Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR
50 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
JIM Furyk, kylfingur frá
Bandaríkjunum, sigraði á opna
bandaríska meistaramótinu
sem fram fór í Chicago um
helgina. Jim Furyk náði for-
ystu á öðrum degi mótsins og
sleppti henni aldrei. Fyrir
keppni hafði Jim Furyk aldrei
sigrað á stórmóti og var af
mörgum talinn besti kylfingur
í heimi sem aldrei hafði unnið
stórmót. Furyk lék frábært
golf alla dagana og jafnaði met
Jack Nicklaus, Lee Janzen og
Tigers Woods, en allir hafa
þeir notað aðeins 272 högg (8
undir pari) til að sigra opna
bandaríska meistaramótið,
sem er met.
„Sigur minn er fyrst og
fremst tileinkaður foreldr-
unum sem eiga mikinn þátt í
þessum sigri. Ég hef beðið
lengi eftir honum og það var
stórkostlegt að vinna því það
ná ekki allir góðir kylfingar að
sigra á stórmóti,“ sagði Jim
Furyk með sigurtár í augum að
loknu móti.
Stephen Leaney frá Ástralíu
varð í öðu sæti þremur högg-
um á eftir Furyk. Sigurveg-
arinn í Masters-mótinu frá því í
vor, Kanadamaðurinn Mike
Weir, varð jafn Kenny Perry í
þriðja sæti á einu höggi undir
pari. Meistari síðasta árs, Tig-
er Woods, fann sig ekki á
mótinu og lauk leik á þremur
höggum yfir pari vallarins.
Jim Furyk vann sitt
fyrsta stórmót
Jim Furyk
ÞORVALDUR Örlygsson, þjálfari KA, sagði að lið-
ið gæti vel við unað að ná einu stigi á Akranesi en
hins vegar hefði liðið allt eins getað farið með þrjú
stig í farteskinu norður yfir heiðar. „Við lögðum
upp að vera með sterka vörn í þessum leik og hvor-
ugt liðið fékk nein færi í fyrri hálfleik. Ég hefði
viljað fá meira spil í mitt lið á köflum í leiknum og
við vorum með ágætis tak á ÍA þegar við skor-
uðum markið. Við hefðum með smáheppni getað
landað sigri hér í kvöld en sváfum á verðinum í
vörninni eitt augnablik þar sem okkur var refsað.
Það var erfitt að ná sama takti í okkar leik eftir
að við misstum mann útaf þegar um tíu mínútur
voru eftir.“
Þorvaldur var ekki sáttur við dómgæsluna í
leiknum og fannst halla á sitt lið í vafaatriðum.
„Þetta er kannski bara alltaf svona á Akranesi en
að mínu mati féllu flest vafaatriði ÍA í hag og ég
var ekki sáttur við marga dóma sem féllu í þessum
leik,“ sagði Þorvaldur.
„Sváfum á
verðinum“
Ef ég hefði verið að horfa á þenn-an leik í sjónvarpinu hefði ég
slökkt í fyrri hálfleik,“ sagði einn
stuðningsmaður ÍA í
hálfleik og er það lík-
ast til besta lýsingin
á gangi mála, þar
sem ekkert mark-
vert gerðist. KA lék vel í vörn frá
fremsta manni til þess aftasta og
þrátt fyrir að hafa verið með knött-
inn megnið af fyrri hálfleik náðu
Skagamenn ekki að ógna marki KA
að neinu marki. Föst leikatriði voru
það eina sem liðin gátu stólað á en
bjartsýnin var mikil oft á tíðum þeg-
ar leikmenn reyndu að skjóta á
markið af um 40 metra færi. En
verklag þeirra sem tóku þessar
spyrnur var ekki sem best.
Stefán Þórðarson átti tvívegis
skalla að marki KA-manna um miðj-
an fyrri hálfleik og þar með eru færi
heimamanna í fyrri hálfleik upptalin.
Ákefðin var mikil í báðum liðum á
kostnað gæðanna og var ekki laust
við að stuðningsmenn ÍA væru frek-
ar pirraðir á gengi sinna manna.
Eflaust hafa þeir Ólafur Þórðar-
son og Þorvaldur Örlygsson þjálfar-
ar liðanna lagt hart að sínum mönn-
um í hálfleik að gera betur og var þá
allt annar bragur á leik beggja liða.
Á 56. mínútu fengu Skagamenn
góða sókn þar sem bersýnilega kom í
ljós að þeir Stefán og Guðjón kjósa
að skjóta á markið með vinstri fæti –
en ekki þeim hægri og á meðan þeir
voru að leggja knöttinn fyrir sig
þjöppuðu KA-menn í götin í vörn-
inni. Hjörtur Hjartarson endaði
sóknina með skoti sem fór framhjá
en þeir Guðjón og Stefán hefðu getað
gert betur.
Þolinmæði er dyggð er orðatiltæki
sem margir þjálfarar hafa notað og
KA-menn uppskáru mark á 58. mín-
útu þar sem Pálmi Rafn Pálmason
skoraði með snyrtilegum hætti. Eftir
markið var sem KA hefði fengið
meira sjálfstraust og náðu þeir betri
tökum á miðsvæðinu án þess að
skapa sér marktækifæri.
Ólafur Þórðarson setti færeyska
landsliðsmanninn Julian Johnsson
inn á þegar um hálftími var eftir og
hafði Julian góð áhrif á leikinn. Hann
er með mikla yfirferð, er áræðinn en
ekki heimsins liprasti knattspyrnu-
maður – en lofar góðu. Guðjón var
áberandi í leik heimamanna allt frá
upphafi og var það við hæfi að hann
skyldi skora jöfnunarmarkið á 72.
mínútu eftir laglegan undirbúning
Pálma Haraldssonar. Baldur Aðal-
steinsson kom inn á í kjölfar marks-
ins og var ógnandi á hægri vængn-
um. Hann átti nokkra góðar
fyrirgjafir sem ekki nýttust sem
skyldi auk þess sem hann átti bylm-
ingsskot rétt framhjá marki KA.
Leikurinn fer ekki í sögubækurn-
ar sem skemmtilegur knattspyrnu-
leikur. Tilviljanir réðu því hvar
knötturinn endaði og ákefð leik-
manna gerði það að verkum að liðin
fengu ekki mikinn tíma til þess að at-
hafna sig á miðsvæðinu. Framherjar
Skagamanna eru ekki ógnandi þessa
dagana, auk þess sem allt of margar
fyrirgjafir komu inn í vítateiginn á
staði þar sem enginn leikmaður var
til þess að taka við þeim. Guðjón lék
vel í liði ÍA, ásamt miðvörðunum
Reyni Leóssyni og Gunnlaugi Jóns-
syni. Pálmi Haraldsson var traustur
á miðjunni en þeir Julian Johnsson
og Baldur Aðalsteinsson voru frísk-
astir allra eftir að þeir komu inn á
sem varamenn. Báðir staðráðnir í að
sanna sig.
Í liði gestanna var liðsheildin alls-
ráðandi og var greinilegt að eitt stig
á útivelli gegn Skagamönnum var
það sem liðið ætlaði sér – þrjú stig ef
allt gengi liðinu í hag. Um tíma leit út
fyrir að herbragð KA myndi heppn-
ast – ein sókn, eitt skot, eitt mark –
en vörnin náði ekki að koma í veg
fyrir að Skagamenn jöfnuðu. Ronnie
Hartvig lék í fyrsta sinn í vörn KA og
skilaði sínu en Steinar Tenden var
ekki mjög ógnandi í framlínunni.
Óli Þór Birgisson var fastur fyrir í
liði KA líkt og Þorvaldur Makan Sig-
björnsson sem fékk að líta rauða
spjaldið á 75. mínútu þar sem hann
fékk annað gula spjald sitt í leiknum.
Ákefðin mikil
en gæðin lítil
KA sótti stig á Akranes í gær er fimmta umferð Landsbankadeildar-
innar hófst eftir nokkurt hlé vegna landsliðsverkefna. Gestirnir frá
Akureyri léku varnarleikinn af festu og stóluðu á föst leikatriði og
skyndisóknir og uppskáru eitt mark í síðari hálfleik – þar sem Pálmi
Rafn Pálmason skoraði. Sóknir Skagamanna voru mun fleiri en sókn-
ir gestanna en uppskeran var rýr – eitt mark þar sem Guðjón Sveins-
son, besti maður ÍA, skoraði með hnitmiðuðu skoti og jafnaði leikinn
þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. KA er með átta stig
í þriðja sæti deildarinnar en ÍA er í fimmta sæti með sex stig.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar
„FYRRI hálfleikurinn var bara bar-
átta þar sem KA ætlaði sér að
liggja í vörn. Það sáu það allir að
þeir ætluðu sér aðeins eitt stig í
þessum leik og við vorum klaufar
að ná ekki að brjóta þá á bak aft-
ur,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálf-
ari Skagamanna eftir leikinn gegn
KA og var sammála því að fram-
herjar liðsins væru ekki nógu
grimmir þessa dagana.
„Það er alveg ljóst að við þurfum
að vera meira á tánum í víta-
teignum en að sama skapi voru
margar fyrirgjafir i leiknum slakar
og erfitt að vinna úr þeim. Við er-
um ekki að skora mikið af mörkum
og það verðum við að laga ætlum
við okkur að vera með í baráttunni
um efstu sætin.“ Ólafur var samt
sem áður ekki ósáttur við allt það
sem hans menn höfðu fram að færa
í leiknum.
„Það var jákvætt að við náðum
mjög mörgum fyrirgjöfum að þessu
sinni, sumar voru hættulegar, aðr-
ar voru langt frá því að vera hættu-
legar, en vonandi fer þetta að
smella saman hjá okkur.
KA átti eitt færi í þessum leik
sem þeir nýttu, síðari hálfleikurinn
var okkar frá upphafi til enda –
það er því grátlegt að fá bara eitt
stig úr þessari viðureign,“ sagði
Ólafur Þórðarson þjálfari Skaga-
manna.
„Erum
ekki
nógu
grimmir“
ÓLÖF María Jónsdóttir, kylfingur
úr Keili, komst ekki áfram á móti í
Futures-mótaröðinni í Bandaríkjun-
um um helgina, lék á 78 höggum
fyrri daginn og 81 þann síðari og
komst ekki áfram.
KYLFINGURINN Vijay Singh
hefur mátt þola mikla gagnrýni eftir
að hann lét í ljós skoðanir sínar á
þátttöku sænsku golfkonunnar Ann-
ika Sörenstam á PGA-mótaröðinni á
dögunum en þar sagði Singh að
hann vonaðist eftir að henni tækist
illa upp á mótinu enda ætti hún ekki
heima á þessum vettvangi – mótaröð
fyrir karlmenn.
ÁHORFANDI á opna bandaríska
meistaramótinu lét Singh heyra það
á laugardag er hann missti stutt pútt
á einni flötinni og sagði áhorfandinn
að Sörenstam hefði getað gert betur
og sett boltann í holuna. Eftirlits-
menn á svæðinu höfðu ekki kímni-
gáfu fyrir svörum áhorfandans og
vísuðu honum af vellinum og fær
hann ekki að koma inn á völlinn í
nánustu framtíð.
ÞAÐ voru margir þekktir kylf-
ingar sem komust ekki í gegnum
niðurskurðinn að loknum öðrum
keppnisdegi opna bandaríska
meistaramótsins í golfi á laugardag.
Fremstur í þeim flokki var Davis
Love III, en hann er efstur á lista yf-
ir tekjuhæstu kylfinga á PGA-móta-
röðinni á þessu keppnistímabili.
Love er eini kylfingurinn af 10 efstu
á peningalistanum sem féll úr
keppni á öðrum degi en alls voru 22
af 50 efstu á þessum lista sem kom-
ust ekki áfram.
AF öðrum þekktum kylfingum
sem féllu úr keppni má nefna Robert
Allenby, Scott Hoch, Bob Estes,
Jerry Kelly og Rocco Mediate en sá
síðastnefndi er í 16.–20. sæti á pen-
ingalista PGA.
DAVID Duval er enn í frjálsu falli
niður peningalistann en hann sigraði
á opna breska meistaramótinu árið
2001 en lék á 78 og 72 höggum fyrstu
tvo keppnisdagana og komst ekki
áfram. Rich Beem, sem á að verja
PGA-meistaratitilinn eftir tvo mán-
uði, komst ekki áfram að þessu sinni.
TOM Kite, sem sigraði á opna
bandaríska meistaramótinu árið
1992 komst ekki áfram enda lék
hann á 8 yfir pari samtals fyrstu
dagana en þeir sem voru 3 yfir pari
eða minna komust áfram.
BERND Schuster, fyrrverandi
landsliðsmaður Þjóðverja í knatt-
spyrnu, verður þjálfari Shakhtar
Donetsk í Úkraínu næstu tvö árin í
það minnsta. Schuster, sem gerði
garðinn frægan á árum áður með lið-
um eins og Köln, Levkerkusen, Real
Madrid og Barcelona, hefur að und-
anförnu þjálfað lið CD Xerez í
spænsku 2. deildinni.
FÓLK
ÍA 1:1 KA
Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin,
5. umferð
Akranesvöllur
Mánudaginn, 16. júní
2003
Aðstæður:
Blautur völlur, léttur and-
vari – ágætar aðstæður.
Áhorfendur: 740.
Dómari:
Magnús Þórisson,
Keflavík, 3.
Aðstoðardómarar:
Svanlaugur Þorsteinsson,
Einar Sigurðsson
Skot á mark: 13(5) – 5(2)
Hornspyrnur: 7 – 4
Rangstöður: 3 – 0
Leikskipulag: 4-3-3
Þórður Þórðarson M
Kári Steinn Reynisson M
Gunnlaugur Jónsson M
Reynir Leósson
Andri Lindberg Karvelsson
(Ellert Jón Björnsson 84.)
Unnar Örn Valgeirsson
(Baldur Aðalsteinsson 74.)
Pálmi Haraldsson M
Grétar Rafn Steinsson
Guðjón H. Sveinsson M
Stefán Þór Þórðarson
(Julian Johnsson 64.) M
Hjörtur J. Hjartarson
Sören Byskov M
Steinn V. Gunnarsson M
Slobodan Milisic
Ronnie Hartvig
Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson
Jón Örvar Eiríksson
Óli Þór Birgisson M
Steinar Tenden
(Elmar Dan Sigþórsson 56.)
Hreinn Hringsson
(Jóhann Helgason 82.)
Pálmi Rafn Pálmason M
0:1 (58.) Elmar Dan Sigþórsson sparkaði knettinum aftur fyrir sig á miðjum vall-
arhelmingi Skagamanna og knötturinn fór inn fyrir flata vörn ÍA. Pálmi
Rafn Pálmason var á auðum sjó og skoraði af öryggi af miðjum vítat-
eignum.
1:1 (72.) Pálmi Haraldsson gaf góða fyrirgjöf frá hægri þvert yfir vítateig KA-
manna þar sem Guðjón H. Sveinsson tók knöttinn niður á brjóst sér
og skoraði með vinstri fæti af utanverðum vítateignum með bylmings-
skoti.
Gul spjöld:
Stefán Þórðarson, ÍA (35.) fyrir brot.
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, KA (35.) fyrir brot.
Rauð spjöld:
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, KA (75.) fyrir brot og annað gult spjald.