Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 33
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 33 Glæsilegt 274 fm einbýlishús á 2 hæðum ásamt 100 fm kjallararými. 4-6 svefnherb., 2 baðherb., stór stofa, bjart og opið eldhús. Á 1. hæð er möguleiki á aukaíbúð. Mjög fallegur garður teiknaður af landslagsarkitekt, timburverönd með heitum potti og stórt bílaplan steypt m/snjóbræðslu. Þetta er stór og glæsileg eign á besta stað. Verð kr. 29,7 m. Afh. í ágúst nk. Húsið er til sýnis í dag á milli kl. 16 og 18 og á morgun kl. 18-20. Allar nánari upplýsingar gefur Einar Páll Kjærnested í síma 899 5159. Þverholti 2 • 270 Mosfellsbæ • Sími 586 8080 • Fax 586 8081• www.fastmos.is OPIÐ HÚS - BUGÐUTANGI 11 - MOSFELLSBÆ Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Suðurlandsbraut 54 við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson lögg. fasteignasali. Til leigu mjög gott verslunar- og lagerhúsnæði á jarðhæð sem er að stærð 394 fm með stórum verslunargluggum og möguleika á góðum innkeyrslu- dyrum. Húsnæðið hefur góða viðskiptavild sem golfvöruverslun. Einnig til leigu í sama húsi 274 fm salur á 2. hæð með mikilli lofthæð, hentar vel fyr- ir félagasamtök eða skrifstofur. Bæði plássin eru laus strax. Uppl. veitir NETHYLUR Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS FRÁ KL. 14 - 17 Grettisgata 86 - 3ja-4ra herb. Björt og rúmgóð 94 fm horníbúð á 3. hæð í vel byggðu steinhúsi á horni Grett- isgötu og Snorrabrautar. M.a. 2 stofur, hjónaherbergi og risherbergi. Parket á gólfum. Íbúðin er LAUS við kaupsamn- ing. Margét og Baldur sýna íbúðina í dag milli kl. 14 og 17. Verð 12,4 m. 3680 SÖLUSKRÁNING EIGNA Á LUNDI ER ÁN ALLS KOSTNAÐAR NEMA VIÐ SELJUM Þú greiðir engan auglýsingakostnað eða annan kostnað á Lundi nema við seljum eignina fyrir þig NÁTTÚRUVERND í sögulegu ljósi var meginumfjöllunarefni banda- ríska umhverfissagnfræðingsins Harrietar Ritvo, sem hélt fyrir- lestur í Norræna húsinu sl. mið- vikudag í boði Landverndar og Hins íslenska náttúrufræðafélags. Ritvo hefur doktorsgráðu í sagn- fræði frá Harvard og kennir við Massachusets Institute of Techno- logy (MIT). Vinnur hún nú að viða- mikilli rannsókn á uppruna og orð- ræðu náttúruverndar á Vesturlöndum. Fyrirlestur Ritvo snerist um at- burði sem áttu sér stað á Norður- Englandi seint á nítjándu öld. Þá þarfnaðist iðnaðarborgin Man- chester aukins vatns, vegna gríð- arlegrar þenslu og uppbyggingar iðnaðar þar í borg. Þetta vatn hugðust yfirvöld borgarinnar sækja í stöðuvatnið Thirlmere á svonefndu Lake District, eða „vatnasvæði“, sem löngum hefur verið rómað fyrir fegurð, meðal annars af ljóðskáldinu William Wordsworth. Kröftug andstaða Thirlmere þótti hentugt til vatns- veitu vegna landfræðilegrar stöðu og gæða vatnsins, en íbúar vatna- svæðisins snerust fljótlega gegn áformum Manchesterbúa og skap- aðist breið og öflug fylking þegna sem barðist af miklum krafti gegn því að vötnum yrði raskað. Ritvo segir þó að yfirleitt hafi gagn- kvæmur skilningur verið á mismun- andi þörfum hagsmunaaðila, en þarna hafi verið um að ræða mis- munandi gildismat á hvaða gæði skipta mestu máli; framþróun iðn- aðar eða náttúrufegurð. Þarna var um að ræða tímamótadeilu, vegna þess að aðalrökin sem beitt var gegn framkvæmdinni snerust ekki um eignarrétt íbúa á svæðinu, held- ur um huglæg atriði eins og fegurð svæðisins og gildi þess fyrir bresku þjóðina. Deilan markar því upphaf náttúruverndarstefnu í nútíma skilningi, þar sem fegurðarrök og löngun til að vernda ósnortna nátt- úru hafa löngum tekist á við nýting- arsjónarmið. Ritvo segir að í þessari umræðu hafi hinir viktoríönsku náttúru- verndarsinnar látið sig miklu varða fegurð og óspillta náttúru vatna- svæðanna. Þeir fordæmdu harðlega þá innrás sem verið væri að gera á annars óspillt svæði. „Þrátt fyrir að þeir skildu þörf iðnaðarborga fyrir aukið vatn, vildu þeir ekki að það væri tekið úr þeirra sveit.“ Fegra framkvæmdir? Vatnsveitusinnar áttu þó ýmis mótrök í pokahorninu önnur en bein nýtingarrök, meðal annars það að svæðið gæti alls ekki talist ósnortið af mannavöldum, því mannvist á svæðunum yfir mörg þúsund ára tímabil hafði sann- arlega haft áhrif á svæðin. Auk þess væri náttúran í raun stærsti gerandi í eigin umbreytingum. Jarðfræði svæðisins sýndi þannig að Thirlmere hefði verið töluvert stærra á forsögulegum tímum. Sögðu framkvæmdaaðilar að með því að stífla Thirlmerevatn, væri í raun verið að gera svæðið bæði feg- urra á að líta og stöðugra, þ.e. lík- ara því vatni sem þar eitt sinn var. Segir Ritvo þessari röksemd líklega aldrei hafa verið ætlað að sannfæra sjálfa náttúruverndarsinnana um réttmæti málstaðar andstæðing- anna, heldur mun frekar til þess að villa um fyrir þeim sem væru ekki eins „liprir vitsmunalega.“ Ritvo telur þessar röksemdir enduróma í dag og í raun lítið hafa breyst annað en stærðir fram- kvæmdanna og umfang hags- munanna. Umhverfishyggjumenn hafi enn hina rómantísku sýn að leiðarljósi. Þó sé mikilvægt að hafa það hugfast að fagurfræðileg rök eigi ekki síður við í umræðu um náttúruvernd. Ósigur gat af sér sigra Ritvo sagði að þrátt fyrir að vatn- ið hefði á endanum verið stíflað, hefðu átökin getið af sér náttúru- verndarsamtök sem hefðu síðan undið mikið upp á sig og væru nú stærstu landeigendur Bretlands í því skyni að vernda náttúru og menningarminjar fyrir fram- kvæmdum. Í umræðum sem spunnust eftir fyrirlesturinn kom fram að þær röksemdir sem notaðar voru í deil- unni um Thirlmere enduróma í megindráttum enn í dag og í raun hafi lítið breyst annað en stærðir framkvæmda og umfang hags- muna. Náttúruverndarsinnar hefðu þó einnig farið að beita vist- fræðilegum rökum á fyrri hluta 20. aldar, eftir að sú fræðigrein kom til skjalanna. Fagurfræðileg rök væru þó eftir sem áður áberandi og mik- ilvæg í umræðu um náttúruvernd. Ritvo var einnig spurð hvað henni fyndist um viðleitni manna að leggja fjárhagslegt mat á náttúru- fegurð. Hún sagði menn hafa mikla tilhneigingu til þess að vinna út frá tískufyrirbærum og að meta nátt- úrufegurð til fjár á slíkan hátt og að reyna að skapa hagrænan kvarða á slíka fegurð væri „greini- legt barn síns tíma“ og ekki líklegt til að standast tímans tönn. Eftir fyrirlesturinn sat Ritvo há- degisfund með fræðimönnum og blaðamönnum og ræddi við við- stadda yfir hádegisverði. Lét hún þar í ljósi undrun sína á áformum um stórvirkjanir og aukna stóriðju og áleit þau tímaskekkju miðað við þróun í Bandaríkjunum og ná- grannalöndum Íslands. Rannsakar uppruna náttúruverndar Viktoríu-rómantískar rætur umhverfisbaráttunnar TENGLAR .............................................. http://web.mit.edu/hnritvo/www/ Morgunblaðið/Árni Torfason Harriet Ritvo umhverfissagnfræðingur flutti fyrirlestur í Norræna húsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.