Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 31 Í DAG eru gallar á kvótakerfinu að koma betur og betur í ljós. Út úr þessari stöðu er ekki auðvelt að komast. Samt telur bréfritari rétt að ræða vandann. Nýlega sagði að- alráðherrann í kosn- ingaræðu á Akur- eyri eitthvað á þá leið að fyrning kvót- ans myndi veikja fjárhagsstöðu stóru og mjög svo skuldugu útgerð- anna sem hafa verið að kaupa kvóta með lánsfé. Þetta er í rauninni al- veg rétt og sýnir að vandi kvótans er í hreinni sjálfheldu þar sem fáar eða engar auðveldar leiðir eru til bjargar. Vandinn blasir samt við. Svo hefur 72 króna dollari lækkað tekjur útgerðar. Krónan er of sterk Bréfritari vill koma þeirri tillögu sinni á framfæri þótt sú leið sé í raun neyðarúrræði að ríkið byrji að kaupa kvótann til baka. Taki við kvóta og yfirtaki um leið þær áhvíl- andi skuldir sem útgerðin hefur hlaðið á hann við kvótakaup. Þá er enginn settur viljandi og vísvitandi á hausinn með því að innkalla kvóta hans en skilja hann svo eftir með þau lán ógreidd og án veða í kvót- anum sem hann tók á sig vegna kvótakaupa sinna heldur er honum bjargað í land fjárhagslega. Það er að vísu súr biti að kyngja að verða að borga útgerðina úr þeirri miklu skuldasúpu sem hún er komin í vegna kvótakaupa en sér ekki út úr núna. Hún hefur ekki nægar tekjur og dollarinn er of ódýr. Samkvæmt opinberum skýrslum er útgerðarskuldin í dag um 200 milljarðar og að miklum meirihluta í gjaldeyri og þannig við erlenda banka. Byrja verður á því að lækka skuldina enda á útgerðin á Íslandi í dag mjög erfitt með að halda henni áfram gangandi og fá lánin eðlilega framlengd. Ekki hef- ur umræða seinustu kosninga hjálpað og þau orð aðalráðherra í þá átt að öll veðin á bak við kvóta- skuldina muni hrynja ef kvótinn er fyrndur og innkallaður. Það vill samt stór og vaxandi hluti þjóð- arinnar í raun og veru. Samkvæmt skoðanakönnunum vilja 80% þjóð- arinnar breyta núverandi kvóta- kerfi og eru á móti því eins og það er í dag framkvæmt. Raufarhöfn og vandinn þar er gott dæmi um mikla fjárhagsspill- ingu kvótans og eigenda hans. Þar er mikill heimakvóti en hann er leigður burtu eða aflanum landað á öðrum stöðum. Slíkt gengur ekki upp. Heimamenn njóti kvótans Menn segjast í dag vera á móti „sértækum aðgerðum“ vegna Rauf- arhafnar. Svona talar meira að segja alþingismaður í sjónvarpinu. Hver eru rökin? Kvótakerfið sjálft var risavaxin „sértæk aðgerð“ þar sem þröngur valinn hópur útgerða fékk einokun eða kvóta til fisk- veiða. Kvótakerfið gat ekki verið meiri „sértæk aðgerð“ þar sem aðr- ir aðilar að fiskveiðum, svo sem sjó- menn og fiskvinnslustöðvar, fengu ekkert. Engin kvóti fór til þeirra. Hagsmunir þeirra voru ekki virtir. Líklega verður að bjarga Rauf- arhöfn með „sértækri aðgerð“. Ríkissjóður gæti t.d. stofnað einkahlutafélag sem héti Auðlinda- sjóðurinn ehf. Þessi sjóður fengi kvóta úthlutað eða þá að hann hreinlega keypti hann. Síðan myndi Auðlindasjóðurinn ehf. leigja þenn- an kvóta sinn nægilega út á Rauf- arhöfn og þá gegn því að aflanum væri landað þar og hann unninn þar líka. Hann væri aðeins fyrir heimafólk og þá fólkið sjálft og vinnu þess. Þar sem þessi kvöð væri á leigu kvótans væri leigugjaldið lækkað og haft nægilega lágt til að fisk- vinnslan bæri sig á Raufarhöfn. Þetta væri „sértæk aðgerð“ og greiðsla eða styrkur til Raufar- hafnar svo langt sem það nær. Á móti kemur hins vegar að fólk- ið hefur áfram vinnu og þarf ekki að selja hús sín. Dýrt er að flytja fólkið til Reykjavíkur. Þar þarf að byggja yfir það nýtt húsnæði og út- vega því vinnu sem ekki er alltaf laus. Margir eru atvinnulausir líka í Reykjavík. Þegar allt er reiknað kosta „sér- tækar aðgerðir“ í þessa átt á Rauf- arhöfn í raun ekkert. Af þeim er hreinn peningagróði. Þá verður gæfa og lífshamingja fólksins á Raufarhöfn ekki reiknuð til pen- inga. Atvinna og öryggi fólksins kæmi sem hreinn „bónus“ til við- bótar peningagróða þegar allt er reiknað. Eins og öll stór og mikil ógæfa kvótans var „sértæk aðgerð“ þá verður að vinda ofan af núverandi kvótakerfi og óbreyttri framkvæmd þess með óteljandi „sértækum að- gerðum“ víða um land og láta hags- muni og vinnu heimafólks ráða. Gott er að byrja á Raufarhöfn. Þar gæti nýstofnaður Auðlindasjóð- urinn ehf. leigt nægan kvóta sinn á Raufarhöfn með því skilyrði að afl- anum væri landað þar og hann unn- inn líka heima á staðnum. Þá kæmi næg örugg atvinna og fólk ætti hús sín á Raufarhöfn áfram. Það er hagur allra. Sérstaklega græðir allt þjóðfélagið þar sem dýrt er fyrir þjóðina þegar fólk fer á mölina í stórum stíl eða hefur ekki atvinnu. Vandi kvótans og „sértækar aðgerðir“ Eftir Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. ÍSLENDINGAR standa á krossgötum í sjálfstæðismálum sínum, eða e.t.v. á upphafsreit, því að sagan virðist ganga beina línu aftur á bak (til 1904). Því meir sem tíðindi berast af efnahagslegum vand- ræðagangi í Evrópubandalaginu því meir er hert á áróðri fyrir nauðsyn þess að Íslendingar afnemi stjórnskipulag sitt, stjórnarskrá fullvalda þjóðríkis (stofnað 1918) til þess að ganga undir „federal“-stjórnskipun „Evrópusamrun- ans“, sem með hverju ári sem líður stefnir að stofnun full- kominna Bandaríkja Evrópu. Áróður fyrir inngöngu í Evrópubandalagið hefur fest svo rætur, að þjóðin skiptist nú í fylkingar um stjórnskip- unarmál, annars vegar fullveldissinna, hins vegar sambandsríkissinna. Þó að ég sé fullveldissinni og trúi á málstað minn og vilji stuðla að framgangi hans, þá er ég nógu raunsær til að játa að málstaður okkar fullveldissinna þarfnast aukinnar sóknar, enda sókn besta vörnin. Á mál- stað okkar brotna sí og æ flóðbylgjur þess sem kalla mætti „kerfis- áróður“ og varla þörf að útskýra merkingu þess orðs í löngu máli. Til ein- faldrar skýringar skal minnt á, að nær öll sérhagsmunasamtök á sviði atvinnu- og efnahagslífs styðja leynt og ljóst aðild Íslands að Evrópu- bandalaginu. Fullveldi íslensks þjóðríkis er þeim einskis virði. Undan- skilin eru þó Bændasamtökin (svo lengi sem það varir) og Landssamband ísl. útvegsmanna (af sérhagsmunaástæðum raunar, en ekki ást á fullveld- inu sem slíku). Forkólfar Alþýðusambands Íslands taka yfirleitt fullan þátt í kerfis- áróðrinum. „Háskólasamfélagið“ (sem svo kallar sig) er sambandsrík- issinnað. Hin „hugsandi stétt“ skálda og listamanna horfir vonaraugum til opins og breiðs markaðar fyrir framleiðslu sína og nafnfrægðar ein- staklinga upp á styrktarsjóði stórríkisins. Reyndar er áberandi að ætlað og básúnað örlæti Evrópusambandsins hvað „styrki“ varðar freistar öðru fremur og talið gilt tilefni fullveldisafsals. Var einhver að tala um bitlinga- og fyrirgreiðslupólitík? Eða sértækar aðgerðir? Ekki ætla ég að gera lítið úr örlæti ESB í styrkjaúthlutun og veit þó lítið um það mál, en trúlegt þykir mér að aðgangseyrir að bandalaginu og félagsgjald éti upp það sem greitt er til baka í „styrkjum“. En ofgylling styrkjakerfisins er ágætt framlag í kerfisáróðrinum. Skal nú minnst á hlut stjórnmálamanna. Hlutur þeirra og stjórnenda flestra ráðuneyta er á einn veg í kerfisáróðrinum. Alþingismenn og fram- bjóðendur til Alþingis taka með fegins hendi við skipun foringja sinna um að minnast ekki á „Evrópumál“ við kjósendur, „þau mál eru ekki á dag- skrá“, þó að flest ráðuneytin vinni markvisst, hægt, sígandi og örugglega að því að ryðja brautina fyrir aðild að Evrópubandalaginu samkvæmt pólitískri forlagatrú á „það sem koma skal“. Og ekki mun draga úr kerf- isáróðri hér á landi eftir að fregnir hafa borist af auknum árangri póli- tísks kerfisáróðurs í Noregi, enda keimlíkur íslenska afbrigðinu. Verður fullveldi Íslands bjargað? Spyr sá sem ekki veit. Kerfisáróður gegn fullveldi Íslands Eftir Ingvar Gíslason Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra. Sjóvá-Almennar hafa verið aðalstyrktaraðili Kvennahlaupsins í 11 ár. Vertu með í Kvennahlaupinu 21. júní. Nánari upplýsingar á www.sjova.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.