. stigi í fiðluleik í vor. Bjarni segist ekki verja meiri tíma í heimanám en gerist og gengur en fyrsta vikan eftir jól hafi þó kostað vinnu. „Ég las þá upp námsefni 9. bekkjar og það sem 10. bekkur hafði gert fyrir áramót. Annars er ég nú kannski ekki sá allra iðnasti,“ segir hann. Samdi tónlist fyrir atriði Hagaskóla í Skrekk Bjarni segir að tónlistarnámið taki mestan sinn tíma en auk þess að sækja fiðlutíma í vetur var Bjarni í píanótímum, tónfræði og strengjasveit tónlistarskólans. Þegar hann er spurður hvort hann hafi endalausa orku og verði aldrei þreyttur segir Bjarni að það komi fyrir. „Stundum er mað- ur svolítið latur í þessu og vill gera eitthvað annað, til dæmis að lesa eða vera í félagslífi.“ Þar hef- ur hann heldur ekki látið sitt eftir liggja og samdi meðal annars tón- listina fyrir siguratriði Hagaskóla í Skrekk, hæfileikakeppni grunn- MEÐAL þeirra nemenda sem út- skrifuðust úr Hagaskóla í gær var 13 ára gamall drengur, Bjarni Frímann Bjarnason, en hann hóf nám við 8. bekk skólans síðastliðið haust. Um miðjan vetur tók hann stöðupróf og var eftir áramót hækkaður upp um tvo bekki. Bjarni, sem er sonur Bjarna Frí- manns Karlssonar og Sólveigar Diðriku Ögmundsdóttur, útskrif- aðist með glæsibrag, hafði 8,8 í meðaleinkunn og var meðal ann- 19 ÁRA piltur, sem sætti gæslu- varðhaldi fyrir vopnað bankarán í Sparisjóði Hafnarfjarðar í apríl sl., var samkvæmt heimildum blaðsins handtekinn á ný í gær vegna gruns um annað bankarán, að þessu sinni í útibúi Landsbankans í Grindavík. Gert er ráð fyrir að krafist verði gæsluvarðhalds yfir honum í dag. Ránið var framið kl. 12.48 í gær þegar ræninginn kom inn í bankann vopnaður hnífi. Ógnaði hann starfs- fólki sem þar var að vinna en meiddi engan. Tveir voru við störf þegar ránið var framið og einn við- skiptavinur. Ræninginn var klædd- ur bláum samfestingi með græna lambhúshettu á höfði og náðust myndir af honum í eftirlitskerfi bankans. Þær voru þó ekki nógu skýrar til að unnt væri að bera kennsl á ræningjann af þeim einum. Ræninginn flúði á hlaupum að ráni loknu og hvarf með ótilgreindar fjárhæðir. Lögregluembættin í Grindavík, Keflavík, Selfossi og Hafnarfirði auk ríkislögreglustjóra sameinuðust um aðgerðir á vett- vangi með vegatálmum á vegum út úr Grindavík og vettvangsrannsókn með aðstoð tæknideildar lögregl- unnar í Reykjavík. Um kl. 15 kom maður akandi að einum vegatálm- anum og vakti grunsemdir lögreglu á grundvelli lýsinga vitna á ræn- ingjanum. Var maðurinn handtek- inn og færður til yfirheyrslu í Keflavík. Hann er ekki búsettur í Grindavík, að sögn lögreglu. Í kjölfar ránsins voru fulltrúar yfirstjórnar Landsbankans sendir til Grindavíkur til þess að veita að- stoð og áfallahjálp. Ránið í gær er þriðja vopnaða bankaránið á níu vikna tímabili. Öll hafa ránin verið framin á suðvesturhorninu, fyrst í Sparisjóði Hafnarfjarðar 1. apríl, næst í Spari- sjóði Kópavogs 16. maí og nú síðast í Grindavík. Handtekinn aftur vegna bankaráns Morgunblaðið/Júlíus Nágrenni ránsstaðarins var girt af með vegatálmum á vegum út úr Grinda- vík á meðan rannsóknarlögreglumenn unnu á vettvangi. Á SPÆNSKU er pils falda og þar sem ein kennimynd ís- lensku sagn- arinnar að fela hljómar mjög líkt er hún notuð á vefnum tungu- malstrax.com til að hjálpa námfús- um að læra tiltekið orð. Á upphafs- síðunni er smellt á „gömul orð“, þá blasa við myndir af huglægum fyr- irbærum sem og hlutum og sé til dæmis smellt á mynd af pilsi kemur upp hreyfiteiknimynd af Fjólu, sem er með falda myndavél í pilsinu. Framangreint er dæmi um ný- stárlega aðferð í tungumála- kennslu, sem Einar Trausti Ósk- arsson, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hefur að eigin frum- kvæði sett upp á vefsíðu á Netinu til að kenna lykilorðin í spænsku. Spænskunám í anda tölvuleikja  Daglegt líf/B2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.