Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tímarit um ljóðagerð Eigum nánast enga bragfræði TÍMARITIÐ Sónkom í fyrsta skiptiút á vordögum. Það er nefnt eftir hinu forna keraldi skáldskaparins og ber nafn með rentu, því þar er fjallað um ljóðagerð og mest þó um braginn. Ritstjórar eru Kristján Ei- ríksson, cand. mag. og starfsmaður Árnastofnun- ar, og Þórður Helgason, cand. mag. og dósent við Kennaraháskólann. Þegar Þórður var spurður hvort þeir yrðu nokkuð ríkir af útgáfunni svaraði hann: „Nei, við verðum aðeins fá- tækari.“ Hver eru tildrög þessa tímarits? „Fyrir nokkrum árum ákváðum við Kristján Ei- ríksson að gera út á bragfræði- rannsóknir,“ segir Þórður. „Það er náttúrlega ljóst að fáar þjóðir hafa dýrkað braginn í líkum mæli og við. En upp úr stendur að við eigum nánast ekki neina bragfræði til fyrir utan smárit notuð í grunnskóla og erum þess vegna eftirbátar annarra þjóða. Við höfum verið að sýsla við þetta í nokkur undanfarin ár og fengum í lið með okkur Kristján Árnason, prófessor við Háskóla Íslands. Hann hefur sinnt fornháttunum mikið, t.d. dróttkvæðum hætti. Kristján hefur mest sinnt þessum myrku öldum, þ.e. frá því 1400 og fram til 1800, en ég hef rannsakað bragarhætti frá aldamótunum 1900. Við söfnuðum saman heil- miklum fróðleik, svo okkur datt í hug að viturlegt væri að stofna til tímarits, sem sinnti ekki bara bragfræði, heldur líka ýmsu í ljóðagerð. Að því kom að við gáfum út þetta rit, Són. En áður var kominn út diskur með fjölda bragarhátta, sem við Kristján Eiríksson höfum safnað saman.“ Hvernig útgáfa var það? „Þetta eru fyrst og fremst rímnahættir og nýrri hættir. Fyrst kemur heiti, þá lýsing á hættinum, saga hans, ef hún liggur fyrir, og dæmi. Við erum búnir að safna geysilegu magni og getum flett upp í því. Ef við finnum einn hátt getum við séð hvaða önnur ljóð hafa verið ort undir þessum hætti og hver er höfundur þeirra. Ef mig langar t.d. til að vita eitthvað um hátt ljóðsins Fjallið Skjaldbreiður eftir Jónas Hallgrímsson get ég fundið út hvaða ljóð hafa verið ort undir þessum hætti og eftir hvern þau eru. Þetta er sem sagt komið á tölvutækt form, – á diski sem hægt er að nálgast í bókabúðum.“ En víkjum að tímaritinu. „Já, aðalatriðið er náttúrlega þetta tímarit, Són, sem við bind- um talsverðar vonir við. Það er ljóst að það vantar vettvang fyr- ir rannsóknir í bókmenntum, ekki síst ljóðagerð. Bragfræði hefur aldrei verið sinnt eins og skyldi hér hjá okkur, en við vitum að margir eru með ýmsar rannsókn- ir á sinni hendi og vildu gjarnan koma þeim á framfæri. Þess vegna fannst okkur alveg tilvalið að stofna til tímarits.“ Hvaða efni er í fyrsta tölu- blaði tímaritsins? „Kristján Eiríksson fjallar í eins konar upphafsgrein um hvernig hentugast væri að skrá sem nákvæmast íslenska brag- arhætti. Hann byggir talsvert á diskinum, sem kom út í fyrra, og sýnir líka hvernig hægt er að skrá bragarhættina grafískt, þ.e. með mynd af hættinum. Kristján Árnason fjallar um breytingar í máli sem verða snemma á öldum og varða ís- lenska bragfræði. Einar Sig- marsson fjallar um ljóðið Haust- ið er komið eftir Snorra Hjartarson. Það er mikil stúdía á einu ljóði, sonnettu. Menn gera of lítið af því að sinna í löngu máli einu ljóði og reyna að fá sem mest fram sem því tengist. Sjálfur skrifa ég um ís- lenska fornhætti, hvernig þeir hafa verið notaðir á 19. og 20. öld. Menn sáu ýmis færi til að nýta þessa hætti áfram með margvíslegum breytingum.“ Hvernig þá? „Ég get nefnt fornyrðislagið, sem heillaði rómantísku skáldin, af því þetta var sá háttur sem var frjálsastur. Rómantísku skáldin voru auðvitað að leita að frelsi, ekki bara undan kúgun aðalsins heldur líka í bragar- háttum. Síðasta greinin er eftir Ragn- ar Inga Aðalsteinsson og fjallar um limrur. Þegar limrur komu til Íslands þurfti að laga þær að íslenskri bragfræði. Hann gerir úttekt á því hvernig menn hafa ljóðstafi í limrum. Það eru til ýmsar útgáfur af því.“ Svo eruð þið með skáld. „Já, við birtum ljóð eftir tvö skáld, Gísla Halldórsson í Króki og Sigurbjörgu Þrastardóttur. Þau eru bæði með ansi skemmtileg ljóð.“ En hún fylgir ekki bragar- háttum. „Nei, það er náttúrlega til að sýna hversu fordóma- lausir við erum,“ segir Þórður og hlær. Hvernig hefur tíma- ritinu verið tekið? „Mjög vel. Það var gefið út í 500 eintökum og hefur selst ágætlega.“ Hvenær kemur næsta hefti? „Við ætlum að reyna að gefa út tvö tölublöð á ári og næsta kemur líklega út í byrjun næsta árs.“ Hvar nálgast maður tímarit- ið? „Það fæst í bókabúðum.“ Þórður Helgason  Þórður Helgason er dósent við Kennaraháskólann. Hann fædd- ist í Reykjavík árið 1947 og ólst þar upp. Þórður lauk BA í ís- lensku við Háskóla Íslands árið 1972 og cand. mag. árið 1977. Hann er giftur Jóhönnu Hauks- dóttur og eiga þau saman soninn Hauk. Vettvangur rannsókna í ljóðagerð ÞESSI fallegi jaðrakan var að þrífa sig við Vatnsholt á Snæfellsnesi í blíðskaparveðri og virti fyrir sér veiði- menn sem voru að renna fyrir fisk í ánum þar. Jaðrak- an er fremur fágætur fugl hér á land, sem þekkist best á löngum goggi og ryðrauðum lit, auk hljóðanna en fuglinn er afar hávær. Morgunblaðið/Alfons Jaðrakan snyrtir sig FORYSTA Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands hefur afhent Júlíusi Hafstein, fyrrverandi for- seta Ólympíusambandsins, afrit af bréfum sem Ellert B. Schram, núverandi forseti sambandsins, sendi Mario Vazquez Rana, for- seta Heimssambands ólympíu- nefnda, og fleirum. Í bréfum Ell- erts kemur fram að hann bað ítrekað um að Júlíus yrði tekinn úr nefnd um umhverfismál og íþróttir á vegum heimssambands- ins og óskaði m.a. eftir því að taka sæti í hans stað. Júlíus ritaði nýverið bréf til sérsambanda og aðildarfélaga Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands, þar sem hann rekur gang málsins. Júlíus Hafstein hafði óskað eft- ir að sjá bréfin sem Ellert skrif- aði til erlendra samstarfsaðila en var ítrekað neitað um þau hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Ís- lands. Júlíus lagði í kjölfarið fram kæru til dómstóls ÍSÍ. Hann dró kæruna til baka þegar ÍSÍ ákvað að veita honum aðgang að bréf- unum. „Mér voru afhent bréfin og þar kemur í ljós að hann hefur við- haft óviðurkvæmilegt orðbragð og farið með ósannindi sem hann getur ekki staðið við, hefur ekki rök fyrir og hefur engin dæmi um,“ segir Júlíus. „Það að forseti Íþrótta- og ólympíusambandsins noti svona orðbragð um forvera sinn í starfi er sennilega einstakt innan ólympíuhreyfingarinnar,“ segir Júlíus. Hann telur að stjórn ÍSÍ hafi sýnt dómgreindarbrest þegar hún neitaði honum um að- gang að bréfunum og harmar að hann hafi þurft að leggja fram formlega kæru til að fá þau af- hent. Júlíus er nú hættur störfum í íþrótta- og umhverfisnefnd Al- þjóðasambands ólympíusam- bandanna en nefndarstörf voru endurskipulögð eftir að Juan Antonio Samaranch lét af emb- ætti sem forseti alþjóðaólympíu- nefndarinnar. „Ellert Schram hefur skaðað íslenska íþróttahreyfingu erlend- is,“ segir Júlíus og segir að vegna þessa máls hafi Ísland orðið af sæti í nefnd ólympíusamtakanna um umhverfis- og íþróttamál. Bréf Ellerts komin í hendur Júlíusar LÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur yfirheyrt karlmann á grundvelli nauðgunarkæru sem rúmlega þrítug kona lagði inn hjá lögreglu í byrjun þessa mánaðar. Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði og var konan flutt til aðhlynningar á Neyðarmót- töku fyrir þolendur kynferðisofbeld- is á Landspítalanum. Að sögn lög- reglu hefur verið rætt við alla hlutaðeigandi í málinu og er það nú í rannsókn. Lögreglan gefur ekki upplýsingar um hvort hinn kærði hafi játað á sig verknaðinn. Kærður fyrir nauðgun LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja- vík hefur ákært tvo menn, Breta og Þjóðverja, fyrir smygl á þremur til fjórum kg af hassi til landsins um síðastliðin mánaðamót. Þeir voru handteknir á Keflavíkurflugvelli eft- ir að í farangri annars þeirra fundust fjórar niðursuðudósir sem virtust geyma matvöru en annað kom á dag- inn við skoðun. Ákæran verður þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur á morgun. Ákærðir fyrir smygl á hassi ♦ ♦ ♦ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 19 ára gamlan karl- mann í 18 mánaða fangelsi fyrir til- raun til nauðgunar í tjaldi á hesta- mannamóti í Skagafirði sl. sumar. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn áleit að maðurinn hefði brotið freklega gegn kynfrelsi konunnar með lítils- virðandi athöfnum sínum og vald- beitingu og varð hann ekki við þrá- beiðni hennar um að hleypa sér út úr tjaldinu. Ákærði neitaði sök í málinu. Í dómi héraðsdóms segir að framburður ákærða hafi frá upphafi verið óstöðugur og ekki í neinu samræmi við frásagnir vitna. Þótti framburðurinn ótrúverðugur í alla staði og ekkert unnt á honum að byggja. Framburður stúlkunnar var á hinn bóginn skilmerkilegur og trúverðugur um þau atriði sem hún kvaðst geta borið um enda studdur framburði vitna. Ákærði á talsverðan sakarferil að baki þrátt fyrir ungan aldur og hef- ur m.a. verið dæmdur fyrir þjófn- aði, rán og fjársvik og fíkniefna- brot. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi ákærða var Kristján Stefánsson hrl. Málið sótti Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksókn- ari hjá ríkissaksóknara. Fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar ÁÆTLANIR Bandaríkjastjórnar um að draga verulega úr varnar- viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli hafa valdið „uppnámi“ í íslenskum stjórnmálum, að því er fram kom í frétt hjá AFP-fréttastofunni frönsku í gær. Í fréttaskeytinu er það kallað „pólitískt hneyksli“, að ríkisstjórnin skuli hafa þagað um tilkynningu Bandaríkjastjórnar, sem henni hafi borist nokkrum dögum fyrir kosn- ingar, og vitnað í frétt Stöðvar 2 um það efni. „Uppnám“ í íslenskum stjórnmálum AFP-fréttastofan SIGURBJÖRN Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að þegar litið sé til lyfjaverðs hafi læknar lítil áhrif á þá þróun. Þeir hafi hins vegar áhrif á val lyfja, m.a. út frá verði þeirra, og hann segist gera ráð fyrir að læknar taki á hverjum degi afstöðu til lyfjaávísana meðal annars á þeim grundvelli, einkum þegar sjúklingur- inn greiðir allt lyfið sjálfur. Í grein í Morgunblaðinu í gær um stóraukinn lyfjakostnað spurði Björn Ingi Hrafnsson varaþingmaður m.a. hvort læknar hefðu ekkert verðskyn við ávísun lyfja. Sigurbjörn segist ekki vilja tjá sig um einstök efnis- atriði greinarinnar, en ítrekar að læknar hafi mikinn áhuga á því, líkt og aðrir þjóðfélagsþegnar, að ekki sé eytt óhóflega miklu fé í lyf. Lækna- félagið hafi boðið heilbrigðisráðu- neytinu samstarf um að halda lyfja- kostnaði í skefjum og tekið þátt í starfshópi sem ætlað er að finna leiðir til að draga úr notkun tiltekinna lyfja. Sigurbjörn bendir á að úrlausnirnar verði að byggjast á faglegum grund- velli en ekki bara fjárhagslegum. Formaður Læknafélags Íslands Viljum halda lyfja- kostnaði í skefjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.