Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 14
ÚR VERINU 14 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 ORLANDO stækkanlegir barna línuskautar. Skautinn stækkar með barninu. Mjúk dekk og APEC legur. Stærðir 25-29, 30-35 og 36-40 Verð kr. 9.900, stgr. 9.405 fyrirtæki í forystu í þróun betri og þægilegri línuskauta Varahlutir og viðgerðaþjónusta 5% stgr. afsláttur H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 06 . 2 00 3 línuskautar Stærðir 36 - 47 Alls konar útfærslur Verð frá kr. 10.500 til 21.000 „ÞAÐ er frekar rólegt yfir þessu núna en það hafa verið bátar að landa vítt og breitt í fjórðungnum um helgina,“ segir Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað. Um helgina hafi aðallega komið vinnslu- skip með frosin síldarflök til Nes- kaupstaðar. „Veiðarnar minnkuðu nú eitthvað innan lögsögunnar en ég held að þær séu byrjaðar aftur.“ Freysteinn segir þó að fréttir af aflabrögðum verði óljósar þangað til skipin nálgist landið aftur. „Þeir [skipstjórarnir] eru ekki mikið fyrir að gefa upp aflatölur svona í miðjum klíðum.“ Stór og fallegur fiskur „Já, þetta er geysilega stór og fallegur fiskur,“ segir Freysteinn um gæði síldarinnar sem hefur bor- ist á land. „Hún hefur verið full af átu en étur sig einhvern tíma sadda og við það minnkar í henni átan og þá verður þetta mjög gott hráefni.“ Að sögn Freysteins er ætlunin að reyna að vinna síld í flök næst þegar bátarnir koma inn, mögulega að- faranótt miðvikudags, og trúlega verður það úr Ásgrími Halldórssyni SF. Freysteinn segir að Beitir NK, skip Síldarvinnslunnar, hafi landað á laugardag um 1.150 tonnum af síld til bræðslu og Birtingur, annað skip fyrirtækisins, og Ásgrímur Hall- dórsson SF hafi landað á Þórshöfn. Þegar Morgunblaðið náði tali af Sigurbergi Haukssyni, skipstjóra á Beiti NK, um hádegisbil í gær, mánudag, voru þeir á siglingu í gegnum suðurhluta Jan Mayen-lög- sögunnar á leið í Síldarsmuguna. Sigurbergur sagði að eitthvað væri af skipum í íslensku lögsögunni, að- allega togarar með flottroll, en svo virtist sem síldin væri mest í sunn- anverðri Síldarsmugunni. Hann sagði að aðstæður væru góðar til veiða en síldin væri þó mjög stygg og erfitt að eiga við hana. Mest af síld til Seyðisfjarðar Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva höfðu íslensku skipin landað um 54.000 tonnum af síld í gær, eða rétt tæp- um helmingi kvótans. Mestu hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði, 8.500 tonnum. Næst kemur Síldarvinnslan í Neskaup- stað með 7.200 tonn. 6.600 tonnum hefur verið landað hjá Ísfélaginu í Krossanesi og 6.400 hjá Eskju á Eskifirði. Alls hefur 152.000 tonnum af kol- munna verið landað hér á landi á vertíðinni. Þar af er afli íslenskra skipa orðinn 96.400 tonn og er- lendra 55.300 tonn. Mestu af kol- munna hefur verið landað hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði, 41.700 tonnum. Þar af eru 34.000 tonn af erlendum skipum. Í Nes- kaupstað hefur verið landað 36.800 tonnum og 21.000 tonnum hjá Eskju á Eskifirði. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Landað úr Beiti NK. Reyna að vinna síld í flök PLASTBÁTASMIÐJAN Bátahöllin ehf. í Snæfellsbæ hefur hannað og hafið framleiðslu á bátum sem nefnast Björn. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum sinnt viðhaldi og umfangsmiklum breytingum á plastbátum. Bátarnir eru hraðfiskibátar frá þremur brúttótonnum upp í tíu brúttótonn og hefur Bátahöllin þegar selt þrjá báta. Hönnun bátanna gengur út á að ná sem mestu lestarrými og bestu vinnu- aðstöðu í samfloti við mikla og góða sjóhæfni. Sem dæmi um Birnina má taka þriggja tonna bát- inn, Björn 690. Sá bátur er þilfars- bátur búinn 370 hestafla vél með hefðbundnum skrúfubúnaði. Bát- urinn tekur sjö 380 lítra fiskiker í lest, er með svefnaðstöðu fyrir tvo menn og er búinn sex færarúllum. Nýr hrað- fiskibátur frá Báta- höllinni Morgunblaðið/Alfons Finnsson Hinn nýi bátur, Björn 690, frá Bátahöllinni ehf. í Snæfellsbæ. GENGI GJALDMIÐLA mbl.is STJÖRNUSPÁ mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.