Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 23
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 23 Lexus RX 300 árg.12/01, ekinn 32 þús. km, 17“ felgur, leður- innrétting, loftkæling, hraðastillr, CD magasín o.fl. Verð 4.390.000 ÁRIÐ 1997 hófust skipulagðar náms- og nemendaskiptaferðir hjá sænskunemum í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Agneborgsgymn- asiet í Uddevalla í Svíþjóð. Frumkvæðið að þessum ferðum áttu Sigrún Hallbeck, þáverandi sænskukennari MH, og Lennart Åberg, sænskukennari í Agne- borgsgymnasiet. Lennart hefur verið sendikennari í sænsku við Há- skóla Íslands. Frá 1997 hafa sænskunemar í MH farið í fjórar námsferðir til Uddevalla og Uddevallanemar hafa endurgoldið þessar ferðir fjórum sinnum, nú síðast í apríl. Þá komu 16 nemar sem bjuggu heima hjá ís- lenskum sænskunemum og fóru í ýmsar fræðsluferðir. Nýlega fóru svo 15 íslenskir sænskunemar til Uddevalla ásamt sænskukennurunum Ingegerd Narby og Sigrúnu Hallbeck. Ís- lensku nemendurnir bjuggu heima hjá sænskum nemendum og fóru með þeim í skólann. Þar kynntu þeir Ísland með myndböndum sem þeir höfðu gert og íslenska tónlist af geisladiskum. Einn hópurinn hafði fengið ókeypis hjá íslenskum fyrirtækjum Appelsín, Maltöl, Ópal, lýsi og harðfisk sem þau buðu upp á við góðar undirtektir. Meðan á dvölinni stóð var einnig farið í fræðsluferð um svæðið þar sem m.a. voru skoðaðar bergistur frá bronsöld, í Tanum og í skemmti- garðinn Liseberg. Í ferðunum fá nemendurnir tæki- færi til þess að búa á sænskum heimilum, komast í kynni við sænskt þjóðfélag og skólakerfi og síðast en ekki síst fá þeir tækifæri til þess að æfa sænskukunnáttu sína. Námsferðir og nemendaskipti milli Íslands og Svíþjóðar Í TILEFNI þess að 60 ár eru liðin frá stofnun Stokkseyringafélagsins í Reykjavík og nágrenni ætlar fé- lagið að gefa upplýsingaskilti sem sett verður upp við Þuríðarbúð. Þar er sagt í stórum dráttum frá Þuríði formanni og sjósókn hennar og einnig verbúðarlífinu á dögum áraskipanna. Skiltið er bæði á ís- lensku og ensku. Sunnudaginn 6. júlí efnir félagið til Stokkseyrarferðar til að halda upp á afmælið og verður byrjað á að fara í messu í Stokkseyrar- kirkju kl. 14. Kaffisala verður í íþróttahúsinu, Bjarki Sveinbjörns- son ávarpar gesti og flutt verður kvæði um Þuríði formann eftir Þorvald Sæmundsson. Þá verður farið í hús Hólmarastar og Þur- íðarbúð skoðuð. Rútuferð verður á vegum félags- ins og þeir sem vilja notfæra sér það eru beðnir að tilkynna þátt- töku. 60 ár frá stofn- un Stokkseyr- ingafélagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.