Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BLÁIR hvalir, uppblásnir hvalir og græn- ir, loðnir og krúttlegir hvalir sjást víða við Estrel-hótelið í Berlín þar sem fjög- urra daga fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins fer fram. Eina sem vantar eru raunveru- legir hvalir. Fulltrúar þrýstihópa ganga um á meðal fólks og reyna að koma sjón- armiðum sínum á framfæri en inni í fund- arsalnum sjálfum takast á fulltrúar ríkjanna sem vilja friða hvali og þjóðanna sem vilja nýta þá eins og aðrar auðlindir sjávar. Fimmtíu ríki eru í ráðinu. Mörg þeirra myndu seint teljast öflugar hval- veiðiþjóðir, svo sem Mongólía og Sviss, en þau ríki hafa þó jafnmikið vægi innan ráðsins og hvalveiðiþjóðir á borð við Ís- lendinga, Japani og Norðmenn. Ríkin skiptast í tvær fylkingar sem deila um hvort leyfa eigi hvalveiðar eða banna þær með öllu. Við fundinn reyna umhverfisvernd- arsamtök hvað þau geta til að koma skoð- un sinni á framfæri og hafa þannig áhrif á almenningsálitið sem síðan kann að hafa áhrif á afstöðu fulltrúanna á fund- inum. Andstæðingar hvalveiða búa yfir afar beittu vopni: þeirri almennu skoðun að hvalir séu krúttlegir og blíðir risar sem syndi um úthöfin. Þannig söfnuðu græn- friðungar saman hundruðum skólabarna til mótmælaaðgerða utan við fundarstað- inn í dag. Börnin sungu, báru eftirlík- ingar af hvölum, teiknuðu myndir af hvöl- um með krít á gangstéttar og veifuðu spjöldum þar sem stóð: „Bjargið hvöl- unum“ og „Friður sé með hvölunum okk- ar“. Bréf til þýskra barna En sjónarmið hvalveiðimanna eiga einn- ig sína þrýstihópa og samtök. Japanska sendinefndin, sem hafði fengið veður af þessum aðgerðum, sendi í morgun frá sér opið bréf frá skólabekk í japanska bænum Shimonoseki, sem er eins konar hvalveiði- höfuðborg Japans. Bréfið var stílað til þýskra barna og þar segir m.a.: „Við fáum aðeins hvalkjöt nokkrum sinnum á ári sem er slæmt því það er svo gott.“ Þá sendu High North Alliance, fjöl- þjóðleg samtök ýmissa hagsmunaðila í sjávarútvegi, frá sér nokkurs konar leið- beiningabækling fyrir blaðamenn þar sem málin eru útskýrð frá sjónarhóli hval- veiðisinna. „Líklega munu andstæðingar hvalveiða samþykkja nokkrar hat- ursályktanir og þið megið búast við að andstæðingarnir fullyrði að hvalkjöt sé óæt og eitruð fæða,“ segir í leiðbeining- unum. Hvalavinir hafa einmitt sagt að hvalkjöt sé fullt af eiturefnum og hvalir séu í út- rýmingarhættu. Meðal þeirra er Renate Künast, ráðherra neytendamála í Þýska- landi, sem segir að besta leiðin til að nýta hvali sé með myndavél en ekki skutli. Tugir dýraverndar- og umhverfisvernd- arsamtaka hafa fengið áheyrnaraðild að fundinum og þau láta minnisblöðum, skýrslum og nýjum rannsóknum rigna yf- ir blaðamenn. Fjöldi blaðamannafunda hefur verið boðaður og fulltrúar þrýsti- hópanna reyna að koma þeim á framfæri: „Viltu ræða við sérfræðing okkar um hugmyndir Íslendinga um að hefja hval- veiðar á ný?“ spyrja þeir kurteislega. „Hér er nafnspjaldið mitt.“ Beita áróðri af ýmsu tagi Samtök og þrýstihópar áberandi í Berlín vegna ársfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins Berlín. AFP. AP Greenpeace lét hengja upp plasthval á sjón- varpsturninn í Berlín, hæstu byggingu borgarinnar, til að mótmæla hvalveiðum daginn áður en fundur Alþjóðahvalveiði- ráðsins hófst í borginni. Alþjóðahvalveiðiráðið Berlín. AP, AFP. Berlínar- frumkvæðið samþykkt ANDSTÆÐINGAR hvalveiða unnu sigur er Berlínarfrum- kvæðið svonefnda var samþykkt á ársfundi Alþjóðahvalveiði- ráðsins í Berlín síðdegis í gær. Mjótt var á mununum, 25 ríki sögðu já en 20 mótmæltu. Fylgjendur tillögunnar og fulltrúar umhverfissamtaka fögnuðu með lófaklappi er niðurstaðan var ljós en öll japanska sendinefndin, alls 50 manns, gekk af fundi. Um er að ræða tillögu sem 19 ríki ráðsins lögðu fram um að stofnuð verði sérstök nefnd til að fjalla um verndun allra hvalastofna gegn ofveiði, mengun og veðurfarsbreytingum og er gert ráð fyrir að sú nefnd starfi með náttúru- og dýra- verndarsamtökum. Auk þess að stofnaður verði sjóður til að fjármagna rannsóknir í verndarskyni. Heitar umræður Tillagan var samþykkt þrátt fyrir hörð mótmæli hvalveiði- þjóða en Japanir höfðu m.a. hótað að ganga út ef niðurstaðan yrði þessi. Tilraunir þeirra til að koma tillögunni út af dagskrá fundarins mistókust eftir heitar umræður þar sem fulltrúar hvalverndarþjóða voru m.a. sakaðir um að „ræna“ náttúru- verndarhugsjónum og nota „svívirðilegar“ og „oflátungsleg- ar“ aðferðir til að fá fólk á sitt band. Íslendingar, Norðmenn og Japanir hótuðu undir eins að eiga ekki samstarf með nefndinni og gera hana þannig óstarfhæfa. Hvalveiði- þjóðirnar og stuðningsmenn þeirra telja að tillögunni sé í raun ætlað að tryggja að hvalveiðar verði aldrei leyfðar á veg- um Alþjóðahvalveiðiráðsins. Höfðu Japanir gefið í skyn að þeir kynnu að segja sig úr ráðinu, yrði tillagan samþykkt. Þeir sem mótmæltu tillögunni auk fyrrnefndu ríkjanna þriggja voru einkum Afríkuríki og þjóðir frá Karíbahafi. Bandaríkin, flest Evrópuríki og Suður-Afríka studdu hins vegar tillöguna. Sögð marka tímamót Stuðningsmenn tillögunnar segja að samþykkt hennar marki tímamót í störfum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Conall O’Connell, fulltrúi Ástrala á fundinum, sagði að hún myndi styrkja ráðið og staðfesta að það hafi hvalaverndun að leið- arljósi. Japanir segja hins vegar að tillagan snúist um hvalfriðun á kostnað sjálfbærra veiða úr hvalastofnum. Japanir og Íslendingar voru í fararbroddi þeirra þjóða sem vildu að tillagan yrði felld. Þeir vilja að hvalveiðibanni hval- veiðiráðsins, sem verið hefur í gildi frá árinu 1986, verði aflétt og nýtt veiðireglukerfi verði samþykkt. Þær veiðireglur hafa hins vegar verið á dagskrá hvalveiðiráðsins lengi án þess að fá brautargengi. Íslendingar gengu í hvalveiðiráðið á síðasta ári, gerðu þá formlegan fyrirvara við hvalveiðibannið en skuldbundu sig til að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en 2006. Japanir hafa einnig hótað að hefja veiðar í atvinnuskyni dragist vinna við veiðistjórnunarreglurnar enn von úr viti. MOHAMED ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinn- ar (IAEA), lagði í gær fast að stjórn- völdum í Íran að þau heimiluðu aukið eftirlit með kjarnorkuverum sem starfrækt eru í landinu, en stjórnvöld í Íran höfnuðu því að sögn breska út- varpsins BBC. ElBaradei upp- lýsti að Íranar hefðu látið hjá líða að greina IAEA að öllu leyti frá kjarn- orkuáætlun stjórnvalda en lét þess hins vegar getið að bragarbót hefði nú verið gerð í þeim efnum. Bandaríkjamenn saka stjórnvöld í Íran um að hafa uppi leynileg áform um að framleiða kjarnorkusprengju. Hafa Bandaríkjamenn að undan- förnu þrýst á um að Íran verði lýst brotlegt við alþjóðasamninga. Íranar neita hins vegar með öllu ásökunum Bandaríkjamanna og segja aðeins unnið að því að framleiða raforku í kjarnorkuverum landsins. Segja „pólitískar ástæður“ fyrir þrýstingnum ElBaradei fór fram á það á stjórn- arfundi IAEA í Vínarborg í gær við yfirvöld í Teheran að þau skrifuðu undir viðauka við samninginn um út- breiðslu kjarnorkuvopna (NPT) en þannig yrði IAEA gert kleift að rannsaka öll kjarnorkuver í landinu án nokkurra takmarkana. Tóku utanríkisráðherrar Evrópu- sambandsríkjanna undir þessa ósk ElBaradeis, sem og Ígor Ívanov, ut- anríkisráðherra Rússlands, en Rúss- ar hafa undanfarið veitt Írönum að- stoð í tengslum við byggingu kjarnorkuvers í Bushehr í Íran. Að sögn BBC staðfestu stjórnvöld í Íran í gær að þau myndu ekki skrifa undir slíkan viðauka. Fulltrúi Írans á fundinum í Vín sagði að „pólitískar ástæður“ lægju að baki þeim þrýst- ingi, sem Íranar væru nú beittir. Íranar hafna auknu eftirliti Vínarborg. AFP, AP. Mohamed ElBaradei ÞRJÁR stúlkur á leið í skóla í Sarajevo ganga hjá auglýsinga- spjaldi um fyrirhugaða heimsókn Jóhannesar Páls II páfa til Bosn- íu. Páfi mun nk. sunnudag koma við í Banja Luka, þar sem hann hyggst taka Bosníu-Króatann Ivan Merz í dýrlingatölu, en hann helgaði líf sitt starfi í þágu kaþólsku kirkj- unnar í byrjun 20. aldar. Standa vonir til að heimsókn páfa muni hjálpa til við að gera brott- flúnum Bosníu-Króötum kleift að snúa aftur til heimkynna sinna í þeim hluta Bosníu sem lýtur stjórn Serba. Serbar eru flestir í rétttrúnaðar- kirkjunni, ekki kaþólskir. Páfaheimsókn undirbúin í Bosníu AP Maður handtekinn vegna „Íraksleka“ ANNELI Jäätteenmäki, sem tók við embætti forsætisráðherra Finnlands í vor, situr ekki á friðarstóli þessa dagana. Hún er sögð hafa orðið upp- vís að lygum í tengslum við leyniskjal sem var lekið úr finnska utanríkis- ráðuneytinu fyrir þingkosningarnar 16. marz sl., en Jäätteenmäki gerði sér pólitískan mat úr innihaldi þess í kosningabaráttunni. Í Svenska Dagbladet er skýrt frá því, að finnska lögreglan hafi greint frá því á sunnudag að hún hefði hand- tekið mann sem grunaður væri um að hafa lekið leyniskjalinu, sem fjallar um það sem fór í milli Paavo Lipp- onens, þáverandi forsætisráðherra og höfuðkeppinautar Jäätteenmäki í kosningabaráttunni, og George W. Bush Bandaríkjaforseta er þeir hitt- ust í desember sl. Ekki var gefið upp hvort hinn handtekni væri starfs- maður utanríkisráðuneytisins. Jäätteenmäki er formaður Mið- flokksins sem var í stjórnarandstöðu en er nú í samsteypustjórn með Jafn- aðarmannaflokki Lipponens. Hún nýtti upplýsingar úr leyniskjalinu til þess m.a. að halda því fram í kosn- ingabaráttunni að Lipponen hefði dregið Finnland inn í „samfylk- ingu fúsra ríkja“ sem studdu hern- aðaríhlutun Bandaríkja- manna og Breta í Írak. Í finnskum fjöl- miðlum hefur málið verið kallað „Írakslekinn“. Valdar tilvitnanir í leyniskjalið voru birtar á vefsíðu Jäätteenmäki fyrir kosningar. Hún hefur hins veg- ar ítrekað þvertekið fyrir að hún hafi haft aðgang að skjalinu fyrir kosn- ingar. Hún neitaði því ennfremur að vita nokkuð um það hver hefði lekið skjalinu. Lögreglan í Helsinki yfir- heyrði Jäättenmäki vegna málsins sl. miðvikudag. Málið tók nýja stefnu á dögunum, er fundargerð frá nefndarfundi Mið- flokksins komst fyrir almannasjónir. Samkvæmt því sem þar kemur fram lítur út fyrir að forsætisráðherrann hafi haft aðgang að hinu ólöglega fengna skjali fyrir kosningar og að hún vissi hver hefði lekið því. Anneli Jäätteenmäki Jäätteenmäki sökuð um lygar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.