Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 37
ir það verðum við sem þess nutum, nemendur og vinnufélagar, ævinlega þakklát. Aðalheiður var óhrædd við að takast á við ný verkefni og orlofsári sínu varði hún til að kynna sér betur kennslu yngri barna. Það varð til þess að á seinni árum sneri hún sér í auknum mæli að almennri yngribarnakennslu og naut sín þar vel sem vænta mátti. Ég, ásamt svo mörgum öðrum, kveð með þakklæti frábæran samstarfs- mann sem alltaf var til staðar og jafn- an traustastur þegar mest á reyndi. Öll finnum við til sárs saknaðar þegar kærir vinnufélagar kveðja, ekki síst þegar brottkvaðningin er svo ótíma- bær sem hér um ræðir. Við hjónin vottum eiginmanni, fjölskyldu og vin- um okkar kæru Aðalheiðar innilega samúð. Erling S. Tómasson. Elsku Allý. Við minnumst þín með gleði í hjarta, þrátt fyrir að þú sért ekki lengur með okkur. Minningin um þig mun ávallt lifa í huga okkar. Við gleymum aldrei stundunum sem þú varst með okkur, bæði í skólanum og utan hans. Þú hjálpaðir Höllu Sif að komast yfir vatnshræðsluna, og aðstoðaðir Ólöfu að tala rétt. Þegar þú hélst bekkjar- kvöld fyrir okkur, þá bakaðirðu, fórst með okkur í sund og í íþróttahúsið, leyfðir okkur að gista hjá þér og ým- islegt fleira skemmtilegt sem sex og sjö ára grislingar hafa gaman af. Þú gast alltaf fundið eitthvað skemmtilegt fyrir okkur að gera og skólinn varð skemmtilegur staður sem við hlökkuð- um til að koma í á morgnana af því þú varst þar. Þú varst besti kennarinn sem við höfum haft, sveigjanleg og skemmtileg en það var samt ekki hægt að komast upp með allt hjá þér. Elsku Allý, það er gott að vita að þú ert laus við þjáningarnar og að þér líð- ur vel núna. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ólöf og Halla Sif, Laugargerðisskóla. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Þessi sígildu orð skáldsins koma í hugann, þegar góður vinur kveður þennan jarðneska heim. Hetjulegri baráttu við illvígan sjúk- dóm er lokið. Hugprýði og hjálpsemi voru þeir eiginleikar sem einkenndu líf Aðal- heiðar, þótt skin og skúrir skiptust á í lífinu, eins og oft vill verða. Hún var einstaklega ósérhlífin og alltaf reiðubúin til að leggja öðrum lið ef þörf var á. Sælla er að gefa en þiggja gæti vel átt við sem yfirskrift yfir lífi hennar. Við hjónin þökkum trygga vináttu, sem aldrei bar skugga á. Við vitum, að hún var tilbúin að mæta skapara sínum, og trúum því að hennar bíði góð heimkoma. Einkasyni, eiginmanni og öðrum að- standendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Edda og Birgir. Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn er sé og æ skín fyrir hann á heimili, í skóla, í hverjum leik, sem honum geðjast kann. Guð vill að ég reynist af hjarta hlýr við hvern sem er með mér, og geti æ sýnt hve glatt og ljúft í geði barn hans er. (Bjarni Jónsson.) Sumarið er komið með öllum þeim yndisleik sem því fylgir. En fljótt dreg- ur ský fyrir sólu þegar góð vinkona er kölluð burt á góðum aldri. Við vissum um tíma að hverju stefndi. Við hjónin kynntumst þessari góðu og hjarta- hlýju konu vorið 1997 er við fluttum frá Reykjavík vestur í Laugargerðisskóla þar sem hún var kennari. Við gleym- um aldrei því viðmóti sem við fengum hjá Allý eins og hún var ávallt kölluð. Og ekki má gleyma hjálpseminni og umhyggju fyrir umhverfinu kringum skólann og börnunum, alltaf tilbúin að hjálpa og fegra. Við kveðjum nú ynd- islega vinkonu með söknuði. Það er mikill söknuður í hjörtum okkar og tómleiki, en við erum Guði þakklát að hafa notið samfylgdar þessarar góðu konu, samfylgdar sem var þó allt of stutt. Hún geislaði af lífi og sál í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og leysti hvert verk af hendi eins og best varð á kosið. Við áttum margar góðar stundir saman sem ekki gleymast. En það er sárt að hugsa til þess að sjá sætið hennar Allýjar autt. Það verða þung spor er við fylgjum henni síðasta spöl- inn og felum hana Guði. En í hjörtum okkar eigum við dýrmætar minningar sem munu gleðja okkkur og styrkja í sorginni, því við grátum yfir því sem var gleði okkar. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Ragna og Baldur. Lífsþróttur fólks verður seint mældur með mælitækjum okkar mannanna enda er lífsorkan, sem sum- ir virðast haldnir í ríkari mæli en aðrir, sambland líkamlegs og andlegs at- gervis einstaklings. Slík orka leiðir sem vítamínsprauta til þeirra sem hennar njóta og getur á svipstundu myrkri í dagsljós breytt. Hún Allý okkar kæra var einmitt ein þeirra sem haldnir eru ómældum lífsþrótti, að okkur fannst, jafnvel eftir að hún veiktist af þeim landsins nýja fjanda sem nú dregur hvað flesta til dauða. Alltaf var hún jákvæð, með spaugsyrði á vör og einhvernveginn að manni fannst lifandi ímynd heilbrigðis í hraustum líkama. Vel fór því á því að hún helgaði sig því lífsstarfi að segja ungu fólki til í íþróttaiðkun af marg- víslegu tagi. Þar var réttur maður á réttum stað. Við kynntumst Allýju þegar við hóf- um nám í Héraðsskólanum í Reyk- holti. Hún hafði þá lokið þar námi vet- urinn áður, en vann nú við símavörslu í gamla skólahúsinu í Reykholti. Ungur piltur þurfti oft að hringja heim þenn- an vetur og var ósköp feiminn við þessa veraldarvönu símastúlku sem var svo hress og kát og algjör andstaða við strákinn uppburðalitla sem þurfti að hringja heim og láta sækja sig þeg- ar helgarleyfi gekk í garð. Skólavist í Reykholti lauk og tvær ungar stúlkur fóru að vinna í Reykja- vík og leigðu saman herbergi í Álf- heimunum. Það voru skemmtilegir tímar og margt sér til gamans gert. Lifandi tónlist var á þessum árum á boðstólum á flestum skemmtistöðum og lífið dans á rósum. Fljótlega fóru Allý og Diddi að búa og þar með varð Allý hluti af fjölskyldunni okkar því um líkt leyti rugluðum við tvö saman reytum. Samgangur okkar á milli varð mikill og vinskapur náinn. Kvöldin mörg sem við eyddum saman og þar var ýmislegt bollalagt sem sumt rætt- ist en annað ekki, eins og gengur. Við tók áratuga samband í saumaklúbbi með öðrum góðum vinkonum og þar eins og annarsstaðar var Allý ávallt hrókur alls fagnaðar. Þar er nú aldeilis skarð fyrir skildi þegar bæði Allý og Didda, annar hress klúbbfélagi okkar, eru farnar. Tvær sterkar raddir eru hljóðnaðar. Þótt Allý hafi ekki getað verið stöðugt með okkur um alllangt skeið, bæði vegna vinnu sinnar við Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi og nú síðustu vetur vegna erfiðra veik- inda, verður skrýtið að hittast í haust og skynja að hennar er ekki aftur von. Svona er þetta líf, við heilsumst og kveðjumst. Við sem nutum af lífsorkumælum Allýjar gerum það nú ekki lengur. Af þeim mælum verður ekki lengur lesið en því betur minnst hvað þeir gáfu okkar í áralangri vináttu. Kæri Diddi, Steinþór og þið öll sem næst henni stóðuð, samhryggð okkar er með ykk- ur öllum. Minning góðrar vinkonu er blessuð í huga okkar. Þuríður (Þurý) og Óli H. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 37 Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, STEFÁN EIRÍKUR SIGURÐSSON fyrrv. verkstjóri, Skipasundi 88, Reykjavík, sem andaðist föstudaginn 30. maí, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 19. júní kl. 13.30. Hanna Soffía Gestsdóttir, Sigurður Stefánsson, Svava Stefánsdóttir, Jón Garðarsson, Hanna Sigríður Sigurðardóttir, Páll Þór Ármann, Sara Margrét og Sólveig Íris Sigurðardætur, Þórunn Eva Ármann. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÁRNA ÓLAFSSONAR, Þórunnarstræti 110, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki 12E og 11E Landspítala Háskólasjúkrahúss, lyflækningadeildar F.S.A og heimahlynningar á Akureyri. Sveinfríður Kristjánsdóttir, Erna G. Árnadóttir, Geir Jóhannsson, Kristrún Árnadóttir, Lúðvík Lúðvíksson, Ólafur Árnason, Gunnar Árnason, Alma Oddgeirsdóttir og afabörn. Maðurinn minn, GUÐMUNDUR HERMANNSSON fyrrv. yfirlögregluþjónn, Háagerði 87, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 15. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Herborg Júníusdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RÓSA EINARSDÓTTIR, Litlu-Hlíð, Höfðagrund 19, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 15. júní. Björg Thomassen, Reynir Ásgeirsson, Marinó Tryggvason, Margrét Magnúsdóttir, Guðni Tryggvason, Hlín Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR, Háaleitisbraut 22, Reykjavík, lést miðvikudaginn 21. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Andrés Hafliðason, Anna Hafliðadóttir, Sigfús Hreiðarsson, Hafliði Sigfússon, Hildur Sigfúsdóttir, Edda Sigfúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.