Morgunblaðið - 21.06.2003, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.06.2003, Qupperneq 34
MINNINGAR 34 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar Jónssonfæddist á Hær- ingsstöðum í Svarf- aðardal 26. október 1924. Hann lést á heimili sínu á Dalvík 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jóhann- esson bóndi og Lilja Árnadóttir hús- freyja. Gunnar var sjötti í aldursröð tíu systkina og eru þrjú þeirra nú á lífi, þau Kristinn, Jónína og Sólveig. Látin eru Líney, Brynjólfur, Þórarinn, Árni, Sveinn og Torfi. Gunnar kvæntist 1953 Sólveigu Bótólfsdóttur. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Erla, f. 1954, maki Eiríkur Ágústsson, f. 1948, þau eru búsett á Dalvík. Börn þeirra eru Gunnhildur Lilja, f. 1970, d. 1973, Ágúst, f. 1972, Margrét, f. 1975, og Gunnar, f. 1981; 2) Jón Kristinn, f. 1956, maki Elfa Heiðrún Matthíasdóttir, f. Freyr Halldórsson, f. 1974, þau eru búsett á Akureyri. Börn þeirra eru Halldór Logi, f. 1995, og Sunna Brá, f. 1998. Langafabörn Gunnars eru fimm. Gunnar ólst upp á Hæringsstöð- um í Svarfaðardal. Hann fluttist ungur til Dalvíkur þar sem hann bjó nánast alla ævi sína. Hann fór ungur að vinna ýmis landbúnaðar- störf, var mikið náttúrubarn og lét sér umhugað um bæði gróður og dýralíf. Lengstan hluta ævi sinnar starfaði hann sem bílstjóri um sveitir og öræfi landsins, fyrst sem mjólkurbílstjóri í Svarfaðardal en síðar t.d. hjá Steindóri, Norðurleið og KEA. Á sjöunda áratugnum rak hann á Dalvík, ásamt Emmu konu sinni, Sérleyfisbíla Gunnars Jónssonar. Hann hafði mikinn áhuga á ferðamálum, var einn af stofnendum Ferðafélags Svarf- dæla og starfaði einnig mikið með Ferðafélagi Akureyrar. Í átján sumur ók hann um öræfi Íslands á vegum ferðaskrifstofu Úlfars Jac- obsen. Á veturna var hann hús- vörður við heimavist Dalvíkur- skóla og síðustu starfsárin sá hann einnig um tjaldstæðið á Dalvík yfir sumartímann. Útför Gunnars verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 1956, þau búsett á Sel- tjarnarnesi. Börn þeirra eru Daði Njörður, f. 1973, Matt- hildur, f. 1976, Sól- veig Dögg, f. 1979, Drífa, f. 1984, og Ívar, f. 1992. Einnig á Jón soninn Sigurjón Elí, f. 1983. Gunnar kvænt- ist 1961 eftirlifandi eiginkonu sinni, Emmu Björgu Stef- ánsdóttur, f. á Akur- eyri 1938, dóttur hjónanna Stefáns Að- alsteinssonar múrara- meistara og Svanfríðar Guðlaugs- dóttur húsfreyju. Börn þeirra eru: 3) Ásdís, f. 1962, maki Eyjólfur Sigurðsson, f. 1956, þau eru búsett í Mosfellsbæ. Börn þeirra eru Emma Björg, f. 1985, og Sigurður Örn, f. 1987; 4) Stefán Svanur, f. 1968, maki Guðrún Þorsteinsdótt- ir, f. 1968, þau eru búsett á Dalvík. Dætur þeirra eru Unnur, f. 1994, og Kolbrún Yrsa, f. 1997. 5) Krist- ín Björk, f. 1975, maki Valur Þær eru blendnar, tilfinningarnar sem bærast með okkur nú þegar við kveðjum pabba í hinsta sinn. Það er auðvitað söknuður og sorg en líka stolt og lánsemi yfir að hafa átt slík- an föður. Pabbi var ekki stór maður vexti en aldrei þótti okkur hann lítill. Hann var svo stórhuga og hafði svo stórt hjarta. Þess nutu allir í kringum hann. Honum þótti óumræðanlega vænt um dalinn sinn, Svarfaðardal, og landið sitt, Ísland. Hann hafði orð á því að fyrst skyldum við kynnast landinu okkar og síðan skoða heim- inn. Hann lá ekki á liði sínu því sam- an höfum við víða farið og margt skoðað. Sumir staðir á landinu hafa yfir sér ákveðinn ljóma, s.s. Herðu- breiðarlindir. Þar vitum við systkin- in að jólasveinarnir búa því hvergi nema þar fær maður gott í skóinn á miðju sumri. Þegar þangað var lagt í fyrstu ferð á vorin var gjarnan áburðarpoki í skottinu. Sögurnar flugu, við fylgdum Reynistaðarbræðrum yfir Kjöl, Fjalla-Bensa yfir Mývatnsöræfin, fórum í fótspor Fjalla-Eyvindar og Höllu og heyrðum um afrek land- póstanna víða um land. Sumar sög- urnar heyrðum við oftar en aðrar, t.d. þegar hann tók þátt í leiðangr- inum sem farinn var til að stika, mæla og merkja Sprengisand! Pabba var mikið í mun að sem flestir fengju að kynnast landinu enda gerði hann það að ævistarfi sínu að keyra fólk. Hann var öruggur bíl- stjóri og fagmaður á því sviði. Heil- ræðin hans koma oft upp í hugann eins og það að farþegar eigi aldrei að finna fyrir þegar skipt er um gír, að betri bílstjórinn lækki ljósin á und- an, víki betur o.s.frv. Já, og að tala við bílinn sinn því þeir hafa sál. Svo mikið er víst að Bára, rúta sem hann keyrði um árabil hjá ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsen, hafði sál að hans mati og stundum var eins og Báran væri honum samvaxin. Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá pabba þegar voraði og eins og hann orðaði sjálfur „þá fóru fjöllin að kalla“ og tími til kominn að búa sig í Úlfarsferðirnar. Fyrst þurfti að koma sér suður og þá voru gjarnan valdar aðrar leiðir en þjóðvegur nr. 1, svona til að athuga hvort væri fært. Við systkinin feng- um oft að fara með, fyrst til skemmt- unar en þegar tilhlýðilegum aldri var náð, 12–13 ára, sem fullgildir starfs- menn. Þannig unnum við með pabba um árabil, hann að keyra Báruna en við í eldhúsbílunum. Þá vorum við ekki bara feðgin heldur líka félagar og vinir, tilheyrðum „Úlfarsfjöl- skyldunni“, það er hópi fólks sem starfaði saman og bast órjúfanlegum böndum. Í þann hóp eru nú komin stór skörð. Á seinni árum eftir að pabbi dró úr ferðalögunum helgaði hann sig sum- arbústaðnum og þar héldu þau mamma sig gjarnan allt sumarið. Mikið var bjástrað, lækurinn virkj- aður og framleitt rafmagn, útbúin tjörn, plantað, snyrt og fegrað. Þá kom vel í ljós hve góður smiður pabbi var, þar reis burstabær, gróðurhús, dúkkuhús og fleira og fleira, allt svo haganlega gert. Nú vorar á ný og pabbi er enn lagður af stað, að þessu sinni í lengri ferð en vanalega. Við vitum að hann varðar leiðina svo að hún verði okkur hinum greiðfær. Leggðu aftur augun kæri vinur. Þinni þrautagöngu lokið er. Þitt þrek er þrotið, sál þín stynur. Þú ert að fara í burt frá mér. Ég faðma þig í hinsta sinni og heyri hjartað hætta að slá. Það er eins og ennþá hjá þér finni neistann er forðum í þér sá. Þitt ljós er slokknað. Kaldar varir þínar kyssi. Aldrei meiri frið mun fá að sjá. Það er svo sárt að lifa ástvinamissi. En minningarnar enn ég á. (Sigríður María Bragadóttir.) Erla og Ásdís. Stundum er sagt að börn velji sér foreldra eftir því hvað þau þurfa að læra eða ná meiri þroska í – og mikið var ég lánsöm með mitt val. Ég hef greinilega átt eitthvað ónumið í greiðvikni, eljusemi, náttúruvirð- ingu og ökufærni svo eitthvað sé nefnt. Ég er sennilega langt frá því að vera fullnuma (nema þá í aftur- ábakakstri með kerru) enda hefði ég þurft mun lengri tíma með pabba til þess. En svo lengi sem ég man hann og það sem hann stóð fyrir ætla ég að halda áfram að læra. Núna sit ég hérna í sumarbú- staðnum okkar og læt hugann reika og þó svo að pabbi sé nýlátinn og maður finni fyrir miklum og djúpum söknuði þá get ég ekki annað en brosað í kampinn og jafnvel flissað þegar ég hugsa til hans. Hér er líka svo margt sem minnir mig á hann, skemmtilegir hlutir eins og allt sem hann málaði í „sumarbústaðalitun- um“, hvítu og grænu verkfærin, hvítu og grænu hjólbörurnar, gamli bærinn – hvítur og grænn, ég er eig- inlega hissa á að hann skyldi ekki vera búinn að mála mömmu hvíta og græna. Hér ber líka allt merki um hans vönduðu vinnubrögð og hvern- ig allt var þaulhugsað áður en fram- kvæmt var. Eins og ég var oft pirruð á pabba þegar hann stöðvaði eitt- hvert verkið til að upphugsa næsta stig og maður þurfti að bíða og datt á meðan úr framkvæmdahug þá get ég ekki annað en virt hann fyrir allar þessar stundir í dag því mun betra uppskarst fyrir vikið. Auðvitað hefur þessi óþolinmæði mín líka eitthvað að gera með mikinn aldursmun á okkur pabba en hann var 51 árs þeg- ar ég fæddist og því mörg skrefin sem ég átti eftir til að ná honum en aldrei fannst mér pabbi vera gamall, – langt í frá! Ég er eiginlega alveg hissa þegar ég hugsa aftur hvað hann umbar örverpinu sínu, hvað hann nennti að hlusta á vitleysuna í manni og hvað hann virti mann alltaf fyrir skoðanir sínar. Ég dái hann líka fyrir það að hafa tekið okkur syst- urnar, til jafns við bræður okkar, með í gera við sláttuvélarnar, slá nið- ur girðingarstaura, hreinsa síurnar á vöskunum o.s.frv. Pabbi kenndi mér að standa á mínu og trúa á sjálfa mig þrátt fyrir að þær skoðanir mínar stæðu eitthvað á skjön við almenn- ingsálitið og það held ég að sé kannski stærsta gjöfin mín frá pabba því að á meðan ég get staðið við það líkist ég pabba. Nú veit ég að pabbi er kominn á fjöll með Úlfari og öllum hinum og þar líður honum vel. Ég bið þess að hann geti sungið við raust, haldi áfram að vera æringi og umfram allt að hann haldi áfram að pikka í okkur og segja okkur fyrir verkum – því að ekki veitir okkur af. Kristín Björk. Látinn er góður vinur, öræfabíl- stjórinn Gunnar Jónsson frá Dalvík. Hann starfaði sem öræfabílstjóri í tæpa tvo áratugi hjá ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsen hf. Gunnar var einn af okkar traust- ustu bílstjórum, sem aldrei lét deig- an síga hvað sem á gekk. Fyrstu dagana í júlí kom hann ár hvert suð- ur Sprengisand til þess að kanna hvort fært væri orðið suður sand. Þetta var eins árviss atburður og hjá farfuglunum, sem koma og fara á vissum tíma ár hvert. Öræfabílstjórarnir mættu í morg- unkaffi á Sóleyjargötuna, þegar lagt var af stað í fyrstu öræfaferðirnar, með öllu sem því tilheyrði, og var Gunni þar fremstur í flokki, traust- ur, glöggur og farsæll bílstjóri sem stýrði bíl sínum með öruggum hönd- um. Margar góðar minningar og þakk- læti koma upp í hugann þegar litið er til baka til þessara ára. Við minn- umst hans með þakklæti og virðingu fyrir hans frábæru störf. Hann var höfðingi heim að sækja. Blessuð sé minning hans. Elska Emma, við sendum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Bára Jacobsen og fjölskylda. Gunni Hær – Gunnar Jónsson frá Hæringsstöðum – er sofnaður hinsta svefni. Langan starfsdag á hann að baki, skilaði drjúgu verki og setti svip á umhverfi sitt. Starfsafrek hans verða ekki rakin hér en lítillega minnst á það sem snertir okkur gangnamenn. Gunnar var maður úti- veru og fjallamennsku. Þekktastur var hann sem fjallabílstjóri á þeim dögum þegar slíkar ferðir voru fá- gætar og höfðu ævintýrablæ og reyndu ekki síst á þekkingu, æðru- leysi og sjálfsbjargargetu bíl- stjóranna. Í árdaga fjallaferða vann hann m.a. við að stika leiðir um Sprengisand og nálæg svæði og í áratugi fór hann ótal ferðir um há- lendið. Um skeið var hann helsta driffjöður í Ferðafélagi Svarfdæla. Í augum okkar Afréttarmanna var hann öðru fremur hinn gunnreifi gangnamaður. Miðaldra gangna- menn minnast Gunna Hær sem hins vaska ferðafélaga. Seinni hluta gangnamennsku sinnar gekk hann löngum fyrir Sigtrygg vin sinn í Brekkukoti og reið þá jafnan Brekkukots-Jörp. Gunni og Jörp létu sig sjaldan vanta og það munaði heldur betur um þau tvö í slarki og snerrum við féð. Ekki lét hann held- ur sitt eftir liggja við að „þróa gleðina“ að loknum gangnadegi. Hann var sögumaður góður, söngv- inn, fyndinn og með afbrigðum uppá- tækjasamur. Hvar sem hann fór fygldi honum hlátur og kátína. Þótt hann hætti að fara í göngur sleppti hann ekki hendi af gangna- mönnum. Það brást aldrei nokkurt haust að hann heimsækti þá í nátt- stað í fyrstu göngum. Gangnalífið dró hann til sín. En ekki bara það. Hann bar ríka umhyggju fyrir með- bræðrum sínum. Fyrir honum var gangnamennska menning sem varð að rækta. Hann tók upp á segulband og varðveitti viðtöl við eldri gangna- menn. Árið 1965 færði hann gangna- mönnum vandaða skrifbók þar sem skrá skyldi gangnaannála, og því boði hefur skilmerkilega verið fylgt. Í fyrstu göngum 1979 kom hann svo með gjafabréf þar sem sagði að þau Emma hefðu keypt skála og gefið hreppnum til afnota fyrir gangna- menn og ferðamenn í Skíðadals- botni. Skálinn kom og var betrum- bættur með sjálfboðavinnu gangna- manna og heitir Stekkjarhús. Flutn- ingurinn úr braggaendanum í það glæsilega hús boðaði menningar- byltingu í afréttinni. Árið 1989, þegar Gangnamanna- félagið var stofnað um smölun afrétt- arinnar, varð Gunni Hær sjálfskip- aður guðfaðir þess. Í þeim félags- skap lifir minning hans skýr og björt. Gangnamenn úr Sveinsstaðaafrétt. GUNNAR JÓNSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og virðingu við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, KRISTJÁNS G. KRISTJÁNSSONAR fyrrv. hafnarvarðar, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Hafnarfirði. Kristján Birgir Kristjánsson, Anna S. Snæbjörnsdóttir, Guðmunda Auður Kristjánsdóttir, Vilhelm Ingólfsson, Ása María Kristjánsdóttir og fjölskyldur. Við þökkum hlýhug og vinsemd við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, TEITS ÞORLEIFSSONAR kennara, Sólheimum 27, Reykjavík, Börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HAUKUR JÓNASSON, Gullsmára 7, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 18. júní síðastliðinn. Helga Guðmundsdóttir, Fanney Hauksdóttir, Anton Bjarnason, Viðar Hauksson, Katrín Stefánsdóttir, Gunnar Hauksson, Elísabet Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GYLFA JÓHANNSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Erna A. Tuliníus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.