Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirmyndarfólk Níu ungmenni hlutu nemendaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Þau höfðu unnið til verðlaunanna hvert á sinn hátt, með góðum námsárangri, góðum framförum, virkni í félagsstarfi, frábærri frammistöðu í listum eða íþróttum, félagslegri færni og samskiptahæfni. Og er þá fátt eitt talið. Ragnhildur Sverrisdóttir talaði við þetta unga fyrirmyndarfólk. BÁRA Dís Benediktsdóttir var tilnefnd fyrir samviskusemi,sjálfstæð vinnubrögð, vinnugleði, kurteisi og hug-myndaauðgi. „Mér finnst auðvitað heiður að vera fulltrúi Ölduselsskóla, en ég hefði áreiðanlega haldið áfram á sömu braut þótt ég hefði ekki fengið verðlaunin. Stundum fá þeir við- urkenningu sem þurfa síst á henni að halda. Mér finnst fínt þegar fólk fær viðurkenningu fyrir að yfirstíga einhverja erf- iðleika.“ Bára Dís hefur verið alla sína skólagöngu í Ölduselsskóla og er mjög ánægð með skólann sinn. Uppáhaldsfögin eru handa- vinna, myndmennt og stærðfræði og hún segir það tóma vit- leysu að stelpur eigi erfiðara með að læra stærðfræði en strák- ar. „Ég held að myndmenntakennarinn hafi tilnefnt mig,“ segir hún. „Myndmenntin er mjög skemmtileg, en ég fæst ekki mikið við hana utan skólans.“ Hún var í nemendaráði skólans síðasta vetur og þar var nóg að gera við skipulagningu alls konar skemmtana, ræðukeppni og þátttöku skólans í hæfileikakeppninni Skrekki. Helsta áhugamálið utan skólans er fótbolti. „Ég æfi með ÍR og hef allt- af verið mikið í íþróttum. Svo var ég í tónskóla síðasta vetur og lærði á hljómborð.“ Hún tekur undir að hún sé skipulögð og segist hafa nægar frístundir fyrir utan skóla, fótbolta og tónlistariðkun. Í sumar starfar hún í Vinnuskólanum og fer með ÍR í keppnisferðir í fót- boltanum. Bára Dís segist ekkert farin að velta því fyrir sér hvað hún tekur sér fyrir hendur eftir að hún lýkur 10. bekk að ári. „Ég veit ekkert í hvaða framhaldsskóla ég fer, en reikna með að fara á náttúrufræðibraut í MS, MH eða MR. Það er ennþá heilt ár eftir í Ölduselsskóla. Ég hef lítið hugsað út í hvað ég ætla að gera í framtíðinni. Kannski læri ég verkfræði eða arkitektúr.“ „Hugmyndarík og samviskusöm“ Bára Dís Benediktsdóttir, 9. bekk Ölduselsskóla „Bára er fyrirmyndarnemandi, samviskusöm, vinnur sjálf- stætt, smitar aðra nemendur af vinnugleði og er kurteis og ið- in. Bára er hugmyndarík og á auðvelt með að skapa ýmis listaverk. Hún á auðvelt með samstarf við alla og er jákvæð fyrirmynd.“ Daníel Gunnarsson, skólastjóri Ölduselsskóla EMMA Theodórsdóttir var tilnefnd til nemendaverð-launanna fyrir samskiptahæfni, dugnað og metnað í öllumsínum störfum. „Ég reyni að vera duglegur nemandi, ekki óþekk, kurteis og mæta á réttum tíma í skólann,“ segir hún. Emma hefur alltaf fengið góðar einkunnir í skólanum. Hún hefur líka mikinn áhuga á íþróttum. „Ég er í skólaíþróttum og ætla að fara að æfa frjálsar íþróttir. Svo var ég í badminton. Mér finnst mjög gaman í boltakasti, en ég er löngu hætt því. Ég veit ekki hvort ég fer í einhverjar boltaíþróttir seinna, en mér finnst gaman í fótbolta.“ Emma segist hafa orðið undrandi þegar tilkynnt var í skól- anum að hún hefði verið útnefnd fulltrúi hans til nemendaverð- launanna. „Já, ég varð undrandi og líka glöð. Það var sagt að ég væri fyrirmyndarnemandi og góður vinur allra. Vinir mínir í skólanum voru líka glaðir. Klébergsskóli er ekki stór skóli og ég á marga vini þar.“ Emma á fjögur systkini, tvö eldri og tvö yngri, sem voru líka ánægð með verðlaunin sem féllu henni í skaut. Hún segist hafa verið dálítið feimin að stíga á svið í Ráðhúsi Reykjavíkur til að taka við verðlaununum. „Ég fékk viðurkenn- ingarskjal og bókina Engill í Vesturbænum. Ég er ekki búin að lesa hana, því ég er með svo margar bækur í gangi núna,“ segir hún og viðurkennir að hún sé bókaormur. „En ég ætla að byrja á bókinni fljótlega.“ Uppáhaldsfög Emmu í skólanum eru landafræði og stærð- fræði. „Lestrartímarnir eru líka skemmtilegir,“ segir bókaorm- urinn. Sundtímarnir eru einu kennslustundirnar sem henni þykja ekki mjög skemmtilegar. Emma er 10 ára, svo hún hefur enn nægan tíma til að ákveða hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór. „Núna langar mig dálítið að verða kokkur. Ég er nú ekki farin að elda neitt, en ég hef spælt egg og hjálpað mömmu að baka kökur.“  „Góður félagi og vinnur vel“ Emma Theodórsdóttir, 5. bekk Klébergsskóla „Emma er ákaflega duglegur námsmaður. Hún vinnur vel hvort sem er einslega eða í hóp. Stundar íþróttir af kappi jafnt í skóla sem utan. Þrátt fyrir mikinn metnað í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur, tekur hún tapi og áföllum. Emma er góður félagi og til fyrirmyndar í allri framkomu.“ Starfsmenn Klébergsskóla YOUSEF Ingi Tamimi var tilnefndur tilnemendaverðlaunanna fyrir glaðlegaog jákvæða framkomu, alúð og sam- viskusemi. „Það er alltaf gott að fá hrós fyr- ir að standa sig vel. Ég ætla að leggja enn meira á mig á næsta ári og ég vona líka að þá verði enn fleiri tilnefndir til þessara verð- launa. Það þarf að hvetja fólk, lyfta því upp og segja við það: „Þú getur þetta.“ Allir eru sérstakir, hver á sinn hátt. Mér finnst gott að vita að það er fylgst með mér, gott að finna að ég er ekki bara eitthvert peð í skól- anum, ég er í raun skólinn. Og þó ég fái verðlaun fyrir samviskusemi og alúð, þá er alveg eins mikil ástæða til að verðlauna og hvetja einhvern annan, sem stendur sig til dæmis vel í stærðfræði.“ Yousef Ingi lagði ýmislegt af mörkum inn- an Seljaskóla sl. vetur. „Við erum þrír vin- irnir sem settum upp heimasíðu skólans síð- asta haust og höfum séð um hana. Við hjálpum líka skólastjóranum og kennurum, til dæmis með tölvukerfið. Við setjum upp nýjar tölvur, skrúfum saman skrifborð og fleira af því tagi,“ segir Yousef Ingi og hljómar eins og tæknifróður húsvörður. „Pabbi er tölvunarfræðingur og ég hef lært allt af honum. Hann er sérfróður ráðgjafi okkar vinanna.“ Skólafélagar hans óskuðu honum til ham- ingju, þegar tilkynnt var við skólaslit að hann hefði verið útnefndur sem fulltrúi Seljaskóla til nemendaverðlauna. „Þeir eru stoltir af mér. Ég finn ekki neina öfund. Fjölskyldan var líka mjög ánægð með þetta.“ Fyrir utan viðurkenningarskjalið fékk hann bókina Milljón holur eftir Louis Sach- ar. „Þetta er strætisvagnabókin, eins og ég kalla hana,“ segir Yousef Ingi og gefur þá skýringu að bókin liggi gjarnan frammi í strætisvögnum. „Ég hef gluggað í hana í strætó og leist vel á. Ég á það hins vegar til að verða bílveikur, svo lesturinn gekk hægt. Núna get ég lesið hana heima.“ Yousef Ingi á fjögur systkini og er næst- yngstur. Hann segist fá þokkalegar einkunn- ir í skólanum, en sé ekki dúx. Aðspurður hvort hann sé búinn að skipu- leggja framtíðina svarar hann hiklaust: „Það er allt planað hjá mér! Núna í sumar er ég að læra svifflug, síðan fer ég í 10. bekk, næsta sumar ætla ég að taka einkaflug- mannspróf og svo ætla ég í Kvennaskólann. Eftir stúdentinn ætla ég að verða flugmaður eða lögreglumaður.“ Þótt verkefnin séu næg gefur Yousef Ingi sér líka tíma til að starfa innan skátahreyf- ingarinnar. „Ég er búinn að vera skáti lengi og ætla ekkert að hætta því.“ „Alúð og samviskusemi“ Yousef Ingi Tamimi, 9. bekk Seljaskóla „Yousef hefur sérlega glaðlega og jákvæða framkomu gagnvart samferðafólki sínu jafnt nemendum sem starfsfólki. Með viðmóti sínu hefur hann aflað sér trausts og virðingar þeirra er hann umgengst. Yousef sinnir því sem fyrir hann er lagt af alúð og samviskusemi. Það er ómetanlegt fyrir skólasamfélagið að hafa einstakling eins og Yousef sem smitar frá sér jákvæðni og er virkur í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla DONN Eunicevar tilnefndtil nem- endaverðlaunanna fyrir félagslega færni og góðan námsárangur. „Ég var hissa að fá þessi verðlaun og dálítið feimin í Ráðhúsinu. Mamma tók mynd af mér í Ráðhúsinu með aðstoð- arskólastjóranum. Ég ætla að halda áfram að vera dug- leg í skólanum.“ Donn er níu ára gömul. Hún flutti hingað til lands með fjölskyldu sinni frá Filippseyjum fyrir rúmum fjórum ár- um. „Þá fór ég í leik- skólann Ösp og svo fór ég í Fellaskóla. Ég fór líka í sum- arskóla til að læra íslensku,“ segir hún. Íslenskuna hefur hún lært mjög vel. „Ég er dugleg að læra að lesa og er búin að lesa 35 blaðsíður í verðlaunabókinni, sem heitir Engill í Vesturbænum. Ég fer líka oft á bókasafnið og fæ lánaðar bækur.“ Lestur er uppáhaldsfagið hennar í skólanum og henni finnst líka mjög gaman í frímínútum. Þar fyrir utan er mynd- listin skemmtilegust. „Mér finnst gaman að teikna. Stundum teikna ég og föndra heima hjá mér með systur minni.“ Systir hennar er ári yngri en hún og hún á líka fimm ára bróður. „Mamma sagði að vonandi fengi systir mín líka svona verðlaun. Hún vill að ég verði læknir þegar ég verð stór. Kannski verð ég læknir, eða listakona.“ Þegar Donn er spurð hvað hún geri í frítímanum stendur ekki á svörum, því hún er greinilega skipulögð. „Á laugar- dögum fer ég alltaf í Kolaportið og svo fer ég oft með bróður mínum í Play Station-tölvuleik. Á sunnudagsmorgnum fer ég alltaf með afa og ömmu í sund. Afi kenndi mér að telja.“ Í sumar ætlar hún að leika sér mikið og í haust fer hún með fjölskyldunni í heimsókn til Filippseyja. „Fróðleiksfús og hjálpsöm“ Donn Eunice Patambag Cruz, 3. bekk Fellaskóla „Donn er óvenjulega fróðleiksfús, vinnusöm, hjálpsöm við aðra nemendur og gerir námslegar kröfur til sjálfrar sín. Hún hefur annað móðurmál en íslensku og hefur sýnt góðar fram- farir í íslensku sem öðru tungumáli. Að auki hefur Donn sýnt góða félagslega færni og góða frammistöðu í myndlist. Að mati stjórnar Foreldrafélags Fellaskóla á þessi nemandi skilið sérstakt hrós.“ Stjórn Foreldrafélags Fellaskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.