Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Uppsagn- ir Jökuls til fram- kvæmda 1. júlí STARFSMÖNNUM Jökuls ehf. á Raufarhöfn var í gær tilkynnt að áður boðaðar upp- sagnir hjá fyrirtækinu kæmu til framkvæmda frá og með 1. júlí nk. Jafnframt var þeim tilkynnt að rösklega 20 starfsmönnum yrði boðin endurráðning. Við endurráðn- ingar verður byggt á starfs- aldri starfsmanna hjá fyrir- tækinu, segir í fréttatilkynn- ingu frá Jökli. Að sögn Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur sveitarstjóra á Raufarhöfngefur þetta sveit- arfélaginu nokkru lengri tíma en ella til að finna úrræði í atvinnumálum sveitarfé- lagsins. „Ég er mjög bjartsýn á að það náist,“ segir hún. „Það mun koma betur í ljós í næstu viku hvaða úrræðum verður beitt, en ég hef fulla trú á að við finnum lausn á vandanum.“ Uppsagnir starfsfólks Jök- uls frá 28. maí voru sem kunnugt er dregnar til baka eftir athugasemdir ASÍ varð- andi það hvernig staðið var að þeim. Á fundum með fulltrúum Verkalýðsfélags Raufarhafnar og trúnaðar- mönnum Jökuls, sem haldnir voru í síðustu viku eftir at- hugasemdir ASÍ, kom ekkert nýtt fram sem fallið var til að bæta úr rekstrarvanda Jökuls og var því starfsfólkinu, 50 manns, sagt upp frá og með 1. júlí. Ákveðið hefur verið að dag- ana 18. og 19. júní verði fulltrúar frá Svæðismiðlun Norðurlands eystra á Rauf- arhöfn til þess að veita starfs- fólkinu allar tiltækar upplýs- ingar og aðstoð, segir í fréttatilkynningu. SAFNAHÚSIÐ Eyrartúni verður opnað á Ísafirði í dag. Þetta er eitt af þremur menningarhúsum Ísafjarðar og hýsir bókasafn, héraðsskjalasafn, listasafn Ísafjarðar, ljósmyndasafn og rannsóknaraðstöðu, m.a. fyrir þá sem vinna verkefni sem tengjast Vestfjörðum. Auk þess verður sýn- ingarsalur sem er fyrst og fremst hugsaður fyrir listasafn Ísafjarðar sem hefur starfað síðan 1963. Safnahúsið er í húsnæði gamla sjúkrahússins á Ísafirði en kostn- aðurinn við endurbætur á því nemur um 130 milljónum króna. Að sögn Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, hefur Safnahúsið mikla þýðingu fyrir landsvæðið. „Þetta er gríðarlega öfl- ugt safn. Aðstaðan fyrir öll söfnin stækkar mikið. Það bætir möguleika á öllum sviðum. Til dæmis eru um 130 manns á þessu svæði í háskóla- námi og það gerir miklar kröfur til bókasafns. Nú getum við mætt þess- um kröfum miklu betur,“ segir Hall- dór. Safnahúsið er í húsnæði gamla sjúkrahússins og verður opið fyrir almenning milli klukkan 15 og 18 í dag en útlán, þjónusta og önnur starfsemi hefst á morgun. Safnahúsið Eyrartúni á Ísafirði verður opnað í dag Hefur mikla þýðingu fyrir landsvæðið Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Elín Magnfreðsdóttir bókavörður raðar bókum í hillur í nýj- um húsakynnum bókasafnsins sem eru í húsnæði gamla sjúkrahússins. SAMÞYKKT Alþjóðahvalveiðiráðs- ins í gær um að stofna sérstaka nefnd til að fjalla um verndun allra hvalastofna í samstarfi við náttúru- og dýraverndarsamtök er bakslag fyrir þjóðir, sem hafa unnið að því, að fá hvalveiðar í atvinnuskyni sam- þykktar. Þetta er skoðun formanns íslensku sendinefndarinnar, Stefáns Ásmundssonar, sem sækir ársfund hvalveiðiráðsins í Berlín. Ekki í samræmi við stofnsamning Hann segir að þessi nefnd færi kastljós Alþjóðahvalveiðiráðsins enn þá frekar frá því að vera stjórnunar- stofnun um hvalveiðar á algjöra frið- un hvalastofna. Kröftunum verði dreift enn meira á allt sem viðkomi hvölum, eins og verndun sjávar, í stað þess að einblína á stjórnun veiða og viðhaldi hvalastofnsins. „Við teljum þessa samþykkt ekki rúmast innan stofnsamnings Al- þjóðahvalveiðiráðsins og vorum mik- ið á móti þessu,“ segir Stefán. Öll japanska sendinefndin hafi í kjölfar- ið gengið út af fundinum ásamt fulltrúum um tíu sendinefnda ann- arra þjóða, þar á meðal Norðmanna. Íslenska sendinefndin sat hins vegar sem fastast og taldi Stefán enga ástæðu til að yfirgefa salinn. „Við sátum enn þá í salnum og ég las yf- irlýsingu þess efnis að við vonuð- umst til að hægt væri að gera stjórn- unarráðstafanir varðandi framtíðar hvalveiðar í atvinnuskyni, sem við viljum ýta áfram innan ráðsins, en þetta er að sjálfsögðu bakslag fyrir þá vinnu.“ Kynna vísindaáætlun Stefán segir að finna þurfi nýjar leiðir til að þoka áfram vinnu varð- andi veiðar í atvinnuskyni. Hins veg- ar tengist sú vinna ekki kynningu ís- lensku sendinefndarinnar fyrir vísindanefnd á áætlun Íslendinga um hvalveiðar í vísindaskyni. Sú kynning er á dagskrá ársfundarins á miðvikudag en Stefán segir að málið geti tafist fram á fimmtudag, sem sé síðasti dagur fundarins. „Við höfum skýran rétt til að stunda veiðar í vísindaskyni og lagt áætlun fyrir vísindanefndina þar sem gagnlegt er að fá umræðu um veiðarnar,“ segir Stefán en reiknar með, að fenginni reynslu Japana, að málið verði einnig tekið upp í hval- veiðiráðinu sjálfu, sem sé hinn póli- tíski vettvangur. „En vísindaáætlun- in verður ekki til umræðu með þeim hætti að greidd verði um hana at- kvæði. Henni verður hvorki hafnað né hún samþykkt. Þetta er einfald- lega áætlun sem við setjum fram til umræðu innan vísindanefndarinnar en ekki til ákvörðunar hvalveiðiráðs- ins.“ Ræða þarf framtíð hvalveiða Eftir að fundi lýkur á fimmtudag segir Stefán að íslenskir stjórnmála- menn þurfi að setjast niður og ákveða næstu skref varðandi hval- veiðar í ljósi umræðunnar innan Al- þjóðahvalveiðiráðsins. Nokkuð var um mótmæli fyrir ut- an fundarstað hvalveiðiráðsins í gær en þau fóru friðsamlega fram að sögn Stefáns. Jón Egill Egilsson, sendiherra Íslands í Berlín, sagði að um 30 mótmælendur hefðu verið fyr- ir utan norrænu sendiráðin. Svo lítið fór fyrir þeim að hann hafi ekki orðið þeirra var þegar hann var við vinnu í sendiráðinu. Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti að stofna nefnd um hvalavernd Dreifir kastljósi ráðsins  Berlínarfrumkvæðið/16 BORGARRÁÐ samþykkti í gær að fara út í framkvæmdir við bygg- ingu nýs frjálsíþróttahúss við aust- urenda Laugardalshallar. Að sögn Jónasar Egilssonar, for- manns Frjálsíþróttasambands Ís- lands, hefur bygging frjálsíþrótta- húss verið í umræðunni í tvö ár en húsið mun bjóða upp á að haldin séu alþjóðleg frjálsíþróttamót hér á landi. Engin almennileg inniaðstaða fyrir frjálsíþróttafólk í dag Frjálsíþróttahúsið verður 9.546 m² á þremur hæðum en til samanburðar má hafa að Laug- ardalshöllin er 6.538 m². Gert er ráð fyrir 200 metra hlaupahring með fjórum brautum en sex braut- um á beinu köflunum, þ.e. fyrir 60 og 100 metra hlaup. Í miðjum hringnum yrði slétt gólf og fyrir utan hringinn æfingaaðstaða. „Þetta hús á eftir að hafa gíf- urlega þýðingu fyrir frjáls- íþróttahreyfinguna. Við höfum ekki haft neina almennilega innan- hússaðstöðu. Ég hef stundum spurt hvar sé meiri þörf fyrir innanhúss- aðstöðu heldur en í nyrstu höf- uðborg í heimi? Við höfum lengi átt frjálsíþróttafólk á heimsmæli- kvarða þrátt fyrir aðstöðuleysi. Nú er loksins verið að viðurkenna þennan árangur,“ segir Jónas. Teikningar af húsinu liggja fyrir og útboð á framkvæmdum verður á næstu dögum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í sumar og að húsið verði tilbúið í ársbyrjun 2005. Bygging nýs frjálsíþróttahúss í Laugardalnum samþykkt í borgarráði Tölvuteikning/Tark Bygging mun tengja Laugardalshöllina og nýju íþrótta- og sýningarhöllina í Laugardal. Reykjavíkurborg mun leigja húsið. Gífurlega þýðingarmikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.