Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                    !   "   # BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SONJA skrifar í Moggann og segist vera 85 ára og hætt að aka bíl og er það að sjálfsögðu hennar mál. Þá leggur hún til að hæfni eldri borg- ara verði könnuð um leið og þeir komast á ellilaun og þeir prófaðir. Ég vil benda þessari ágætu konu á að það eru ekki eldri borgarar sem valda slysum, þó að þeir geti lent í þeim eins og aðrir. Það er aldurs- hópurinn 17 til 20 ára, unga fólkið í hraðakstrinum, sem er tekið á tvö- földum hámarkshraða. Hún segist geta farið í strætó og það eigi fólk að gera. Ég fer tvisvar í mánuði á Borgarspítala og ef ég færi í strætó yrði ég að taka fjóra vagna og fara á Hlemm tvisvar. Ég fer í Laugardalslaug og hef gert frá því hún var opnuð og það er eins, ég yrði þá að taka fjóra vagna um Hlemm. Ég fer með konuna á Land- spítala og þar kemst maður hvergi nærri í strætó og ekki er ástandið til fyrirmyndar á lóðinni þar, því þar er hvergi hægt að leggja bíl. Ekki er ástandið betra hér í hverf- inu við Sogaveginn í verslunarmál- um. Þegar ég kom hér í hverfið fyr- ir 40 árum voru hér fimm mat- vöruverslanir og tvær fiskbúðir, mjólkurbúð og brauðbúð. Þær eru nú allar farnar. Ein flutti í vest- urbæinn en stórmarkaðir selja nú vöruna. Og enn við Sonju og strætó. Ekki liggur beint við að fara í strætó að versla og ekki er fyrir gamalt fólk að bera mikið upp brekkuna ef farið er í Hagkaup í Skeifunni að versla héðan af Sogavegi. Þannig er strætó út í hött fyrir mig og ekki hótinu skárra en námskeiðin fyrir þá sem komast á ellilaun. Ég er búinn að vera í umferðinni í bráðum 60 ár án stóróhappa og svo er sjálfsagt um fleiri, en maður veit aldrei hvenær óhappið hendir, það gerir ekki boð á undan sér eins og sagt er. Við þessi gömlu getum í mörgum tilfellum valið okkur tíma til að fara út og líka leiðir. Ég fer oft á Grandann mér til gamans og þá fer ég milli 10 og 12, eða uppúr kl. 13 og þá má segja að ég sigli eftir stórbaug því ég fer valdar leiðir. Sonja talar um bensín og er það rétt en hún talar ekki um trygg- ingar á bílum sem er stærsti lið- urinn að borga fyrir bíl sem er sára- lítið notaður en verður þó að borga fullt verð. Tryggingafélögin gætu kannski komið til móts við gamla fólkið og gefið góðan afslátt í lok tryggingaársins ef menn sem aka svona lítið væru tjónlausir eftir árið og það gæti þá líka ýtt undir að menn vandi sig í umferðinni. Ég vona að Sonju gangi vel að ferðast í strætó þó það passi ekki alltof vel fyrir mig og vil biðja hana að hætta að hugsa um að breyta umferðarlögunum. Ég óska henni alls hins besta um ókomin ár. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Sonja hættir að aka bíl Frá Guðmundi Bergssyni ER EKKI viðeigandi að snúa sér að Rússum, þar sem þeir eru orðnir samfélagslegir vinir okkar, fyrst Kaninn vill ekkert með okkur hafa að gera lengur í varnarmálum? Ég vil meina, og Kaninn líka, að það sé ekki lengur ástæða til að óttast Rússa, og að við þurfum engum her- þotum á að halda til varnar landinu. Það verðum við Íslendingar að skilja, og það er það sem Kaninn er að reyna að innprenta okkur. Árið 1992 vildu Rússar hafnar- aðstöðu og fyrirgreiðslu á Írlandi fyrir Atlantshafsfiskveiðiflota sinn. Stöndum við Íslendingar ekki nú betur að vígi með að veita Rússum aðgang að höfnum okkar, og liggur ekki land okkar betur við fiskveiði- svæðum Atlantshafsins en Írland? Eða eru þeir kannski keppinautar okkar í fiskiðnaði? Nú þegar hefur hafist samstarf á norðurslóðum, sem var umfjöllunar- efni Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta Íslands, í setningarræðu hans á Norðurþingi (Northern Forum As- sembly) 25. apríl síðastliðinn (sbr. grein í Morgunblaðinu). Á þinginu í Pétursborg í Rússlandi var fjallað um framtíð samstarfs á norður- slóðum og því er sem sagt samvinna Íslands og Rússlands þegar hafin. Eigum við því ekki að söðla um og snúa okkur að Rússum? PÁLL HANNESSON, Ægisíðu 86, Reykjavík. Norðurslóðir að Rússlandi meðtöldu Frá Páli Hannessyni GUNNAR Dal varð áttræður hinn 4. júní síðastliðinn. Hann er fjölhæfur rithöfundur og afkastamikill. Ég heillaðist af bókunum Indversk heimspeki, Grísk heimspeki og Heimspeki Vesturlanda. Hann þýddi bókina spámaðurinn. Hún var gefin Vigdísi, þegar hún gerðist forseti. Mér finnst Gunnar Dal vera einn af okkar bestu rithöf- undum og ég á honum mikið að þakka. Með þakklæti óska ég honum alls hins besta. Guð blessi hann. SIGURÐUR ELÍAS ÞORSTEINSSON, Tunguseli 1, Minni-Ási, Hveragerði. Gunnar Dal Frá Sigurði Elíasi Þorsteinssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.