Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ég kynntist Axel Ó. Lárussyni um miðjan sjötta áratuginn, en hann var hálfbróðir konu minnar. Þegar ég haustið 1958 hóf að viða að mér efni í sumarbústað sem ég var búinn að leggja grunninn að í landi föður míns við Hreðavatn bauð Axel mér að nýta mér tré- kassa sem reglulega komu í skó- verslun Lárusar G. Lúðvíkssonar, þar sem hann vann í fyrirtæki ætt- arinnar. Þá komu allir skór í stórum trékössum, úr heflaðri furu og hið besta efni í klæðningu á grind. Ég þáði þetta góða boð og vann allan veturinn við að taka í sundur kassa, eftir því sem vörur bárust í verslunina. Axel kenndi mér að nota kassajárn við sund- urtekt kassanna, hið mesta galdra- tól sem dró út nagla án þess að skemma viðinn hið minnsta. Ég minnist margra góðra stunda með Axel í kjallaranum hjá Lárusi G., hann hafði frá mörgu að segja og kynnin urðu náin. Axel og Dadda bjuggu sín fyrstu hjúskaparár í kjallaranum á Fjólu- götu 3, en á árinu 1959 tóku þau sig upp og fluttu til Vestmannaeyja og hófu að selja skó þar í lítilli skóbúð á Kirkjuveginum. Ég starfaði þá hjá Almennum tryggingum og hafði m.a. með umboðsmenn að gera. Það vantaði umboðsmann í Vest- mannaeyjum og mér fannst upplagt að Axel tæki við umboðinu, sem hann gerði og annaðist í allmörg ár. Eftir að þau Axel og Dadda fluttu til Eyja urðu samskipti fjöl- skyldna okkar að sjálfsögðu minni, en það var einstaklega vel tekið á móti okkur sem öðrum „megin- landsbúum“ af þeim hjónum, þang- að var gott að koma enda höfð- ingjar heim að sækja. Það var þeim mikið áfall að missa hús sitt við Vestmannabrautina undir hraun í gosinu, ég fór út til Eyja meðan á gosinu stóð, fyrst til að hjálpa við að moka ösku af þaki hússins og síðar við bjarga húsmunum úr íbúðarhúsinu þegar séð var að því yrði ekki bjargað. Axel flutti síðan allan skólagerinn til Reykjavíkur og stofnsetti skóverslun þar, en strax og tækifæri gafst fluttu þau Dadda aftur til Eyja, enda orðin sem innfæddir Vestmannaeyingar. Þau seldu verslunina í Eyjum árið 2000 og fluttu í nýtt raðhús á Álfta- nesinu, þar sem þau voru búin að koma sér notalega fyrir í kyrrlátu hverfi. En því miður fékk Axel ekki að lengi að njóta rólegra daga eftir mikinn eril á lífsleið sinni, hann hafði verið heilsuveill um tíma en var bjartsýnn á bata og hlakkaði til að njóta sumarsins, m.a. í sum- arbústað sem þau voru búin að festa sér til leigu síðar í sumar. Ég votta Döddu, börnum, barna- börnum, barnabarnabörnum og ást- vinum öðrum mína dýpstu samúð og bið Guð að blessa minningu Ax- els. Jóhann E. Björnsson. AXEL LÁRUS- SON ✝ Óskar Axel Lárusson fæddist íFredriksund í Danmörku 15. júlí 1934. Hann lést laugardaginn 24. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 3. júní.Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR, Melbæ, Heiðargerði 21, Akranesi, lést 11. júní. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju miðviku- daginn 18. júní kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, sími 552 9133. Valgerður S. Sigurðardóttir, Börkur Jónsson, Jón S. Sigurðsson, Helga Hauksdóttir, Guðrún H. Sigurðardóttir, Haukur M. Kristinsson, Sigurður G. Sigurðsson, Margrét A. Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, SIGURGEIR PÁLL GÍSLASON, Hamrahlíð 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 18. júní kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Elín Gísladóttir. ÁSGEIR J. SANDHOLT bakarameistari, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtu- daginn 19. júní kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Þóra Kristjánsdóttir Sandholt, Erla R. Sandholt, Tómas Sigurðsson, Sverrir Sandholt, Sigríður B. Sigurðardóttir, Stefán H. Sandholt, Olga B. Magnúsdóttir, Ragnhildur K. Sandholt, Jón Eiríksson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN INGIMUNDARDÓTTIR frá Ísafirði, Tjaldanesi 5, Garðabæ, sem lést miðvikudaginn 11. júní sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 19. júní kl. 13.30. Matthías Bjarnason, Auður Matthíasdóttir, Kristinn Vilhelmsson, Hinrik Matthíasson, Sveinfríður Jóhannesdóttir, Matthías Hinriksson, Sigrún Hanna Hinriksdóttir, Kristján Sveinbjörnsson, Kristín Petrína Hinriksdóttir, Matthías Kristinsson, Tinna María Kristjánsdóttir. Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR TORFI ZOËGA MAGNÚSSON, Hrafnistu Reykjavík, áður til heimilis í Hjaltabakka 30, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 8. júní síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 19. júní kl. 13.30. Gunnar Magnús Sigurðsson, Aðalbjörg Sigþórsdóttir, Sigríður Ósk Zoëga Sigurðardóttir, Guðmundur Smári Tómasson, Sigurður Örn Gunnarsson, Hilmar Örn Gunnarsson, Aðalbjörg Gunnarsdóttir, Brynjar Smárason, Otri Smárason, Hólmfríður Fjóla Zoëga Smáradóttir. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR MAGNÚSDÓTTUR dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Alúðarþakkir færum við starfsfólki á Hlíð, A-gangi, fyrir alla umönnun og kærleik sem hún naut þar. Magnús Ágústsson, Pernille Ágústsson, María S. Ágústsdóttir, Haraldur S. Magnússon, Jón Geir Ágústsson, Heiða Þórðardóttir, Halldóra Ágústsdóttir, Haukur Haraldsson, ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, GYÐU ÞÓRÐARDÓTTUR, Hringbraut 50, áður Hringbraut 43, Reykjavík. Ragnar J. Henriksson, Jórunn Erla Stefánsdóttir, Þórður Ág. Henriksson, Ásta B. Óskarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, SIGRÍÐAR BREIÐFJÖRÐ, Snorrabraut 56. Sérstakar þakkir til heimahlynningar Karitas og starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópa- vogi. Kjartan Guðjónsson, Bjarni Kjartansson, Lilja Grétarsdóttir, Sigurður Kjartansson, Hólmfríður Erla Finnsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar HALLDÓRU HARALDSDÓTTUR læknaritara, Fífuhvammi 39, Kópavogi. Þökkum starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, Kjartani Magnússyni, lækni, séra Flóka Kristinssyni og séra Guðlaugu Helgu Ásgeirsdóttur. Guð veri með ykkur öllum. Ingólfur Arnarson, Pálína Kjartansdóttir, Ína Hrund Ísdal, Brynjar Ingi Ísdal. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa. BIRGIR ÁGÚSTSSON, Miðleiti 5, Reykjavík. Steinunn Björk Birgisdóttir, Ágúst Birgisson, Jóhanna Hermansen, Kristín Birgisdóttir, Heiðar Sigurðsson, Sigurbjörn Birgisson, Helga Sigurðardóttir, Helgi Birgisson, Barbara Linda Birgisdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.