Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 19 St af ræ na hu gm yn da sm ið ja n / 3 27 7 BANDARÍSKA varnarmálaráðu- neytið, Pentagon, er nú að leggja lokahönd á nýjar áætlanir er varða staðsetningu herstöðva Bandaríkja- hers á erlendri grundu. Fela þær m.a. í sér að verulega verði fækkað í því sjötíu þúsund manna herliði, sem hefur bækistöðvar í Þýska- landi, og að meiri áhersla verði á móti lögð á herstöðvar í Afríku og á Kákasus-svæðinu. Frá þessu er sagt í frétt í The Wall Street Journal en þar kemur fram að breyttar áætlanir skýrist af því hversu mikið kapp bandarísk stjórnvöld leggi nú á að standa vörð um æ mikilvægari olíulindir í ýms- um ríkjum Afríku, svo sem í Níger- íu, og á Kákasus-svæðinu; auk þess sem þær taka mið af hryðjuverka- ógninni. Er haft eftir embættis- mönnum í Pentagon að þeir geri ráð fyrir því að endanlegar ákvarð- anir um þessi efni verði teknar á næstu vikum og mánuðum, og að liðsflutningar geti síðan hafist eftir um það bil eitt ár. Þjóðverjar voru mótfallnir hern- aði Bandaríkjamanna í Írak og The Wall Street Journal segir því senni- legt að áætlanir Pentagon verði túlkaðar sem svar við þeirri afstöðu þýskra stjórnvalda. Embættismenn Pentagon segja þetta þó ótengt og benda m.a. á að Þjóðverjar hafi þrátt fyrir andstöðu sína ekki sett neinar hömlur á herflutninga til og frá bækistöðvunum í Þýskalandi meðan á stríðinu stóð. Raunar séu Bandaríkjamenn tregir til að fækka of mikið í því herliði sem staðsett er í Evrópu þar sem áhrif og ítök Bandaríkjanna innan Atlantshafs- bandalagsins (NATO) gætu minnk- að við það. Mikilvægt sé fyrir Bandaríkin að gegna áfram forystu- hlutverki innan NATO. Vilja aðgang að hafnaraðstöðu Fram kemur í fréttinni að líklega muni Bandaríkin vilja hafa um fimmtán þúsund hermenn staðsetta í löndum á Kákasus-svæðinu. Er þar um að ræða m.a. herstöð sem Bandaríkjamenn hafa í Azerbaídjan en flestir hermannanna yrðu þó reyndar í Rúmeníu eða Búlgaríu, þar sem aðgangur að hafnaraðstöðu við Svartahafið er tryggður. Þá kemur fram að Bandaríkja- menn muni vilja fjölga hermönnum, sem væru til taks á herstöðvum í Afríkuríkjum, úr um það bil fimm- tán hundruð í allt að sex þúsund og fimm hundruð. Er þar verið að ræða um Alsír, Marokkó og hugs- anlega Túnis, en einnig er sagt koma til greina að litlum herstöðv- um verði komið upp í Senegal, Ghana, Malí og Kenýa. Fram kemur í frétt The Wall Street Journal að hugsanlega verði þrír af hverjum fjórum liðsmönnum landhers Bandaríkjanna í Þýska- landi en langstærstur hluti banda- ríska herliðsins í Þýskalandi til- heyrir landhernum fluttur annað. Herstöðin í Ramstein í Suður- Þýskalandi muni þó áfram gegna mikilvægu hlutverki. Fækkað í herliði Banda- ríkjanna í Þýskalandi Bandaríkjastjórn leggur aukna áherslu á her- stöðvar í Afríku og á Kákasus- svæðinu Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Sumarúlpur Sportúlpur Heilsársúlpur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.