Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 29 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is á mann m.v. tvo fullor›na og tvö börn 2ja - 11 ára 7 nætur í íbú› m/svefnherb. og stofu. 54.082 kr.* Sta›grei›sluver› á mann í tvíb‡li í 7 nætur í íbú› m/svefnherb. og stofu. 59.970 kr.* e›a * Innif.: Flug, flugvallaskattar, gisting, akstur og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur 11.000 kr. Ver› á aukaviku skv. ver›lista. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 15 04 06 /2 00 3 Andrúmslofti› á Krít er einstakt - fla› vita allir sem flanga› hafa komi›. Skelltu flér í eina e›a tvær vikur á flægilega íbú›ahóteli› Golden Bay. Allar íbú›ir eru loftkældar og gengi› er úr sundlaugargar›inum beint út í volgan sjóinn vi› silkimjúka sandströnd. 5 vi›bótaríbú›ir á tilbo›sver›i. SUMARTÓMLEIKARÖÐ Lista- safns Sigurjóns Ólafssonar hófst með glæsibrag með leik Blásara- kvintetts Reykja- víkur. Á efnisskránni voru tvö nýleg verk, samin fyrir Blásarakvintett- inn, auk blásara- kvintettsútsetn- ingar Johns O’Donoughs á Gran Partita í B- dúr eftir Mozart. The Naming of Birds, eftir Sally Beamish, eitt kunnasta tónskáld Skota í dag, er byggt á óratoríu hennar, The Knotgrass Elegy, sem frumflutt var á Proms-hátíðinni í London fyrir tveimur árum. Blásara- kvintettinn pantaði verkið hjá Sally Beamish, og eins og nafnið gefur til kynna koma fuglar þar við sögu. Í óratoríunni syngur barnakór texta með latneskum heitum fugla og er þessum latnesku fuglaheitum komið fyrir í blásarakvintettinum þar sem klarinettan er til að mynda finkan, phyrrula phyrrula, óbóið vepjan, vanellus vanellus, og hornið akur- hænan, perdix perdix. Útfærsla Beamish styðst að nokkru við latnesku fuglaheitin, þar sem tals- verð hljóðlíkindi eru með þeim og þeim hljóðum sem fuglarnir gefa frá sér – og einleikshljóðfæri blásara- kvintettsins í hverjum þætti. Þótt kvintettinn sé þannig byggður á stærra verki stendur hann fullkom- lega sem sjálfstæð tónsmíð og vel það. Þótt tónlistin sé sem fyrr segir tengd fuglasöng er hlutur hinna hljóðfæranna fjögurra ekki minni. Hvernig einleikshljóðfærið með fuglasönginn er spunnið í vef hinna hljóðfæranna er það sem gefur verk- inu líf og einstakan þokka, – og má ef til vill í víðara samhengi túlka sem samspil náttúru og manns. Verkið var afar fallega leikið af Blásara- kvintettnum, – Ugluþátturinn, þar sem fagottið var í forgrunni þéttra hljómaraða hinna hljóðfæranna, var sérstaklega hrífandi og músíkalskt spilaður. Þrjár íslenskar myndir eftir Tryggva M. Baldvinsson voru einnig samdar að beiðni Blásarakvint- ettsins eins og fyrra verkið, og frum- fluttar á Menningarborgarárinu 2000. Þetta þriggja þátta verk er ekki allt þar sem það er séð, – komist maður yfir byrjunina. Upphaf þess er svo nærri klisjunni um „íslenska músík“ – með svo kraftmiklum, dæmigerðum taktskiptum, að maður velti því fyrir sér hvort Tryggvi væri ef til vill að grínast með þjóðlegheit- in, eða skapa músíkinni sem á eftir fór ofur-þjóðlegan ramma. Miðkafli fyrsta þáttarins var í skarpri and- stæðu við upphafið, lýrískur og ljúf- ur. Annar þáttur byggðist á fallegu flautulagi yfir seiðandi fimmunda- dróna, en síðasti þátturinn, sá sem af bar, var byggður á skemmtilegu og sennilega tilbúnu þjóðlegu stefi, þar sem fagottið átti sérstaklega fallegt sóló í súrrandi fjörugum dansi. Þetta var smellið og skemmtilegt verk, þótt upphafið væri full banalt. Gran partíta Mozarts er stór stöp- ull í tónbókmenntunum, þekkt fyrir fjörugt jaintsar-rondóið, sem má kannski kalla bræðingsmúsík síns tíma. Þar líkir Mozart á sinn hátt eft- ir blásaramúsík lífvarðasveita Ottómananna sem flæddu inn í miðja Evrópu á 17. öld. Það segir sig sjálft að stytt útsetn- ing fyrir blásarakvintett getur aldrei hljómað eins og þrettán hljóðfæra orginal í sjö þáttum. Þannig var verkið auðvitað minna „grand“ en ella, en engu að síður ljómandi af mozartískum þokka. Blásarakvint- ettinn lék vel, en vantaði þann extra glans sem svo oft einkennir leik hans. Þetta voru góðir tónleikar, sumar- legir og sætir, – ekki síst fyrir afar áheyrilegt verk Sally Beamish og lif- andi leik Blásarakvintetts Reykja- víkur í því. Fallegur uglusöngur TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Blásarakvintett Reykjavíkur lék þrjú verk: The Naming of Birds eftir Sally Beamish, Þrjár íslenskar myndir eftir Tryggva M. Baldvinsson og Gran-partítu í B-dúr K 361 eftir Mozart í útsetningu Johns McDonoughs. KAMMERTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdóttir Tryggvi M. Baldvinsson Í ÍSLENSKA stríðsárasafninu á Reyðarfirði stendur nú yfir sýningin Reykjavík í hers höndum. Sýningin var fyrst opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í desember sl. og er sett upp af Borgarskjalasafni Reykjavík- ur og Þór Whitehead sagnfræðingi í samvinnu við Íslenska stríðsárasafn- ið. Á sýningunni getur nú að líta mun meira af stríðsminjum en áður sem koma frá Íslenska stríðsárasafninu. Á sýningunni eru rösklega 50 valdar ljósmyndir, sem eiga einkum að veita innsýn í dvöl Bandaríkja- hers í Reykjavík árin 1941–1944. Myndirnar eru úr Þjóðskjalasafni Bandaríkjamanna, National Archiv- es and Records Administration, teknar af ljósmyndurum úr öllum greinum bandaríska heraflans, lang- flestum úr fjarskiptasveit landhers- ins, Signal Corps (SC). Einnig getur að líta fjölbreyttar stríðsminjar frá veru Bandaríkja- hers á Íslandi og eru munirnir úr safni Íslenska stríðsárasafnsins á Reyðarfirði. Sýningin er opin alla daga kl. 13–18 til 31. ágúst. Stríðsminjasýning á Reyðarfirði SÝNING Jóns Axels Egilssonar á vatnslitamyndum stendur nú yfir í Pakkhúsinu í Ólafsvík. Myndefnið er flest sótt í snæ- fellska náttúru; landslag og lúnir hlutir úr fjöru og melum eru þema sýningarinnar. Pakkhúsið er 160 ára gamalt timburhús í hjarta bæjarins og er opið alla daga kl. 9–19. Sýningin stendur til 29. júní. Landslag í Pakk- húsinu Jón Axel Egilsson við eitt verka sinna á sýningunni í Pakkhúsinu. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.