Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 27
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í júlí á hreint ótrúlegu
verði. Nú er sumarstemmningin í hámarki á vinsælustu áfangastöðum
Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á fegursta tíma
ársins.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Síðustu sætin
í sólina
í júlí
frá kr. 19.950
með Heimsferðum
Benidorm - 2. og 9. júlí
Verð frá kr. 29.962
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð,
stökktutilboð. Almennt verð kr. 31.460.
Rimini - 15. júlí
Verð frá kr. 39.962
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð,
stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960.
Costa del Sol - 9. júlí
Verð frá kr. 39.962
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð,
stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960.
Barcelona - 10. og 17. júlí
Verð frá kr. 29.950
Flugsæti með sköttum. Almennt verð kr.
31.450.
Verona - 5. júlí
Verð frá kr. 19.950
Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1,
5. júlí. Almennt verð kr. 20.950.
Mallorka - 7. júlí
Verð frá kr. 39.962
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð,
stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960.
Kling og Bang-gallerí, Laugavegi
23 Ragnar Kjartansson verður með
gjörning á sýningu sinni, Nýlend-
unni, kl. 14–18. Sýningin er sögulegt
uppgjör Ragnars við Danmörku og
lýkur sýningunni 22. júní.
Þjóðmenningarhúsið, Hverfis-
götu Í tilefni þjóðhátíðardagsins er
ókeypis aðgangur.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
AFTUR til heimahaganna er
yfirskrift sýningar Áslaugar
Woudstra Finsen og Rebekku
Gunnarsdóttur sem opnuð
verður í Listasetrinu Kirkju-
hvoli, Akranesi, í dag. Sýna þær
vatnslitamyndir og glerverk.
Áslaug sýnir vatnslitamyndir
sem flestar eru unnar á þessu
ári og er myndefnið úr ýmsum
áttum.
Rebekka hefur haldið 16
einkasýningar og er þetta
fjórða samsýning hennar.
Viðfangsefni hennar í vatns-
litamyndum er aðallega frá
Akranesi og nágrenni, en gler-
verkin eru myndir, skálar,
lampar o.fl. Verkin eru flest
unnin á þessu og síðasta ári.
Sýningin stendur til 6. júlí.
Opið alla daga nema mánudaga
frá kl. 15–18.
Samsýning
á Akranesi
ÞRENNIR hádegistónleikar verða
í Hafnarborg á næstu dögum í
tengslum við menningarhátíðina
Bjartir dagar sem stendur nú yfir
í Hafnarfirði og hefjast þeir kl. 12
á miðvikudag, fimmtudag og
föstudag. Flytjendur eru ung-
versku tónlistarmennirnir Páll B.
Szabó fagottleikari, Ildikó Varga
mezzósópransöngkona og Antonía
Hevesi píanóleikari og Alda Ingi-
bergsdóttir sópransöngkona. Ant-
onía er undirleikari hjá hinum
þremur.
Tónleikarnir eru á léttum gleði-
nótum og ber yfirskriftin með sér
léttleikann: Í stuði í hádeginu,
Létt og skemmtilegt í hádeginu og
loks Létt og enn þá léttara í há-
deginu.
Fyrstu tónleikarnir verða á
morgun og flytja Páll og Antonía
erlend lög, aðallega frá Ungverja-
landi, útsett fyrir fagott og píanó.
Þau eru systkin og flytja saman
verk eftir J. Fr. Fasch, G.J.
Dinicu, J. Brahms og tvö lög eftir
Pál sjálfan. Einnig flytur Páll
frumsamið djasslag eftir sig fyrir
píanó sem nefnist Ba-Rock
Conerto. Saman hafa þau útsett
nokkur þessara laga en auk þess
leikur Antonía verk eftir Béla
Bartók.
Á öðrum tónleikunum, sem
verða á fimmtudag, syngur Ildikó
þekktar og vinsælar óperuaríur
og söngleikjatónlist m.a. eftir
Garner, L. Bernstein, M. Willson,
Fr. Loewe, J. Kander, F. Lehár og
R. Stolz.
Síðustu tónleikarnir verða á
föstudag en þá syngur Alda lög
Sigfúsar Halldórs-
sonar, Lítill fugl,
Dagný og Tondel-
eyó, lög úr Kátu
ekkjunni eftir Lehár
og Art is Calling for
me eftir Herbert. Þá
syngur hún aríu úr
Sardafurstynjunni,
Silvu, eftir Kálmán
og Dúkkurnar úr
Ævintýri Hoffmans
eftir Offenbach.
„Allir þessir tón-
leikar eiga það sam-
eiginlegt að verkin á
efnisskránni eru öll
leikin hratt og ber
töluvert á ungversk-
um lögum, þó að-
allega á tónleikunum
hjá Páli,“ segir Ant-
onía Hevesi. „Páll er
búsettur á Sauð-
árkróki og leikur
með Sinfóníu-
hljómsveit Norður-
lands og hefur leikið
öll kunnustu verk
fyrir fagott en er þó
ekki síður góður pí-
anóleikari. Ildikó
býr í Stykkishólmi
og þau Páll hafa
ekki komið mikið
fram á tónleikum á
höfuðborgarsvæðinu og mér
finnst það frábært tækifæri að fá
að hlýða á svo góða tónlistarmenn.
Ildikó er alveg mögnuð söng-
kona og nú gefst síðasta tækifæri í
bráð að heyra í henni en hún er á
leið til útlanda til frekara náms.
Ég er viss um að hún á eftir að ná
enn þá lengra.“
Hratt og
létt í há-
deginu
Ildikó Varga Antonía Hevesi
Páll B. Szabó Alda Ingibergsdóttir
STÚDÍÓ-GALLERÍ Jóhönnu
Bogadóttur, Klettahlíð 7 í Hvera-
gerði, er með sumarsýningu um
þessar mundir. Þar eru málverk og
múrristur bæði úti og inni. Sérstök
áhersla er þó núna á nýjar litógraf-
íur sem Jóhanna hefur unnið að í
vetur út frá skissum sem hún hefur
unnið á ýmsum stöðum í heiminum.
Skissur sem urðu til við rætur
Vatnajökuls, í Mexíkó og enn aðrar
í Úganda í Afríku hafa ekki síst
orðið áhrifavaldur í þessu þema
sem hún kallar Ísjakar og Sahara –
heimur okkar allra.
Jóhanna hefur starfað lengi við
myndlist, sýnt og unnið víða um
heim. Í upphafi ferils síns vann hún
mest við grafík og átti verk á al-
þjóðlegum grafíksýningum víða. Sl.
vetur vann hún á grafíkverkstæði í
Íþöku í Bandaríkjunum og fór þar
aftur að vinna við grafíkverk eftir
13 ára hlé frá þeim miðli.
Sýningin verður opin til 29. júní
frá kl. 14–18 alla dagana.
Jóhanna Bogadóttir: Ísjakar og Sahara 1, litógrafía.
Ísjakar og Sahara
í Hveragerði
SKÁLDSAGAN Pósthólf dauðans
eftir Kristin R. Ólafsson kom ný-
lega út hjá spænska forlaginu Edic-
ions Brosquil í þýðingu og aðlögun
höfundarins sjálfs. Spænskur titill
bókarinnar, sem kom út hjá Orms-
tungu 1998, er Epitafio (Grafskrift).
Þá hafa tekist samningar við
stórforlagið RBA í Barselónu um
að gefa út aðra bók Kristins R.,
Fjölmóðs sögu föðurbetrungs, einn-
ig í þýðingu hans. Bókin kemur
væntanlega út næsta vetur. RBA
hefur áður m.a. gefið út Slóð fiðrild-
anna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og
101 Reykjavík eftir Hallgrím
Helgason.
Svo er komin út hjá RBA bókin
Historias desde el hielo (Sögur af
ísnum) sem inniheldur barna- og
unglingasmásögur frá Norðurlönd-
unum fimm. Þar hefur Kristinn R.
Ólafsson valið og þýtt í samvinnu
við Sol Álvarez
þrjár íslenskar
sögur. Þær eru:
Ormagull eftir
Aðalstein Ás-
berg Sigurðs-
son, Hlemmur
eftir Öddu
Steinu Björns-
dóttur og Sjö á
landi, sjö í sjó
eftir Iðunni
Steinsdóttur. Bókin verður kynnt í
Madríd 12. júní með þátttöku nokk-
urra rithöfundanna sem eiga sögu í
bókinni, m.a. Iðunnar.
Auk þessa er Dumasarfélagið eft-
ir spænska metsöluhöfundinn Art-
uro Pérez-Reverte einnig nýkomið
út á Íslandi í þýðingu Kristins R.
Þannig hafa þrjár bækur sem hann
er viðriðinn komið út í tveimur
löndum síðasta mánuðinn.
Skáldsögur Kristins
R. koma út á Spáni
Kristinn R.
Ólafsson