Morgunblaðið - 19.06.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 19.06.2003, Síða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 49 BRJÁLAÐ KRINGLUKAST Í COSMO 19.-22. júní KRINGLUNNI • Dragtir áður 28.900 nú aðeins 19.900 • Allar buxur áður 8.990 nú aðeins 3.990 • Skyrtur áður 6.990 nú aðeins 2.990 • Bolir áður 5.990 nú aðeins 2.990 • Allar töskur áður 7.990 nú aðeins 1.990 • Allir skór áður 5.990 nú aðeins 1.990 o.fl. o.fl. frábær tilboð TUTTUGASTA Skjálftakeppnin frá upphafi var haldin um helgina þar sem rúmlega 500 tölvuleikjakappar hittust og spiluðu frá föstudags- síðdegi fram á sunnudagskvöld. Fyrir þá sem ekki vita er Skjálfti tölvuleikjakeppni þar sem menn koma með tölvur sínar að heiman, tengja þær saman og spila hver á móti öðrum í ýmiskonar skot- leikjum. Húsakynnin voru opin allan sólarhringinn á Skjálftamótinu, sem var annað mót ársins, og öttu menn kappi – ýmist maður á mann eða lið gegn liði – í leikjum á borð við Quake III (en keppnin var upp- haflega nefnd eftir þeirri leikjaröð), Counter-Strike, Action Quake, Day of Defeat og Warcraft III. Að sögn Árna Rúnars Kjartanssonar, stjórn- anda mótsins, gekk keppnin öll vel fyrir sig en einkenndist af því hve jöfn hún var og oftar en ekki var mjög mjótt á munum. Meðal þátttak- enda á mótinu var sænski leikmað- urinn Magnus Olsson sem gegnir spilaranafninu ic-fox en hann þykir með allra sterkustu Quake-spilurum í Evrópu. Hann mætti þó ofjarli sín- um í einvígi á móti Erni Ingólfssyni (með leikmannsnafnið Con) sem skaut honum ref fyrir rass. Sig- urliðið í Counter-Strike var MurK- liðið sem hefur verið að gera það gott í alþjóðlegri keppni en í Quake III-liðakeppni sigruðu þeir sömu- leiðis. Í Quake III-fánaleik sigraði liðið Fallen og í Action Quake 2 liðið PR. Í sigurlaun voru farsímar, tölvu- leikir og bíómiðar, en næsta mót í Skjálfta er áætlað í ágúst. Fimm hundruð þátttakendur í Skjálftamóti um helgina Skipst á skotum á skjánum Morgunblaðið/Golli Fjöldi þátttakenda mætti á Skjálftamótið sem stóð frá föstudegi fram á sunnudagskvöld. www.skjalfti.is www.hugi.is/skjalfti Knattspyrnukappinn David Beckham kom til Japans í gær ásamt eiginkonu sinni, Victoriu. Þau eru á ferðalagi um Asíu og munu heim- sækja Japan, Víetnam, Mal- asíu og Taíland. Meira en þúsund manns, aðallega ungar stúlkur og frétta- menn, biðu þess að Beck- ham kæmi út úr flugstöð- inni í Tókýó. Í fyrradag var gengið frá sölu á Beckham til Real Madrid og hefur kappinn þegar leikið sinn síðasta leik fyrir Manchest- er United. Beckham mun skrifa undir fjögurra ára samning við félagið 21. júlí. Real Madrid greiðir 20 milljónir punda fyrir Beckham, en vikulaun hans hjá Real Madrid verða 90.000 pund sem sam- svarar 11 milljónum íslenskra króna. Mikil öryggisgæsla var á flugvell- inum vegna komu Beckham- hjónanna til landsins. Beckham nýt- ur mikilla vinsælda í Japan. „Hann er miklu meira spennandi en japanskir knattspyrnumenn,“ sagði japanska stúlkan Mari Koba- yashi, sem hafði beðið í þrjár klukku- stundir á flugvellinum. „Hann er glæsilegur,“ sagði hún. Beckham-fár gríp- ur um sig í Japan Beckham-hjónin á leið um borð í flugvélina sem flutti þau austur en þar um slóðir er enginn knattspyrnumaður vinsælli en nýjasti liðsmaður Real Madrid, hann David. Reuters HÖFUNDUR bókanna um Harry Potter segist hafa grátið þegar hún skrifaði kaflann þar sem ein af lyk- ilpersónum bókanna lætur lífið. JK Rowling ljóstraði þessu upp í eina viðtalinu, sem hún veitir vegna útgáfu bókarinnar Fönixreglunnar, sem var við Jeremy Paxman, stjórn- anda sjónvarpsþáttarins Newsnight á BBC. Í viðtalinu lýsti Rowlings því einn- ig yfir að hún væri farinn að hlakka til þess að lifa lífinu án Harrys Pott- ers og hafnar því alfarið að hafa þjáðst af ritstíflu og að það hafi orðið til þess að útgáfa bókarinnar dróst á langinn. Fimmta Potter-bókin heitir á frummálinu Harry Potter & the Order of the Phoenix og kemur út í þeirri útgáfu á miðnætti aðfaranótt laugardagsins næsta. Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 verður opin af því tilefni og mun selja fyrsta eintakið af bókinni „þegar ein mín- úta er genginn í eitt“, eins og segir í tilkynningu, á sömu mínútu og salan hefst annars staðar í heiminum. Í fréttatilkynningunni segir einnig að þeir fyrstu sem beðið hafa lengst í röðinni fái bókina að gjöf. Allir sem mæti í búning fái sérstakan glaðning og að sjálfsögðu fái allir galdra- drykk. Einnig verði boðið upp á ýmis skemmtiatriði á meðan beðið er í röðinni. Víkingahetjur munu halda uppi lögum og reglu í röðinni. Lykilpersóna deyr í nýju Potter-bókinni Kápumynd bókarinnar langþráðu. Rowling táraðist við skriftirnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.