Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 22
AKUREYRI
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NOKKUÐ róstursamt var á tjald-
svæðinu við Þórunnarstræti á Ak-
ureyri um helgina og reyndar al-
veg þar til í gærmorgun. Mikil
ölvun var á svæðinu og þurfti lög-
reglan að hafa afskipti af fólki þar
og reyndar víðar í bænum. Mikill
fjöldi fólks kom til bæjarins vegna
útskriftar nýstúdenta og stúd-
entaafmæla og vegna árlegrar bíla-
sýningar og akstursíþrótta um
helgina. Talsvert var um pústra í
tengslum við skemmtanalífið og
þurfti lögreglan oft að stilla til frið-
ar og flytja þónokkra á sjúkrahús
með minniháttar áverka.
Ásgeir Hreiðarsson, umsjón-
armaður tjaldsvæðanna við Þór-
unnarstræti og að Hömrum, sagði
að helgin hefði verið annasöm og
lítt skemmtileg en að ástandið hefði
þó verið gott að Hömrum. Ásgeir
sagði að um 200–300 manns hefðu
gist á hvoru tjaldsvæði en að tölu-
vert hefði verið um að fólk sem
ekki gisti á tjaldsvæðinu við Þór-
unnarstræti hefði komið þangað til
að skemmta sér. Ásgeir sagði að
umgengnin hefði verið mjög mis-
munandi. „Eins og oft vill verða í
kringum stóra hópa af ungu fólki
var umgengni slæm og mikið að
gera við að tína upp rusl en svo var
þarna fullt af fólki sem gekk vel um
og var ekki til neinna vandræða.“
Helgi Sigmarsson og Guðrún
Guðjónsdóttir úr Vestmannaeyjum
komu til Akureyrar á fimmtudag til
að heimsækja ættingja og reistu
tjaldvagn sinn á tjaldsvæðinu við
Þórunnarstræti. Þau treystu sér þó
ekki til að gista í vagninum alla
helgina vegna ónæðis og sváfu á
gistiheimili í tvær nætur. „Við vor-
um í vagninum aðfaranótt sunnu-
dags en fengum lítinn svefnfrið.
Það var komið fram á morgun þeg-
ar við loks gátum sofnað. Hér var
mikið um öskur, læti og háværa
tónlist. Lögreglan kom á svæðið og
þá færðist aðeins ró yfir fólk en um
leið og lögreglan fór í burtu fór allt
í sama farið,“ sagði Helgi.
Þau Helgi og Guðrún voru þó
sammála um að aðstaðan á tjald-
svæðinu væri góð og að starfsfólkið
hefði staðið sig vel við að þrífa
svæðið.
Guðmundur Ingason úr Garðabæ
og sonur hans, Halldór Örn, voru í
góðu yfirlæti á tjaldsvæðinu og þeir
höfðu ekki yfir neinu að kvarta.
Þeir voru komnir til Akureyrar til
að fylgjast með mótorsportinu sem
í boði er þessa dagana. „Við urðum
ekki varir við mikil læti og gátum
sofið ágætlega, þótt einhverjir
hefðu verið að skemmta sér vel og
lengi,“ sagði Guðmundur.
Allt of mikið agaleysi
í þjóðfélaginu
Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryf-
irlögregluþjónn sagði að mikil ölv-
un hefði verið í bænum og erill hjá
lögreglu. „Við höfum haft í nógu að
snúast nánast allan sólarhringinn
og tekið marga menn í geymslu.“
Ólafur sagði að ekki væri hægt að
tala um nein stóráföll en nokkuð
um smápústra og mikið um útköll.
„Það er allt of mikið agaleysi í
þjóðfélaginu almennt, sem gerir
það að verkum að menn hlýða ekki
og fara ekki að lögum og reglum.
Það væri hægt að spara mikla fjár-
muni bæði í lögreglu og öðru ef
fólk fengist til að fara að reglum,“
sagði Ólafur.
Mikil umferð var í bænum og ná-
grenni hans. Átta umferðaróhöpp
urðu sem öll voru minni háttar og
slysalaus utan eitt sem varð á tjald-
stæðinu við Þórunnarstræti. Þrjá-
tíu og einn ökumenn voru kærðir
fyrir of hraðan akstur og sá er
hraðast ók innanbæjar mældist á
106 km/klst. hraða þar sem há-
markshraðinn er 50km/klst., segir
í dagbók lögreglunnar.
Morgunblaðið/Kristján
Starfsfólk tjaldsvæðisins hafði í nógu að snúast við að tína upp rusl um helgina.
Morgunblaðið/Kristján
Helgi Sigmarsson og Guðrún Guðjónsdóttir við tjald-
vagninn sinn á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti. Vegna
ónæðis þar um helgina sváfu þau Helgi og Guðrún tvær
nætur á gistiheimili í bænum.
Mikil ölvun í
bænum og erill
hjá lögreglu
Morgunblaðið/Kristján
Friðgeir Jóhannes Kristjánsson
hreinsar myndskreytingu af hús-
næði tjaldvarðanna á tjaldsvæðinu
við Þórunnarstræti.
Morgunblaðið/Kristján
Guðmundur Ingason og sonur hans
Halldór Örn voru að grilla í hádeg-
inu í gær á tjaldsvæðinu.
FJÖLBREYTT dagskrá verður á
Akureyri í dag í tilefni af þjóðhátíð-
ardeginum 17. júní. Það er Knatt-
spyrnufélag Akureyrar sem hefur
veg og vanda af dagskránni í ár.
Um morguninn mun blómabíll
með Lúðrasveit Akureyrar aka um
bæinn og heimsækja Kjarnalund og
Elliheimilið Hlíð. Eftir hádegi hefst
dagskrá kl. 13.30 á Hamrakotsklöpp-
um. Þar mynda skátar fánaborg,
Lúðrasveit Akureyrar og kór Gler-
árkirkju spila og syngja. Séra Gunn-
laugur Garðarsson verður með
helgistund og forseti bæjarstjórnar,
Þóra Ákadóttir, flytur ávarp. Skrúð-
ganga sem fer frá klöppunum mun
enda á Ráðhústorgi en þar verður
fjölskylduskemmtun sem Örn Árna-
son mun stjórna og sjá um skemmt-
un á milli atriða.
Kvöldskemmtun hefst á Ráðhús-
torgi kl. 21. Þar munu m.a. Skytt-
urnar spila, Örn Árnason og Karl
Ágúst Úlfsson skemmta og Mighty
Garret mun sýna listir sínar.
Hljómsveitin Von leikur fyrir
dansi, en eins og venja er munu ný-
stúdentar úr MA ganga í gegnum
bæinn á miðnætti.
Hátíðahöld á Akureyri
Fjölbreytt
dagskrá
BÍLASÝNING Bílaklúbbs Akureyr-
ar verður sem fyrr haldin við Odd-
eyrarskóla á Akureyri í dag og
stendur frá kl. 10 til 18. Til sýnis
verða margar gerðir ökutækja, hald-
in verður græjukeppni og grillað að
hætti klúbbsins.
Að sögn Jóhanns Þórs Sigurvins-
sonar sýningarstjóra verður sýning-
in í ár með svipuðu sniði og áður. „Á
næsta ári á bílaklúbburinn 30 ára af-
mæli og þá er ætlunin að halda mjög
veglega afmælissýningu. Í ár verða
þó að vanda glæsileg ökutæki til sýn-
is.“
Bílasýningin er hápunktur bíla-
daga sem bílaklúbbur Akureyrar
hefur staðið fyrir undanfarna daga
eða frá 13. júní en þá hófst skipuleg
dagskrá þar sem meðal annars var
keppt í götuspyrnu og mótorkross-
klifurkeppni.
Haldin
í 30. sinn
Bílasýning Bílaklúbbs
Akureyrar
MENNTASKÓLANUM á Akureyri
verður slitið í 127. sinn í Íþróttahöll-
inni á Akureyri í dag en þá verða
brautskráðir 130 stúdentar, þeir síð-
ustu samkvæmt eldri námskrá fram-
haldsskóla. Athöfnin hefst með ein-
leik á gítar, þar sem Gísli Jóhann
Grétarsson nýstúdent leikur, en
hann hefur einnig lokið einleikara-
prófi frá Tónlistarskólanum á Akur-
eyri. Að lokinni ræðu skólameistara
flytja ávörp fulltrúar nokkurra af-
mælisárganga og flytja skólanum
kveðjur sínar og að lokinni braut-
skráningu verður ávarp fráfarandi
formanns skólafélagsins Hugins,
Borgnýjar Skúladóttur.
Þetta verður síðasta brautskrán-
ing Tryggva Gíslasonar skólameist-
ara, en fyrsti stúdentaárgangur hans
var brautskráður 17. júní 1973.
Að lokinni brautskráningu og
myndatökum verður opið hús í MA
þar sem nýjum og gömlum stúdent-
um svo og öllum öðrum vinum og vel-
unnurum skólans er boðið að koma
og þiggja kaffiveitingar í Kvosinni á
Hólum og skoða hús skólans, lista-
verk hans og ljósmyndir, rifja upp
gamlar minningar og gleðjast á góð-
um degi. Þar verður einnig brugðið
upp sýningu á verkum nemenda. Í
dagskrá þjóðhátíðar á Akureyri mun
Martha Hermannsdóttir nýstúdent
flytja ávarp fjallkonunnar.
Um kvöldið verður hátíðarveisla
nýstúdenta í Íþróttahöllinni þar sem
þeir gleðjast í hópi fjölskyldna sinna
og vina og þar verða á níunda hundr-
að manna saman komin. Skemmti-
atriði verða á dagskrá þar sem
fulltrúar úr nýstúdentahópnum sýna
listir sínar í söng, hljóðfæraleik,
dansi og fleira, veislustjóri er Alma
Oddgeirsdóttir. Um miðnæturbil
fara nýstúdentar í miðbæ Akureyrar
og taka um stund þátt í þjóðhátíð-
arhaldinu en koma aftur í höllina og
dansa fram á nótt við tónlist hljóm-
sveitarinnar Papa.
Skólaslit
Menntaskólans
á Akureyri
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Kvenfélagið Baldursbrá heldur
kaffisölu og sýningu á verkum Jó-
hönnu Friðfinnsdóttur í dag milli kl.
15 og 17 í Glerárkirkju.
TVÖ tilboð bárust í byggingu
tveggja dæluhúsa og klæðningu á
loftskiljutanki fyrir Norðurorku á
Hjalteyri og voru þau bæði yfir
kostnaðaráætlun.
Trétak ehf. bauð um 10,8 millj-
ónir króna í verkið, eða um 105% af
kostnaðaráætlun og Völusteinn ehf.
bauð um 13,6 milljónir króna, eða
um 132% af kostnaðaráætlun, sem
hljóðaði upp á 10,3 milljónir króna.
Skiladagur verksins er í lok ágúst
nk.
Tilboðin yfir
kostnaðar-
áætlun
GRAFA valt á hliðina í malarnámu
á Glerárdal í gærmorgun. Stjórn-
andi gröfunnar kenndi sér eymsla í
baki og fór hann til skoðunar á
slysadeild FSA en skemmdir á gröf-
unni voru óverulegar. Grafan stóð á
sandbakka sem hrundi undan henni
með fyrrgreindum afleiðingum.
Stór krani var notaður til þess að
koma gröfunni á hjólin á ný.
Morgunblaðið/Kristján
Grafa valt á hliðina
Guðmundur Ármann opnar í dag
kl. 14 sýningu í Samlaginu listhúsi
í Listagilinu á Akureyri og sýnir
14 tréristur. Myndirnar eru allar
gerðar á þessu ári og eru tréristur
þrykktar í svarthvítum tónum,
með ljósbláum lituðum flötum.
Sýningin er opin virka daga, nema
mánudaga, kl. 14 til 18 og um
helgina kl. 13 til 17 og mun standa
yfir í eina viku.
Í DAG