Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! 2 vik ur á top pnum í USA ! Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 4. Ísl. tal.Sýnd kl. 8 og 10. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 10.15. B.i. 12 2 vik ur á to ppnu m í US A! Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. kl. 2, 4, 6, 8 og 10. bi. 14 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og Powersýning kl. 10. B.i. 14 Sýnd kl. 3, 5.30 og 8. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! kl. 2 og 4. Ísl. tal. 500 kr. Ef þú skellir á ertu dauður! Spennutryllir af bestu gerð. Fór beint á toppinn í USA. Frábær mynd sem heldur áhorfendum í heljar greipum! lli ! lli . i i í . l í lj i ! Síðustu sýningar POWE R SÝNIN G KL. 10 Frumsýning Í FYRRA var tekin upp sú nýbreytni hér á Hróarskelduhátíðinni að setja upp svokallað tjaldsvæðissvið eða „camping stage“. Má segja að eftir- spurn hafi ráðið þessari ákvörðun því að þessi vinsælasta tónlistar- hátíð heims er farin að teygja all- verulega úr sér, en í ár hafði biðröð myndast fyrir utan hliðin á sunnu- dagsmorgni! Þeir hátíðargestir sem eru snemma í því eiga þess vegna nú kost á því að njóta lifandi tónlistar frá mánudegi til miðvikudags. Þeg- ar þetta er skrifað eru enn þrír tímar í að hátíðin hefjist formlega en samt er allt að gerast, öll tjald- stæði full eða svo gott sem og hátíð- in í raun komin á blússandi stím. Ske lék við hvurn sinn fingur á tjaldsviðinu kl. 19.45 á miðviku- dagskvöldinu, á sannkölluðum eðal- tíma. Tjaldsviðið er eina tónlist- arlega uppákoman sem í boði er þessa „upphitunardaga“ og rösk- lega 10.000 manns börðu sveitina augum. Ljúflegheit liðu um loft meðan tónleikarnir stóðu yfir. Fólk sat í grasinu og lét sér líða vel og á svipn- um mátti sjá að þægilegt „grúv“ Ske gerði sig. Landinn stóð svo að sjálf- sögðu fyrir sínu, hoppaði, dansaði og stappaði framan við sviðið og hrópaði „Ísland – best í heimi!“ eða „Stál og hnífur!“ Ske fór mjúklega af stað með sitt einstaka en aðgengi- lega tilraunapopp en gaf svo í í lokin og endaði eðlilega með slagaranum „T-Rex“. Þar fór Guðmundur Stein- grímsson; söngvari, hljómborðs- og nikkuleikari, á kostum og gerði sannfærandi tilkall til stóra sviðsins að ári, slíkir voru taktarnir. Söng- konan Ragnheiður Gröndal stóð líka sína plikt með sóma en hún er nú orðin fastur limur í sveitinni. Tvö ný lög kynnt til sögunnar Þá voru tvö ný lög kynnt til sög- unnar. Engin aukalög fengu að hljóma en klappið var heilnæmt og gott. Nokkrar enskumælandi stúlk- ur þustu að sviðinu í lokin og spurðu hvort ekki væri hægt að kaupa disk. Odeon-tjaldið er á bak við stærsta sviðið, það appelsínugula. Þar var búið að útbúa aðstöðu fyrir tjald- sveitirnar og Ske-fólkið sett í her- bergi A (eða öllu heldur skúr A). Þar var kræsingar að finna; sam- lokur, ávexti og ísskap, fullan af svaladrykkjum. Gæsla og slíkt í lág- marki, fólk hið rólegasta og afslapp- að enda aðalhátíðin ekki enn brostin á. Tveir þreknir gæslumenn brosa til okkar og halda síðan áfram í fót- boltaspilinu (þetta með stöngunum sem þú snýrð). Blaðamaður, ljós- myndari, Ske og fylgdarmenn setj- ast niður, fá sér saft og skrafa. „Það var danskur umboðsmaður, sem er í samstarfi við Smekkleysu, sem bók- aði okkur,“ segir Guðmundur, að- spurður um hvað Ske sé nú eig- inlega að gera á hátíðinni. Sveitir á snærum Smekkleysu hafa reyndar verið áberandi undanfarið, í fyrra voru það múm og Mínus og núna Björk, Ske og Sigur Rós. „Það var farið fremur seint af stað,“ útskýrir Guðmundur. „En þessi maður sendi diskinn okkar til ráðamanna hér og þeir tróðu okkur inn.“ Gott að hafa Íslendingana Frank Hall er gítarleikari Ske. Hann segir það frábært að hafa átt færi á að spila fyrir svona marga, en þetta eru stærstu tónleikar sveit- arinnar frá upphafi. „Af því að þetta var svona stórt var maður pínu hræddur við að verða stressaður. En þegar þetta byrjaði var þetta ekkert mál. Það var líka uppörvandi að hafa Íslend- ingana þarna.“ Hrannar Ingimarsson, hinn slag- gígjuleikarinn í sveitinni, segir Ske lengi vel ekki hafa kunnað að spila á tónleikum, ólíkt Skárr’en ekkert, hvers grunni Ske er byggð á. Þetta sé hins vegar allt farið að rúlla núna. Ragnheiður Gröndal er orðin fastur meðlimur í Ske. Hún er nú um stundir í djasssöngnámi og læt- ur vel af verunni í Ske. „Strákarnir eru góðir við mig,“ segir hún og kímir lítið eitt. „Mér finnst þetta mjög gaman og maður skemmtir sér. Mér finnst afar mik- ilvægt að hafa opinn huga og reyna sig við alls kyns stefnur.“ Nýju lögin sem fengu að hljóma þetta kvöldið voru af sama meiði og frumburðurinn, Life, death, happ- iness and stuff, sem út kom síðasta haust. Ske-liðar segjast þannig hafa áhuga á að rannsaka betur það form sem þeir duttu þar á. Guðmundur segir að lokum að óskandi væri að diskurinn þeirra kæmist í víðari dreifingu á næstunni. „Við stefnum fjarri því á einhvern almennan markað. Það væri hins vegar frábært ef fólk um heim allan, sem hefur áhuga á þessari tónlist sem við erum að reyna okkur við, gæti nálgast hana á auðveldan hátt. Þá værum við sátt fyrir okkar leyti.“ Ske þjófstartaði Hróarskelduhátíðinni Afar SKE-mmtilegt Ljósmynd/Móheiður Geirlaugsdóttir Hljómsveitin Ske lék á tjaldsviðinu kl. 19.45 á miðvikudagskvöldinu, á sannkölluðum eðaltíma, segir Arnar Eggert í greininni. Guðmundur Steingrímsson, söngv- ari, hljómborðs- og nikkuleikari hjá Ske, fór á kostum á Hróarskeldu. Hljómsveitin Ske vermdi gesti Hróarskeldu degi fyrir opnun með tón- leikum á tjaldsvæði hátíðarinnar. Arnar Eggert Thoroddsen fylgdist með og tók meðlimi tali eftir atið. arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.ske.is www.roskilde-festival.dk Ljósmynd/Móheiður Geirlaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.