Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 19
St
af
ræ
na
hu
gm
yn
da
sm
ið
ja
n
/ 3
27
7
BANDARÍSKA varnarmálaráðu-
neytið, Pentagon, er nú að leggja
lokahönd á nýjar áætlanir er varða
staðsetningu herstöðva Bandaríkja-
hers á erlendri grundu. Fela þær
m.a. í sér að verulega verði fækkað
í því sjötíu þúsund manna herliði,
sem hefur bækistöðvar í Þýska-
landi, og að meiri áhersla verði á
móti lögð á herstöðvar í Afríku og á
Kákasus-svæðinu.
Frá þessu er sagt í frétt í The
Wall Street Journal en þar kemur
fram að breyttar áætlanir skýrist af
því hversu mikið kapp bandarísk
stjórnvöld leggi nú á að standa vörð
um æ mikilvægari olíulindir í ýms-
um ríkjum Afríku, svo sem í Níger-
íu, og á Kákasus-svæðinu; auk þess
sem þær taka mið af hryðjuverka-
ógninni. Er haft eftir embættis-
mönnum í Pentagon að þeir geri
ráð fyrir því að endanlegar ákvarð-
anir um þessi efni verði teknar á
næstu vikum og mánuðum, og að
liðsflutningar geti síðan hafist eftir
um það bil eitt ár.
Þjóðverjar voru mótfallnir hern-
aði Bandaríkjamanna í Írak og The
Wall Street Journal segir því senni-
legt að áætlanir Pentagon verði
túlkaðar sem svar við þeirri afstöðu
þýskra stjórnvalda. Embættismenn
Pentagon segja þetta þó ótengt og
benda m.a. á að Þjóðverjar hafi
þrátt fyrir andstöðu sína ekki sett
neinar hömlur á herflutninga til og
frá bækistöðvunum í Þýskalandi
meðan á stríðinu stóð. Raunar séu
Bandaríkjamenn tregir til að fækka
of mikið í því herliði sem staðsett er
í Evrópu þar sem áhrif og ítök
Bandaríkjanna innan Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) gætu minnk-
að við það. Mikilvægt sé fyrir
Bandaríkin að gegna áfram forystu-
hlutverki innan NATO.
Vilja aðgang
að hafnaraðstöðu
Fram kemur í fréttinni að líklega
muni Bandaríkin vilja hafa um
fimmtán þúsund hermenn staðsetta
í löndum á Kákasus-svæðinu. Er
þar um að ræða m.a. herstöð sem
Bandaríkjamenn hafa í Azerbaídjan
en flestir hermannanna yrðu þó
reyndar í Rúmeníu eða Búlgaríu,
þar sem aðgangur að hafnaraðstöðu
við Svartahafið er tryggður.
Þá kemur fram að Bandaríkja-
menn muni vilja fjölga hermönnum,
sem væru til taks á herstöðvum í
Afríkuríkjum, úr um það bil fimm-
tán hundruð í allt að sex þúsund og
fimm hundruð. Er þar verið að
ræða um Alsír, Marokkó og hugs-
anlega Túnis, en einnig er sagt
koma til greina að litlum herstöðv-
um verði komið upp í Senegal,
Ghana, Malí og Kenýa.
Fram kemur í frétt The Wall
Street Journal að hugsanlega verði
þrír af hverjum fjórum liðsmönnum
landhers Bandaríkjanna í Þýska-
landi en langstærstur hluti banda-
ríska herliðsins í Þýskalandi til-
heyrir landhernum fluttur annað.
Herstöðin í Ramstein í Suður-
Þýskalandi muni þó áfram gegna
mikilvægu hlutverki.
Fækkað í herliði Banda-
ríkjanna í Þýskalandi
Bandaríkjastjórn
leggur aukna
áherslu á her-
stöðvar í Afríku
og á Kákasus-
svæðinu
Mörkinni 6 - Sími 588 5518
Sumarúlpur
Sportúlpur
Heilsársúlpur