Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 17 „GAMLIR“ starfsmenn vinna jafn vel og yfirleitt betur en þeir sem ungir eru. Það sem vantar á við- bragðsflýti og líkamlegt úthald bæta þeir upp með reynslu og skynsamlegum ákvörðunum. Þeim verða með öðrum orðum á færri mistök en unga fólkinu. Kolbein Lyng, vísindamaður við norsku rannsóknastofnunina NOVA, segir í viðtali við Aften- posten að öll vinna krefjist þekk- ingar og reynslu og að því búi gamlir starfsmenn. Það sem ungu fólki kunni að vaxa í augum sé oft bara smámál fyrir þá sem reynsl- una hafi. Raunar eru mörkin á milli „gamalla“ og „ungra“ á vinnu- markaði dálítið óljós. Er stundum miðað við 50 ára aldur og stund- um 45. Rannsóknir í Bandaríkj- unum sýna hins vegar sömu nið- urstöður og norska rannsóknin. „Gamlingjarnir“ fara sér hægar en unga fólkið en vinna það upp með jafnari vinnuhraða og með því að verða síður á í messunni. Þar fyrir utan eru þeir miklu fljótari en nýgræðingarnir að átta sig á viðfangsefninu, til dæmis meginatriðunum í texta. Þess vegna sé það firra að unnt sé að bæta framleiðni, svo ekki sé talað um gæði, með því að yngja á skömmum tíma upp í starfsliðinu. Með því sé aðeins verið að kasta á glæ mikilvægri þekkingu og reynslu. Viðteknar skoðanir hafa áhrif Hvað sem þessu líður þá er það almenn skoðun að fólk „brenni út“ í starfi er það eldist og það hefur áhrif á sjálfstraustið hvað sem raunveruleikanum líður. Kom það vel fram í könnun þar sem fólk var beðið að gefa sjálfu sér einkunn fyrir hæfni og vinnuþrek. 38% yngsta fólksins, á aldrinum 20 til 29 ára, gáfu sér 10 en það gerðu aðeins 14% þeirra, sem voru á aldrinum 50 til 59 ára. „Gamlingjar“ eru góður vinnukraftur Gamlir starfsmenn búa yfir reynslu og þeim verður síður á í messunni LÖGREGLAN í Londonderry á Norður-Írlandi fann 270 kg sprengju í sendiferðabíl á sunnudag og telur að hópur herskárra lýðveldissinna hafi ætlað að beita sprengjunni í borginni. Lögreglan kvaðst ekki vita hvert skotmarkið hefði átt að vera en sagði að hún hefði getað valdið miklu manntjóni hefði henni verið beitt. Jeffrey Donaldson, þing- maður stærsta flokks sam- bandssinna á Norður-Írlandi, UUP, kvaðst telja að einhver af klofningshópum Írska lýð- veldishersins, IRA, hefði átt sprengjuna. Lestarslys í Svíþjóð UM 25 manns slösuðust, þar af sex alvarlega, þegar far- þegalest og vöruflutningalest skullu saman við Hoks-lestar- stöðina skammt frá Vaggeryd í Suður-Svíþjóð í gær. Í frétt Svenska dagbladet segir að margir hinna slösuðu hafi ver- ið börn. Farþegalestin var kyrrstæð á brautarstöðinni þegar vöru- flutningalestinni var ekið á hana. Miklar skemmdir urðu á báðum lestunum. Clinton taki við af Robertson CARL I. Hagen, formaður Framfaraflokksins í Noregi, hefur hvatt norsku stjórnina til að beita sér fyrir því að Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkja- forseti, verði næsti fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, NATO. Hag- en segir að Clinton sé tilvalinn sem eftirmaður George Ro- bertsons vegna reynslu hans og þekkingar á alþjóðamálum. Hann hafi haft góð og náin tengsl við marga af leiðtogum aðildarríkja bandalagsins í Evrópu og njóti þar nógu mik- illar virðingar til að geta stuðl- að að sáttum milli Bandaríkj- anna og þeirra ríkja sem lögðust gegn stríðinu í Írak. Norskir fjölmiðlar sögðu í gær að litlar líkur væru á því að Kristin Krohn Devold, varnarmálaráðherra Noregs, yrði fyrir valinu sem fram- kvæmdastjóri NATO. Kínverjar styðji N-Kóreu UM 57% Kínverja eru hlynnt því að kínverska stjórnin styðji Norður-Kóreumenn komi til nýs stríðs á Kóreu- skaga, ef marka má skoðana- könnun sem birt var í Kína í gær. Um 54% aðspurðra sögð- ust telja að leyfa ætti Norður- Kóreumönnum að framleiða kjarnavopn ef þeir vildu það. STUTT Stór sprengja finnst á N-Írlandi Bill Clinton Ríkharður M. Jósafatsson Austurlensk læknisfræði Nálastungur og nudd 553-0070 GSM: 863-0180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.