Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður ÓlöfSigurðardóttir fæddist í Króki á Skagaströnd 24. september 1915. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 11. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valgerður Pál- ína Sigurðardóttir og Sigurður Gísla- son bændur í Króki. Systkini Sigríðar Ólafar sammæðra voru Guðrún Odds- dóttir, f. 1903, og Sæmundur Ólafsson, f. 1908, þau eru bæði látin. Alsystur Sigríðar, sem báðar lifa hana, eru María Margrét, f. 23. júní 1912, og Auð- ur Lundfríður, f. 11. júní 1918. Sigríður Ólöf giftist 17. júní 1944 Sigurði Guðna Jónssyni skip- húsum, aðeins 9 ára gömul fór hún í vist og upp úr því hófst hennar starfsferill, sem var tákn þess tíma. Hún var vinnukona á ýmsum stöðum og hafði tengsl við það fólk til dauðadags. Einnig var hún þerna á Laxfossi. Sigríður Ólöf hóf sinn búskap ásamt eiginmanni sínum á Dynj- anda í Arnarfirði hjá tengdafor- eldrum sínum, síðan fluttu þau suður með sjó þar sem Sigurður var skipstjóri á bátum. 1947 fluttu þau á Akranes. Eftir að Sigurður féll frá keypti Sigríður Ólöf bæinn Melbæ á Akranesi sem hún flutti í 1. maí 1952 og bjó þar alla tíð síð- an. Eftir að hún varð ekkja vann hún við hin ýmsu störf, þvotta, að- hlynningu, fiskvinnslu og seinustu tugi starfsævinnar vann hún á Sjúkrahúsi Akraness. Hún tók þátt í félagsmálum og voru verka- lýðsmál og málefni fatlaðra henni kær. Einnig söng hún um árabil í kór eldri borgara á Akranesi. Útför Sigríðar Ólafar verður gerð frá Akraneskirkju á morgun, miðvikudaginn 18. júní, og hefst athöfnin klukkan 14. stjóra frá Lokinhömr- um, f. 21. október 1918. Hann drukknaði með mb. Val AK 25 5. janúar 1952. Börn þeirra eru: 1) Jón Sig- þór, f. 28. janúar 1944, d. 20. júlí sama ár. 2) Valgerður Sól- veig, f. 28. júní 1945, maki Börkur Jónsson og eiga þau fimm börn og tíu barna- börn. 3) Jón Sigþór, f. 3. október 1946, maki Helga Hauksdóttir. 4) Guðrún Helga, f. 22. janúar 1949, maki Haukur Már Kristinsson og eiga þau tvo syni og eitt barnabarn. 5) Sigurður Guðni, f. 14. september 1952, maki Margrét A. Jakobsdóttir og eiga þau þrjú börn. Sigríður Ólöf ólst upp í föður- Á morgun, 18. júní, kveð ég móður mína á 88. aldursári. Margt kemur upp í hugann á svona stundu, því öll okkar samvera er mér svo í fersku minni. Það er ekki ofsagt að tímana marga lifðir þú. Ung að árum misstir þú föður þinn, móðir þín hélt heim- ilinu saman sem fátítt var á þeim tíma. Þú fórst ung að vinna hjá öðrum og seinustu æviárin hafðir þú gaman af að segja frá bernskuárum þínum sem þú færðir oft í skemmtilegan búning með dillandi hlátri. Margt þurftir þú að reyna í gegnum árin. Þú misstir frumburð þinn, þú fékkst berkla þegar þú gekkst með þitt ann- að barn og nýbúin að missa drenginn þinn, en ákvaðst að segja engum frá því svo þú misstir það ekki líka og allt fór vel. Aðeins 36 ára misstir þú manninn þinn frá þremur litlum börnum og gekkst með það fjórða og eins og móðir þín gerði hélst þú heimilinu saman. Þú ákvaðst að kaupa þér hús, og valdir Melbæinn, það voru nú ekki allir sáttir við þá ákvörðun þína en þú varst ákveðin og ólst okkur öll upp í bænum þínum. Óhætt er að segja að Melbærinn hafi alltaf verið þér til sóma og var þér veitt sérstök viður- kenning fyrir hann. Þú ræktaðir garðinn þinn, settir niður tré og blóm. Þetta gerðir þú með mikilli ánægju alla tíð og varla leið sá dagur meðan heilsan leyfði að þú gengir ekki um garðinn þinn og hlúðir að gróðrinum. Þú lagðir mikla vinnu á þig til að koma barnahópnum þínum upp og alltaf varstu stolt af honum. Auðvitað kostaði það þig mikla fjarveru frá heimilinu að vinna fyrir þessari stóru fjölskyldu en þú sinntir heimilinu af mikilli kostgæfni. Bernskuminning mín er sterk þegar þú bakaðir pönnu- kökur, lagðir hvítan dúk á borðið og kallaðir á okkur systkinin í nýbakað- ar pönnukökur. Í Melbænum voru oft margir og finnst manni ótrúlegt í dag hvernig þú auðveldlega gast bætt við þig fólki til lengri eða skemmri dvalar á heimilinu, ekkert var sjálfsagðara í þínum huga. Nú ert þú búin að fá hvíldina mamma mín og ég veit að þú ert sátt við það enda búin að skila góðu ævi- starfi og orðin þreytt. Einnig veit ég að feðgarnir sem þú þráðir að hafa hjá þér í lífinu taka á móti þér opnum örmum. Svo bið ég góðan guð að geyma þig elsku mamma mín. Þín dóttir, Valgerður Sólveig. Ég hef ekki verið iðinn við að skrifa þér bréf um ævina, mamma mín, og þetta verður víst það síðasta. Þegar ég lít yfir samvistir okkar þessi rösk- lega fimmtíu ár rifjast ótal margt upp. Það eru þó ekki einstakir at- burðir sem eru mér efstir í huga, það er lífsviðhorf þitt og hugarþel til manna og náttúru. Að sameina það stolt að þurfa aldrei að sækja á náðir annarra náungakærleik, þar sem aldrei var hikað við að aðstoða aðra, er undursamlegur eiginleiki. En jafn- framt stoltinu gladdist þú hvert eitt sinn sem þú naust hjálpar samferða- fólks sem studdi þig af hjartahlýu og vinsemd. Þessi viðhorf þín skópu það umhverfi að við börnin urðum að vera sjálfbjarga snemma en jafnframt var alltaf vissa fyrir því að stuðnings og huggunar var að leita í móðurfaðmi. Ég minnist ekki að það hafi komið upp þau vandræði hjá okkur systk- inunum að þú sæir ekki úrlausn. Þú gladdist með okkur við hvern áfanga í lífi okkar og varst alltaf þakklát fyrir þær gjafir sem þú jafnan eignaðir skaparanum. Þig skort aldrei neitt. En sagt er að Guð hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfir og það er mín vissa að hann hefur haft fáa betri en þig til að aðstoða. Orkan sem knúði þig áfram var óvenjuleg. Umhverfið var þér sífellt verkefni til athafna. Þegar þú keyptir Melbæinn 1952 var þar moldargólf í kjallaranum, fjós áfast og hlaða. Í tímans rás hefur húsið breyst og umhverfi þess. Útihúsin hurfu en garður fyrir kartöflur og aðrar nytjajurtir tóku yfir megin- hluta lóðarinnar. Húsið hefur tekið framförum og eftir að munnum fækk- aði breyttist lóðin í fallegan grasflöt með blómabeðum, trjágróðri og runnum. Þú hélst þó alltaf garðhol- unni fyrir kartöflur og rabarbara. Þú varst stolt þegar þú tókst á móti við- urkenningu fyrir frábært viðhald hússins árið 1992. Þú vildir alltaf búa að þínu og skild- ir ekki þennan nýja hugsunarhátt þar sem hagfræðingar hafa fundið það út að það borgi sig ekki að skapa verð- mæti með iðjusemi og nýtni. Nýting gæða lands og sjávar var þér ævin- lega hugleikin. En þar eins og í öllu þínu fari var virðingin fyrir verðmæt- um og náttúrunni grundvöllur nýt- ingarinnar. Það er til nóg handa okk- ur öllum ef við förum vel með. Þegar ég eignaðist eigin fjölskyldu var eins og þú eignaðist fleiri börn. Tengslin sem sköpuðust milli þín og hennar Margrétar minnar eru mér einstaklega kær. Þar bar aldrei skugga á. Þessi síðasti vetur reyndist þér erfiður. Heilsunni hrakaði og þú þurftir sífellt meiri aðstoð. Það var þér sárt að geta ekki haldið áfram að sinna öllum störfum. Um leið og ég þakka þér samfylgdina mamma mín óska ég þess að við sem eftir lifum reynum að rækta þá eiginleika sem þú stóðst fyrir; sjálfstæði, heiðar- leika, hjálpsemi og kærleika. Með kærri kveðju. Þinn sonur Sigurður Guðni. Mig langar að kveðja sómakonuna hana ömmu mína, Sigríði Ólöfu Sig- urðardóttur, Heiðargerði 21, Akra- nesi. Hún amma mín var sterk al- þýðukona sem vissi vel hvað það var að þurfa að berjast áfram í lífinu en þar var hún fremur veitandi en þiggj- andi og það þarf enginn að efast um það að hún skilaði sínu og vel það, annar eins dugnaðarforkur og hún var og hörð af sér. Þrjátíu og sex ára gömul missti hún manninn sinn og tókst hún ein á við uppeldið á fjórum börnum sínum og fórst það vel úr hendi enda mikil fyrirmyndarkona, hún amma. Hún keypti Melbæinn sinn sem var í niðurníðslu fljótlega eftir fráfall afa, hún byggði hann upp og bjó í honum allar götur síðan og þar leið henni rosalega vel og undi glöð við sitt. Hún hlúði vel að húsinu og garð- inum sínum sem var kletturinn í lífi hennar og margra annara og henni til mikils sóma og ekki vantaði hvað allt- af var gott að koma í heimsókn til hennar í Melbæinn. Hún amma mín var vel máli farin og víðlesin og kunni mikið af sögum sem hún kryddaði mál sitt með og alltaf var stutt í spaugsemina. Kærleika til fólks og skilning á kjörum þess átti hún í ríkum mæli og kom hann ævinlega fram í viðhorfum hennar og umgengni, enda naut hún mikillar virðingar og velvilja annara. Hún glímdi við ýmis veikindi á sinni ævi og má þar nefna bæði lömun og berkla, sem hún sigraðist á af miklum dugnaði en einnig má segja það sigur í sjálfu sér hvað hún tókst á við endalokin í sínu lífi af miklum virðuleik. Elsku amma mín, mig langar að þakka þér fyrir fjörutíu ára samleið, en seint fæ ég fullþakkað þér allan þann stuðning sem þú veittir mér þegar ég þurfti mest á að halda, en á vissum skeiðum í lífi mínu kom það ansi oft fyrir og þá varst þú til staðar og studdir mig með ráð og dáð og eins áttu þær Adda mín og Monika alltaf skjól hjá þér og vil ég þakka þér það. Guð blessi minningu þína og í mín- um huga verður þú alltaf eins og bestu ömmur eiga að vera. Þinn dóttursonur. Freysteinn B. Barkarsson. Nú er elsku amma Sigríður lögst til hvílu. Mér finnst ég vera langt í burtu, þegar upp kemur svona stund, en hún amma Sigríður, eins og mér hefur alltaf fundist hún bara heita, er nær mér en mig grunar. Hún er kom- in á „góða staðinn“ og það á hún svo sannarlega skilið. Loks hefur blessað vorið völdin fengið, varpar á landið fagurgrænum lit. Safarík störin bylgjast út um engið, angan úr grasi leggur fyrir vit. Harðindatíð og hafþök inn að sandi hertu þitt skap á fyrstu þroskabraut. Sögur þú reist, er vetur lá í landi. Ljóðin þú kvaðst, er napur stormur þaut. Undir þeim kufli óx og greri vorið. Eldurinn kvikur þér í brjósti lá. Aldrei þú hefur út á torgið borið andvörp þín sjálfs né hjartans duldu þrá. Strengdir þú heit á þínum æskuárum. Aldrei frá stefnu þeirri síðan vékst. Sæmdir þú hlaust með silfurgráum hárum. Sigur þú vannst, og þá til hvílu gekkst. (Heiðrekur Guðmundsson.) Ég sagði alltaf þegar við kvödd- umst að ég elskaði þig, amma mín, og þú svaraðir alltaf „sömuleiðis Mjöllin mín“, og með þeim orðum kveð ég þig líka í hinsta sinn, „ég elska þig, amma mín“. Mjöll B. Barkardóttir. SIGRÍÐUR ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, GUNNAR JÓNSSON bifreiðastjóri, Dalvík, lést á heimili sínu sunnudaginn 15. júní. Emma Björg Stefánsdóttir, G. Erla Gunnarsdóttir, Eiríkur Ágústsson, Jón Kr. Gunnarsson, Elfa Heiðrún Matthíasdóttir, Ásdís Gunnarsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Stefán Svanur Gunnarsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Kristín Björk Gunnarsdóttir, Valur Freyr Halldórsson, Kristinn Jónsson, Sólveig Jónsdóttir, Jónína Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, GUÐLAUG SVEINSDÓTTIR, Klausturhólum 2, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klaustur- hólum á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 14. júní. Útför hennar fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn 21. júní kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Velunnarasjóð Klausturhóla njóta þess, reikningsnúmer 317-13-771176. Margrét Einarsdóttir, Skúli Magnússon. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, BRAGI HÓLM KRISTJÁNSSON, Hverfisgötu 68a, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut, laugar- daginn 7. júní 2003. Útförin hefur farið fram. Sigurður Bragason, Viktoría Tómasdóttir, Helgi Bragason, Arnar Bragason, Andrea Sompit Siengboon, Linda Björk Bragadóttir, Einar E. Þorsteinsson, barnabörn og systkini. Elskulegi drengurinn okkar, bróðir og barna- barn, DAÐI HJARTARSON, Borgarholti 6, Ólafsvík, andaðist sunnudaginn 8. júní síðastliðinn. Útför hans hefur farið fram. Sendum okkar bestu þakkir til alls starfsfólks vöku- og barnadeildar Barnaspítalans. Sigrún Þórðardóttir, Hjörtur Ragnarsson, Rakel Sunna, Selma Marín, Petrína Haraldsdóttir, Þórður Kristjánsson, Sigrún Ólafsdóttir, Ragnar Ágústsson. Elskuð eiginkona mín, móðir, dóttir, tengda- dóttir, systir og mágkona, LONE KASTBERG REBSDORF, Sdr. Mosevej 40, 8543 Hornslet, Danmörku, andaðist á sjúkrahúsi í Hamborg, Þýskalandi föstudaginn 13. júní. Jarðsett verður frá Hornslet kirkju föstudaginn 20. júní kl. 13.00. Páll M. Ríkharðsson, Jóhanna og Emma, Laura, Ejlif, Niels, Lena, Hulda, Örn, Lisbet, Jens, Karen, Óskar, Þór Melsteð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.