Morgunblaðið - 21.06.2003, Síða 6

Morgunblaðið - 21.06.2003, Síða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BISKUP Íslands, Karl Sig- urbjörnsson, vígir sr. Jón Að- alstein Baldvinsson til vígslubisk- ups á Hólum í Hjaltadal á morgun, sunnu- dag. Verður vígslan í Hóla- dómkirkju og hefst klukkan 16. Prestastefna hefst svo daginn eftir á Sauð- árkróki að lokn- um aðalfundi Prestafélags Íslands. Sr. Svavar Jónsson mun lýsa vígslu í Hóladómkirkju en vígslu- vottar verða sr. Dalla Þórð- ardóttir, sr. Davíð Baldursson, Sigurd Osberg, fv. biskup í Túns- bergi í Noregi, og Richard Clarke, biskup anglíkönsku kirkjunnar í Meath og Kildare á Írlandi. Að auki koma að athöfninni vígslu- biskuparnir sr. Sigurður Sigurð- arson í Skálholti og sr. Sigurður Guðmundsson á Hólum, sem var settur vígslubiskup í stað sr. Bolla Gústavssonar frá Laufási. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands. Ritn- ingarlestur annast Skúli Skúlason rektor en kirkjukór Hóla- og Hofs- óskirkna syngur undir stjórn Jó- hanns Bjarnasonar organista. Ein- söngvari verður Björg Þórhallsdóttir. Stefnumótun á Prestastefnu Prestastefnan verður sett mánu- daginn 23. júní kl. 17 í Sauð- árkrókskirkju. Þar flytur biskup Íslands yfirlitsræðu og nýr kirkju- málaráðherra, Björn Bjarnason, flytur ávarp. Í tilkynningu frá Biskupsstofu segir að helstu mál Prestastefnu verði stefnumót- unarvinnan sem Þjóðkirkjan hafi staðið í síðasta árið. Að þeirri vinnu hafi komið hátt í eitt þúsund manns alls staðar af landinu. Einn- ig verður rætt um endurskipulagn- ingu prestakalla, svo og drög að erindisbréfi presta og djákna. Fyrr um daginn, hinn 23. júní, fer fram aðalfundur Prestafélags Íslands í bóknámshúsi Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauð- árkróki og hefst kl. 9.15. Nýr vígslu- biskup vígð- ur á Hólum á morgun Sr. Jón A. Baldvinsson Á GARÐYRKJUBÝLINU Brún á Flúðum búa hjónin Margrét Böðvarsdóttir og Birgir Thor- steinsson. Þau rækta venjulega tómata í 2.200 fermetra gróð- urhúsum en hafa einnig ræktað svokallaða kirsuberjatómata lít- illega í nokkur ár og var þessari af- urð afar vel tekið af neytendum. Það varð til þess að þau ákváðu að auka ræktunina og var ráðist í að byggja 1.100 fermetra gróðurhús á síðastliðnu ári og er tegundin nú ræktuð í 1.300 fermetrum. Af upp- skeru þessa árs fóru fyrstu send- ingarnar á markað síðast í mars og verða þessir innlendu tómatar á markaði fram í október. Ránvespur halda sníkjudýrum frá Tómatarnir eru ræktaðir með vistvænum vörnum eins og gerist víða í gróðurhúsum hér á landi. Sérstakar ránvespur (Eucarsia formosa) halda niðri hverskonar sníkjudýrum sem annars myndu herja á plönturnar og því eru engin eiturefni notuð. Þau hjón segja að um 40% meiri vinna sé að framleiða þessa tómata en venjulega tómata og uppskeran sé ágæt. Verð til framleiðenda má ekki vera lægra, enda tilkostnaður mikill. Varan er í beinni samkeppni við innflutning frá Hollandi en talið er að 20 til 25% af smásöluverði þar í landi séu ým- iss konar styrkir á ýmsum stigum framleiðslunnar, segja þessi dug- miklu hjón. Búist er við að fram- leiðslan á þessu ári verði um 85.000 öskjur en tómatarnir eru seldir í 250 gramma öskjum. Að sögn Gunnlaugs Karlssonar, framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna, hefur sala á kirsuberjatómötum aukist um 70% á milli ára sem eru frábærar við- tökur. Kirsuberjatómatar eru sæt- ari á bragðið en venjulegir tóm- atar, þeir eru vinsælir í salöt og sem meðlæti með hvers konar kjöti. Kirsuberjatómatar vinsælir Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir sagðist í samtali við Morgunblaðið sjá það fyrir sér að sá dagur gæti komið að hún byði sig fram til for- mennsku í Samfylkingunni. Ekki væri stefnt að því fyrir landsfund flokksins í haust en hún myndi nýta vel tímann í sumar til að hugsa um sína pólitísku framtíð. „Margt getur breyst í pólitíkinni á komandi árum og ég hef sjálf sannreynt að pólitísk staða fólks er einnig hverful,“ sagði Ingi- björg Sólrún. Hún sagðist í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylking- arinnar á fimmtudag ætla að sækja umboð sitt til landsfundar varðandi trúnaðarstörf fyrir flokkinn. Spurð hvað hún hefði átt við með þessum orðum sagði Ingi- björg Sólrún að hún vildi njóta trausts almennra flokksmanna til að starfa í þágu flokksins og sækja umboð sitt til þeirra fremur en til flokksstofnana. Engin ástæða væri til að leggja í þessi orð dýpri merkingu og þar gætu ýmis trúnaðarstörf komið til álita. Allt færi þetta eftir vilja flokks- manna. „Mikið hefur verið rætt um stöðu mína og hlutverk innan Samfylkingarinnar. Ég lít svo á að það skýrist ekki fyrr en á landsfundinum í haust. Ég var að undirstrika við fólk að það yrði að bíða eftir landsfundi,“ sagði Ingi- björg Sólrún og vildi heldur engu svara um hvort hún byði sig þá fram til varaformennsku í flokkn- um, en Margrét Frímannsdóttir hefur sem kunnugt er gefið í skyn að hún gefi ekki kost á sér í vara- formannsstólnum áfram. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær var á flokks- stjórnarfundinum samþykkt til- laga um að Ingibjörg Sólrún myndi stýra svonefndum Fram- tíðarhópi Samfylkingarinnar, sem ætlað er að koma með tillögur og skila greinargerð fyrir landsfund í haust um heildarstefnu flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um embætti formanns Sá dagur getur komið að ég bjóði mig fram ÍSLENSKUSKOR Há- skóla Íslands hefur um nokkurra ára skeið boðið nemendum á landsbyggðinni upp á fjarnám til BA-prófs. Í því skyni er notast við fjarfundabúnað og möguleikar ýmiss kon- ar kennsluhugbúnaðar og netforrita nýttir. Í dag útskrifast frá Háskólanum fyrsti nemandinn sem ein- göngu hefur lagt stund á fjarnám. Ragna Heiðbjört Þórisdóttir, sem býr á Laugum í Þingeyjarsveit, braut- skráist nú með BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði. „Ég skráði mig í íslenskunámið fyrir þremur árum og tók fyrsta árið á venjulegum hraða. Síðan bætti ég mjög mikið við mig á öðru árinu, og þess vegna gat ég útskrifast núna, því á þriðja ári var skorið gríðarlega niður og aðeins tveir áfangar í boði. Þá ákvað ég að taka fjölmiðlafræðina með. Ég skrapp til Reykjavíkur í nokkrar vikur til að kynnast fólkinu og fór svo aftur norður. Það gekk allt mjög vel upp og ég náði að útskrif- ast á þremur árum.“ Öll verkefni og próf á Netinu Ragna skilaði öllum verkefnum og prófum yfir Netið og sagði það ekki hafa gert hlutina erfiðari. Sam- starfið við kennarana hafi verið frábært, en niðurskurður þrengi stakk nemenda og möguleikana í náminu. „Þetta skerti alls ekki námsreynsl- una, þó að þetta hafi verið skrýtið fyrst. Kennararnir eru allir af vilja gerðir. Margir hafa lagt mikið á sig til að láta fjarnámið ganga upp. Einn kennari sendi mér meira að segja upptökur af fyrirlestrum sín- um einu sinni í viku, þannig að ég gæti lært áfangann hans, þrátt fyr- ir að hann væri ekki í boði í fjar- námi. Þar að auki voru mikil samskipti meðal nemendanna á sérstökum spjallrásum, þannig að við nutum þess mjög. Í rauninni held ég að fjarnámið strandi alls ekki á kenn- urum, það er mun frekar þörf á meiri stuðningi frá ríkinu.“ Ragna, sem nú kennir íslensku við framhaldsskólann á Laugum, segist ekki vilja búa annars staðar. Því hafi möguleikinn á fjarnámi reynst henni afar vel. „Laugar eru frábær staður og framhaldsskólinn er í mikilli sókn. Þarna koma krakkar alls staðar að af landinu og umhverfið er mjög þægilegt. Sú staðreynd að ég gat stundað nám mitt í heimasveit minni gerði það að verkum að ég gat unnið á daginn og búið hér með fjölskyld- unni minni en neyddist ekki til að flytja í burtu til að komast í nám. Þetta er gríðarlega mikilvægt byggðamál. Ég vil búa á lands- byggðinni og þetta er frábær leið til þess. Sveigjanleikinn sem þessu fylgir er einnig sérstaklega góður fyrir konur sem þurfa á símenntun að halda meðfram barnauppeldi eða vinnu.“ Lauk háskólaprófi í tveimur greinum í gegnum fjarnám Ragna Heiðbjört Þórisdóttir STJÓRN Samtaka iðnaðarins hefur sent frá sér ályktun þar sem stjórn- völd eru hvött til að standa við gefin fyrirheit um uppbyggingu tækni- menntunar í landinu. Eins og Morg- unblaðið greindi frá í gær þarf Tækniháskólinn að hafna rúmlega 70% umsókna við tæknideild skólans vegna fjárheimilda. Samtök iðnaðarins benda á að nú sé mikil þörf fyrir tæknimenntað fólk vegna uppbyggingar í iðnaði. Að sögn Stefaníu Katrínar Karls- dóttur, rektors Tækniháskólans, er skólinn nú að berjast fyrir auknu fjármagni svo hann geti annað eft- irspurn atvinnulífsins. „Það er mikill skortur á verk- og tæknimenntuðu fólki sem við erum tilbúin að mennta en til þess þurfum aukið fé svo við getum innritað þá einstaklinga sem velja tækninám. Það er okkar hlutverk að bjóða upp á tækninám og því er erfitt að standa frammi fyrir því að þurfa að hafna þessum mikilvæga hópi um- sækjenda. Ég er mjög ánægð að sjá þessa ályktun frá Samtökum iðnað- arins. Ég skora á ríkisstjórn og ráða- menn að standa við fyrirheit um að efla verk- og tæknimenntun í land- inu,“ segir Stefanía Katrín. Tækniháskólinn óskar eftir auknu fjármagni Mikil þörf fyrir tækni- menntaða ÞAÐ vakti nokkra kátínu meðal veg- farenda sem áttu leið um Reykjavík- urveg í Hafnarfirði að olíuflutninga- bíll frá Skeljungi hafði orðið olíulaus á gatnamótunum við Hjallahraun, aðeins spölkorn frá bensínstöð fé- lagsins. Gunnar Kvaran, yfirmaður kynn- ingardeildar Skeljungs, segir að eldsneytismælirinn í bílnum hafi svikið bílstjórann og ranglega sýnt að næg olía væri á bílnum. Svo var þó ekki og við gatnamótin drap hann á sér. Aðeins nokkrir tugir metra voru að bensínstöðinni og þar gat bílstjór- inn fengið olíu á brúsa. Búið er að gera við olíumælinn. Spurður um hvort bílstjórinn hafi ekki verið vandræðalegur segir hann að svo þurfi ekki að vera. „Þetta getur gerst á svona bílum eins og öllum öðrum.“ Olíubíllinn varð olíulaus ♦ ♦ ♦ BÍLSTJÓRI hjá Íslandspósti hefur játað þjófnað á verðmætasendingu sem fór um pósthúsið í Keflavík í síð- ustu viku. Megnið af verðmætunum hefur komist til skila. Í tilkynningu frá Íslandspósti segir að samkvæmt póstlögum sé fyrirtæk- inu óheimilt að gefa upplýsingar um einstakar sendingar, innihald þeirra, viðtakendur eða sendendur. Ekkert verður því látið uppi um innihald sendingarinnar eða verðmæti hennar. Að sögn Áskels Jónssonar, fram- kvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Íslandspósts fór sendingin um póst- húsið í Keflavík og átti sendingin að skila sér á áfangastað á þriðjudaginn í síðustu viku. Um var að ræða svokall- aða tryggða ábyrgðarsendingu sem er skráð á sérstakan hátt. Hægt er að rekja feril sendingarinnar og féll fljót- lega grunur á einn af bílstjórum þess. Málið var tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík á fimmtudag og sama dag var maðurinn handtekinn. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu sýndi hann samstarfsvilja og játaði brotið. Maðurinn sat þrjá daga í gæsluvarðhaldi en var síðan settur í farbann til 15. ágúst nk. Skráningin felldi grun á bílstjórann ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.