Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 39
oftast var sest yfir kaffibolla eftir sundlaugaferð. Við börnin sóttum þá í eldhúsið, því að andrúmsloftið var notalegt og margt skemmtilegt og forvitnilegt bar á góma. Geiri var þægilegur ökumaður, sem ók ekki of hratt. Ég hafði eitt sinn verið valinn í minnsta hlutverkið í Don Camillo í Þjóðleikhúsinu, en þá var ég enn í barnaskóla. Svo var haldið skólaball í Laugarnesskól- anum og dansinn var svo heillandi að ég gleymdi stund og stað. Þá birtist Geiri, alvörugefinn, og ég fylltist skelfingu, sýningin hafin og ég alveg að verða of seinn! Jeppinn fór niður Skúlagötuna með sínum hraða og ég spurði: „Getur þú ekki farið hraðar?“ „Nei ég get ekki far- ið hraðar,“ var svarið. Síðan eru liðin um 50 ár og ég kunni aldrei við að spyrja hvort jeppinn hefði í raun og veru ekki komist hraðar eða hvort hámarkshraðinn á Skúla- götunni var svona lítill. Þegar ég komst á unglingsár fór faðir okkar til framhaldsnáms við háskólann í Aachen og tók það fjögur ár. Móðir okkar fór að vinna á Slysavarðstofunni og við systk- inin reyndum að standa okkur vel, hvert miðað við aldur og getu, en yngri systkini mín eru fædd fimm og níu árum síðar en ég. Það tókst okkur nokkuð vel, en óneitanlega var ég móður minni nokkuð erfiður eins og gengur á þessum aldri. Ég sé nú betur en fyrr, hve mikinn stuðning móðir okkar hafði af Sig- urgeiri bróður sínum þessi ár. Hann fylgdist með okkur og var alltaf búinn til hjálpar ef á reyndi. Þetta var í huga mér þegar okkur Lilju fæddist sonur og hann fékk nafnið Sigurgeir, en Geiri frændi var þá ókvæntur og barnlaus. Síðar gekk hann í hjónaband og við tók nýr kafli í ævi hans og ég votta El- ínu eftirlifandi eiginkonu hans sam- úð okkar hjóna. Sigurgeir var kominn hátt á ní- ræðisaldur þegar hann lést. Ég sé hann enn fyrir mér í gömlu Sund- laugunum í Reykjavík. Þá var alltaf farið út í karlaskýlið til að þurrka sér, hvernig sem viðraði. Venjulega fékk Geiri sér þá göngutúr á hönd- unum þegar búið var að þerra mestu bleytuna af skrokknum. Ég spurði Geira eitt sinn, líklega kom- inn vel yfir sextugt, hvort hann gengi enn á höndunum. „Ó nei, ég þykist góður að ganga á löppunum núna.“ Það var þó ekki svo, því að hann var heilsuhraustur og sterk- byggður fram á síðustu ár og mér fannst hann aldrei verða gamall. Enginn má þó við Elli kerlingu og að lokum hafnar okkur heilsa og líf, eins og minnt er á í sálmi séra Hallgríms. Ég fékk að sitja við rúm frænda míns og halda í hönd hon- um, síðasta kvöldið sem hann lifði, og ég er þakklátur fyrir það. Ég vona að þegar ég sjálfur þarf að heyja þetta síðasta stríð, sem ég mun falla í, þá verði einhver ástvin- ur nálægur til að halda í hönd mína. Ég veit þó og treysti því að framrétt hönd skapara okkar og frelsara ein getur borið okkur yfir gröf og dauða til eilífs lífs í ríki hans. Gísli H. Friðgeirsson. komir í reksturinn með honum. Nei, hann Gunni frændi sló ekki slöku við í vinnunni einn einasta dag á lífsleið- inni. Hann var víkingur til vinnu. Hann gerði líka þá kröfu til ann- arra að þeir skiluðu vinnu sinni al- mennilega. Ég vann oft hjá Gunna frænda. Alltaf var hægt að hringja í Gunna frænda ef okkur systkinin vantaði peninga, þá var bara að hringja og alltaf tók hann okkur opnum örm- um. Og ef við stóðum okkur sæmi- lega þá var það vel launað. Þá fóru gjarnan einhverjir aukaþúsund kall- ar í umslagið með hlýjum orðum um hvað maður hefði staðið sig vel. Sannleikurinn var kannske miklu frekar sá að hann vissi að við vorum blönk og að einn þúsundkall kom sér afar vel. Ég hef aldrei kynnst neinum sem var örlátari en Gunni frændi. Og ef honum fannst sér eitthvað gott gert þá var það vel launað. Þegar ég var fjórtán ára og fjöl- skyldan að flytja til Reykjavíkur hringdi ég til Gunna og Lillu og fékk að koma mánuði á undan og búa hjá þeim og vinna í bakaríinu. Mér fannst ég heimsdama. Komin til Reykjavíkur og búin að fá vinnu. Svo var nú ekki verra að ég eign- aðist vinkonu þar sem fallega konan hans Gunna, hún Lilla, tók mér eins og fullorðinni manneskju og ræddi við mig um alla heima og geima. Það var alltaf glatt á hjalla í bak- aríinu. Alltaf var verið með glens og gaman og þar fór Gunni fremstur í flokki. En það gat líka hvesst hjá Gunna ef eitthvað fór úrskeiðis. Það var þó oftast réttlát reiði sem var fljót að rjúka út í veður og vind. Ég verð að rifja upp skemmti- legar minningar sem ég á frá þess- um tíma. Gunni hafði mjög gaman af að segja okkur krökkunum einhverjar sögur sem hann gjarnan bjó til og við ung og saklaus trúðum. Þetta var græskulaust gaman sem engan meiddi en oft langaði okkur að launa honum lambið gráa. Eitt sinn þegar ég var nýbúin að eignast eldra barnið mitt og bjó heima hjá foreldrum mínum hringdi hann að morgi til þegar bjart var orðið. Hann kynnti sig sem starfs- mann Rafmagnsveitunnar og sagði þá vera að glíma við bilun í ljósa- staurum í götunni, en við bjuggum við litla götu með aðeins þremur húsum. Hann spurði hvort ég vildi vera svo góð að fara út og athuga hvort ljós væri á ljósastaurnum í götunni. Ég var auðvitað til í að að- stoða og fór út en sá þá að enginn ljósastaur var í okkar götu og til að gera mitt besta í að aðstoða aum- ingja manninn hljóp ég eins og fæt- ur toguðu út í næstu götu til að geta séð hvort ljós logaði þar á ljósa- staurnum. Þegar ég kom í símann svo móð að ég var að springa byrjaði ég að útskýra málið, þetta með að enginn ljósastaur væri í okkar götu svo að ég hefði hlaupið út í næstu götu. Lengra komst ég ekki. Ég mun aldrei gleyma hláturrokunni sem hann rak upp í símann. Það leið ekki langur tími þangað til hann sjálfur lagði mér tækifæri upp í hendur til að launa honum lambið gráa. Hann hringdi nefnilega aftur skömmu seinna og spurði mig hvort ég sæi sérkennilega skýja- bólstra á himninum sem gætu verið merki um eldgos. Ég þóttist heyra að ekkert plat var á ferðinni og fór út í glugga. Ég sá strax að þetta voru bara venjuleg ský en greip þetta á lofti. Ég fór í símann og sagði að þetta liti mjög undarlega út. Ég sagðist ætla að hringja í pabba en hann var að leysa rit- stjórann á Alþýðublaðinu af í sum- arfríi. Ég sagðist mundu hringja eft- ir smástund. Síðan hringdi ég eftir hæfilega stund og sagði honum að pabbi hefði ekkert mátt vera að því að tala við mig því hann hefði verið að fara fljúgandi með fréttamenn austur að Heklu því þar væri að gjósa. Ég fór í heimsókn í bakaríð eftir hádegið. Gunni var mjög önnum kaf- inn og mátti ekkert vera að því að tala við mig. En konan hans engdist um af hlátri því hún sagði að hann hefði verið kominn upp á þak á hús- inu sem var fimm hæða með alla kallana í hverfinu. Gunni naut lífsins og hafði gaman af samvistum við fólk. Hann var mjög fróður um ættfræði og kunni kynstrin öll af kveðskap. Ég sakna þess sárt að hafa ekki gert alvöru úr því að kalla í hann til að skoða með okkur systkinunum gamlar myndir sem foreldrar okkar áttu og einnig að fá hann til að rýna í þá daga sem hann mundi svo vel og við þekktum ekki. Það verður bara að bíða betri tíma þegar við hittumst aftur, ef það er svo. Það er komið að kveðjustund. Við systkinin kveðjum frænda okkar með þökk og virðingu og geymum í hjarta okkar minningu um góðan frænda og vin. Konunni hans og börnum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum honum blessunar í nýjum heimkynnum. Guðrún Helga Jónsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 39 ✝ Helga HuldaGuðmundsdóttir fæddist á Breiðaból- stað á Skógarströnd 1. janúar 1930. Hún andaðist á líknar- deild Landspítalans í Landakoti 4. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Sig- urðsson, f. 14. júní 1905, d. 4. desember 1983, frá Höfða í Eyjahreppi, og Mál- fríður María Jóseps- dóttir, f. 7. júní 1911, d. 4. október 1996, ættuð úr Dölum. Systkini Helgu eru: Hreinn, f. 1931, Rósinkar, f. 1933, d. 1995, Ásbjörn Jósep, f. 1934, d. 1997, Kristrún Dagbjört, f. 1935, d. 2002, Karl Heiðar, f. 1936, og Inga, f. 1938. Helga var gift Gísla Magnús- syni vörubílstjóra, f. 23. janúar 1929. Börn þeirra eru: 1) Ásdís, f. 1. janúar 1950, kennari við Álftamýrarskóla, og á hún tvo syni, a) Gísla Baldur Róbertsson sagnfræðing, f. 1973, og b) Ragnar Má Róbertsson, nema við HÍ, f. 1979. Maður Ásdísar er Finnbogi Steinarsson bryti. 2) Magnús, f. 25. mars 1957, óperusöngv- ari við Konunglegu óperuna í Kaup- mannahöfn. Magnús á þrjú börn með fyrrverandi eigin- konu sinni, Birnu Róbertsdóttur leik- skólakennara, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Helga Clara, nemi í MH, f. 1985, b) Sandra Karen, f. 1990, og c) Alexander Róbert, f. 1996. Magnús kvæntist síðar Randi Gíslason söngkonu en þau skildu. Helga ólst upp á Höfða í Eyja- hreppi í Hnappadalssýslu en flutti til Reykjavíkur 15 ára gömul og vann ýmis störf, m.a. í Opal, við ræstingar í Vogaskóla og sem húsvörður í Hvassaleit- isskóla um margra ára skeið. Útför Helgu fer fram frá Ás- kirkju á morgun, miðvikudag 18. júní, og hefst athöfnin klukkan 15. Hún sagði það með blómum. Blóm eru það fyrsta sem mér dett- ur í hug þegar ég minnist Helgu vin- konu minnar sem ég kynntist fyrir 30 árum í Hvassaleitisskóla. Örlögin höguðu því þannig að sama veturinn bundumst við einnig vináttuböndum ég og dóttir hennar Ásdís. Helgu man ég fyrst eftir með vökv- unarkönnu og allskonar græðlinga í litlum pottum. Hún hlúði svo vel að öllum blómum í skólanum að þau blómstruðu meira og minna allan árs- ins hring bæði á veggjum og úti í gluggum. Einhverju sinni sá ég hana setja eitt laufblað í pott og plastpoka yfir. Ég gat ekki orða bundist og spurði: Hvað verður nú úr þessu? Hún klapp- aði mér á vömbina sem stóð út í loftið og sagði: „Það sama og hér, það verð- ur til nýtt eintak.“ Hún gaf mér síðan pottinn með laufblaðinu og um sumarið blómstr- uðum við bæði, ég og pottablómið. Helga fylgdist vel með stóru stund- unum í lífi mínu. Úr faðmi hennar hef ég tekið á móti ótal blómvöndum og gjöfum. Blómin hennar báru af og auðséð að vandað var til valsins. Í minningunni finnst mér þau oftast hafa verið bleik og rauð. Litirnir segja heilmikið um hana sjálfa en hún var sannkölluð dama og hafði gaman af því að punta sig enda ávallt glæsi- leg. Helga stóð alltaf með báða fætur á jörðinni og hafði að leiðarljósi gömlu góðu gildin um trúmennsku og heið- arleika. Sjálfsagt hefur henni fundist við Ásdís svífa heldur mikið fyrir ofan jörðina á stundum því hún átti það til að leggja okkur lífsreglurnar. Allt var það gert í góðri meiningu og með ár- unum lærðum við að meta það. Helga var húsvörður í Hvassaleit- isskóla og sinnti því starfi af mikilli al- úð. Hún naut þess að vera innan um krakkana og gaf sér alltaf tíma í erli dagsins til að hlusta á þau. Fyrir tíma skólasálfræðinga má segja að Helga hafi sinnt því starfi í sjálfboðavinnu. Margir eiga því góðar minningar frá árunum hennar Helgu í Hvassaleit- isskóla og minnast hennar nú með hlýju og þakklæti. Vegna veikinda þurfti Helga að draga sig í hlé frá störfum alltof snemma. Starfið var hennar líf og yndi og það var henni þung raun að þurfa að hætta. Hún gat þó yljað sér við minningarnar sem hún rifjaði óspart upp þegar við hitt- umst. Uppáhalds blómin hennar Helgu voru barnabörnin. Þeirra hag vildi hún sjá sem mestan enda gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til að svo mætti verða. Hún uppskar líka ríku- lega því öll eru þau til fyrirmyndar hvar sem þau koma. Ógleymanleg verður mér stundin þegar Alexander litli söng fyrir ömmu sína á spítalan- um sólarhring áður en hún kvaddi. Helga var kát að eðlisfari og sá oft það spaugilega við hlutina. Hláturinn hefur eflaust hjálpað henni mikið í veikindunum sem herjuðu á hana sl. 23 ár. Aldrei barmaði hún sér, alltaf hélt hún ótrauð áfram þrátt fyrir ný áföll. Þegar hún lagðist inn á spítala nú í byrjun sumars grunaði engan að hún ætti þaðan ekki afturkvæmt en smátt og smátt þraut henni kraftur þar til hún sofnaði inn í eilífðina. Rauðu rósirnar sem hún fékk þremur vikum fyrr voru fallegri en nokkru sinni, Nú er komið að kveðjustund, elsku amma, og ótal góðar minningar koma upp í huga minn sem við höfum átt saman á liðnum árum og ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt þessa samleið með þér. Ein af þessum góðu minningum er þegar við fórum saman í ferð til Akureyrar 1998. Þú hringdir alltaf þegar einhver var veikur, þegar við vorum í prófum, til að gleðjast með okkur eða aðeins til að heyra hljóðið í gullmolunum þínum eins og þú sagðir gjarnan og deila með okkur nýjustu fréttum. Við fund- um svo vel fyrir því hvað þér var annt um okkur öll, og varst ávallt tilbúin að aðstoða og rétta hjálparhönd. En það er svo skrýtið að þegar ég hugsa til baka þá finnst mér eins og þú hafir alltaf verið með hugann hjá okkur og ég trúi því að þú verðir það áfram. Alltaf var jafnnotalegt að koma og heimsækja ykkur afa í Stóragerðið og síðar á Snorrabrautina og þótt vinir mínir væru með í för voru allir jafn- velkomnir. Þið afi voruð mjög sam- rýmd og það hefur verið einstakt að fá að fylgjast með þeirri umhyggju sem afi sýndi þér í veikindum þínum og að upplifa þessi sterku tengsl ykkar á milli. Missir afa er því mikill og við óskum þess að góður guð hjálpi hon- um í gegnum sorgina. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu.) Með ástar- og saknaðarkveðju, elsku amma mín. Þín Helga Clara. Elsku hjartans amma, þú varst veik allt frá því ég kynntist þér og það er huggun mín nú að ég veit að guð hefur læknað þig. Þú vildir alltaf fylgjast með okkur öllum og vera viss um að öllum liði vel, þegar eitthvað bjátaði á varstu ávallt tilbúin að hjálpa og þá gleymdist oft hversu veik þú varst. Áhugi þinn á að vita hvernig við hefðum það var svo mikill að þú komst í nokkur skipti í heimsókn á nýja heimilið okkar upp á 3. hæð, sár- þjáð gekkstu upp alla stigana, síðast í afmælið mitt í febrúar sem sýnir vel þann undraverða kraft sem þú bjóst yfir. Hugulsemi þín var einstök og þess nutum við barnabörnin þín í hvívetna. Margar dýrmætar minningar eru frá heimsóknum ykkar afa til Dan- merkur á hverju sumri í sex ár og þá lagðirðu þig alla fram við að kynnast lífi okkar á erlendri grund. Eina mjög fallega gjöf gafstu mér fyrir fáeinum árum sem afi hafði gefið þér fyrir mörgum árum, ég mun geyma þá gjöf eins og gull í hjarta mínu um ókomin ár og er mér sem dýrmæt minning um þig, heimsins besta amma. Þín Sandra Karen. Elskulega amma mín, mig langar að þakka þér fyrir allt. Það var svo gott að koma til þín því að þú beiðst eftir mér með útbreiddan faðminn, tilbúin að hlusta og sýndir mér ómældan áhuga við allt sem ég tók mér fyrir hendur. Síðastliðin ár voru þriðjudagarnir oft ömmu- og afadagar á Snorra- brautinni, þá fékk ég óskipta athygli ykkar afa og kom ávallt sæll og glaður heim með ljúfar minningar. Nú lofa ég, amma mín, að passa afa fyrir þig. Núna trúi ég að þér sé batnað og þú sért engill á himnum og bið góðan guð að geyma þig eins og þú sagðir alltaf við mig. Þinn Alexander Róbert. útsprungnar og keikar og teygðu krónur sínar til himins. Inn um gluggann heyrðist klukknahljómur frá Landakotskirkju og ég kvaddi vinkonu mína fullviss um að nú liði henni vel. Hún hafði sagt mér það með blóm- um. Ástvinum Helgu votta ég mína dýpstu samúð. Megi hið skærasta ljós lýsa veginn framundan. Minningin lif- ir áfram og vináttan vermir sem fyrr. Guðrún Gísladóttir. HELGA HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.