Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 53 Í tilefni 10 ára afmælis klúbbsins býður afmælisnefnd öllum að leika golf án endurgjalds alla föstudaga í júní 2003. Völlurinn okkar er krefjandi og margbreytilegur níu holu völlur með ögrandi, náttúrulegum hindrun- um, má þar nefna Varmá og Sauðá. Auk þeirra eru hverir, hraun og tré sem torvelda leiðina. Verið vel- komin á einstaklega skemmtilegan völl og njótið hans með okkur. Stjórn og afmælisnefnd GHG Afmælistilboð Golfklúbbs Hveragerðis GEORGE Best hefur ráðist harkalega að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, vegna framkomu hans gagnvart David Beckham. „Beckham hefur ætíð sýnt Man- chester United mikla hollustu og nú finnst mér framkoma knatt- spyrnustjórans fyrir neðan allar hellur. Hafa verður í huga að Sir Alex á aðeins stuttan tíma eftir af samningi sínum hjá Manchester United og því finnst mér fárán- legt að hann ætli að taka þessa stóru ákvörðun um að selja Beck- ham,“ sagði George Best, fyrrv. leikmaður Manchester United og norður-írska landsliðsins. Best sendir Ferguson tóninn HAUKUR M. Sveinsson hafn- aði í sjöunda sæti í sterku götuhjólreiðamóti í Køge í Danmörku sl. sunnudag. 2.500 manns tóku þátt í keppninni og voru hjólaðar nokkrar mis- munandi langar leiðir, en leið- in sem Haukur hjólaði var 165 km og sú lengsta. Um 500 keppendur hjóluðu þá leið og var Haukur ræstur í svoköll- uðum úrvalshópi ásamt 70 öðrum. Hann kom í mark 1,29 mín. á eftir fyrsta manni og hélt um 37 km/klst. í með- alhraða. Haukur, sem er 19 ára, hefur um langt árabil ver- ið meðal sterkustu hjólreiða- manna Íslands og er núver- andi Íslandsmeistari bæði á götu- og fjallahjólum. Haukur sjöundi í Køge New Jersey hafði forystunalengst af í leiknum, oftast fjög- ur til tíu stig, og virtist sem allt væri Nets í hag, en um miðjan fjórða leik- hluta hrundi leikur liðsins saman og að- gangsharðir leik- menn Spurs gengu á lagið. Tim Duncan og David Robinson (sem leikið höfðu frábæra vörn allan leik- inn) vörðu hvert skotið af öðru og hirtu öll fráköst nærri körfunni, á meðan Speedy Claxton og Steven Jackson settu hvert skotið af öðru niður körfuhringinn. Allt í einu hafði æsispennandi leikur snúist við og sanngjarn sigur Spurs var stað- reynd. Meistaratitill Spurs var sann- gjarn. Liðið hafði besta árangurinn í deildakeppninni og sló út Los Angel- es Lakers og Dallas í úrslitakeppni vesturdeildarinnar. Tim Duncan var ekki aðeins leikmaður ársins í deild- inni, hann var einnig kosinn leik- maður lokaúrslitanna. Duncan var eins og skrímsli í leiknum. Hann skoraði 21 stig, tók 20 fráköst, sendi tíu stoðsendingar og varði átta skot. Hann skoraði 21 stig og tók 17 frá- köst að meðaltali í leikseríunni gegn New Jersey. „Það var stórkostlegt að vinna titilinn á heimavelli. Við höfum haft frábæran stuðning allt keppnistímabilið. Ég reyndi að einbeita mér að því að hirða fráköst í lokin og þegar Nets fóru að setja tvo leikmenn til varnar þegar ég fékk knöttinn náði ég að koma boltanum til Speedy og Seven sem hittu vel,“ sagði Duncan við fréttamann ABC-sjónvarps- stöðvarinnar stax eftir leikinn. Gregg Popovich, þjálfari Spurs, var kosinn þjálfari ársins í deildinni og þetta var annar meistaratitill hans með liðinu (eftir meistaratitil- inn 1999). Popovich, sem venjulega er alvar- legur maður eftir leiki, var hinn kát- asti á blaðamannafundi eftir leikinn. „Heyrðu, hvað er þetta,“ sagði hann þegar blaðafulltrúi NBA-deildarinn- ar sagði að tími hans væri útrunninn á sviðinu. „Ég er ekki Phil Jackson. Þetta er Gregg Popovich sem við erum að tala um hér og það er ekki svo oft sem ég hef tækifæri á að vera í þessari stöðu. Ég vil fleiri spurn- ingar! Ungu leikmennirnir okkar tóku mun meiri framförum en við höfðum þorað að vona í upphafi keppnistímabilsins og það gerir okk- ur kleift að vinna þennan meistara- titil. Tim Duncan og David Robinson voru hinsvegar lykilmenn fyrir okk- ur í kvöld og þeir sýndu báðir hversu titillinn var mikilvægur fyrir þá.“ Það hlýtur að vera sárt fyrir leik- menn Nets að hafa tapað þessum leik, eftir að hafa verið afslappaðra og baráttuglaðara liðið á vellinum lengst af. „Við misstum einbeit- inguna sem lið í lokin og það reynd- ist nóg fyrir þá. Við gátum hreinlega ekki skorað, hvað sem við reyndum,“ sagði vonsvikinn Jason Kidd, sem barðist hetjulega fyrir Nets allan leikinn. Þjálfari Nets, Byron Scott, tók í sama streng í leikslok. „Vörn þeirra í fjórða leikhlutanum setti okkur út af laginu í sókninni og við náðum ekki að róa okkur niður og setja rétt upp. Við erum með ungt lið og með meiri reynslu verðum við með í baráttunni um meistaratitilinn næsta ár.“ Loks er að geta þess að David Robinson mun nú leggja keppnisskóna á hilluna eftir frábær- an leikferil. Robinson er einn vinsælasti leik- maðurinn í deildinni og hann hefur eytt miklum tíma og peningum und- anfarin ár í ýmisskonar félagasam- tök í San Antonio. Hann gaf til dæm- is níu milljónir dala í uppbyggingu einkaskóla fyrir fátæk börn í borg- inni og eyðir miklum tíma í að fylgj- ast með rekstri hans. Robinson á skilinn mikinn heiður fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir deildina, lið sitt og San Antonio borg. „Ég er svo sannarlega lánsamur að vera partur af svo góðum leikhópi eins og við höfum. Ég kveð körfuboltann á akkúrat réttum tíma og gæti ekki verið ánægðari með lífið en í kvöld,“ sagði Robinson við fréttamenn sem fylltu viðtalsherbergið í SBC-höll- inni. Þegar Robinson gekk frá svið- inu til búningsherbergis Spurs var hann hylltur með lófataki af frétta- mönnum, sem sýnir hversu vel hann er liðinn af öllum. Jafnvel af al- ræmdum og svarstýnum blaða- mönnum! Þetta var fimmti sigur vesturdeildarliðsins í röð í lokaúr- slitunum og verður ekki séð fyrir um breytingu á því á næsta keppnis- tímabili. Sex bestu lið vesturdeild- arinnar munu öll koma sterkari til leiks í haust og er nú kannski kom- inn tími til að raða liðum í úrslita- keppnina eftir árangri, án tillits til hvort þau eru í vestur- eða austur- deild. Það hefði svo sannarlega verið skemmtilegra að horfa á tvö bestu liðin úr vesturdeildinni en að þurfa að horfa upp á enn ein lokaúrslitin þar sem austurdeildarliðið mætir til að fylla út leikskýrsluna. AP Tim Duncan, sem var valinn leikmaður úrslitakeppninnar, og David Robinson fagna meistaratitli San Antonio Spurs, eftir að liðið lagði New Jersey Nets í spennandi leik í fyrrinótt. Spurs í gang á réttum tíma EFTIR mikinn barning og erfiðleika við að skora stig sat San Anton- io Spurs loks uppi sem meistari í NBA-deildinni eftir góðan sigur á New Jersey Nets, 88:77, í sjötta leik liðanna í lokaúrslitunum á sunnudag. Leikurinn var geysispennandi lengst af, en 19 stig Spurs í röð í fjórða leikhlutanum gerðu út um leikinn. Þetta er annar meistaratitill Spurs og um leið sá liðið á eftir David Robinson, sem nú mun leggja skóna á hilluna, en hann hefur sannarlega verið góð- ur sendiherra deildarinnar. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum  GUÐJÓN H. Sveinsson skoraði í gærkvöld 1.400. mark ÍA frá upp- hafi á Íslandsmótinu, efstu deild. ÍA er þriðja félagið sem nær þessum markafjölda en KR hefur skorað 1.494 mörk og Valur 1.420.  GUÐJÓN og Þórhallur Hinriks- son, sem gerði fyrra mark KR gegn Val í gærkvöld, höfðu ekki skorað mark í úrvalsdeildinni í tæp þrjú ár. Báðir skoruðu þeir síðast fyrir lið sín í deildinni í ágúst árið 2000, Guð- jón gegn Grindavík og Þórhallur gegn Fylki.  JÓN Oddur Halldórsson úr Reyni á Hellissandi er fulltrúi Íslands á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem nú stendur yfir í Assen í Hollandi. Jón Oddur, sem fékk tvenn silfurverðlaun á HM fatlaðra á síðasta ári, keppir í 200 metra hlaupi á morgun og í 100 metra hlaupi á föstudag.  STABÆK, lið Tryggva Guð- mundssonar í Noregi, er illa statt fjárhagslega. Stabæk skuldar 25 milljónir norskra króna en það eru um 300 milljónir íslenskra króna. Sænska liðið Elfsborg stendur þessa dagana í stríði við Stabæk en liðið hefur enn ekki fengið þær 40 milljónir sem það á eftir að fá vegna sölu Stabæks á Tobias Linderoth til Everton en leikmaðurinn var á mála hjá Elfsborg áður en hann gekk í raðir norska liðsins.  TENNISKONAN Anna Kourni- kova frá Rússlandi getur ekki tekið þátt í Wimbledon-mótinu sem hefst 23. júní. Anna á við meiðsli í baki að stríða.  KAISERSLAUTERN byrjar næstu leiktíð í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu með þrjú stig í mínus. Félagið braut að mati þýska knatt- spyrnusambandsins svokallaðar leyfisreglur og verður að gjalda þess með fyrrgreindum afleiðing- um. FÓLK HJÁLMAR Jónsson nýtti vel fyrsta tækifæri sitt í byrjunarliði Gautaborg- ar í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu á þessu tímabili. Gautaborg tók á móti Örebro í gær og fékk Hjálmar góða dóma fyrir frammistöðu sína í stöðu vinstri bakvarðar. Gautaborg vann leikinn, 4:0, og gerði út um hann á fyrstu 10 mínútunum með því að skora þrívegis. Með sigrinum komst Gautaborg úr hópi neðstu liða en Örebro, sem er í fimmta sæti, missti af tækifæri til að saxa á efstu liðin. „Fyrri hálfleikurinn er það besta sem liðið hefur sýnt frá því ég tók við því,“ sagði Bo Johansson, þjálfari Gautaborgar og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, en hann tók við liðinu fyrir þetta tímabil og það hafði aðeins sigrað tvisvar í níu deildaleikjum undir hans stjórn. Hjálmar nýtti tækifærið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.