Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GRÍMAN – Íslensku leiklistarverð- launin var afhent í fyrsta sinn í gær- kvöld við hátíðlega athöfn í Þjóðleik- húsinu sem sjónvarpað var í beinni útsendingu. Verðlaun fyrir sýningu ársins hlaut leikhópurinn Á senunni fyrir verkið Kvetch eftir Steven Berkoff í leik- stjórn Stefáns Jónssonar. Stefán hlaut einnig verðlaun fyrir bestu leik- stjórn ársins. Kvenleikari ársins í aðalhlutverki var valin Edda Heiðrún Backman fyr- ir hlutverk sitt í Hægan Elektra og Kvetch. Edda fór af vettvangi með báðar hendur fullar því hún hlaut einnig verðlaun sem besti kvenleikari í aukahlutverki í Kryddlegnum hjört- um. Karlleikari ársins í aðalhlutverki var valinn Hilmir Snær Guðnason fyrir hlutverk sitt í Veislunni en besti karlleikari í aukahlutverki var Ólafur Darri Ólafsson. Leikskáld ársins var valinn Þor- valdur Þorsteinsson fyrir handritið að leiksýningunni ...And Björk of course. Viðbrögð verðlaunahafa voru allt frá því að vera nokkur orð yfir í ræður og ljóð. „Ég hélt alltaf að ég væri í aðal- hlutverkinu,“ sagði Edda Heiðrún Backman við mikil hlátrasköll, þegar hún tók við verðlaunum sem besta leikkona í aukahlutverki í Kryddlegn- um hjörtum. Þegar Edda tók við verðlaunum sem besti kvenleikari í aðalhlutverki sagði hún: „Ég held að það sé stærsta gæfa manns að fá að mennta sig og starfa við það sem hugur hans stend- ur til. Það fékk ég og held ég megi segja að ég hafi notið hverrar stund- ar.“ Þegar Stefán Jónsson tók við verð- launum fyrir bestu leikstjórn varð honum að orði við mikil hlátrasköll: „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Ég hélt reyndar að ég myndi taka Grímuna, – í allri hógværð – fyrir aukahlutverk, enda hef ég sérhæft mig í þeim og ætíð neitað öllum aðal- hlutverkum.“ Felix Bergsson tók við verðlaunun- um fyrir bestu sýninguna úr höndum Vigdísar Finnbogadóttur og risu áhorfendur úr sætum: „Kvetch er bú- ið að vera ótrúlegt ævintýri, hugmynd sem ég er búinn að ganga með í 12 ár. Það er oft svo með góðar hugmyndir að þær eru á flökti í höfðinu á manni og einn góðan veðurdag grípur maður þær og þá reynist tíminn oft réttur. Það var sannarlega réttur tími núna og fólkið sem starfaði að sýningunni alveg hreint með ólíkindum.“ Felix bætti við að hann væri sérstaklega stoltur fyrir hönd sjálfstætt starfandi atvinnuleikhópa og sagði að þó rík- isleikhúsin væru mænan í leikhúslíf- inu væru atvinnuleikhóparnir gras- rótin, þar sem hlutirnir gerast, og sæist það best á tilnefningum kvölds- ins. GULLGRÍMUNA, heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands, hlaut Sveinn Einarsson leikhússtjóri, leikstjóri, leikskáld og leiklist- arfræðingur fyrir æviframlag sitt til leiklistar. „Sveinn var aðeins 28 ára þegar Leikfélag Reykjavíkur réð hann í stöðu leikhússtjóra árið 1963 og varð hann fyrstur til að gegna þeim starfa hjá félaginu. Hann var leikhússtjóri félagsins í Iðnó í níu ár samfleytt og auk þess skóla- stjóri Leiklistarskóla LR þar til hann var skipaður í embætti Þjóð- leikhússtjóra árið 1972, sem hann gegndi í ellefu ár, eða fram á mitt ár 1983,“ segir í greinargerð Leik- listarsambands Íslands. „Á 20 ára ferli sem leikhússtjóri tveggja helstu leikhúsa landsins lagði Sveinn m.a. mun meiri rækt við nýjan innlendan leikskáldskap en áður hafði þekkst og breytti þannig áherslum í verkefnavali þessara leikhúsa að trú okkar, bæði leikhúsfólks og almennings, á möguleika íslensks leikskáld- skapar jókst til mikilla muna. Önn- ur mikilvæg áherslubreyting sem varð í leikhússtjóratíð Sveins var að leit eftir erlendum verkefnum beindist í auknum mæli út fyrir hinn þrönga engilsaxneska heim. Í Þjóðleikhússtjóratíð sinni stofnaði Sveinn Íslenska dans- flokkinn árið 1973, sat í stjórn flokksins 1973–83 og aftur sem formaður 1992–96. Árið 1973 stofnaði hann einnig Leiklistar- samband Íslands og var formaður þess í 16 ár eða til 1989. Bæði Ís- lenski dansflokkurinn og Leiklist- arsamband Íslands fagna þrjátíu ára afmæli um þessar mundir. Þá var Sveinn formaður Leikskálda- félags Íslands 1985–89. Sem einn af okkar helstu leik- stjórum á Sveinn að baki 86 svið- setningar, þegar allt er talið, á leikritum og óperum, bæði heima og erlendis, m.a. nokkrum frum- uppfærslum, sígildum verkum og nútímaverkum, auk þess sem hann hefur átt fjölda leikstjórnarverk- efna í útvarpi og sjónvarpi. Sveinn hefur gegnt ótal trún- aðarstörfum tengdum menningar- málum heima og erlendis og starf- aði auk þess að menningarmálum fyrir Evrópuráðið. Hann var for- maður íslensku UNESCO- nefndarinnar síðan 1994. Á sein- asta ári var Sveinn kosinn í að- alstjórn UNESCO.“ Sveinn þakkaði fyrir sig með þessu ljóði: Þér æskan forðum ólgaði í barmi og allir vegir færir blöstu við. Að gera mynd af gleði okkar og harmi sem gæti varpað birtu á leiksins svið. Seinna varð þér ljóst að hálft er hólið að hollari er innri röddin örg. Það fáum tekst að finna upp aftur hjólið né færa langa vegu risabjörg. Þá lærist þér að ljúft er starf á vori: að leita út með kornið þitt og sá. Þú finnur að það leikur létt í spori að leggja örlátt hönd þann plóginn á. Sú aldna reynsla má aldrei verða byrði því öll við reynum að feta hærri stig. Ef metin er sú viðleitni einhvers virði þú verður glaður og þakkar fyrir þig. Morgunblaðið/Arnaldur Sveinn Einarsson, heiðursverðlaunahafi ársins. Sveinn Einarsson hlaut Gullgrímuna                                             !      "#$  %       '   $ ! ( )   * + ! %           !,! "  "    - .    )/  !.  (/ "  0  / " %    #1 (    2 "    3     4!   /%     5       6) 2*"  $       4       2    7          ,*           "     "                    8  * *      $/    0*   0 "  $ *   9     "  "                             !   !   "  # $%      "&  %     % "   !   '(    ' ) "        *& +   , %      Íslensk leiklistarverðlaun afhent á nýjan leik eftir þriggja áratuga hlé „Kvetch er búið að vera ótrúlegt ævintýri“ Morgunblaðið/Arnaldur Edda Heiðrún Backman tekur við verðlaunum sínum sem leikkona ársins í aðalhlutverki úr hendi Baltasars Kormáks og Gunnars Eyjólfssonar. Hún varð jafnframt hlutskörpust í flokki leikkvenna í aukahlutverki. Morgunblaðið/Arnaldur Grímuhafar hylltir að hátíð lokinni í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.