Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 25 LÝSING Lýsing hf. Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík Sími 540 1500 www.lysing.is Fjármögnun í takt við þínar þarfir Það eina sem er erfitt við að kaupa nýjan bíl BÍLASAMNINGUR • BÍLALÁN • REKSTRARLEIGA er að passa að ekkert komi fyrir hann Á DÖGUNUM var tekin fyrsta skóflustungan að 7 íbúða raðhúsi fyrir eldri borgara í Ölkeldudal of- an við Dvalarheimilið Fellaskjól og íbúðir eldri borgara sem fyrir voru á Hrannarstíg 18. Það var Guðni E. Hallgrímsson, formaður bygg- inganefndar fyrir íbúðir eldri borg- ara, sem tók skóflustunguna með JCB-gröfu jarðvegsvinnuverktak- ans Dodds ehf . Í máli Bjargar Ágústsdóttur bæjarstjóra við athöfnina, kom fram að bygging þessara íbúða væri byggð á könnun meðal íbúa Grundarfjarðar 60 ára og eldri. Íbúðirnar verða af tveimur stærð- um. Fjórar þeirra verða 81,5 fm og þrjár 65 fm en öllum íbúðum fylgir 24,5 fm bílskúr. Það var Almenna verkfræðistofan á Akranesi sem hannaði íbúðirnar en Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar í Grundarfirði mun sjá um að byggja þær. Trésmiðjan var með lægsta tilboð af fimm sem buðu í framkvæmdina og hljóðaði tilboð hennar upp á 85 milljónir króna á fullbúnum íbúðum, bílskúrum og frágengnum lóðum. Áætlað er að fyrsta íbúðin verði afhent eftir 6 mánuði og síðan ein af annarri en verkinu öllu með lóðafrágangi verði lokið í júní á næsta ári. Ný- lega var unnið deiliskipulag fyrir svæði þar sem íbúðirnar rísa í Öl- keldudal en þar er gert ráð fyrir almennu íbúðarsvæði. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Fyrsta skóflustungan var tekin með JCB-gröfu af Guðna E. Hallgrímssyni sem er formaður bygginganefndar íbúða aldraðra í Ölkeldudal. Íbúðum eldri borgara fjölgar Grundarfjörður langri reynslu hans sem þjálfara. Knattspyrnudeildin hefur tekið upp nýja búninga sem merktir verða Lottói og eru í hefðbundum svörtum og hvítum lit félagsins. Þá gerði félagið samning við inn- heimtufyrirtækið Intrum, sem verður með helstu styrktaraðilum GÚSTAF Adolf Björnsson hefur verið ráðinn knattspyrnuþjálfari Hattar á Egilsstöðum og er hann þjálfari meistaraflokks karla og yfirþjálfari yngri flokka. Gústaf hefur stundað knatt- spyrnuþjálfun frá árinu 1979 og var m.a. aðstoðarþjálfari KSÍ í fimm ár með A-landsliðum karla, U-21 og U-16. Hann var aðalþjálf- ari drengjalandsliðs KSÍ í tvö ár og þjálfaði meistaraflokk og annan flokk Fram einnig í tvö ár. Gústaf hefur einnig verið þjálfari A-lands- liðs kvenna í handknattleik. Gústaf Adolf hefur endurskipulagt innri starfsemi knattspyrnudeildar Hatt- ar og nýtur félagið þar góðs af ára- meistaraflokks í sumar. Höttur er nú í efsta sæti D-riðils þriðju deildar í knattspyrnu og komst í 32 liða úrslit Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikarkeppninni. Leik- menn Hattar máttu sætta sig við tap fyrir úrvalsdeildarliði FH í bik- arleiknum sl. laugardag, 3:0. Knattspyrnu- deild Hattar með nýjan þjálfara Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gústaf Adolf Björnsson hefur tekið við þjálfun Knattspyrnudeildar Hattar á Egilsstöðum. Liðið hefur nú tekið upp nýja búninga sem merktir verða Lottói og gert stóran styrktarsamning við innheimtufyrirtækið Intrum. Egilsstaðir STJÓRN vestur-skaftfellskra kvenna gaf nýverið Heilsugæslu- stöðinni í Vík í Mýrdal fósturhlustunartæki en áður hafði stjórnin gefið samskonar tæki til heilsugæslunnar á Kirkjubæj- arklaustri. Það var Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Vík, sem tók við gjöfinni og þakkaði fyrir hönd heilsugæsl- unnar og sagði hún við það tækifæri að svona gjafir frá fé- lagasamtökum væru ómetanlegar fyrir heilsugæslustöðvar úti á landi. F.v. Helga Þorbergsdóttir, Eva Björk Harðar- dóttir, Bergþóra Ástþórsdóttir og Helga Bjarnadóttir í Heilsugæslustöðinni í Vík. Heilsugæslustöð- inni í Vík gefið fóst- urhlustunartæki Fagridalur Morgunblaðið/Jónas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.