Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 51 ÍTÖLSKU Evrópumeistararnir í knattspyrnu, AC Milan, hafa hafnað tilboði frá ensku bikarmeisturunum Arsenal í markvörðinn Christian Abbiati. Tilkynnt var á heimasíðu AC Milan að Abbiati yrði um kyrrt í röðum félagsins. „AC Milan og Christian Abbiati hafa á síðustu dögum, í samvinnu, hafnað risa- tilboði frá Arsenal, var sagt á síð- unni. Abbiati mátti verma vara- mannabekkinn hjá AC Milan í vetur en hinn brasilíski Dida hefur verið aðalmarkvörður liðsins. Arsenal er þessa dagana að svipast um eftir arftaka Davids Seamans, sem er farinn til Manchester City. Meiri líkur virðast á að Arsenal fái Harry Kewell, ástralska sókn- armanninn frá Leeds United. Í gær fékk Kewell heimild frá Leeds til að ræða við Arsenal um mögulegan samning en hann hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við Leeds. Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, er mjög spenntur fyrir því að fá Kewell í sinn hóp. „Staðan er þannig að Harry þarf að ákveða hvað hann vill. Ef hann vill spila í Meistaradeild Evrópu, mun hann eflaust ræða málin ít- arlega við Arsenal. Við höfum gert allt sem við getum og boðið honum mjög góðan samning. Telji hann að sá samningur sé ekki nógu góður, og vilji ekki spila lengur með Leeds, er það hans val,“ sagði John McKenzie, stjórnarformaður Leeds, við blaðið Independent í morgun. AC Milan hafnaði risa- boði frá Arsenal í Abbiati Þetta gekk sæmilega hjá okkur íkvöld þó svo mér hafi fundist vanta heldur meiri ákveðni fram á við hjá okkur. En á meðan við sköp- um okkur einhver færi þá vonar maður að það komi að því að við nýt- um þau betur en við höfum gert í sumar. Til að skora þarf að skapa sér færi og það erum við að gera,“ sagði varnarjaxlinn. „Síðari hálfleikur var mun betri hjá okkur, vörnin stóð fyrir sínu og þegar þannig er getum við sótt hratt á mótherja okkar og það gerðum við í kvöld. Þetta var líka úrslitaleikur fyrir okkur, annaðhvort var að ná í öll stigin og vera með í þessari bar- áttu á toppnum eða dragast full langt aftur úr efstu liðunum. Við urðum að fá öll þrjú stigin og það gerðum við, tókum þau stig sem í boði voru og er- um ánægðir með það,“ sagði Kristján Örn. Gengur oft erfiðlega hérna „Svona er þessi fótbolti og því mið- ur gekk þetta ekki hjá okkur í kvöld,“ sagði vonsvikinn fyrirliði Vals, Sig- urbjörn Hreiðarsson, eftir tapið. „Mér fannst fyrri hálfleikur nokk- uð í jafnvægi og við vorum betri fyrstu tuttugu mínúturnar í þeim síð- ari, eða þar til við skoruðum. Þá bökkuðum við of mikið í stað þess að halda áfram að leika eins og við höfð- um gert. Þetta vill stundum gerast og við settum þetta alls ekki svona upp,“ sagði Sigurbjörn. Hann hefur verið nokkuð lengi að í knattspyrnunni. „Þetta er oft ansi hreint erfitt hjá okkur hérna á KR- vellinum. Ég er búinn að vera í þessu í ellefu ár og við höfum yfirleitt farið halloka hérna. En það munaði sára- litlu í dag að okkur tækist að snúa því við,“ sagði fyrirliðinn. Þess má geta að KR og Valur hafa nú mæst 123 sinnum í deildarkeppni og hefur KR sigraði 47 sinnum, 35 sinnum hefur orðið jafntefli og valur hefur 41 sinni fagnað sigri. Á heima- velli KR hafa liðin mæst sautján sinnum, KR unnið sjö leiki, sex hafa endað með jafntefli og Valur hefur fjórum sinnum unnið. Markatalan í leikjum liðanna á KR-vellinum er 24:10. Urðum að fá öll stigin Kristján Örn Sigurðsson, besti maður KR KRISTJÁN Örn Sigurðsson var eins og klettur í vörn KR í leiknum við Val í gærkvöldi, steig vart feilspor í leiknum og trúlega hans besti leikur í sumar. Hann var að vonum kampakátur eftir leikinn enda þrjú stig í höfn og KR-ingar komnir á topp deildarinnar. Valsmenn komu greinilega velstemmdir til leiks í gærkvöldi, byrjuðu mun betur en röndóttir heimamenn en það var reyndar ekki lengi því fljótlega tóku gestgjafarnir völdin á vellinum þó svo þeim tækist ekki að skapa sér mörg verulega hættuleg mark- tækifæri. Nokkur sáust þó, en þau nýttust ekki. Valsmenn fengu þó besta færið í fyrri hálfleik þegar Jóhann Möller var einn fyrir miðju marki, fékk boltann frá Bjarna Ólafi Eiríks- syni, en Jóhanni brást bogalistin og önduðu heimamenn léttar. Nokkrum mínútum áður átti Bjarki Gunnlaugsson glæsilega kollspyrnu sem Ólafur Þór Gunn- arsson varði mjög vel. Hann hélt uppi merki Hlíðarendapilta í fyrri hálfleik og varði þá á stundum ágætlega, meðal annars skalla frá Kristjáni Erni Sigurðssyni. Annars einkenndist fyrri hálf- leikur af dálítið miklum langspyrn- um sem samherjar áttu erfitt með að hemja enda völlurinn blautur og háll og því vænlegra að leika knettinum stutt á milli samherja. Hins vegar hefðu menn að ósekju mátt skjóta meira að marki, sér- staklega þegar haft er í huga hversu háll völlurinn var. Valsmenn voru vel skipulagðir, léku ákveðna og ákafa vörn og sóttu síðan hratt þegar færi gafst. KR-ingar komust í raun ekki mikið áleiðis þó svo stundum hafi munað litlu að úr yrði þokkaleg færi. Sigurvin Ólafsson var nærri bú- inn að koma heimamönnum yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar hann komst inn fyrir vörn Vals eftir snilldarsendingu frá Veigari Páli Gunnarssyni. Ármann Smári Björnsson náði að komast fyrir skot Sigurvins. Á sömu mínútu varði Ólafur skot Garðars Jó- hannssonar. Valsmenn sóttu í sig veðrið og Hálfdán Gíslason datt á vítateigs- línunni og virtist sem um brot hefði verið að ræða en dómarinn, sem átti raunar ekki góðan dag, sá ekki ástæðu til að dæma. Tíu mínútum síðar sá dómarinn ástæðu til að dæma aukaspyrnu á KR, rétt utan teigs og úr spyrn- unni skoraði Sigurbjörn, fyrirliði Vals, með þrumuskoti. Tíu mín- útur liðu þar til Þórhallur Hinriks- son jafnaði fyrir KR og Veigar Páll gerði síðan sigurmarkið stundarfjórðungi síðar. Skömmu áður gerði hann raunar annað mark, sérlega glæsilega var að því staðið hjá honum, en aðstoðardóm- arinn lyfti flaggi sínu til merkis um að hann hefði verið rangstæð- ur. Trúlega alrangur dómur en markið dæmt af engu að síður. Á lokasekúndum leiksins komst Einar Þór Daníelsson í dauðafæri en Ólafur Þór varði skot hans. KR-ingar léku ágætlega á köfl- um í gær, en þó voru ákveðnir menn sem náðu sér alls ekki á strik eins og gengur og gerist. Vörn KR var sterk og örugg, eng- inn þó eins og Kristján Örn sem var eins og klettur og Valsmenn komust einfaldlega ekki fram hjá honum, sama hvað reynt var. Veig- ar Páll gekk greinilega ekki alveg heill til skógar en lét það þó ekki koma í veg fyrir aðdáunarverða baráttu. KR-ingar hljóta að bíða þess tíma að hægt verði að nota Veigar Pál sem fremsta miðju- mann, fyrir aftan framlínuna, en í því hlutverki lék hann mjög vel í fyrra og nýtist liðinu örugglega enn betur þar en úti á hægri vængnum. Raunar brá hann sér stund og stund í þá stöðu í gær- kvöldi og þá skapaðist alltaf hætta. Hjá Val voru Ármann Smári og Sigurbjörn bestir auk Ólafs Þórs markvarðar. Morgunblaðið/Árni Torfason Ármann Smári Björnsson, varnarmaðurinn sterki hjá Val, skýlir boltanum fyrir KR-ingnum Bjarka Gunnlaugssyni í leiknum á KR-velli í gærkvöld. KR-völlur Vals- mönnum erfiður EKKI sóttu Valsmenn gull í greipar KR-inga í vesturbæinn í gær frekar en síðustu 12 árin þegar liðin hafa mæst á KR-velli. Vest- urbæingar unnu 2:1 í gærkvöldi eftir að gestirnir úr austurbænum höfðu komist yfir og var það tíunda markið sem Hlíðarendaliðið ger- ir á KR-velli frá upphafi en þriðja mark félagsins þar síðustu tólf ár- in. Valsmenn byrjuðu Íslandsmótið með tveimur fræknum sigrum en hafa nú tapað þremur leikjum í röð. KR skaust hins vegar á topp deildarinnar þar sem KA náði aðeins í eitt stig á Akranesi. Skúli Unnar Sveinsson skrifar KR 2:1 Valur Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 5. umferð KR-völlur Mánudaginn, 16. júní 2003. Aðstæður: Gola, rigning og blautur en góður völlur. Áhorfendur: 1.753. Dómari: Jóhannes Valgeirsson, KA, 2. Aðstoðardómarar: Einar Örn Daníelsson, Guðmundur H. Jónsson Skot á mark: 15(8) – 8(5) Hornspyrnur: 9 – 4 Rangstöður: 10 – 3 Leikskipulag: 4-4-2 Kristján Finnbogason Sigþór Júlíusson M Gunnar Einarsson M Kristján Örn Sigurðsson MM Kristinn Hafliðason M Veigar Páll Gunnarsson M (Jökull I. Elísabetarson 89.) Sigurvin Ólafsson M (Jón Skaftason 87.) Þórhallur Örn Hinriksson Einar Þór Daníelsson Garðar Jóhannsson (Sigurður Ragnar Eyjólfsson 66.) Bjarki Gunnlaugsson Ólafur Þór Gunnarsson MM Hjalti Þór Vignisson Ármann Smári Björnsson M Guðni Rúnar Helgason M Bjarni Ólafur Eiríksson M Stefán Helgi Jónsson Baldvin Hallgrímsson (Matthías Guðmundsson 52.) Sigurbjörn Hreiðarsson M Sigurður Sæberg Þorsteinsson Jóhann Georg Möller (Ólafur Helgi Ingason 70.) Hálfdán Gíslason (Arnór Gunnarsson 73.) 0:1 (64.) Valur fékk aukaspyrnu á silfurfati rétt utan við vítateig hægra megin. Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Vals skoraði með föstu skoti, boltinn fór alveg upp undir þverslá hægra megin. 1:1 (74.) KR-ingar fengu hornspyrnu frá hægri og Sigurvin Ólafsson tók spyrn- una. Sendi boltann á kollinn á Þórhalli Hinrikssyni sem skallaði í net- ið. 2:1 (80.) Sigurvin tók aukaspyrnu úti á hægri kanti, sendi laglega sendingu inn á vítateiginn þar sem Veigar Páll Gunnarsson náði fyrstur til boltans og skallaði fallega í netið. Gul spjöld: Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Val (27.) fyrir brot. Sigurbjörn Hreiðarsson, Val (57.) fyrir brot. Veigar Páll Gunnarsson, KR (66.) fyrir mótmæli. Þórhallur Örn Hinriksson, KR (78.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.