Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 11
FORRÁÐAMENN Rauða kross Ís-
lands segja að með samstilltu átaki
Íslendinga og annarra þjóða sem
lögðu fram fé til hjálparstarfs í
sunnanverðri Afríku hafi tekist að
afstýra hungursneyð sem ógnaði 15
milljónum manna. Dreifing á útsæði
hafi tekist vel og nú séu uppskeru-
horfur góðar.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi hjá RKÍ í gær þar sem gefið
var yfirlit um hjálparstarf Alþjóða-
sambands Rauða krossins og Rauða
hálfmánans í Malaví, Lesótó, Svasí-
landi, Simbabve og Sambíu. Í fyrra-
vor sendu alþjóða hjálparstofnanir
út beiðni um neyðaraðstoð vegna
yfirvofandi hungursneyðar í fram-
angreindum löndum. Kostnaður var
áætlaður um 90 milljónir sviss-
neskra franka, kringum 5 milljarð-
ar króna, og frá Íslandi komu alls
um 40 milljónir króna. Rauði kross
Íslands lagði strax í fyrrasumar
fram 10 milljónir króna til verkefn-
isins og stóð síðan fyrir söfnuninni
Göngum til góðs meðal landsmanna
í október. Söfnuðust alls um 30
milljónir króna og er áætlað að fyr-
ir féð frá Íslandi hafi verið unnt að
veita um 40 þúsund manns mat-
vælaaðstoð í tvo mánuði.
Sigrún Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri RKÍ, og Þórir Guðmundsson
upplýsingafulltrúi sögðu undirtektir
Íslendinga við söfnuninni hafa verið
mjög góðar og munað hefði veru-
lega um framlag Íslands.
Matvælum dreift
Huld Ingimarsdóttir, sendi-
fulltrúi Rauða kross Íslands, var
fjármálastjóri hjálparstarfsins í
sunnanverðri Afríku og sagði hún
verkefni Íslands hafa verið dreif-
ingu matvæla til afskekktra svæða
með öflugum flutningabílum. Kvað
hún það hafa tekist vel en matvæl-
unum var dreift í samvinnu við Al-
þjóðamatvælastofnunina, landsfélög
Rauða krossins á svæðinu og ann-
arra landsfélaga. Segir hún aðstoð-
ina hafa tryggt að nauðstaddir í
þessum löndum hefðu næga fæði
fram í uppskeru sem nú er að fara í
hönd. Hún sagði veðurskilyrði hafa
verið þannig að búist væri við góðri
uppskeru og því sýnt að draga
myndi úr þörf á matvæladreifingu á
þessu svæði á árinu.
Fulltrúar Rauða krossins sögðu
að staðan í matvælaöflun væri nú
þannig að hægt væri að taka upp
öflugra starf á sviði forvarna og
fræðslu.
Hlér Guðjónsson er sendifulltrúi
RKÍ í sunnanverðri Afríku og segir
hann m.a. í nýrri greinargerð um
ástandið að útbreiðsla alnæmis í
þessum heimshluta sé sú mesta
sem þekkist og talið væri að allt að
50% fullorðinna hefðu smitast af
veikinni. „Dánartíðni af völdum al-
næmis er víða svo mikil að fátt
vinnufært fólk er eftir til að plægja
og sá í akra, og oft hefur öllum fjár-
munum heimilanna verið eytt í lyf
og læknisaðstoð handa hinum
sjúku. Því er algengt að börn og
gamalmenni geti ekki séð sér far-
borða og þurfi sárlega á matvælum
og annarri aðstoð að halda,“ segir
Hlér m.a. í skýrslu sinni.
Forráðamenn RKÍ ánægðir með árangur hjálparstarfs í suðurhluta Afríku
Hungursneyð afstýrt og
uppskeruhorfur góðar
Ljósmynd/Þórir Guðmundsson
Áhersla var lögð á að koma útsæði til bænda og árangurinn hefur ekki látið á sér standa; von á góðri uppskeru.
HJÁLPARSTARF er að komast á
fullan skrið á El Kere-svæðinu í
Eþíópíu, en þar hafa verið miklir
þurrkar undanfarið. Hjálparstarf
kirkjunnar stóð fyrir söfnun eftir
páska og hafa safnast um sex millj-
ónir sem renna til þessa hjálp-
arstarfs.
Helgi Hróbjartsson er staddur í
Eþíópíu og segir að hjálparstarf sé
að hefjast. Peningar hafa borist og
nú er unnið í því að skipuleggja
kaup á matvælum og flutningum á
þeim.
„Sem betur fer eru öll forms-
atriði komin á hreint. Það er mun
erfiðara að fá öll tilskilin leyfi í dag
en það var fyrir tíu árum. Þá gat
maður farið beint í að hjálpa fólki
og þurfti ekki að fá leyfi fyrir öllu,“
segir Helgi.
Flýgur á milli á „Frúnni“
Helgi notar „Frúna“, flugvél áð-
ur í eigu sjónvarpsmannsins Ómars
Ragnarssonar, til að ferðast á milli
með fólk og lyf. Hann segir það
mikinn mun að geta flogið á milli
og nefnir sem dæmi að ferð sem
hann fór áður á fjórum dögum geti
hann flogið á rétt undir þremur
klukkustundum. Það auðveldar alla
yfirsjón yfir birgðadreyfingu, en
einnig er hægt að flytja lyf og heil-
brigðisstarfsmenn á milli á flugvél-
inni.
Hjálpar-
starf að
hefjast í
Eþíópíu
ALLS veiddust fjórir laxar fyrsta
daginn í Miðfjarðará, einn fyrstu
vaktina og þrír í gærmorgun. Flestir
veiddust í Vesturá, en einn kom líka
úr Miðfjarðará, að sögn Jóhönnu
Hólmfríðar Helgadóttur starfs-
stúlku í veiðihúsinu við ána.
Árni Baldursson leigutaki hafði
áður lýst vatnsleysinu á svæðinu
sem „voðalegu“ og verður að telja
þetta nokkuð góða byrjun m.t.t. að-
stæðna. Laxar sáust víða, bæði í
Vesturá, Austurá og Miðfjarðará.
Hins vegar rennur Núpsá varla. Allt
voru þetta boltalaxar.
Vaktavinna
yfir 20 pundara
Ingvi Hrafn var hress í bragði í
gærdag, 3 laxar komnir á land eftir
fyrsta daginn, m.a. tveir á Jarðlangs-
staðaeyrum. „Það er kominn lax upp
á Fjall og það eru laxar víða í ánni og
talsvert segja mér veiðimenn í
Strengjunum á Breiðunni, en hann
tekur illa þar í glærunni. Það er enn
gott vatn í ánni, en ef ekki rignir af
viti næstu 2–3 vikurnar þá gæti
ástandið orðið slæmt,“ sagði Ingvi og
bætti við að gríðarstór fiskur lægi í
Glanna. „Það er unnin vaktavinna yf-
ir honum, en hann gefur sig ekki
hvað svo sem síðar verður,“ bætti
Ingvi við.
Dauft í Leirársveit
Enginn lax veiddist fyrsta daginn í
Laxá í Leirársveit, ein 3 punda
bleikja veiddist á fyrstu vaktinni og
einn 4 punda urriða á þeirri næstu.
Einhverja laxa hafa menn séð, en áin
er skelfilega vatnslítil.
Tveir laxar úr Fnjóská
Stjórn Stangaveiðifélagsins Flúða
opnaði Fnjóská sunnudaginn 15.
júní. Tveir laxar komu á land, 13
punda hrygna úr Kolbeinspolli og 12
punda hrygna af Hellunni. Á báðum
þessum stöðum sást til fleiri laxa og
einnig varð vart við lax á Malareyri
og Bjarghorni. Minna vatn er í ánni
en oftast er á þessum árstíma og
ekki er að sjá lit á vatninu. Almenn
veiði hefst 19. júní.
Stangaveiðifélagið Flúðir hefur
opnað heimasíðu þar sem hægt er að
skoða og kaupa laus veiðileyfi í
Fnjóská, auk þess sem þar er að
finna ýmsar upplýsingar um ána,
nýjustu fréttir, veiðikort, veiðistaða-
lýsingar, veiðisögur, myndir og
fleira.
Slóðin er: www. fludir.svak.is
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Guðjón Árnason og Sigmundur Ófeigsson með fyrstu laxana úr Fnjóská.
Byrjaði
vel í Mið-
fjarðará og
Langá
Veiðimenn renna í Kvíslafossi í Laxá í Kjós.
OFBELDI gagnvart þeim sem taka
þátt í starfi verkalýðsfélaga fer vax-
andi í heiminum, að því er fram kem-
ur í árlegri skýrslu Alþjóðasambands
frjálsra verkalýðsfélaga, ICFTU, og
frá er greint í Vinnunni, vefriti ASÍ.
Alls voru 213 einstaklingar myrtir á
síðasta ári vegna þátttöku þeirra í
verkalýðsstarfi, þar af 206 í S-Amer-
íku. Evrópa og Bandaríkin eru ekki
sögð undanskilin en alvarlegast er
ástandið þó í Kólumbíu þar sem 184
einstaklingar voru myrtir í fyrra. Til
viðbótar er vitað um a.m.k. 27 morð-
tilræði í landinu, 189 morðhótanir og
80 manns neyddust til að flýja land.
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda-
stjóri ASÍ, segir fá eða engin dæmi
þess að verkalýðsforkólfar eða trún-
aðarmenn hér á landi hafi orðið fyrir
einhvers konar ofbeldi í sínu starfi.
„Sem betur fer, enda búum við hér í
siðmenntuðu þjóðfélagi,“ segir Gylfi
en bætir við að vissulega hafi deilur
komið upp milli trúnaðarmanna og
forsvarsmanna viðkomandi fyrirtæk-
is. Slíkar deilur geti haft einkenni ein-
hvers konar álags en ekki í neinni lík-
ingu við það sem skýrsla ICFTU gefi
til kynna.
Gylfi segir mörg dæmi þess að
trúnaðarmenn íslenskra fyrirtækja
hafi vegna þekkingar sinnar og
reynslu komist til metorða og frekar
en hitt verið umbunað í starfi.
Í skýrslu ICFTU kemur einnig
fram að farandverkafólk hafi víða
orðið fyrir ofsóknum og þvingunum. Í
öllum heimshlutum sé að finna skorð-
ur við þátttöku erlendra verkamanna
í starfi verkalýðsfélaga og brot á
sjálfsögðum rétti þeirra. Aðspurður
um þetta, í ljósi þess að atvinnuþátt-
taka útlendinga hefur aukist veru-
lega hér á landi síðustu ár, segist
Gylfi ekki vita til þess að erlendir
starfsmenn verði fyrir ónæði innan
íslenskra fyrirtækja. Þess séu nokk-
ur dæmi að útlendingar hafi gerst
trúnaðarmenn starfsmanna og staðið
sig vel í því hlutverki.
„Staðan í þessum málum er al-
mennt séð góð þó að við höfum viljað
skerpa á ýmsu varðandi stöðu trún-
aðarmanna á vinnustöðum. Það er
hins vegar ekki tilkomið vegna þess
að þeir liggi undir einhverju ámæli
eða árásum. Við höfum haft þá skoð-
un að virkja eigi starfsmenn og trún-
aðarmenn vinnustaða meira í ýmsum
þáttum í okkar starfsemi en til þess
þyrfti að endurskoða samninga við
atvinnurekendur um störf og stöðu
trúnaðarmanna,“ segir Gylfi.
Aukið ofbeldi í heiminum
gegn fólki í verkalýðsstarfi
Íslenskum trúnað-
armönnum frekar
umbunað en hitt
ÓSKAÐ var eftir sjúkrabíl vegna
manns sem lægi í hnipri á íþrótta-
velli í austurborg Reykjavíkur í
gær. Þegar að var gáð reyndist
þetta vera maður að taka myndir
af skordýrum og var hann hinn
hressasti, samkvæmt upplýsing-
um frá lögreglunni í Reykjavík.
Seinna um daginn var tilkynnt
um mann sem sæti hreyfingarlaus
með opin augu og opinn munn inni
í bifreið við Hafravatnsafleggjara.
Maðurinn reyndist vera sofandi
og var í lagi með hann.
Sjúkrabíll vegna skordýra