Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stjáni minn, hvort finnst þér betra að hafa rauðvín eða hvítvín með tíu milljörðum? Námstefna kvenna í atvinnulífi Hamhleypur þinga á ný Hamhleypur, nám-stefna Kvenna íatvinnulífi, verð- ur haldin fimmtudaginn 19. júní næstkomandi í húsakynnum Endur- menntunar HÍ og Há- skólabíói. Auk aðalfyrir- lestrar verður boðið upp á fjórar málstofur þar sem fjallað verður um konur og atvinnulífið frá ýmsum hliðum. Námstefnunni, sem er samstarfsverkefni End- urmenntunar og IMG Deloitte er ætlað að efla og virkja konur í atvinnu- lífi og aðstoða þær við að koma sér á framfæri. Nú er námstefnan Hamhleypur, konur í at- vinnulífi haldin í annað sinn, er líklegt að hún verði ár- legur viðburður? Miðað við mjög góðar undir- tektir í fyrra og eindregnar ósk- ir um að halda þessu áfram þá stefnum við á að halda nám- stefnuna árlega á kvenréttinda- daginn, 19. júní. Hvernig er nafn námstefnunn- ar tilkomið? Í íslenskri orðabók Bókaút- gáfu Menningarsjóðs segir: „Hamhleypa; 1 Sá sem getur skipt um ham, tekið á sig ýmsar myndir. 2 mikill verkmaður, geysiduglegur og kappsamur maður.“ Þetta orð var ein af hug- myndunum sem kom upp í fyrra þegar verið var að leita að nafni á námstefnuna. Þegar svo farið var að leita skýringa á orðinu þótti það eiga mjög vel við. Hvert er aðalþema námstefn- unnar í ár? Sem fyrr er námstefnunni ætlað að færa konum verkfæri sem nýtast þeim í starfi, auk þess að koma á og efla tengsl- anet. Hvernig verður dagskrá nám- stefnunnar háttað? Eftir setningu námstefnunnar fáum við til okkar gestafyrirles- ara sem verður með okkur fram að hádegi, dr. Judith B. Stroth- er. Dr. Strother kemur frá Bandaríkjunum og er doktor í tæknifræði og málvísindum. Hún er deildarforseti framhalds- náms í tækni- og stjórnunarboð- skiptum við Florida Institute of Technology í Melbourne. Hún er einnig varaforseti Virtual Lang- uages Inc., fyrirtækis sem sér- hæfir sig í ensku fyrir viðskipti og flug í gegnum vefinn. Dr. Strother mun flytja erindi sem ber heitið: „Using language to Bridge the Gender Gap“ eða Tungumálið notað til að brúa kynjabilið. Erindið snýr að sam- skiptum í viðskiptum og mun Dr. Strother meðal annars ræða um það hvernig konur geta kom- ist áfram í heimi viðskipta og at- vinnulífs, sem stundum hefur verið kallaður karlaheimur, án þess að hætta að vera þær sjálf- ar. Hún segir engan vafa leika á því að kynin tjá sig á ólíkan hátt og valdi það oft misskilningi. Dr. Strother bendir á dæmi og lausnir á þessum vandamálum í fyrirlestri sínum. Næst á eftir erindi dr. Stroth- er tekur við hádegisverður þar sem lögð verður áhersla á tengslamyndun og að virkja kon- urnar. Eftir hádegisverðinn brjótum við síðan námstefnuna upp og skiptum henni í fjórar málstofur. Þær bera heitin: „Hvernig stækkar athafnasvæði kvenna?“, „Af hverju að brjóta sér nýja leið?“, „Eru völdin á Al- þingi eða Verðbréfaþingi?“, „Er vinnan lífið?“. Velt verður upp frumkvöðlahugsuninni, hver séu hin ríkjandi gildi og hvað stjórni vali okkar og hvort raunveruleg valdastaða kvenna liggi í stjórn- málum, svo eitthvað sé nefnt. Frummælendur eru fjöldi þjóð- þekktra kvenna en að erindum þeirra loknum gefst kostur á fyrirspurnum og umræðum. Að málstofunum loknum verð- ur boðið upp á kaffi og þá mun Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra flytja ávarp. Fundar- stjóri, María Ellingsen, flytur samantekt en að því loknu mun Helga Braga skemmta ráð- stefnugestum og boðið verður upp á léttar veitingar. Er námstefnunni ætlað að höfða til ákveðins hóps fólks? Nei, námstefnan er ætluð öll- um, en einkum þó konum á öll- um sviðum atvinnulífsins. Hver myndir þú segja að væri helsta breytingin sem orðið hef- ur á stöðu kvenna í atvinnulífinu síðastliðin 10 ár? Konur eru orðnar mun sýni- legri úti í atvinnulífinu, við erum náttúrulega komin með fleiri konur í valdastöður. Mér finnst þetta þó hafa gengið miklu hæg- ar fyrir sig heldur en ég hefði átt von á, hefði maður rætt þetta fyrir 10 árum og séð svo stöðuna í dag hefði maður bú- ist við öðru. Hvernig skráir maður sig á námstefn- una? Hægt er að skrá sig á námstefnuna á netinu, slóðin er http://endurmenntun.hi.is/ skraning.asp?ID=331v03 eða með því að hringja í IMG eða Endurmenntun. Ráðstefnugjaldið er 18.800 krónur, í því eru innifaldar allar veitingar, námsgögn og annað sem tilheyrir deginum. Dagskrá- in hefst klukkan 9 og lýkur klukkan 18. Hildur Elín Vignir  Hildur Elín Vignir fæddist í Reykjavík, 13. júlí 1967. Hún varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1987; lauk B.ed.-prófi frá KHÍ 1991 og prófi í námsráðgjöf frá HÍ 1993. Hún hefur starfað hjá IMG frá árinu 2000 en var áð- ur fræðslustjóri Íslandsbanka 1998–2000 og fræðslufulltrúi og síðar fræðslustjóri Eimskips 1995–1998. Hildur Elín er gift Einar Rúnari Guðmyndssyni verkefnastjóra hjá Íslandsbanka og eiga þau eitt barn, Einar Vigni Einarsson, tveggja ára. Fyrir á Hildur Elín dótturina Jó- hönnu Maríu Skarphéðinsdóttur, 11 ára. Fyrir konur á öllum sviðum atvinnulífs BLÁFÁNINN var dreginn að húni með viðhöfn við Stykkishólmshöfn föstudaginn 13. júní. Stykkishólms- höfn er fyrsta höfn landsins sem flaggar slíkum fána og er það mikil viðurkenning fyrir höfnina um að þjónusta og snyrtimennska sé í há- vegum höfð. Bláfáninn hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis smá- bátahafna og baðstranda. Til þess að mega flagga Bláfánanum þurfa hafnaryfirvöld á hverjum stað að hafa uppfyllt strangar kröfur um hreinlæti og verndun umhverfisins, bætt öryggismál og aðstöðu í höfn- inni og veita fræðslu um náttúru- og umhverfisvernd. Öll þessi skilyrði hefur Stykkishólmshöfn uppfyllt. Það var Ólöf Guðný Valdimars- dóttir, formaður Landverndar, sem afhenti hafnaryfirvöldum fánann. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra flutti ávarp og þakkaði Land- vernd fyrir að taka að sér að fylgja Bláfánanum á Íslandi og stuðla með því að bættri umgengi og meira ör- yggi í höfnum. Sturla sagði að mikil hugarfarsbreyting hefði orðið varð- andi umgengni við hafnir og að- stöðu. Nú væri keppst við að ásýnd hafnanna væri góð og reynt að upp- fylla kröfur um betri þjónustu og öryggi. Hann sagðist viss um að höfnum á Íslandi þar sem Bláfáninn væri dreginn að húni mundi fjölga mjög á næstu árum. Bláfáninn, tákn um öryggi, þjónustu og verndun umhverfis Fyrst íslenskra hafna með Bláfánann Stykkishólmi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri og Konráð Ragn- arsson hafnarvörður flagga Bláfánanum við Stykkishólmshöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.