Morgunblaðið - 17.06.2003, Side 25

Morgunblaðið - 17.06.2003, Side 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 25 LÝSING Lýsing hf. Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík Sími 540 1500 www.lysing.is Fjármögnun í takt við þínar þarfir Það eina sem er erfitt við að kaupa nýjan bíl BÍLASAMNINGUR • BÍLALÁN • REKSTRARLEIGA er að passa að ekkert komi fyrir hann Á DÖGUNUM var tekin fyrsta skóflustungan að 7 íbúða raðhúsi fyrir eldri borgara í Ölkeldudal of- an við Dvalarheimilið Fellaskjól og íbúðir eldri borgara sem fyrir voru á Hrannarstíg 18. Það var Guðni E. Hallgrímsson, formaður bygg- inganefndar fyrir íbúðir eldri borg- ara, sem tók skóflustunguna með JCB-gröfu jarðvegsvinnuverktak- ans Dodds ehf . Í máli Bjargar Ágústsdóttur bæjarstjóra við athöfnina, kom fram að bygging þessara íbúða væri byggð á könnun meðal íbúa Grundarfjarðar 60 ára og eldri. Íbúðirnar verða af tveimur stærð- um. Fjórar þeirra verða 81,5 fm og þrjár 65 fm en öllum íbúðum fylgir 24,5 fm bílskúr. Það var Almenna verkfræðistofan á Akranesi sem hannaði íbúðirnar en Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar í Grundarfirði mun sjá um að byggja þær. Trésmiðjan var með lægsta tilboð af fimm sem buðu í framkvæmdina og hljóðaði tilboð hennar upp á 85 milljónir króna á fullbúnum íbúðum, bílskúrum og frágengnum lóðum. Áætlað er að fyrsta íbúðin verði afhent eftir 6 mánuði og síðan ein af annarri en verkinu öllu með lóðafrágangi verði lokið í júní á næsta ári. Ný- lega var unnið deiliskipulag fyrir svæði þar sem íbúðirnar rísa í Öl- keldudal en þar er gert ráð fyrir almennu íbúðarsvæði. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Fyrsta skóflustungan var tekin með JCB-gröfu af Guðna E. Hallgrímssyni sem er formaður bygginganefndar íbúða aldraðra í Ölkeldudal. Íbúðum eldri borgara fjölgar Grundarfjörður langri reynslu hans sem þjálfara. Knattspyrnudeildin hefur tekið upp nýja búninga sem merktir verða Lottói og eru í hefðbundum svörtum og hvítum lit félagsins. Þá gerði félagið samning við inn- heimtufyrirtækið Intrum, sem verður með helstu styrktaraðilum GÚSTAF Adolf Björnsson hefur verið ráðinn knattspyrnuþjálfari Hattar á Egilsstöðum og er hann þjálfari meistaraflokks karla og yfirþjálfari yngri flokka. Gústaf hefur stundað knatt- spyrnuþjálfun frá árinu 1979 og var m.a. aðstoðarþjálfari KSÍ í fimm ár með A-landsliðum karla, U-21 og U-16. Hann var aðalþjálf- ari drengjalandsliðs KSÍ í tvö ár og þjálfaði meistaraflokk og annan flokk Fram einnig í tvö ár. Gústaf hefur einnig verið þjálfari A-lands- liðs kvenna í handknattleik. Gústaf Adolf hefur endurskipulagt innri starfsemi knattspyrnudeildar Hatt- ar og nýtur félagið þar góðs af ára- meistaraflokks í sumar. Höttur er nú í efsta sæti D-riðils þriðju deildar í knattspyrnu og komst í 32 liða úrslit Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikarkeppninni. Leik- menn Hattar máttu sætta sig við tap fyrir úrvalsdeildarliði FH í bik- arleiknum sl. laugardag, 3:0. Knattspyrnu- deild Hattar með nýjan þjálfara Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gústaf Adolf Björnsson hefur tekið við þjálfun Knattspyrnudeildar Hattar á Egilsstöðum. Liðið hefur nú tekið upp nýja búninga sem merktir verða Lottói og gert stóran styrktarsamning við innheimtufyrirtækið Intrum. Egilsstaðir STJÓRN vestur-skaftfellskra kvenna gaf nýverið Heilsugæslu- stöðinni í Vík í Mýrdal fósturhlustunartæki en áður hafði stjórnin gefið samskonar tæki til heilsugæslunnar á Kirkjubæj- arklaustri. Það var Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Vík, sem tók við gjöfinni og þakkaði fyrir hönd heilsugæsl- unnar og sagði hún við það tækifæri að svona gjafir frá fé- lagasamtökum væru ómetanlegar fyrir heilsugæslustöðvar úti á landi. F.v. Helga Þorbergsdóttir, Eva Björk Harðar- dóttir, Bergþóra Ástþórsdóttir og Helga Bjarnadóttir í Heilsugæslustöðinni í Vík. Heilsugæslustöð- inni í Vík gefið fóst- urhlustunartæki Fagridalur Morgunblaðið/Jónas

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.