Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 35 Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð við útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÓLAFAR SIGURÐARDÓTTUR, Melbæ, Heiðargerði 21, Akranesi. Valgerður S. Sigurðardóttir, Börkur Jónsson, Jón S. Sigurðsson, Helga Hauksdóttir, Guðrún H. Sigurðardóttir, Haukur M. Kristinsson, Sigurður G. Sigurðsson, Margrét A. Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR HERMANNSSONAR fyrrv. yfirlögregluþjóns, Háagerði 87, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks sem annaðist hann. Herborg Júníusdóttir, synir og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, JÓHANNS KRISTINS GUÐMUNDSSONAR, Sóltúni 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim- ilisins Sóltúns fyrir hlýju og góða umönnun. Guðríður Matthíasdóttir, Erna Jóhannsdóttir, Jón Rúnar Kristjónsson, Bergþóra Margrét Jóhannsdóttir, Björn Olsen, Matthías Árni Jóhannsson, Guðrún Þórsdóttir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför okkar ástkæru RAGNHEIÐAR ÞÓRUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Garðvangi, Garði. Sérstakt þakklæti færum við starfsfólki á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Sigurlaug Kristjánsdóttir, Svavar Þorsteinsson, Kristján R. Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, BIRGIR KRISTINN SCHEVING, Birkiteigi 3, Keflavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 26. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ágústa Erlendsdóttir, Sigmar Scheving, Linda Helgadóttir, Davíð Scheving, Harpa Frímannsdóttir, Erlendur Karlsson, Elísabet Andrésdóttir, Vilborg Sigríður Tryggvadóttir, Christopher MacNealy, Andri Scheving, Andrés Már Erlendsson, Linda Malín Erlendsdóttir og Sandra Ösp MacNealy. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR Þ. MAGNÚSDÓTTUR frá Viðey, Laugarnesvegi 61, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks H-gæslu- og lungnadeila Landspítala Fossvogi fyrir kærleiksríka umönnun. Davíð Vilhelmsson, Ursula Vilhelmsson, Guðbjartur Vilhelmsson, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Georgsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þorvaldur Krist-ján Jónsson fæddist á Akureyri 11. október 1918. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. júní síð- astliðinn. Foreldrar Þorvaldar voru Sig- urlína Sigurgeirs- dóttir, f. 1879, og Jón Emil Tómasson, f. 1870. Systkini Þor- valdar voru Fjóla Katrín, Karl Jóhann, Páll, Sigurgeir, Helga Ármann, Tóm- as og hálfbróðir Jón Forberg. Þau eru öll látin. Árið 1940 kvæntist Þorvaldur Maríu Stefaníu Stefánsdóttur, f. 20. febrúar 1920, d. 17. apríl 2003. Börn þeirra eru: 1) Bryndís Ármann, f. 1940, maki Örlygur Ívarsson og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn; 2) Ásdís Ár- mann, f. 1944, maki Kári Árnason og eiga þau þrjár dæt- ur og fjögur barna- börn; 3) Stefán, f. 1949, maki María Guðmundsdóttir og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn; 4) Heiðdís Ármann, f. 1953, maki Berg- þór Erlingsson og þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn; 5) Valdís Ármann, f. 1955, maki Sigurður Kristján Lárusson og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn; 6) Hafdís Ármann, fædd 1959, maki Tómas Lárus Vilbergsson og eiga þau þrjú börn. Útför Þorvaldar fór fram frá Höfðakapellu á Akureyri föstu- daginn 27. júní, í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku pabbi. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún.) Guð geymi þig. Börnin. Það er komið að því að kveðja tengdaföður minn og góðan vin, að- eins tveimur mánuðum eftir að tengdamóðir mín, María Stefáns- dóttir, var kvödd. Það var stutt á milli þeira heiðurshjóna. Ég kom inn í þessa fjölskyldu fyrir 42 árum og alla tíð voru þau hjónin okkur stoð og stytta ef á þurfti að halda. Valdi stundaði lengi akstur og bifreiðaútgerð og síðar gerðist hann bóndi á Lundi hér á Akureyri. Hann breytti síðan um og starfaði hjá ÚA í mörg ár. Alltaf hafði hann yndi af bú- skap og átti hænsn, kindur og hesta lengst af. Síðastliðinn vetur sá hann ennþá um hestana. Árið 1956 flutti fjölskyldan í ný- byggt tveggja hæða hús í Hrafna- gilsstræti 32 sem síðan hefir verið miðpunktur og athvarf allrar fjöl- skyldunar. Þar var komið saman á jólum, gamlárskvöldum, afmælum og öðrum hátíðisdögum. Svo eftir að börn og barnabörn þeirra byrjuðu búskap eru ekki ófá sem hafa flutt inn á neðri hæðina og seinni ár efri hæð. Allt þetta er ómetanlegt og hefur haldið fjölskyldunni saman í sátt og samlyndi. Ég vil þakka ykkur báðum, þér Valdi, og þér, María, fyrir allt gott sem þið gerðuð mér, Bryndísi, börn- um okkar og barnabörnum. Einnig vil ég þakka ykkur fyrir að hafa lýst upp tilveru okkar og verið sannir for- eldrar, afi og amma, langafi og langamma og tengdaforeldrar. Það er gæfa hvers manns að eign- ast og umgangast slík ljúfmenni. Guð veri með ykkur. Örlygur Ívarsson. Nú er afi Valdi dáinn líka, rétt rúmum tveimur mánuðum á eftir ömmu Maju. Okkur systrum þykir mjög erfitt að hugsa til þess að þau séu bæði farin. Amma Maja og afi Valdi voru fastir punktar í tilveru okkar systra í svo langan tíma og okkur þótti svo vænt um þau bæði. Afi var í okkar augum hið mesta ljúfmenni. Hann var rólegur, yfir- vegaður og með kímnigáfu sem við áttuðum okkur betur á þegar við fór- um að eldast. Það kom fyrir að við systur vorum ekki alveg með á nót- unum, samanber þegar við heim- sóttum afa síðast þá kvartaði hann yfir slorlykt. Við urðum hálfvand- ræðalegar en áttuðum okkur svo, þar sem ein okkar kom beint úr fiski- þorpi að vestan. Við hlógum mikið og afa þótti það gaman. Amma rak heimilið öruggum og hörðum höndum. Hún var stórglæsi- leg kona og vildi alltaf vera fín. Hún passaði líka alltaf upp á að hafa hárið vel lagt og við munum vel eftir fjólubláa hárlagningarvökvanum sem mamma setti í hana. Okkur fannst það sérstaklega flott. Amma bar hag okkar allra barnabarnanna fyrir brjósti og var ávallt reiðubúin að aðstoða og vera til staðar. Ein okkar spurði ömmu einu sinni hvernig hún hefði kynnst afa. Þá brosti hún og sagðist hafa verið mikil skautadrottning í innbænum og hann hefði orðið svo hrifinn þegar hann sá hana skauta á pollinum að hann bauð henni með sér í göngutúr. Við ímyndum okkur að síðan þá hafi þau alltaf verið saman og aðeins í blíðu vegna þess að við upplifðum aldrei neina stríðu þegar amma og afi voru annars vegar. Alla okkar tíð bjuggu amma og afi í Hrafnó. Þau áttu stórt og fallegt hús sem var ákaflega vel við haldið. Garðurinn var alltaf vel hirtur og í blóma öll sumur. Við erum allar sam- mála um að hafa stoltar sagt frá því að amma og afi ættu heima þar sem fallegi garðurinn væri með litla andapollinum. Bak við hús höfðum við barnabörnin rólur, vegasalt og dúkkuhús sem afi hafði smíðað. Það var allt gert til að umhverfi okkar væri bæði spennandi og skemmti- legt. Öllum jólum og áramótum á okkar yngri árum eyddum við saman með allri fjölskyldunni heima hjá ömmu og afa. Amma og afi sungu mikið og þá tóku börn og tengdabörn gjarnan undir svo úr varð heilmikill kór heima í stofu. Við barnabörnin létum okkur nægja að dansa kring- um jólatréð með afa. Okkur er einnig minnisstætt að þegar eitthvað stóð fyrir dyrum, til dæmis sláturgerð eða að heyja túnið sem amma og afi áttu rétt fyrir ofan bæinn, þá tóku öll börnin og tengdabörnin sig saman og hjálpuðu til. Sérstaklega er okkur minnisstætt hve samstiga allir voru við þetta. Við eigum dýrmætar minningar frá þessum tímum sem við eigum eft- ir að varðveita um ókomin ár. Við er- um afskaplega þakklátar ykkur, amma og afi, fyrir allar þessar góðu minningar. Guð geymi ykkur. Elva María, Katrín og Erna. Það er svo stutt síðan þú varst við hestaheilsu og sinntir þinni rútínu. Fórst með Perlu á hverjum morgni, hlustaðir á þáttinn þinn á föstudags- morgnum, horfðir á fótbolta alla laugardaga – sem oft og tíðum ég öf- undaði þig af – og heimsóttir ömmu ætíð á sunnudögum kl 4. Alla tíð hefur Hrafnó verið mitt annað heimili og nú síðustu tvö ár hef ég búið uppi hjá þér með fjöl- skyldunni minni. Í dag erum við þakklát fyrir að hafa verið svo ná- lægt þér og fyrir að Írena hafi kynnst svona góðum langafa, en litli nafni þinn mun að öllum líkindum ekki muna eftir þér. „Nú erum við ekki lengur 5 í fjöl- skyldunni, heldur bara 4 núna eftir að langafi er dáinn,“ sagði Írena eftir að hún vissi að þú værir dáinn. Það er erfitt að útskýra lífið fyrir fjög- urra ára barni, en mikið á hún eftir að sakna þín rétt eins og við öll. Við getum huggað okkur við að þið amma eruð saman og laus við öll veikindi og ég veit að þið munið vaka yfir okkur. Elsku mamma og systkini, við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur sem og öðrum ættingjum. Jón Hrannar Einarsson og Gígja Rut Ívarsdóttir. ÞORVALDUR KRISTJÁN JÓNSSON AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.