Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM 40 starfsmenn, flestir fyrrverandi starfsmenn Verðbréfasviðs Búnaðarbankans, hafa flutt sig frá Kaupþingi Búnaðarbanka til Landsbanka Íslands að undanförnu, að sögn Sólonar R. Sigurðssonar, bankastjóra Kaupþings Búnaðarbanka. Samtals hafa því um 60 starfsmenn flust frá Kaupþingi Bún- aðarbanka yfir til Landsbanka, en Landsbankinn keypti nýlega Búnaðarbanka Lúxemborg með um 20 starfsmönnum. Fljótlega eftir að tilkynnt var um sameiningu Kaupþings banka og Búnaðarbanka Íslands í apríl síðastliðnum kom fram að rúmlega 20 starfsmenn Búnaðarbankans hefðu sagt upp og ráðið sig til Landsbankans. Síðan þá hefur þeim fjölgað um á annan tug. Starfsfólki fækkað um 90 Sólon segist ekki geta sagt til um hvers vegna þessi fjöldi starfsmanna hefur sagt upp störfum hjá Kaupþingi Búnaðarbanka. Hugsanleg skýring sé að þeir hafi haldið að þeir myndu missa vinnuna við sameiningu bankanna. Þá sé einnig hugsanlegt að vinskapur spili þar eitthvað inn í. Auk þeirra sem sagt hafa upp hjá Kaupþingi Búnaðarbanka hefur bankinn sagt um 30 öðrum starfsmönnum upp störfum. Starfsfólki bankans hefur því fækkað um í kringum 90 síðan samruni Kaupþings og Búnaðarbanka var samþykktur. Ráðningar úr fleiri en einni átt Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbank- ans, segist ekki geta staðfest nákvæma tölu um fjölda fyrrverandi starfsmanna Búnaðarbankans sem hafi verið ráðnir til starfa hjá Landsbankan- um. Hann segir að Landsbankinn hafi verið að styrkja verðbréfa-, fjárfestinga- og fyrirtækjasvið bankans, með nýráðningum, meðal annars með fyrrverandi starfsmönnum Búnaðarbankans. Ráðningarnar séu þó úr fleiri en einni átt. Hafa beri þó í huga að hluti nýráðninganna sé vegna viðbót- arstarfsemi vegna kaupanna á Búnaðarbanka Lúx- emborg. Þá tekur hann fram að fjöldi nýráðninga sé í stóru fyrirtæki eins og Landsbankanum í mán- uði hverjum, vegna eðlilegrar starfsmannaveltu. Alls um 90 starfsmenn hættir hjá Kaupþingi Búnaðarbanka Um 40 ráðnir til Landsbanka Íslands Morgunblaðið/Jim Smart Af þeim um 90 starfsmönnum sem hætt hafa störfum hjá Kaupþingi Búnaðarbanka að undan- förnu hafa um 40 flutt sig til Landsbankans. Ekki arður til hluthafa ÍAV NÝR meirihlutaeigandi í Íslenskum aðalverktökum, Eignarhaldsfélagið AV ehf., mun leggjast gegn því, á aðalfundi ÍAV 30. júní nk., að greiddur verði 10% arður til hlut- hafa í fyrirtækinu. Stefán Friðfinnsson, forstjóri ÍAV og stjórnarformaður EAV, segir að ætlunin sé að halda fénu inni í fyrirtækinu, en EAV gerði yfirtökutilboð til minni hluthafa sem rennur út á fimmtudaginn. „Við gerum ráð fyrir að EAV verði búið að eignast nærri því allt hlutafé á aðalfundinum, þannig að spurningin sé aðeins hvort fyrir- tækið vilji greiða sjálfu sér þetta fé,“ segir hann. EAV býðst til að greiða hlut- höfum sama verð og félagið greiddi ríkinu fyrir 39,86% hlut, eða gengið 3,69. Starfsleyfi Fjár- verndar-Verðbréfa afturkallað að hluta FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur ákveðið að afturkalla starfsleyfi verðbréfafyrirtækisins Fjárvernd- Verðbréf hf. að hluta, þ.e. til eigna- stýringar. Í fréttatilkynningu frá Fjármála- eftirlitinu í gær segir að Fjármála- eftirlitið hafi á undanförnum miss- erum haft til umfjöllunar málefni Fjárverndar-Verðbréfa vegna ófull- nægjandi eiginfjárstöðu félagsins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, segir að vegna mál- efna sem upp hafi komið við athugun Fjármálaeftirlitsins hafi verið ákveðið að afturkalla starfsleyfið að hluta. Tilkynning þar um hafi verið birt samkvæmt ákvæði í 10. grein laga nr. 161 frá árinu 2002 um fjár- málafyrirtæki. Kemur ekki á óvart Ingólfur Arnarson, starfsmaður Fjárverndar-Verðbréfa, hefur haft með þessi málefni félagsins að gera að undanförnu. Hann segir að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins komi ekki á óvart. Meginástæðan fyrir því að á þennan veg sé komið fyrir Fjár- vernd-Verðbréfum sé sú, að fyrir nokkru hafi myndast skekkja í fjár- vörslu félagsins, sem ekki hafi komið í ljós fyrr en stemmt hafi verið af. Það hafi verið leiðrétt en athuga- semdir Fjármálaeftirlitsins snúi að þessum mismun. Hann segir að Fjárvernd-Verð- bréf muni snúa sé að öðru en fjár- vörslu og eignastýringu. Félagið muni snúa sér að miðlun, þ.e. kaup- um og sölu verðbréfa, og fyrirtækja- þjónustu. Eignastýring hafi aldrei verið stór hluti af starfseminni, en sé hins vegar mjög dýr. Umsvifin þurfi að vera mikil til að þau borgi sig. Heppilegra hefði verið að hafa þenn- an þátt með í starfseminni, en engin áhersla verið lögð á það, a.m.k. ekki til að byrja með. Að sögn Ingólfs hefur endurskipu- lagning á rekstri Fjárverndar-Verð- bréfa gengið vel og segir hann að efnahagsreikningur félagsins sé að komast í betra horf en hafi verið. Í janúar síðastliðnum var tilkynnt að Kauphöll Íslands hefði sagt upp aðildarsamningi Fjárverndar-Verð- bréfa. Í tilkynningu frá Kauphöllinni sagði að ástæða uppsagnar aðildar- samningsins hefði verið viðvarandi vanefndir á greiðslu aðildargjalda. Verðbréfaskráning Íslands sagði í kjölfarið einnig upp aðildarsamningi Fjárverndar-Verðbréfa. Á MORGUN kl. 10.15 hefjast Ólympíuleikar ungra frumkvöðla en að þeim standa Impra nýsköp- unarmiðstöð ásamt Junior Achievement Ísland með stuðningi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Í fréttatilkynningu frá IMPRU segir að Ólympíuleikarnir séu nú haldnir í annað skipti, en þeir eru skipulagðir af Careers Scotland. Fimmtán lönd taka þátt en auk Ís- lands keppa Skotland, Nýja- Sjáland, Bandaríkin, Ástralía, Suður-Afríka, England, Wales, Spánn, Rússland, Norður-Írland, Noregur, Þýskaland, Pakistan og Belgía. Keppnin fer fram í hverju landi fyrir sig og verða staðirnir tengd- ir saman með tölvum. Fyrir Íslands hönd keppir eitt lið og samanstendur hópurinn af sex þátttakendum á aldrinum 16 til 18 ára. Þátttakendurnir koma frá framhaldsskólum í Reykjavík og Garðabæ en keppnin verður haldin hjá Impru nýsköp- unarmiðstöð, Iðntæknistofnun Keldnaholti. „Keppnisliðin fá það hlutverk að finna lausn á ákveðnu verkefni sem felur í sér vísindi, tækni og frumkvöðlahugsun og hefur þýð- ingu um allan heim en verkefnið er ekki gefið upp fyrr en keppnin hefst. Keppendur þurfa að nýta hæfileika sína til að koma fram með nýstárlega hugmynd, búa til frumgerð, skrifa stutta við- skiptaáætlun og kynna verkefnið fyrir dómnefnd frá NASA, Banda- rísku geimferðastofnuninni, en þetta er allt gert á aðeins 24 klst.,“ segir í tilkynningunni. Veitt verða tvenn verðlaun, annars vegar fyrir sigur í keppn- inni og hins vegar fyrir frumleika og nýsköpun. Tilkynnt verður um sigurliðið næstkomandi fimmtu- dag, 19. júní, kl. 14.10. Íslendingar á Ólympíu- leikum frumkvöðla KAUPÞING Búnaðarbanki hf. hefur ráðið bankana Barclays Capital og Svenska Handelsbank- en til að sjá um fyrstu skulda- bréfaútgáfu sameinaðs banka. Frá þessu er sagt í The Wall Street Journal. Þar segir jafnframt að um sé að ræða skuldabéf í evrum með breytilegum vöxtum sem bank- arnir kynna nú fyrir fjárfestum víða í Evrópu. Hreiðar Már Sigurðsson for- stjóri Kaupþings Búnaðarbanka segir í samtali við Morgunblaðið að upphæð lánsins sé 200 milljónir evra, eða tæplega 17,5 milljarðar íslenskra króna sem nota eigi einkum til endurfjármögnunar eldri lána. Hann segir að útboðinu eigi að ljúka á næstu þremur vik- um. Þá kemur jafnframt í ljós hvaða kjara hinn sameinaði banki mun njóta. Fyrsta skuldabréfaútgáfa Kaupþings Búnaðarbanka Um 17,5 milljarðar króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.